Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 16

Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 Oftar en ekki verða til goðsagnir þegar merkir atburðir eiga sé stað. Sagan um það þegar kirkjuklukk- urnar í Grafarvogs- kirkju hringdu í fyrsta sinn í jarðskjálftanum á þjóðhátíðardaginn, daginn fyrir vígslu kirkjunnar, er þó eng- in goðsögn heldur átti þetta sér stað í raun og veru. Í jarðskjálftanum kom í ljós, öllum til mikils léttis, að alt- aristaflan, glerlistaverkið eftir Leif Breiðfjörð, þolir Suðurlandsskjálfta. Tuttugu ár eru skammur tími í samhengi kristninnar og er Grafar- vogssöfnuður meðal yngri safnaða landsins. Ég tel það hafa verið gæfuspor fyrir söfnuðinn og Þjóð- kirkjuna alla að sú ákvörðun var tekin að skipta ekki söfnuðinum upp í minni sóknir þegar Grafarvog- urinn stækkaði á sínum tíma. Segja má að þetta hafi verið ákveðin til- raun því þá voru engir söfnuðir á landinu með fleiri en tvo presta í þjónustu sinni auk þess sem ný sókn var jafnan stofnuð þegar fjöldi sóknarbarna náði um fjögur til fimm þúsund manns. Að þessu leyti var því ákveðið frumkvöðla- og til- raunastarf unnið í Grafarvogssókn. Þessi tilraun heppnaðist vel og nú er þróunin í Þjóðkrkjunni á þann veg að prestaköll eru að stækka og fleiri prestar eru farnir að vinna saman og þjóna stærra svæði en áð- ur var. Í dag þjóna fjórir prestar í þess- um fjölmennasta söfnuði landsins auk tveggja organista, barnakór- stjóra, æskulýðsfulltrúa, ritara, tveggja kirkjuvarða og fjölda fólks í hlutastarfi í barna- og æskulýðsstarfi, eldri- borgarastarfi og þrif- um. Auk þess annast stór hópur sjálfboðinna þjónustu. T.a.m. er rekstur safnaðarins meira og minna allur unninn í sjálfboðinni þjónustu eins og venja er í Þjóðkirkjunni. Eftir því sem söfn- uðurinn stækkaði og dreifðist yfir stærra svæði jókst þörfin fyrir að bjóða upp á starf og þjónustu á vegum kirkjunnar á fleiri stöðum en í kirkjunni sjálfri. Þá var samið við Reykjavíkurborg um að kirkjan legði til lóð undir þjónustumiðstöð borgarinnar í Spöng og að kirkjan yrði þar með aðstöðu. Árið 2014 var svo Kirkju- selið í Spöng vígt og allt frá því hef- ur Grafarvogssókn verið með guðs- þjónustur þar alla sunnudaga, auk barnastarfs, fermingarfræðslu, sál- gæslu og fræðslufunda. Allt frá stofnun Grafarvogs- sóknar hefur verið lögð rík áhersla á að bjóða upp á starf fyrir alla ald- urshópa. Það hefur verið gert með fjölbreyttu og góðu barna- og æsku- lýðsstarfi, ríkulegu starfi með eldri borgurum, foreldramorgnum, ferm- ingarfræðslu, fræðslu- og menning- arstarfi ýmiss konar, djúpslökun, prjónaklúbbi og fjölbreyttu helgi- haldi svo eitthvað sé nefnt. En þar sem starfið í söfnuðinum og kirkj- unni allri er lifandi starf sem byggir á þjónustu við fólk þá tekur það breytingum út frá þörfum og áhuga þeirra er kirkjuna sækja. Það sem alla tíð hefur einkennt starfið í Grafarvogssókn er fjöl- breytni og framsækni. Kirkjan hef- ur ávallt boðið upp á fjölbreyttar guðsþjónustur og starf sem hefur verið vel sótt enda hefur kirkjan verið í góðum tengslum við nær- samfélagið alveg frá upphafi og er svo sannarlega ríkur hluti af dag- legu lífi í hverfinu. En þrátt fyrir að Grafarvogskirkja hafi ávallt átt ákveðinn sess í hverfinu og verið sjálfsagður