Morgunblaðið - 18.06.2020, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
✝ GuðmundurWilliam Vil-
hjálmsson fæddist í
Edinborg í Skot-
landi 24. maí 1928.
Hann lést á Vífils-
stöðum 26. maí
2020. Foreldrar
hans voru Kristín
Thors húsmóðir, f.
16.2. 1899 á Akra-
nesi, d. 27.7. 1972,
og Guðmundur Vil-
hjálmsson, forstjóri Eimskipa-
félags Íslands, f. 11.6. 1891 á
Undirvegg í N-Þingeyjarsýslu,
d. 26.9. 1965. Systkini Guð-
mundar voru Thor, rithöfundur,
f. 12.8. 1925, d. 2.3. 2011, kvænt-
ur Margréti Indriðadóttur
fréttastjóra, f. 28.10. 1923, d.
18.3. 2016, Helga Alice, hús-
móðir og ritari, f. 15.8. 1926, d.
15.8 2019, gift Magnúsi Magn-
ússyni, fyrrverandi prófessor, f.
19.10. 1926, Margrét Þorbjörg
húsmóðir, f. 29.7. 1929, d. 8.3.
2018, gift Sverri Norland for-
stjóra, f. 8.1. 1927, d. 26.6. 2007,
og Hallgrímur, f. 26.11. 1930, d.
7.4. 1945.
Eiginkona Guðmundar var
Guðbjörg Jónína Herbjörns-
dóttir Vilhjálmsson, fædd á
1948, stundaði nám í lögfræði og
frönsku við HÍ, lauk embættis-
prófi í lögfræði 1953, öðlaðist
hdl.-réttindi 1958 og stundaði
áfram frönskunám á vegum
Alliance Française. Guðmundur
stundaði sjómennsku á sumrin á
námsárunum, m.a. á Goðafossi
og Gullfossi. Hann starfaði hjá
skipaafgreiðslum í Kaupmanna-
höfn, Hamborg, Antwerpen og
New York 1953-54, var inn-
kaupastjóri hjá Eimskipafélagi
Íslands 1954-62, innkaupastjóri
hjá Loftleiðum hf. frá 1962 og
síðan hjá Flugleiðum hf. 1974-
1990. Hann var forstöðumaður
eldsneytisdeildar Flugleiða
1990-1996 en þau viðskipti gátu
skipt sköpum um afkomuna
þegar umrót var mikið í heims-
viðskiptum. Guðmundur var
frjór og skapandi þátttakandi í
menningarlífinu. Hann var
frumherji í listrænni ljós-
myndun og tók aftur upp þann
þráð á efri árum með tilstyrk
tölvunnar. Hann sótti myndlist-
arnámskeið og málaði af mikilli
ástríðu, tók þátt í samsýningum
og hélt einkasýningar. Hann var
stofnfélagi í Kammermúsík-
klúbbnum árið 1957 og stjórn-
arformaður hans í áratugi til
2013. Hann var sæmdur fálka-
orðunni 17. júní 1998 fyrir störf
sín í þágu tónlistar. Útför Guð-
mundar fer fram frá Langholts-
kirkju í dag, 18. júní 2020, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Breiðavík í Barða-
strandarsýslu 22.3.
1930, d. 26.5. 2018.
Börn þeirra eru: 1)
María Kristín, f.
20.8. 1966, hús-
móðir í Danmörku.
Fyrri maki Maríu
Kristínar var Birg-
ir Sigurþórsson,
tæknifræðingur í
Reykjavík. Börn
þeirra: a) Sara
María lögfræðingur í Árósum, f.
22.4 1987, maki hennar er And-
ers Grau og eiga þau þrjár dæt-
ur, og b) Vilhjálmur William
hagfræðingur í Kaupmanna-
höfn, f. 26.10. 1989, maki hans
er Elena Deskoska. Síðari maki
Maríu Kristínar var Torben
Machon, f. 30.4. 1969, raftækni-
fræðingur. Þau skildu. Börn
þeirra: c) Nína Júlía, f. 13.4.
1996, maki hennar Peter Jørg-
ensen, og d) Martin, f. 24.4.
2000. 2) Guðmundur Thor, f.
6.10. 1967, matreiðslumaður.
Guðmundur fæddist í Edin-
borg en fluttist með foreldrum
sínum til Íslands tveggja ára
gamall og ólst upp við Landa-
kotstún og á Bergstaðastræti.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
Nú hefur Mundi kvatt, síðastur
fimm systkina af Bergstaðastræt-
inu, úr húsi afa og ömmu sem var
svo risastórt í endurminningunni.
