Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 ✝ SigurðurHelgi Ósk- arsson fæddist í Reykjavík 4. októ- ber 1953. Hann lést 9. júní 2020. Foreldrar hans voru Jóhanna Dýrunn Sigþórs- dóttir, f. 16.8. 1932, d. 19.2. 2012, og Óskar Hrútfjörð Guð- mundsson, f. 4.9. 1931. Systkini Sigurðar Helga eru: Ólafur Hrútfjörð, f. 6.12. 1951, kvæntur Ágústu Þorkelsdóttur, Sigþór Guðmundur, f. 5.10. 1954, kvæntur Gyðu Mörtu Ingvadóttur, Ragnheiður Guð- björg, f. 19.12. 1956, og Sigríð- ur, f. 23.11. 1962 kvænt Olgeiri Þorvaldssyni. Sigurður Helgi kvæntist Kristínu Haraldsdóttur árið 1975 og átti með henni tvo syni, Óskar, f. 11.2. 1976, og Sigurður Helgi ólst upp í Skipasundi 9, gekk í Langholts- skóla og síðar í Melaskóla. Eft- ir gagnfræðapróf gekk hann í Iðnskóla Reykjavíkur og þar lauk hann bifreiðasmíði og lærði til meistara í því fagi síð- ar. Starfaði hann fyrst um sinn á bifreiðaverkstæði Árna Gísla- sonar en stofnaði síðan eigið fyrirtæki, Réttingamiðstöðina og rak það til ársins 2009. Síð- ustu ár ævi sinnar starfaði hann hjá Isavia sem bílstjóri á Keflavíkurflugvelli. Sigurður Helgi var meðal annars í stjórn Bílgreina- sambands Íslands og var próf- dómari til margra ára í Iðn- skóla Reykjavíkur í bifreiðasmíði. Hann hafði unun af ýmsu fé- lagsstarfi og var reglubróðir hjá Drúídum frá 2001 og stofn- aði ásamt öðrum bræðrum nýja stúku í Reykjanesbæ. Sigurður Helgi hafði mikinn áhuga á gömlum bifreiðum og var meðlimur í aksturs- klúbbnum Krúser. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 18. júní 2020, klukkan 13. Einar, f. 17.3. 1981. Þau skildu 1998. Einar er kvæntur Stefaníu Ösp Guð- mundsdóttur, f. 9.11. 1988, og eru börn þeirra Matt- hías Árni, f. 11.11. 2013, og Elísa Kar- en, f. 10.10. 2017. Frá aldamótum var Sigurður Helgi í sambúð með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, f. 21.8. 1956. Þau bjuggu síðustu árin að Freyjuvöllum 2 í Reykjanesbæ. Synir Önnu Guð- nýjar frá fyrra sambandi eru Magnús Haukur, f. 13.11. 1975, Guðmundur Örn, f. 9.11. 1982, og Steinþór, f. 31.12. 1985. Eiginkona Magnúsar er Mar- grét Ófeigsdóttir, f. 25.4. 1980. Börn þeirra eru Arnaldur Máni, f. 3.10. 2004, Eva Kam- illa, f. 7.5. 2007, og Benjamín Bjarki, f. 2.8. 2013. Elsku Helgi okkar. Það er þyngra en tárum taki að með- taka þann mikla missi að þú sért fallinn frá, án nokkurs fyr- irvara og alltof snemma. Nærvera þín var einstök. Þú varst mikill rólyndismaður, hógvær og alltaf boðinn og bú- inn að gera allt fyrir fólkið þitt. Sama á hverju gekk í lífinu þá tókstu hlutunum af æðruleysi og dvaldir ekki í fortíðinni. Þú varst oftar en ekki brosandi og hlæjandi, sposkur á svip og sást kómísku hliðina á lífinu. Matthías Árni og Elísa Kar- en elskuðu að koma til afa og ömmu í Keflavík og þar var mikið brallað. Þau komu heim með risastórt bros á vör og fulla tösku af glaðningum eftir ævintýralega helgi hjá ykkur. Þú varst mikill bílaáhugamaður og elskaði Matthías að taka bíl- túr með þér á fornbílnum og fara með afa á bílasýningar. Við áttum dýrmætan tíma saman og þá sérstaklega þegar þú heimsóttir okkur til Pitt- sburgh. Göngutúrarnir okkar þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar og fjölmargar góðar samverustundir sem við áttum