Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is Hlíf – fréttatilkynning Til tónleikagesta og velunnara Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Sem listrænn stjórnandi Sumartónleikaraðar Listasafns Sigurjons Ólafssonar til margra ára sé ég mig knúna til að tilkynna ykkur að sumartónleikaröðin verði ekki haldin í ár, eins og undanfarin 31 ár. Ástæðan er ekki Covid -19 faraldurinn heldur áhugaleysi þeirra, sem taka ákvarðanir um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari Pawel Bartos- zek, borgar- fulltrúi Við- reisnar, hefur verið endurkjör- inn forseti borg- arstjórnar. Í kosningu á fundi borgarstjórnar á þriðjudagskvöld hlaut Pawel 22 atkvæði, en einn borgarfulltrúi skilaði auðu. Hann kveðst þakk- látur fyrir stuðninginn: „Ég er nokkuð ánægður með þetta þar sem forsetar borgar- stjórnar hafa oft verið kosnir ein- ungis með atkvæðum meirihlut- ans,“ segir hann. Stærsta viðfangsefni næstu tveggja ára sé að bæta starfs- andann í borgarstjórn. „Átök eru eðlileg en ég held að við gætum verið jafngóð í átökum og haft and- rúmsloftið örlítið vinsamlegra á köflum.“ Pawel tók við embætti forseta borgarstjórnar fyrir ári af Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata, en það fyrirkomulag var til- kynnt þegar nýr borgarmeirihluti var kjörinn í júní 2018. „Mig langar líka að þakka öllum fulltrúum í meiri- og minnihluta fyrir að hafa lagt hönd á plóg þegar kórónu- veirufaraldurinn skall á. Störf borgarstjórnar og minnihluta gengu vel fyrir sig.“ Pawel endurkjörinn forseti borgarstjórnar Pawel Bartoszek Sólin skein á borgarbúa á þjóðhátíðardaginn 17. júní í gær. Hátíðarhöld voru með nokkuð breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Skipuleggjendum víðs vegar í borginni tókst þó að bjóða upp á ýmiss konar skemmtun en fylgja um leið þeim takmörkunum sem í gildi eru vegna sóttvarnaráðstafana. Samkomutakmarkanir settu samt sem áður óumdeilanlega mark sitt á hátíðarhöld sem voru nokkru lágstemmdari en alla jafna. Á Austurvelli voru hátíðarhöld með fremur hefð- bundnu sniði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra ávarpaði gesti, sem voru talsvert færri en undanfarin ár, og að venju heiðraði forseti Ís- lands minningu Jóns Sigurðssonar. Edda Björg- vinsdóttir leikkona var fjallkona Reykjavíkur- borgar þetta árið og flutti ljóð eftir Þórdísi Gísladóttur í tilefni dagsins. Undir kvöld iðaði mannlífið í borginni og fjölmennt var á veit- inga- og öldurhúsum miðborgarinnar. Morgunblaðið/Íris Leikur Það var kátt á hjalla á Klambratúni á þjóðhátíðardaginn. Veðrið lék við borgarbúa og stemning var góð. Prúðbúin Þjóðargersemin Edda Björgvinsdóttir var fjallkona Reykjavíkur. Listir Sirkuslistafólk Hringleiks sýndi listir sínar á Klambratúni. Söngur Ingó veðurguð skemmti gestum með brekkusöng í Breiðholti.Líf Margt var um manninn á Laugaveginum fram á kvöld. Lágstemmd- ur 17. júní

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.