Systkinin fjögur sem komust á
fullorðinsár bjuggu öll í Voga-
hverfinu með fjölskyldum sínum –
Mundi og Lillý í tólfhæðablokk-
inni í Sólheimum, nærri bókasafn-
inu. Systkinin voru samrýnd og
samgangur góður í frændgarðin-
um, vinsælt að taka stóru vörulyft-
una upp á sjöundu hæð og njóta
viðmóts og veitinga, fá jafnvel að
pútta á stofugólfinu eða horfa af
svölunum yfir byggðina sem
þroskaðist hægt og bítandi úr
byggingasvæði í hverfi með rætur
og sögu. Og stundum vorum við
nokkra daga eða jafnvel vikur
húsgestir hjá Munda og Lillý þeg-
ar foreldrarnir brugðu sér til út-
landa. Þau Mundi og Lillý voru
glaðlynd og hláturmild, og
snemma farin að segja okkur – og
af okkur – alls konar sögur svo við
fengum okkar sess í sagnaheimi
fjölskyldunnar; þau voru öruggur
og órjúfanlegur hluti af bernsk-
unni og lífinu æ síðan. Lillý snögg
til svars og röggsöm en Mundi
hægur og háttvís í bragði.
Þau voru saman í öllu nema
kannski hugsanlega í Loftleiða- og
seinna Flugleiðastarfi Munda þar
sem hann bar ábyrgð á olíukaup-
um, og hann talaði æ síðan um
Loftleiðaævintýrið með ljóma í
augunum sem bestu árin sín í
vinnunni. Þar naut hann sín sem
lögfræðingur og kannski hafði
hann líka styrk af sínu listræna
innsæi þegar kom að því að spá í
markaðina.
Mundi var alla tíð fullur af
listþrá, skapandi í hugsun og með
eindæmum listnæmur. Hann
stundaði ljósmyndun á yngri árum
af alvöru, tók þá myndir sem um
margt voru nýstárlegar og vitn-
uðu um sérstakt og þroskað form-
skyn. Upp úr miðjum aldri tók
hann aftur upp þráðinn við mynd-
sköpun; sótti námskeið í myndlist
og málaði af ástríðu, hélt sýningar
og tók þátt í samsýningum. Í ell-
inni fór hann svo að leika af hug-
kvæmni með ljósmyndir fyrri ára í
tölvunni þannig að úr urðu lit-
skrúðugar og fjörugar myndir
sem hann sýndi nokkrum sinnum
við góðar undirtektir, síðast þegar
hann var orðinn níræður. En mest
yndi hafði hann af því að hlusta á
tónlist og lifa og hrærast í um-
hverfi klassískrar tónlistar; hann
komst ungur í tæri við djass í New
York, sótti klúbbana og keypti
plötur þeirra meistara sem þá
voru að ryðja sér til rúms. Átti
saxófón en lánaði hann og hafði
ekki fyrir því að rukka hann til
baka. Hann var stofnfélagi
Kammermúsíkklúbbsins árið
1957, stjórnarformaður áratugum
saman, skipulagði ótalmarga tón-
leika með félögum sínum þar af
brennandi áhuga. Hann var list-
unnandi af því tagi sem sífellt er
að leitast við að skapa réttar að-
stæður fyrir hið gullna augnablik,
hann þráði fegurð og fann hana á
slíkum stundum.
Eftir að Lillý hvarf inn í sína
birtu fyrir fullt og allt var hann
vængbrotinn og gat eiginlega
aldrei á heilum sér tekið. Hún kom
svo og sótti hann Munda sinn
sama daginn og hún hafði sjálf
kvatt þetta jarðlíf tveimur árum
fyrr. Megi minningarnar ylja ykk-
ur, elsku Mæja og Mundi Thor,
börnum og barnabörnum, og öll-
um þeim sem fannst vænt um
hann og sakna nú vinar í stað.
Örnólfur og Guðmundur
Andri Thorssynir.
Þegar við hugsum nú til
Munda, móðurbróður okkar, kem-
ur Lillý vitaskuld strax upp í hug-
ann. Mundi og Lillý, órjúfanleg
heild í lífi og dauða. Síðan emm-in
tvö, músík og myndir.