með þér. Þessar stundir verða ávallt geymdar í hjörtum okkar. Þín verður sárt saknað elsku Helgi okkar og við munum halda minningu þinni lifandi. Eins og Matthías segir þá er afi orðinn stjarna á himninum sem vakir yfir okkur. Englar eins og þú: Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú glæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því að þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Sigurbjörn Þorkelsson) Stefanía, Elísa Karen og Matthías Árni. Elsku hjartans stóri bróðir minn er látinn. Fregnin barst á þriðjudagsmorgun en við pabbi vorum svo heppin að fá að eyða helginni með honum á æsku- slóðum pabba á Borðeyri. Upp- haflega ætluðum við pabbi að fara bara tvö en síðan sótti Helgi það fast að fá að koma með og við áttum yndislegar stundir saman öll þrjú í dásam- legu veðri þessa helgi. Hann Helgi bróðir var ljúfur og góður frá fyrstu stundu, hæglátur og það fór ekki mikið fyrir honum í æsku. Í minning- unni er hann reyndar alltaf skítugur upp fyrir haus og eins og grár köttur í kringum pabba að brasa við vélar og bíla. Það lék allt í höndunum á honum og á endanum varð bílasmíðin að hans ævistarfi. Hann var ein- staklega bóngóður og var mér ávallt innan handar þegar kom að því að gera við bílana mína eða festa kaup á nýjum. Sjálfur ók hann ávallt um bæinn á glæsilegustu bílum bæjarins á hverjum tíma. Elsku Helgi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég veit að hún mamma hefur tekið vel á móti þér og gætir þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthól- um) Þín systir, Ragnheiður (Heiða). Mig langar í örfáum orðum að minnast Sigurðar Helga, eða Helga eins og ég kallaði hann ávallt. Mín fyrstu kynni af hon- um voru í desember 2010, en þá hafði ég í klaufaskap mínum keypt Camaro ’68 á netinu frá Bandaríkjunum. Þegar bíllinn kom heim var ljóst að ég hafði verið plataður og annað hvort var að henda honum eða gera hann upp. Mér er mjög minnisstætt þegar ég var með bílinn inni á gólfi verkstæðis hjá hjá BL og allir gaurarnir búnir að raða sér í kringum mig og bílinn, enda mikill áhugi á gömlum köggum meðal hópsins. Ég sagði þeim að ég væri að fara með bílinn austur í sveitina mína og þar ætlaði ég að gera hann upp þannig að hann yrði betri en nýr. Ég sagði þeim að mig vantaði góðan fagmann til að leiðbeina mér í sambandi við viðgerðina á yfirbyggingunni, eða bodyinu eins og við köllum það í bransanum. Ég hafði varla sleppt síðasta orðinu þeg- ar Helgi rétti upp höndina og sagði hátt og skýrt; „ég skal!“ Hinir strákarnir voru reyndar allir til í þetta verkefni en voru ekki nærri eins snöggir og sá gamli, en þeir voru allir ára- tugum yngri en við Helgi. Ég átti síðan yndislegan tíma í sveitinni með Helga en hann kom til mín nokkrar helgar á tólf mánaða tímabili þar sem unnið var í tólf tíma á dag. Á þessu tímabili lærði ég meira um meðferð stáls og viðgerðir á ryðguðum „body“-hlutum, en á allri ævinni fram til þessa. Helgi var einfaldlega eins og galdramaður þegar hann hand- lék stálið og einstaka hluta yf- irbyggingarinnar. Hann var al- gjör meistari í að láta hluti passa og ná réttu bili á milli þeirra. Ég hugsaði oft um það hversu heppinn ég var að Helgi var fyrstur til að rétta upp höndina, hann var algjörlega á heimavelli og þekkti þessa gömlu bíla eins og lófann á sér. Ég veit að Helgi naut sín vel í sveitinni og hlakkaði alltaf til að koma og vinna með mér, enda náðum við mjög vel saman og höfum haldið sambandi síð- an. Ég vil með þessum fáu orð- um þakka Helga fyrir að hafa ekki einungis bjargað þessum Camaro, heldur stjórnað og átt mikinn þátt í að gera upp bíl sem unnið hefur til eftirsóttra verðlauna, bæði hvað varðar vinnubrögð og útlit. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína um leið og ég þakka honum fyrir skemmtileg og góð kynni. Skúli K. Sigurður Helgi Óskarsson Minningarathöfn ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, RÓBERTS MAGNA JÓHANNSSONAR frá Eskifirði, Kórsölum 1, Kópavogi, sem lést 20. mars, verður haldin í Lindakirkju mánudaginn 22. júní klukkan 15. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Elsa Egilsdóttir Egill Róbertsson Jóhann Róbertsson Helga Róbertsdóttir Þorbjörg Róbertsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Elínu Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún ElínJónsdóttir (Gunnella) fæddist 24. mars 1964 í Reykja- vík. Hún lést á líkn- ardeildinni í Kópa- vogi 8. júní 2020. Gunnella var dóttir hjónanna Elínborgar G. Magnúsdóttur, f. 21. desember 1944, d. 15. nóvember 2019, og Jóns M. Magn- ússonar, f. 19. júlí 1942. Systur Gunnellu eru Edda Björk, f. 21.5. 1968, maki Benedikt Kristjánsson, f. 10.4. 1974, og Unnur Arna, f. 3.7. 1973, maki Gunnar G. Hall- dórsson, f. 23.6. 1971. Einkadóttir Gunnellu er Arna Björk Helgadóttir, f. 29. nóv- ember 1997. Faðir Örnu Bjarkar er Helgi Helgason, f. 6. október 1962, og hálfsystir hennar er Guðný Helgadóttir, f. 8. október 1987. Kærasti Örnu Bjarkar er Marteinn Már Jak- obsson, f. 4. októ- ber 1993. Gunnella lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ árið 1984 og BA- gráðu árið 1988 frá Shippensburg Uni- versity í almanna- tengslum. Gunnella gegndi ýmsum störfum á lífsleiðinni, meðal annars sem kynningar- stjóri Stöðvar 2 og Stöðvar 3. Hún starfaði hjá Trygginga- stofnun, Odda og síðustu árin hjá Strætó. Gunnella sat um tíma í stjórn Samtaka um kvenna- athvarf og rak sitt eigið hönnunarfyrirtæki, Rollu, ásamt Unni systur sinni. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í dag, 18. júní 2020, klukkan 15. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín. Í þeim las ég alla, elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd. Bar hún mig og benti, björt og dýrðar lönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt. Gengu hlýir geislar, gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín. Bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best. Hjartað blíða, heita, hjarta er ég sakna mest. (Sumarliði Halldórsson) Elsku besta mamma mín, veit ekki alveg hvernig ég á að lifa án þín, elska þig og sakna alla daga. Þín Arna. Segja má að lífið sé eins og ferðalag. Ferðalag sem hefur upp- haf, miðju og endi. Flest erum við upptekin við að njóta stundarinnar (miðjunnar) og gefum því endinum lítinn gaum. Við forðumst jafnvel að tala um endinn, okkar eigin dauðleika. Það er nokkuð sérstakt því við vitum að dauðinn bíður okk- ar allra einhvern tímann, hann er gefinn með