Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
✝ Jóhann LíndalJóhannsson,
fæddist 25. nóv-
ember 1930 í Bol-
ungarvík, hjón-
unum Jóhanni
Sigurðssyni, f. 5.8.
1891, d. 27.8. 1932,
og Línu Dalrós
Gísladóttur, f. 22.9.
1904, d. 14.12. 1997.
Jóhann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 23. apríl 2020.
Systkini Jóhanns eru Guð-
munda, f. 20.3. 1922, d. 12.3. 2005,
Gísli, f. 29.8. 1923, d. 9.9. 1989,
Guðbjörg Kristín, f. 3.12. 1925, d.
3.6. 1926, Guðbjörg, f. 29.4. 1927,
Óskar, f. 25.5. 1928, Áslaug f. 29.9.
1929, d. 29.3. 2009, Alda, f. 9.3.
1935, d. 1.3. 2011, Herbert, f. 29.8.
1936, d. 5.11. 1985, Sigurvin, f.
13.8. 1937, d. 25.12. 2012, Sveinn
Viðar, f. 5.12. 1939.
Jóhann lauk sveinsprófi í raf-
virkjun árið 1951 og prófi frá
rafmagnsdeild Vélskóla Íslands
árið 1954 og framhaldsnámi í há-
spennutækni í Stokkhólmi og
Málmey í Svíþjóð árin 1954-1956.
Hann lauk lögreglunámskeiði í
Reykjavík 1959 og flugmanns-
prófi 1968.
Þorsteinsson, f. 5.8. 1952. Börn
þeirra eru þrjú.
Eftir nám starfaði Jóhann sem
verkstjóri hjá Rafmagnsveitum
ríkisins, síðan sem stöðvarstjóri
Reiðhjallavirkjunar og rafveitu-
stjóri í Bolungarvík 1958-1965.
1965 fluttist fjölskyldan til Ytri-
Njarðvíkur þar sem hann starfaði
sem rafveitustjóri og síðan rekstr-
arstjóri háspennusviðs hjá Hita-
veitu Suðurnesja til starfsloka.
Jóhann Líndal var virkur í fé-
lagsmálum og átti frímúrara-
reglan hug hans allan. Hann
gekk í frímúrararstúkuna Njálu
á Ísafirði í febrúar 1959 þar til
hann flutti suður til Njarðvíkur
og varð einn stofnenda frímúr-
arastúkunnar Sindra og gegndi
þar öllum helstu ábyrgðar-
stöðum og varð stólmeistari stúk-
unnar. Hann hlaut heiðursmerki
frímúrarareglunnar. Hann var
einn stofnenda Junior Chamber
og sat í fyrstu stjórn á Suður-
nesjum 1968. Hann var formaður
Lionsklúbbs Njarðvíkur 1974 og
var í stjórn Íscargo frá 1979, for-
maður Karlakórs Keflavíkur
1969-1971 og 1979. Var einn
stofnenda Flugfélagsins Þórs og
stjórnarformaður þar frá 1968-
1972. Einnig var hann í stjórn
Sambands íslenskra rafveitna
1969-1971 og formaður Félags
rafveitustjóra 1974-1975.
Útför Jóhanns fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 18.
júní 2020, og hefst athöfnin kl.
14.
Jóhann gekk í
hjónaband með Elsu
Dóru Gestsdóttur
þann 28.4. 1956 og
eignuðust þau fimm
börn saman en fyrir
átti Jóhann dótt-
urina Agnesi með
Ingibjörgu Ingi-
mundardóttur, f.
1.5. 1935.
Börn Jóhanns
Líndals og Elsu eru
Hreinn Líndal Jóhannsson, f.
12.8. 1956, eiginkona Anna Dóra
Lúthersdóttir, f. 8.4. 1956, börn
þeirra eru sex.
Jóhann Gestur, f. 7.1. 1959,
eiginkona Svava Tyrfingsdóttir,
f .2.4 1960. Börn þeirra eru fjög-
ur.