Mundi og Lillý fylgdust sam-
hent að á milli staða, frá Bakkabúð
á Lindargötu, í Sólheima, Espil-
und í Garðabæ og síðan loks að
Hrísmóum í sama bæ, á þriðju
hæð í lyftulausu húsi þar sem þau
sögðust halda sér í þjálfun með því
að ganga stigana. Að því kom þó
að Mundi seldi þá íbúð og fluttist á
Herjólfsgötu í Hafnarfirði. Hann
fékk þar útsýni yfir sjóinn og
þreyttist aldrei á því að horfa út á
hann enda sigldur maður.
Lillý var orðin langt leidd af
alzheimersjúkdómnum, komin á
Sólvang og andaðist 26. maí 2018.
Og nú, tveimur árum síðar, er
Mundi einnig farinn frá okkur og
þar með öll systkinin yndislegu af
Bergstaðastræti 75. Við minn-
umst þeirra ávallt í hjarta og
huga. Og að sjálfsögðu genginna
maka þeirra, Lillýjar, Margrétar
I. og Sverris, föður okkar.
Þegar Mundi lét af störfum hjá
Flugleiðum þurfti hann ekki að
kvíða því að hafa ekkert fyrir
stafni. Þar komu emm-in tvö
sterklega til sögunnar. Músíkin
var allt um kring og Mundi eld-
hugi í að vinna að framgangi henn-
ar sem hlustandi og konserthald-
ari. Þar var Kammermúsík-
klúbburinn að sjálfsögðu
miðdepillinn. Djassinn fangaði
einnig Munda. Þau Lillý bjuggu
um hríð í NY og þar mátti fara á
klúbba þar sem djassstjörnurnar
léku við hvern sinn fingur. Síðan
myndlistin. Hann tók frábærar
ljósmyndir, vann falleg málverk,
hafði mjög næma litaskynjun, og
hanga allnokkur þessara verka
uppi í híbýlum okkar. Loks sam-
einaði hann ljósmynd og málverk
með því að taka gamlar litskyggn-
ur sínar og teygja þær og toga í
myndvinnsluforriti. Ekki höfum
við tölu á myndlistarsýningunum
sem hann hélt.
Við rituðum fyrir tveimur árum
minningargrein um Lillý þar sem
við gerðum grein fyrir samheldni
þeirra og því hversu góð þau voru
við okkur öll, systkinabörn
Munda. Óþarfi er að endurtaka
þau skrif hér en nauðsynlegt að
ítreka þakklæti okkar.
Mundi og Lillý hófu að stunda
golf í byrjun sjöunda áratugar lið-
innar aldar þegar fáir iðkuðu þann
leik. Mundi dró pabba með sér
upp í Grafarholt og þrátt fyrir
mótþróa í byrjun hóf Sverrir Nor-
land að leika golf og fann þar
áhugamál sitt nr. eitt, þökk sé
Munda.
Mundi bjó í Hafnarfirði í rúm
tvö og hálft ár. Sjónin var orðin
slæm, glákan herjaði á hann en
snillingurinn María Soffía augn-
læknir bjargaði öðru auganu með
aðgerð. Fætur voru fúnir og lík-
aminn almennt orðinn þreyttur
eins og von er þegar menn eru
komnir á tíræðisaldur. Við öll
systkinabörnin og aðrir gerðum
það sem við gátum til að létta
Munda lífið. Að lokum fékk hann
heilablæðingu, var fluttur á Vífils-
staði og andaðist þar 26. maí síð-
astliðinn, tveimur dögum eftir af-
mæli sitt, og nákvæmlega tveimur
árum eftir að Lillý kvaddi þennan
heim.
Mundi, vinur vors og blóma,
hafðu þökk fyrir að hafa verið svo
stór og góður hluti af lífi okkar.
Guðmundi Thor og Maríu Krist-
ínu sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Kristín, Jón og Halla.
Mér er í fersku minni þegar ég
sá Guðmund Vilhjálmsson fyrst.
Guðmundur W.
Vilhjálmsson
Það var á upphafstónleikum
Kammermúsíkklúbbsins árið
1957 er hann ávarpaði tónleika-
gesti og bauð þá velkomna til þess
að hlýða á hina „fögru kammer-
músík“ eins og hann orðaði það.
