Morgunblaðið - 18.06.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
AUÐVELT, FLJÓTLEGT OG ÖFLUGT
BYGGINGAKERFI
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
Bestu undirstöðurnar fyrir:
SÓLPALLINN
SUMARHÚSIÐ
GIRÐINGUNA
NÝ VEFVERSLUNdvergarnir.is
Fáðu
Dvergana
senda heim
að dyrum
DVERGARNIR R
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-fulltrúi Flokks fólksins,
skrifaði um umferðaröryggi í
borginni í pistli á blog.is. Þar
sagði hún m.a.: „Víða í borginni
er umferðaröryggi
ábótavant og að-
stæður hættulegar.
Strætisvagnar
stoppa á miðri
götu til að hleypa
farþegum í og úr
sem getur skapað
mikla slysahættu.
Dæmi eru um að strætisvagnar
stoppi á miðju hringtorgi. Hreyfi-
hömluðum er ætlað að leggja bíl-
um sínum í götur sem hallast og
ekki er gert ráð fyrir eldri borg-
urum í miðbænum enda aðgengi
þar að verða aðeins fyrir hjól-
andi. Bílastæðahús eru af ýmsum
orsökum vannýtt. Nýlega var
grjóti sturtað á miðjan Eiðs-
granda sem getur skapað stór-
hættu.“
Samgöngumál í borginni erumikil sorgarsaga og þessar
ábendingar Kolbrúnar eiga því
miður við rök að styðjast.
Eftirfarandi ábendingar henn-ar mættu einnig verða
meirihluta borgarstjórnar um-
hugsunarefni: „Ljósamálin eru
enn í ólestri. Á 100 stöðum í
borginni eru úrelt ljós. Snjall-
stýrð götuljós myndu bæta mikið.
Að aðskilja andstæðar akreinar
með vegriði er oft hægt að koma
við. Sömuleiðis ætti að byggja
göngubrýr alls staðar þar sem
það er hægt. Flest slysin verða
þegar götur eru þveraðar og þá
langoftast þegar hjólreiðamenn
hjóla þvert yfir götu/gangbraut.“
Ef borgaryfirvöld legðu sér-viskuna og öfgarnar til hlið-
ar mætti bæta mjög samgöngur
og öryggi í borginni.
Kolbrún
Baldursdóttir
Athyglisverðar
ábendingar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Vegahandbókin, sem út kom á ís-
lensku í ár, er í fyrsta sæti á met-
sölulista Eymundssonar. Bókin kem-
ur út annað hvert ár á íslensku og
ensku til skiptis, en hún hefur ekki
setið á toppi metsölulistans í nokkur
ár, að sögn Hálfdánar Örlygssonar,
útgefanda bókarinnar.
Hann segist hafa fundið fyrir mikl-
um áhuga á bókinni meðal Íslend-
inga, enda aukin áhersla nú lögð á
ferðalög innanlands og því ekki ama-
legt að bókin skuli koma út á íslensku
þetta árið. Með árunum hefur landinn
í auknum mæli nýtt sér forrit eins og
Google Maps, til þess að rata á
áfangastaði, og hafa vegabækur því
eflaust oft beðið lægri hlut í huga
neytenda. Hálfdán segir þó að bókin
snúist um mun meira en að rata:
„Þú getur kannski ratað með slík-
um forritum en þú færð ekki þennan
fróðleik sem bókin veitir,“ segir hann.
Bókinni var ekki síður vel tekið af
landanum þegar hún kom fyrst út ár-
ið 1973.
„Þegar bókin kom út árið 1973, á
sama ári og Vestmannaeyjagosið
varð, þá varð ekki bara eldgos í Eyj-
um, með hrauni og öllu tilheyrandi.
Það varð líka eldgos með bókinni.
Hún sló í gegn strax á fyrsta ári og
seldist upp um leið,“ segir Hálfdán.
Bókin inniheldur fróðleik um 3.000
staði á Íslandi, þar á meðal helstu
náttúruperlur landsins, auk upplýs-
inga um menn, verur og vætti, að
sögn Hálfdánar.
„Fjölskyldur í landinu hafa margar
alist upp við að fara í ferðalög. Einn
keyrir og annar les úr bókinni og hin-
ir hlusta. Hvers virði er að ferðast um
þetta fallega land ef maður veit ekki
hvað neitt heitir eða hvaða sögur það
hefur að geyma?“
Vegahandbókin
efst á metsölulista
Ekki setið á toppnum í nokkur ár
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vegahandbókin Hálfdán Örlygsson
gaf handbókina fyrst út árið 1973.
„Ég þekki humarinn vel eftir að
hafa verið á slíkum veiðum í níu
vertíðir,“ segir Kjartan Brynjar
Sigurðsson, sjómaður í Þorláks-
höfn. Í gær var við veitingastaðinn
Hafið bláa, sem er við vestursporð
Óseyrarbrúar, afhjúpað listaverkið
Humar við hafið. Kjartan er höf-
undur þess; stórs stykkis sem er
unnið úr plasti og lagt á járngrind.
Þetta er eftirlíking af humri, en
veiðar og vinnsla á honum skiptu
löngum miklu fyrir byggðarlögin á
þessum slóðum, Þorlákshöfn og
Eyrarbakka.
Veitingastaðinn eiga þau Hannes
Sigurðsson og Þórhildur Ólafs-
dóttir. Listaverk er við fiskverk-
unarstöð þeirra í Þorlákshöfn og
nú er bætt um betur. Kúnstgrip-
urinn er á áberandi stað við fjöl-
farna leið og má gera ráð fyrir að
margir hafi þar viðkomu í framtíð-
inni. sbs@mbl.is
Humar við hafið er stórt listaverk
Afhjúpun við Óseyrarbrúna í gær
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjávarlist Kjartan Brynjar Sigurðsson, til vinstri, og Hannes Sigurðsson.