lífinu. Hann er ekki refsing heldur eðlilegur hluti ferðalagsins. Þrátt fyrir að við séum upptekin við að njóta stundarinnar er lífið þannig að oft á tíðum erum við neydd til að horfast í augu við dauðann því flest fáum við verkefni til að takast á við á lífsleiðinni. Ferðalagið okkar er ekki alltaf eft- ir beinum og breiðum vegi. Gunn- ella systir var greind með krabba- mein á lokastigi 2. janúar 2018. Upp frá þeim degi þurfti hún að horfast í augu við þann takmark- aða tíma sem henni var gefinn á þessari jörð. Í dag er ferðalaginu lokið. Eftir stöndum við dofin og tóm. Frá upp- hafi voru líkurnar ekki með okkur en þrátt fyrir það hélt Gunnella í vonina og var viss um að hún myndi sigra allt þar til yfir lauk. Vonin fékk því stærra hlutverk í lífi hennar. Gunnella talaði um hana sem haldreipið sitt sem og húm- orinn en hún gat endalaust hlegið að vitleysunni í sjálfri sér. Gunnella var einstakur karakt- er. Blíð, bóngóð, mikill húmoristi sem var alltaf með munninn fyrir neðan nefið. Það skilaði sér í fullt af skemmtilegum nýyrðum og mörg- um hlátursköstum. Hún var stór- tæk á öllum sviðum og gerði oft grín að því að hún hlyti að hafa ver- ið fangelsiskokkur í fyrra lífi því þegar hún eldaði var það í mjög miklu magni. Gunnella var snillingur í hönd- unum. Eftir hana liggja mörg lista- verk, meðal annars fatnaður og málverk sem við fjölskyldan erum svo heppin að eiga. Gunnella var ekki bara stóra systir mín og vin- kona heldur líka samstarfskona því við rákum saman hönnunarfyrir- tæki þar sem hún gat látið hæfi- leika sína leika lausum hala. Hún hannaði, prjónaði, heklaði og saumaði eins og enginn væri morg- undagurinn. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími sem við nutum til hins ýtrasta. Gunnella var þess handviss að það væri tilgangur með öllum verkefnum okkar. Tilgangurinn væri aukinn þroski, lærdómur fyr- ir sálina. Það var fallegt að sjá hvernig æðruleysi og auðmýkt ein- kenndi þær mæðgur í þessu erfiða verkefni. Það var einstakt að sjá þær vaxa. Nú er það verkefni okk- ar sem eftir stöndum með brostið hjarta að halda áfram þar til við hittumst á ný. Elska þig, þín litla systir Unnur. Hún hét Gunnella og var stóra systir mín, en fjögur ár skildu okk- ur að. Hún var hláturmild, glað- lynd, húmoristi, orkubolti og eðal- töffari með hjarta úr gulli og þannig auðgaði hún líf okkar allra. Gunnella var mér ekki bara ein- stök stóra systir, heldur einnig minn besti trúnaðarvinur. Sú sem alltaf veitti mér stuðning og góð ráð á erfiðum stundum, en hún hafði einstakt lag á að hugsa í lausnum og sjá aðrar og broslegri hliðar á tilverunni. Við syssan mín brölluðum svo margt saman, ég minnist ófárra bíltúra á kvöldin þar sem við kjöft- uðum frá okkur allt vit, „window- sjoppuðum“ og stoppuðum jafnvel í apótekinu, þar sem það var yf- irleitt það eina sem var opið. Gunn- ella var stórtæk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var frábær kokkur og í eldamennskunni voru skammtarnir oft þannig að það hefði sennilega nægt fyrir lítið þorp. Sultugerðin var í stærri kantinum, því alls ekki mátti skilja eftir eitt einasta ber á trjánum. Enduðum við á að sulta úr 20 kg og hef ég ekki getað borðað rifsberja- sultu síðan, já mín kæra við