María Líndal, f. 5.8. 1961,
fyrrv. eiginmaður Þórir Jónsson,
f. 20.2. 1964. Dætur þeirra eru
þrjár.
Elías, f. 21. okt. 1962, eig-
inkona, Guðlaug Helga Sigurð-
ardóttir, f. 19.4. 1966. Synir
þeirra eru þrír. Lína Dalrós Jó-
hannsdóttir, f. 13.3. 1969, eig-
inmaður Gunnlaugur Þór, f. 19.2.
1968. Börn þeirra eru þrjú.
Agnes Jóhannsdóttir, f. 25.3.
1953, eiginmaður Bessi Halldór
Í dag kveð ég minn elskulega
föður sem var mér minn helsti vin-
ur og klettur í lífinu. Af honum
lærði ég mikið og sem barn sat ég
gjarnan með honum þegar hann
var að dytta að hinu og þessu í
skúrnum. Vandvirkur var hann
mjög og hafði ég mikla unun af því
að fylgjast með honum vinna. Á
sama tíma sagði hann mér sögur
og þreyttist ég ekki á að hlusta á
hann segja frá því þegar hann var
ungur í „Víkinni“ þar sem hann
ólst upp. Hann kunni ógrynni af
skemmtilegum vísum og sagði svo
skemmtilega frá.
Veiðitúrarnir urðu margir með
foreldrunum og stoltust var ég
þegar við pabbi áttum stöng sam-
an. Þetta voru mikil forréttindi og
gæðastundir. Ósjaldan sátum við á
kvöldin í stofunni á Hraunsvegin-
um á uppvaxtarárum mínum og
spjölluðum og urðu samtölin að
jafnaði alvarleg, fróðleg og
skemmtileg í senn. Þúsundþjala-
smiður var hann og ávallt tilbúinn
að hjálpa eða kenna mér og lærði
ég mikið af því að vera í kringum
hann, því þolinmóður var hann og
virtist eiga auðvelt með að kenna
mér. Eftir að ég fór sjálf að búa var
hann alltaf tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd og skipti engu hve stór eða
smá verkin voru, alltaf var hann
kominn til að aðstoða. Þakka ég
honum það í dag að ég get tekið til
hendinni heima við og mun ég
varðveita borvélina frá honum eins
og dýrmætan geimstein.
Nokkrum sinnum tókum við
japanska lagið Sukiyaki saman en
eftirminnilegast var þegar ég var
nýflutt heim frá Japan og að
sækja þau eftir JC-skemmtun í
Bláa lónið. Mjög líklega hafði
hann verið veislustjóri þetta kvöld
því ósjaldan var hann beðinn um
það. Þegar ég gekk inn heyrði ég
salinn klappa hann upp og hrópa
„Sukiyaki“ í sífellu. Öllum að óvör-
um, þar á meðal mér, þar sem ég
stóð í dyrunum í úlpunni, kallaði
hann mig upp á svið og vildi að ég
tæki lagið með sér. Ekki gat ég
neitað honum og við tókum lagið
saman algjörlega óæft. Svona var
hann pabbi minn. Hann var
skemmtilegur maður.
Gott var að heimsækja þau
mömmu hvort sem var heim, í bú-
staðinn eða til Spánar. Þau tóku
alltaf svo vel á móti manni. Sam-
heldin hjón voru þau og gerðu
nánast allt saman. Hafði ég mikla
unun af því að fylgjast með þeim
vinna saman og í Staðarhverfinu
leið þeim vel og féll sjaldan verk
úr hendi, hvort sem verið var að
gera að fiski, svíða hausa eða lapp-
ir eða dytta að bústaðnum.
Einnig leið þeim mjög vel í hús-
inu sínu á Spáni og eyddu þau þar
nokkrum mánuðum i senn ár
hvert til fjölda ára og eignuðust
þar marga góða vini.
Elsku pabbi minn. Ég kveð þig
með söknuði og þakka fyrir allar
dýrmætu stundirnar með þér í
gegnum lífið.