hluti af lífi margra þá er stór hluti starfsins og þjónustunnar ekki á vörum allra. Í kirkjunni er t.a.m. stundað gríðarlega mikið hjálparstarf, sálgæsla og vinna með fólki í ýmiskonar sorg og áföllum. Þetta er meðal þess sem ekki fer hátt þrátt fyrir að vera stór þáttur í starfi safnaðarins enda leitar margt fólk til kirkjunnar í tengslum við ástvinamissi, hjónaskilnaði og önnur áföll. Kirkjan er samfélag fólks sem trúir á Guð sem birtist okkur í Jesú Kristi og hlutverk hennar er að þjóna hverri einustu manneskju af kærleika. Grafarvogssöfnuður, eins og allir söfnuðir á Íslandi, hefur ávallt fylgt þessu og lagt sig fram af fremsta megni við að vera náung- anum sannur náungi. Grafarvogs- söfnuður er stoltur af kirkjunni sinni og segja má að altaristaflan, glugginn fallegi, sé eitt af því sem táknar Grafarvoginn sem hverfi og samfélag. Á þessum tímamótum langar mig að óska okkur öllum til hamingju með kirkjuna okkar fal- legu og hið blómlega starf sem fram fer undir merki hennar í Jesú nafni. Megi Guð blessa þjónustu Grafar- vogssafnaðar og kirkjunnar allrar um ókomna framtíð, öll þau er hana sækja og til hennar leita. Að lokum langar mig að bjóða þér, kæri lesandi, í vígsluafmæli Grafarvogskirkju sem haldið verður í kirkjunni sunnudaginn 27. sept- ember kl. 11. Og síðan eru liðin tuttugu ár Eftir Guðrúnu Karls Helgudóttur Guðrún Karls Helgudóttir » Á þessum tímamót- um langar mig að óska okkur öllum til hamingju með kirkjuna okkar fallegu og hið blómlega starf sem fram fer undir merki hennar í Jesú nafni. Höfundur er sóknarprestur í Grafar- vogssókn. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Hinn 23. júní nk. er ársfundur Frjálsa líf- eyrissjóðsins, fjöl- mennasta séreignarlíf- eyrissjóðs landsins með um 60 þúsund sjóðfélaga sem treysta sjóðnum og stjórn hans fyrir 300 millj- örðum króna. Fyrir tveimur árum var undirritaður kosinn í sjö manna stjórn sjóðsins. Því miður er töluvert í land með að umgjörð sjóðsins sé með við- unandi hætti. Starfsemi Arion banka og Frjálsa lífeyrissjóðsins er of samtvinnuð en hagsmunir þeirra eru í eðli sínu ósamrýmanlegir. Þetta kemur einna skýrast fram í háum rekstrarkostnaði sjóðsins (1.400 milljónir kr., 0,59% af heild- areignum), sem hefur undanfarin ár verið allt að þriðjungi meiri en hliðstæðra sjóða. Reynt er að réttlæta háan kostn- að með því að sjóðurinn sé í virkri stýringu sem gefi betri ávöxtun. Það er mjög umdeilanleg staðhæf- ing og ávöxtun Frjálsa undanfarin ár sýnir annað. Skoðum eitt dæmi um þessa svo- kölluðu virku stýringu. Um síðustu áramót átti sjóðurinn íslensk hluta- bréf fyrir 26 milljarða króna í 17 félögum í Kauphöllinni. Þar að auki átti sjóðurinn sex milljarða króna í hlutabréfasjóðum Stefnis, dóttur- félags Arion banka, sem fjárfestir í sömu félögum. Þessir sjóðir, ÍS-5 og ÍS-15, eru með virka stýringu og árleg umsýsluþóknun þeirra er á bilinu 1,86%-2,5% af eignum. Með magnafslætti má áætla að árlegur kostnaður Frjálsa vegna sex millj- arða eignar í tveimur hlutabréfa- sjóðum Stefnis sé um 100 milljónir króna. Virk stýring stendur kannski undir nafni á stórum fjármálamörk- uðum þar sem verðbréfavelta er gríðarlega mikil. Á Íslandi er veru- leikinn annar þar sem seljanleiki verðbréfa er oft mjög