sult- uðum alveg yfir mig. Að ekki sé minnst á brjálæðið sem hrökk í gang þegar við föndruðum, en þá fór af stað föndurverksmiðja af stærri gerðinni, heima hjá annarri hvorri okkar, og var afraksturinn eftir því. Já þetta voru góðir tímar. En lífið er hverfult og í byrjun árs 2018 kom höggið. Gunnella greinist með krabbamein og útlitið ekki bjart. Fallega sterka mann- eskjan mín barðist eins og ljón, ekki síst fyrir dóttur sína, hana Örnu stjörnu, en því miður var þetta orrusta sem ekki var hægt að vinna. Er finna vil hlýju, ég hugsa til þín þó harmur og sorg reyni að villa mér sýn, þá hugsa ég til þess, hvernig brostir til mín ég fyllist af hlýju er ég hugsa til þín. Þú áfram munt lifa í hjarta mér, þar af eilífu varðveita mynd af þér, þú bjartasta stjarna í guðsenglaher, við hittumst á ný, þegar kemur að mér. (Maren Hauksdóttir) Vá hvað ég á eftir að sakna þín elsku Gunnsó mín, takk fyrir að vera þú. Guð geymi þig. Þín Edda. Komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér var oft heillastund, við hryggð varst aldrei kennd. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinkona kær vertu sæl, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með brosi og hlýju ég þakka kynninguna, um göfuga og góða konu ég geymi minninguna. Þar til við sjáumst á ný elsku uppáhaldsfrænka mín. Þín Aþena. Við kynntumst á fyrsta ári í Fjölbraut í Garðabæ. Við smullum saman frá fyrsta degi. Mér fannst hún æði. Fyndin, grallari,uppá- tækjasöm og yndisleg vinkona. Ég þurfti að læra að drekka kaffi, ann- að var ekki í boði. Þeir voru ófáir bollarnir sem drukknir voru við eldhúsborðið í Espilundinum. Þar voru málin krufin og hláturinn í Ellu Boggu ómaði um húsið. Við ákváðum að skella okkur í einn áfanga í fatasaumi þar sem okkur var kennt að taka upp snið úr Burda blöðum. Það fannst Gunnellu alveg óþarfa tímaeyðsla. Efninu var skellt á gólfið og svo var bara klippt. Dressin á okkur vinkonurnar runnu í gegn um saumavélina. Við útskrif- uðumst saman og skelltum okkur á ljósmyndastofu. Ég held að Gunn- ella hafi aldrei sótt sínar myndir. Hún hafði farið í permament nokkru fyrir útskrift og var e-ð ósátt við útkomuna. Ég heimsótti Gunnellu þegar hún var í námi í Bandaríkjunum. Hún sótti mig á flugvöllin á þeim stærsta Cadillac sem ég hafði séð. Á leiðinni út á flugvöll sprakk dekk. Þar sem hún stóð í skottinu og bisaði við að ná dekkinu úr skottinu kom aðvífandi maður sem spurði hvort hún væri alveg galin. Svona gerði maður ekki í Ameríku. Allt bjargaðist þetta nú. Við skellt- um okkar á eðalvagninum til Ohio til að heimsækja alla Garðbæ- ingana sem þar voru í námi. Ferðin átti að taka um 4 tíma en við vorum 8 tíma á leiðinni. Þá voru engin GPS tæki og ég ekki alveg að ráða við kortið. Þetta var ógleymanlegt ferðalag. Þó við hittumst ekki oft seinni árin var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Minningarnar eru margar og stundirnar með henni, Sigrúnu, Þórleifu og Kötu ylja. Þetta er ótrúlega sárt og ósann- gjarnt að hún hafi kvatt svona snemma. Ég sendi Örnu, Jóni, Unni, Eddu og öllum ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíl í frið elsku vinkona mín. Hrefna Lovísa. Guðrún Elín Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.