Þín dóttir
María.
Elsku pabbi minn.
Ég er svo heppin að hafa átt þig
sem pabba. Þú varst alltaf svo létt-
ur í lund, með endalausa þolin-
mæði og einstaklega ljúfur. Ég
man ekki eftir að þú hafir skamm-
að mig eða hækkað röddina við
mig þó svo ég hafi örugglega átt
það skilið nokkrum sinnum. Þegar
ég var barn vildi ég vera með þér
öllum stundum. Þú gast gert allt
skemmtilegt, að taka börkinn af
appelsínu og útkoman varð karl úr
berkinum. Það var falleg silfurskál
með loki í glugganum á skrifstof-
unni þinni heima og þú sagðir mér
að kíkja í hana og gá hvort eitthvað
væri í henni og viti menn, þar var
nammi. Í mörg ár birtist alltaf eitt-
hvað í skálinni góðu af og til. Ég
reyndar lét þig vita ef mér fannst
líða of langur tími á milli, þá varstu
fljótur að kippa því í liðinn. Ég
fékk að koma með þér í ýmsar út-
réttingar. Fórum að ná í sand á
kerrunni eða fórum á vörubíl upp í
staðarhverfi þegar þið voruð að
koma ykkur fyrir þar með sumar-
húsið ykkar. Það var fastur liður
að fara með pakka og jólakort á að-
fangadagsmorgun og þá var auð-
vitað komið við í sjoppunni og
keypt filma í myndavélina og flass-
kubbur. Ég fékk alltaf að bjóða
vinkonu með mér í Staðarhverfið
(Grindavík) og þar varstu í essinu
þínu. Þú sýndir okkur hreiður, við
skoðuðum skeljar, kuðunga og
fundum krítarsteina í fjörunni, fór-
um út á sjó á trillunni ykkar og
brölluðum ýmislegt. Þú sagðir mér
margar sögur frá því þú varst lítill,
þín barnæska var ekki auðveld.
Mamma þín varð ekkja 28 ára með
6 börn og þú þá yngstur 2 ára og
þú þurftir að verða fullorðinn fljótt.
Ég á auðvitað jafn margar góð-
ar minningar frá unglings- og full-
orðinsárunum. Við Gulli heimsótt-
um ykkur reglulega með
krakkana í bústaðinn og svo til
Spánar þar sem þið voruð búin að
koma ykkur vel fyrir.
Þú talaðir um að einn helsti
kostur manneskju væri að vera
góður í mannlegum samskiptum
og geta sett sig í spor annarra.
Maður gat alltaf leitað til þín og
mömmu og þið alltaf tilbúin að
hjálpa ef þess þurfti. Þið mamma
voruð einstaklega samrýnd hjón
sem áttu 64 ára gott hjónaband,
voruð miklir vinir og vinmörg
enda mjög notalegt að vera í
kringum ykkur. Ég veit að það eru
ekki auðveldar stundirnar hjá
mömmu án þín en við reynum að
passa upp á hana fyrir þig. Elsku
pabbi, takk fyrir allt og guð geymi
þig á nýjum stað.
Þín
Dalrós.
Mér er það bæði ljúft og skylt
að minnast með nokkrum orðum
elskulegs tengdaföður míns, Jó-
hanns Líndals, en hann lést á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 23. apríl.
Það var fyrir 35 árum sem ég
kom inn í fölskylduna, þegar við
Elli vorum að byrja saman. Ég var
þá 19 ára gömul og nokkuð stress-
uð yfir því að fara að hitta tilvon-
andi tengdafólkið mitt. En stress-
ið var óþarfi, því strax við fyrstu
kynni líkaði mér vel við Jóhann.
Í ræðu Jóhanns í brúðkaupi
okkar Ella sagði hann að ég væri
þeim sem ein af dætrunum og
þannig leið mér alltaf í návist hans.
