Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 grillað sumar Þea verður Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sífellt meiri þungi er að færast í al- varlegan ágreining sem verið hefur á milli sveitarfélaga og ríkisins um rekstur hjúkrunarheimila og upp- byggingu nýrra hjúkrunarrýma. Nokkur sveitarfélög hafa nú sagt upp samningum við ríkið um rekst- urinn og önnur íhuga að slíta samn- ingum við ríkið. Hafa sveitarfélög reynt að stilla saman strengi að und- anförnu og hvatt til samstöðu í við- ræðunum við ríkið til að styrkja stöðu sína. Til stendur að gerð verði sameiginleg úttekt á þessum mál- um. Ríkið sýknað í máli Garðabæjar Í fyrradag sýknaði Hæstiréttur ríkið í máli sem Garðabær höfðaði gegna ágreinings um greiðsluskyldu ríkisins til reksturs hjúkrunarheim- ilisins Ísafoldar þar sem framlög ríkisins með daggjöldum hefðu ekki nægt fyrir rekstrarkostnaði. Í samningi sem gerður var árið 2010 var tekið fram að ríkið og sveitarfé- lagið myndu gera samning um rekstur hjúkrunarheimilsins en sá samningur var aldrei gerður. Taldi Hæstiréttur, sem staðfesti dóm Landsréttar, að ríkið hefði ekki skuldbundið sig til greiðslu alls kostnaðarins við reksturinn og því væri ekki um vanefndir að ræða. Fleiri sveitarfélög eru í sambæri- legri stöðu þótt aðstæður séu mis- munandi og samningsumboðið hjá hverju og einu. Fram kemur í fund- argerð sveitarfélaga frá 20. maí sl. að úttekt KPMG fyrir Akureyrarbæ sýni að samningsfjárhæðir nái ekki að dekka þá þjónustu sem samn- ingur bæjarins um hjúkrunarheimili í bænum geri ráð fyrir. Mat Ak- ureyringa er að uppsöfnuð fjárvönt- un í þjónustu samkvæmt samning- um við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila nemi nú rúmlega einum milljarði króna vegna tíma- bilsins 2014-2019. Vinna sem farið var í fyrir nokkr- um árum um undirbúning að flutn- ingi þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélaganna hefur verið sett til hliðar og er enginn vilji hjá sveit- arfélögunum að taka þann þráð upp að nýju. Að mati sveitarfélagafólks lýsir „óreiðan í málaflokknum“ skorti á stefnumótun og að fagleg framþró- un þjónustunnar fái ekki eðlilegt svigrúm en allur tími og orka fari í karp um fjármuni og bráðabirða- lausnir. „Ólíðandi er að ríkið neyti aflsmunar í samskiptum við sveit- arfélög og þvingi þau markvisst til þess að bera mikinn og vaxandi rekstrarhalla vegna hjúkrunarheim- ila. Um er að ræða atlögu að fjár- hagslegri sjálfbærni sveitarfélaga og þeirri þjónustu sem þeim er skylt að veita lögum samkvæmt. Við þær aðstæður gæti reynt á þau varnar- viðbrögð að segja sig frá samning- um við ríkið, en fram kom í máli for- svarsmanna sveitarfélaga sem eru með virk uppsagnarákvæði í sínum samningum að til greina komi að stíga svo afdrífarík skref ef ekki verður breyting á viðhorfum þeirra sem koma fram fyrir hönd ríkisins í viðræðum,“ segir í fundargerðinni frá 20. maí. 100 milljóna halli á Hornafirði Fram kom á fundi sem haldinn var í bakhópi sveitarfélaga 4. júní að bæjarstjórar Akureyrar og Vest- mannaeyjabæjar hafi greint frá því að engin frekari viðbrögð hafi borist frá ríkinu eftir að bæjarstjórnir þessara sveitarfélaga ákváðu að segja upp gildandi þjónustusamn- ingum um rekstur hjúkrunarheim- ila. Lýst var miklum áhyggjum af stöðu mála og skorað á sveitarfélög- in að standa saman í þeirri stöðu sem upp væri komin. Á öðrum fundi bakhópsins 9. júní greindi bæjarstjóri Hornafjarðar frá því að halli á rekstri hjúkrunar- rýma þar næmi 100 milljónum kr. fyrir árin 2019 og 2020 og launa- útgjöld hafi aukist um 12% milli ára. „Viðbúið er að bæjarstjórn taki ákvörðun um að slíta samningssam- bandinu við ríkið um þennan rekst- ur,“ segir í fundargerð. Einnig kemur fram að bæjarráð Fjarðabyggðar hafi ákveðið að senda ráðuneytinu kröfubréf vegna hallarekstrar hjúkrunarrýma á um- liðnum árum og að sveitarfélagið kunni að segja samningi upp ef ekki verður bætt við fjármunum. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá fundi með heilbrigðisráð- herra þar sem farið var yfir uppsögn sveitarfélagsins á samningi um reksturinn. Ráðherra óskaði eftir að uppsögnin yrði dregin til baka en sveitarfélagið er ekki reiðubúið til þess. Bæjarstjóri Seltjarnarness sagði á fundinum 9. júní frá sam- skiptum við ríkið vegna rekstrar nýja hjúkrunarheimilisins á Sel- tjarnarnesi sem reist var með svo- kallaðri leiguleið. „Sveitarfélagið náði árangri þar við að verjast til- raunum ríkisins til þess að koma ábyrgð á rekstrinum yfir á sveitar- félagið,“ segir í frásögn af fundinum. Mynda saman hóp Framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga átti fund með heilbrigðisráðherra 3. júní og kom þá fram að ráðuneytið ætlaði að láta kosta úttekt á rekstri hjúkrunar- heimila. „Fulltrúar sambandsins sem tóku þátt í fundi með ráðherra bentu á að þar hefði hann tekið und- ir þá afstöðu að þjónusta hjúkrunar- heimila væri ekki lögbundið verk- efni sveitarfélaga. Í þeirri umræðu var í kjölfarið bent á að ótækt væri að blanda því þá saman við upp- byggingu hjúkrunarrýma og/eða heimila, hvað þá að ráðuneytið setji það sem skilyrði fyrir slíkri upp- byggingu að sveitarfélög ábyrgist rekstur þeirra,“ segir í frásögn af þessum fundi með ráðherra. Sveitarstjórnarmenn í bakhópn- um reifa nú þá hugmynd að sveit- arfélög sem hafa ákveðið að slíta samningssambandi við ríkið um rekstur hjúkrunarrýma myndi hóp sem komi fram sameiginlega. Saka ríkið um að neyta aflsmunar  Nokkur sveitarfélög hafa ýmist ákveðið eða búast til að slíta samningssambönd við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila  Akureyrarbær telur uppsafnaða fjárvöntun nema rúmlega einum milljarði króna Morgunblaðið/Ómar Hjúkrunarheimilið Ísafold Hæstiréttur segir ríkið hafa axlað skyldur sínar að lögum með því að tryggja Garðabæ fjárveitingar á fjárlögum. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Samdrátturinn það sem af er ári er í kringum 70%. Við höfum fundið verulega fyrir þessu ástandi,“ segir Guðfinna Sverrisdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Eini Björnssyni, hefur rekið sumarhúsin Einishús. Húsin eru í Reykjadal í Þingeyjar- sýslu og hafa notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna undan- farin ár. Líkt og fjölmargir aðrir rekstr- araðilar í ferðaþjónustu hafa hjónin fundið fyrir áhrifum faraldurs kór- ónuveiru. Hefur ásókn í húsin dreg- ist verulega saman af þeim sökum. Að sögn Guðfinnu óskaði fjöldi ferðamanna, sem bókaða áttu gist- ingu hjá Einishúsum, eftir því að færa hana fram til næsta árs. „Maí- og júnímánuður duttu alveg út hjá okkur. Júlí og ágúst eru enn inni, einhverjir hafa þó afbókað en enn eru margir sem segjast ætla að koma. Við höfum verið að senda póst á þá sem áttu bókað og margir svöruðu og báðu um að færa yfir á næsta ár. Það eru þó líka ferðamenn sem ekki hafa svarað þegar við könnuðum hvort þeir hygðust koma,“ segir Guðfinna og bætir við að ástandið komi sér illa fyrir hjón- in. „Þetta er bara alls ekki nóg. Við erum bæði að reyna að lifa af þessu en það gengur ekki eins og staðan er núna.“ Ólíkt mörgum öðrum aðilum í ferðaþjónustu hefur Guðfinna ekki orðið vör við að Íslendingar sæki í mun meira mæli í ferðalög innan- lands. Aukningin hjá Einishúsum sé smávægileg og skipti litlu fyrir reksturinn þegar samdráttur það sem af er ári hleypur á tugum pró- senta. „Við höfum verið að bjóða upp á tilboð innanlands en aukn- ingin er kannski í kringum 10%. Við finnum að það er mikið spurt en margir virðast vilja fá sama verð og á verkalýðsbústöðunum, sem er auðvitað ekki sambærilegt enda allt til alls hér,“ segir Guðfinna. Húsin sex eru sérlega vel útbúin, en með hverju húsi fylgir heitur pottur auk þess sem allt er uppbúið við komu. Að sögn Guðfinnu má, að mat undanskildum, finna allar helstu nauðsynjar í og við húsin. Einishús Reksturinn hefur dregist gríðarlega saman undanfarið. Salan dregist saman um 70%  Samdráttur í leigu sumarhúsa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.