takmarkaður vegna smæðar markaðarins og þá er hæpið að virk stýring skili tilætl- uðum árangri. Virk stýring kallar á mikla hreyfingu verðbréfa með til- heyrandi viðskiptakostnaði. Og þá græðir bankinn sem sinnir stýring- unni, bæði með þóknunum af verðbréfasjóðum og með miðlunar- þóknunum þegar verðbréf eru keypt og seld inn í sjóðina. Það er sláandi staðreynd að í fyrra velti Frjálsi lífeyrissjóðurinn eignasafni sínu þrisvar sinnum meira en Al- menni lífeyrissjóðurinn gerði. Kostnaðurinn var auðvitað mun meiri en það sem öllu verra er: ávöxtunin var lakari. Á tímum þar sem tölvur og tækni gera fagfjár- festum kleift að stýra eignasöfnum með afar litlum tilkostnaði er fjárfestingakostnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins fram úr hófi. Í því lág- vaxtaumhverfi sem nú ríkir á verðbréfamörk- uðum mun kostnaður við eignastýringu skipta enn meira máli en fyrr. Fjölmargar rannsóknir sýna að virk stýring skilar að jafnaði ekki betri ávöxtun en hlutlaus stýring sem miðar við vísitölur og ber lægri kostnað. Önnur ástæða fyrir lakari ávöxt- un Frjálsa lífeyrissjóðsins undan- farin ár er sú að sjóðurinn hefur setið eftir í erlendum fjárfestingum í samanburði við aðra lífeyrissjóði. Með erlendum fjárfestingum eykst í senn áhættudreifing sjóðsins og vænt framtíðarávöxtun vegna meira úrvals fjárfestingakosta. Ar- ion banki hefur hins vegar hags- muni af því að hafa hærra hlutfall fjárfestinga í virkri stýringu á Ís- landi með tilheyrandi þóknunum. Ég hef lagt mikla áherslu á að auka hlutfall erlendra fjárfestinga og tel að leita verði óháðrar ráðgjafar í því efni. Þriðja ástæðan fyrir lakari ávöxt- un eru afleitar fjárfestingar í tveimur kísilmálmverksmiðjum, í Helguvík og Bakka árið 2014. Sam- tals nam tap þessara fjárfestinga um tveimur milljörðum króna og enn getur bæst í þá hít. Að mínu viti var misráðið að fara í þessar fjárfestingar og ákvörðun þar að lútandi langt umfram eðlileg áhættumörk lífeyrissjóðs. Það er mjög áhættusamt að fjárfesta í óbyggðum kísilmálmverksmiðjum sem eru í harkalegri samkeppni á heimsmarkaði. Þá virðist sjóðurinn hafa ákveðið að fara í United Sili- con-verkefnið með Arion banka á grundvelli ófullnægjandi áhættu- greiningar og taka verulega áhættu umfram bankann. Á meðan bank- inn gat gengið að veðum tapaði sjóðurinn allri sinni fjárfestingu. Eftirlit Arion banka og sjóðsins með verkefninu var í molum um árabil. Eftir Halldór Frið- rik Þorsteinsson »Hver er tilgangurinn með Frjálsa lífeyris- sjóðnum? Að sjálfsögðu er hann sá að hámarka lífeyrissparnað sjóð- félaga sinna en ekki að skapa Arion banka við- varandi hagnað með ógagnsæjum viðskipt- um. Halldór Friðrik Þorsteinsson Opið bréf til sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins Hér áður var það helst lausafólk, flakkarar og „wannabe“-úti- legumenn, sem sóttu í að þvælast um fjöll og óbyggðir, og villtust þá stundum í aðra landshluta, sér- staklega ef gerði þoku. Það kom ekki endilega að sök, því menn gátu oft snúið heim þegar villan var farin af þeim. Núna, aftur á móti, er það snúnara að villast, tala ekki um að misstíga sig og snúa ökkla. Þá þarf Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Fagurt á fjöllum Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.