Jóhann var mikill húmoristi og
hafði gaman af því að segja sögur
og segja góða brandara. Hann
sagði skemmtilega frá öllu og var
alltaf jákvæður og hress. Einnig
var Jóhann góður söngvari og
hafði hann sérstaklega gaman af
því að syngja japanskt lag sem
heitir Sukiyaki og söng hann það á
japönsku, nú síðast fyrir Helga og
Elsu okkar, stuttu áður en hann
fór á spítalann.
Þegar fjölskyldan hittist á jólum
og öðrum tyllidögum var nauðsyn-
legt að ná mynd af öllum barna-
hópnum. Á meðan flestir sögðu „sís
brosa“ sagði Jóhann við krakkana
„segið kúkur og piss“ og það þurfti
ekki að segja það nema einu sinni
því þetta þótti krökkunum fyndið
og brostu sínu breiðasta.
Þegar við Elli vorum að byggja
árið 2000 var Jóhann manna fyrst-
ur til að koma og hjálpa. Var
mættur eldsnemma á morgnana
og fór með þeim síðustu á kvöldin.
Hann gaf þeim yngri ekkert eftir,
þá 70 ára gamall. Einnig var Elsa
dugleg að færa vinnumönnum
veitingar, þær voru yfirleitt af
dýrari gerðinni hjá henni.
Jóhann og Elsa voru mjög sam-
rýnd hjón og nutu þess að vera
saman í sumarbústaðnum sínum í
Grindavík og húsinu sínu á Spáni.
Fyrir þó nokkru fór heilsu Jó-
hanns að hraka mikið. Minnið fór
að gefa sig og annar heilsubrestur
fylgdi.
Í nóvember sl. var bílprófið tek-
ið af honum og þá sá maður hvað
allur kraftur í honum fjaraði
smám saman út. En það lýsir
húmornum hans best þegar hann
sagði mér að þeir hefðu gleymt að
taka af honum flugmannsprófið.
Hann væri alveg fær um að fljúga
flugvél en ekki að keyra bíl.
Nú í apríl sl. var Jóhann lagður
inn á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja þar sem hann gat ekki verið
lengur heima. Hann lá inni í 3 vikur
og enginn mátti heimsækja hann.
Það var erfitt fyrir alla að mega
ekki koma til hans og erfitt fyrir
fullorðið fólk að skilja þetta og
þessa fordæmalausu tíma þjóð-
félagsins. Við fengum að vera með
honum þrjá síðustu sólarhringana
og lést hann í faðmi fjölskyldunnar
á sólríkum sumardeginum fyrsta.
Nú ertu okkur farinn frá.
Elsu þína við munum að gá.
Minningar um þig ei gleymast.
Uns aftur við hittumst, ég guð minn bið
þig að geyma.
Hafðu þakkir fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Guðlaug Sigurðardóttir.
Jóhann Líndal
Jóhannsson
✝ Bergrós Þor-grímsdóttir
fæddist í Reykjavík
16. janúar 1959.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 6. júní
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Þorgrímur
Þórðarson, f. 1934,
d. 2009, og Jónína
G.B. Thorarensen,
f. 1935, d. 2015. Bræður Berg-
rósar eru Pétur, f. 1960, Haukur
Þór, f. 1963, og Bjarni, f. 1966.
Bergrós giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Sveini
Sveinssyni, f. 25. ágúst 1949,
þann 26. september 1981. For-
eldrar hans voru Sveinn Guð-
mundsson, f. 1924, d. 1986, og
Þuríður Sigurjónsdóttir, f. 1920,
d. 2008. Börn þeirra eru Sveinn
Þorgrímur Sveinsson, f. 7. júní
1980, giftur Margréti Ragn-
arsdóttur, f. 1980. Börn þeirra
eru Kristófer Ragnar, f. 2004,
Birkir Snær, f. 2007, og Andrea,
f. 2012. Rakel Rós Sveinsdóttir,
f. 18. júní 1984, í sambúð með
Hrafni Stefánssyni, f. 1982.
Börn þeirra eru Bjarki, f. 2013,
og Vera, f. 2017. Pétur Hafliði
Sveinsson, f. 17.
júní 1989. Fyrir átti
Sveinn Ölvi Styr
Sveinsson, f. 4. jan-
úar 1975, í sambúð
með Þuríði Sveins-
dóttur, f. 1981.
Börn þeirra eru
Daníel Máni, f.
2018, og Lovísa Sól,
f. 2020.
Bergrós ólst upp
í Árbæjarhverfi í
Reykjavík þar sem foreldrar
hennar höfðu byggt sér heimili.
Hún var í sveit á Hrauni í Ölfusi
nokkur sumur sem barn og bar
þangað ætíð sterkar taugar.
Eftir landspróf starfaði hún
meðal annars í þvottahúsi nöfnu
sinnar og frænku en fór svo ut-
an til Englands sem au-pair árið
1977 í eitt ár. Árið 1981 byggðu
Bergrós og Sveinn sér hús að
Bjargi 2 í Mosfellsbæ og bjuggu
þar síðan. Hún vann um tíma á
skrifstofu BM Vallár og síðar
hjá Osta- og smjörsölunni en frá
árinu 2002 vann hún hjá Orf líf-
tækni þar til hún hætti vegna
veikinda í lok árs 2016.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag, 18. júní 2020,
klukkan 13.
Mig langar að kveðja mágkonu
mína til fjörutíu ára með nokkrum
orðum. Hún hafði gaman af allri
tónlist og elskaði að dansa. Á þess-
um árum kynntist ég henni sem
glaðlyndri og hláturmildri konu,
sem lét sér einkar annt um fjöl-
skyldu sína. Ég get aldrei full-
þakkað henni hversu góð hún var
við mömmu mína, tengdamóður
sína, öll þau ár sem þær áttu sam-
leið. Ég vil þakka þér, Rósa mín,
fyrir öll þau samskipti sem við átt-
um allan þennan tíma.
Sigríður Huld Sveinsdóttir.
Elsku Rósa mín, mínar fyrstu
minningar um þig eru af þér mjög
ungri. Þá bjuggu mamma þín og
pabbi í Bústaðahverfinu og ég var
í Réttarholtsskólanum búandi í
Árbænum. Það voru strjálar
strætóferðir og í vondum veðrum
fékk ég iðulega að gista hjá ykkur.
Þá passaði ég ykkur Pétur bróður
þinn stundum þegar foreldrar
ykkar skruppu frá. Við erum
reyndar systradætur og var
mamma þín hún Nína frænka allt-
af í miklu uppáhaldi hjá mér.
Skömmu seinna urðum við svo ná-
grannar, ég hafði byrjað búskap
minn á Steinastöðum ofan við
Rauðavatn í litlu parhúsi og flutt-
uð þið fjölskyldan við hliðina á
okkur á meðan foreldrar þínir
voru að byggja í Hlaðbænum.
Á uppvaxtarárum þínum fylgd-
ist ég alltaf með þér enda í góðu
sambandi við mömmu þína. Á
þeim tíma var svolítið langt á milli
okkar í árum, en eftir að við báðar
urðum fullorðnar styttist á milli
okkar og tókum við upp notalegt
frænkusamband – sem hefði mátt
vera miklu meira. Þér var margt
til lista lagt, mikill hagyrðingur og
ég held mikið upp á kvæðabálkinn
sem þú samdir til mín þegar ég
varð sextug svo ég tali ekki um
frábæran kveðskap sem þú fluttir
okkur Jónsa á ættarmóti á Breiða-
bakka.
Þú ert búin að vera mikil hetja í
gegnum þessi erfiðu veikindi þín,
enda ótrúleg kona. Elsku Rósa
mín, þakka þér okkar góðu kynni
og góður Guð veri með fjölskyld-
unni þinni.
Guðlaug Steingrímsdóttir.
Kær vinkona er fallin frá.
Kynni okkar Rósu voru í gegnum
mennina okkar sem ólust upp í ná-
grenni við Reyki. Sumir frændur
og aðrir nágrannar. Mikil sam-
skipti voru þá meðal krakkanna í
hverfinu og milli margra þeirra
hefur haldist vinskapur alla tíð.
Við Rósa náðum vel saman en
framan af var ekki eins mikill
samgangur, þar sem allir voru að
vinna úti frá og fjölskyldan og
uppeldi barna í forgrunni. Rósa
var mikil fjölskyldumanneskja og
reyndi að vera heima við fyrstu
árin með börnunum og vann þá
frekar seinni partinn þegar hinir
voru komnir heim. Hún var dug-
leg til vinnu hvort sem var að
halda heimilinu fínu, vinna í garð-
inum eða vinna hvar sem er. Hún
var mikil smekk manneskja og
hafði gaman af því að hafa fínt í
kringum sig og gera garðinn fín-
an. Svo var hún líka svo skemmti-
leg. Alltaf í góðu skapi og gat grín-
ast með hitt og þetta. Þegar
veikindin herjuðu á Rósu og hún
þurfti að hætta að vinna fórum við
að hittast oftar. Nú sakna ég þess
að geta hringt fyrri part dags og
spurt hvort ekki sé búið að hella á
könnuna. Rósa barðist hetjulega
við veikindi sín í meira en þrjú ár
og alltaf var þetta alveg að koma.
Baráttuviljinn var mikill en því
miður hafði hún ekki betur gegn
þessum vágesti.
Við þrenningin, Rósa, Þyrí og
ég reyndum að hittast nokkuð oft
eftir að Rósa veiktist og þegar
heilsan leyfði hjá henni. Þá var
farið á kaffihús og jafnvel sýning-
ar eða bara setið heima yfir kaffi-
bolla. Rósa var mikil listunnandi
bæði á myndlist og tónlist. Hún
naut þess vel. Þetta voru yndisleg-
ar stundir sem gátu dregist á
langinn ef dagskráin var ekki stíf
hjá okkur.
Eitt var Rósu vel til lista lagt en
það var að setja saman vísur. Vissi
ég að hún var að setja saman vísur
til barnabarnanna þegar þau áttu
afmæli og hafa margir notið þess,
þar á meðal ég sem fékk eina á síð-
asta afmælinu mínu. Þetta var
einstaklega flott hjá henni og
gaman að eiga þetta eftir hana.
Það er sárt að sjá á eftir ynd-
islegri vinkonu alltof fljótt. Hún
átti svo margt eftir að gera. Trú-
lega hefur hennar verið þörf ann-
ar staðar.
Elsku Nenni, Sveinn Þorgrím-
ur, Rakel, Pétur og fjölskyldur.
Við Gunnar sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur og megi
guð styrkja ykkur á erfiðri stund
og áfram.
Kristín Davíðsdóttir.
Það var fyrir hartnær átján ár-
um er ég fyrst kynntist Rósu er
hún gekk til liðs við okkur hjá
ORF Líftækni. Þetta var á upp-
Bergrós
Þorgrímsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Jóhann Líndal Jóhanns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma
og systir,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Deildartungu,
Birkigrund 63,
lést 13. apríl og fór útför hennar fram í
kyrrþey 30. apríl. Minningarathöfn verður haldin í
Langholtskirkju mánudaginn 22. júní klukkan 13.
Jón Finnbjörnsson Erla S. Árnadóttir
Guðrún Hrönn Jónsdóttir Ragnar Steinn Ólafsson
Birna S. Jónsdóttir Einar Ingi Davíðsson
barnabarnabörn
Ragnheiður Jónsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við fráfall og útför eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu okkar,
RAGNHEIÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Séstakar þakkir færum við fólkinu á deild
B7 á Borgarspítalanum.
Magnús Hjálmarsson
Halldóra Magnúsdóttir
Lára Magnúsardóttir
og fjölskyldur