Hann hafði þá ásamt mági sínum,
Magnúsi Magnússyni eðlisfræð-
ingi, og fleirum, stofnað klúbbinn
með fulltingi Björns Ólafssonar
fiðluleikara og Árna Kristjánsson-
ar píanóleikara, sem stýrðu tón-
listarflutningi klúbbsins fyrstu ár-
in. Fáa grunaði þá að þetta yrði
upphafið að meira en sex áratuga
óslitnu tónleikahaldi sem Guð-
mundur leiddi í meira en hálfa öld
með óbilandi áhuga og eldmóði og
síst grunaði mig að ég ætti eftir að
kynnast honum og eignast í hon-
um traustan vin.
Þegar ég tók sæti í stjórn
klúbbsins voru þar fyrir, auk Guð-
mundar, Þórarinn Guðnason
læknir, Jakob Benediktsson, for-
stöðumaður Orðabókar Háskól-
ans, og verkfræðingarnir Runólf-
ur Þórðarson og Einar B. Pálsson
en þeim tókst að skipuleggja starf
stjórnarinnar þannig að hver og
einn gengi fumlaust að sínu verki.
Ef hægt væri að segja að Einar
væri heilinn í stjórninni þá var
Guðmundur hjartað en hann
myndaði með ljúfmennsku sinni
góð og náin tengsl við flytjendur
og aðra sem að málum komu. Þeir
voru óþreytandi að hvetja fólk til
þess að gerast félagar í klúbbnum
og víst er að þeir sem hlýddu kall-
inu létu sig ekki vanta á tónleika
áratugum saman og voru kjarninn
í tryggum félagahópi sem varð
stjórninni hvati til að halda þessu
áhugastarfi áfram. Þegar ákveða
þurfti dagskrá hvers vetrar kall-
aði Guðmundur stjórnina til fund-
ar á heimili sínu, lagði fram mót-
aða dagskrá ásamt kostnaðar-
áætlun og hafði undirbúið allt svo
vel að varla þurfti annað að ræða
en niðurröðun tónverka og
tryggja að ekki vantaði verk eftir
Beethoven á dagskrána! Þá var
slegið á létta strengi og sest að
veglegu kaffiborði í boði Guð-
mundar og Lillýjar en hún stóð
sem klettur við hlið manns síns og
studdi hann í einu og öllu. Þau
nutu þess að fara á alls konar tón-
leika og sóttu aðra listviðburði af
kappi.
Guðmundur var hógvær maður
og hlýr, með ríka kímnigáfu en
jafnframt þrautseigur og fylginn
sér ef þurfti. Hann var alla tíð
með opinn huga og hrifnæmur,
hafði í sér listrænan streng og
málaði bæði með pastel- og vatns-
litum. Síðustu árin vann hann með
tölvutækni óhlutbundin verk úr
ljósmyndum sem hann hafði tekið
um ævina. Hann hélt nokkrar
sýningar á verkum sínum og
veittist mér sú ánægja að setja
upp með honum tvær síðustu sýn-
ingar hans. Eftir að Guðmundur
treysti sér ekki til að aka langar
leiðir tókum við hjónin hann og
Lillý nokkrum sinnum með á
Sumartónleika í Skálholti og Guð-
mund einan eftir að Lillý var ekki
lengur ferðafær. Það voru
ógleymanlegar stundir og nutum
við öll hvers augnabliks í þeim
ferðum.
Við Maggý erum full þakklætis
fyrir vináttu þessara öndvegis-
hjóna og umhyggju þeirra í okkar
garð. Stjórn Kammermúsík-
klúbbsins minnist Guðmundar
með þökk fyrir úthald og elju í
þágu tónlistarinnar og við sendum
fjölskyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Helgi Hafliðason.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SELMA EGILSDÓTTIR,
varð bráðkvödd á heimili sínu 3. júní
síðastliðinn.
Útför fer fram frá Stórólfshvolskirkju
föstudaginn 19. júní klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á
minningarkort Kirkjuhvols eða Skógræktarfélag Rangæinga.
Eyvindur Kristín Auður
Yngvi Karl Lilja Sólrún
Ingibjörg Guðmunda Ólöf Guðrún
og fjölskyldur
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns,
föður, sonar, tengdasonar, bróður og mágs,
LÚÐVÍKS LÚÐVÍKSSONAR,
Strandaseli 11,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
22. maí.
Pála Kristín Bergsveinsdóttir
Ívar Örn Lúðvíksson Kristófer Páll Lúðvíksson
Lúðvík Lúðvíksson Steinunn J. Kristófersdóttir
Sigurlaug Pálsdóttir
Bergsveinn Þorkelsson Sigríður Jónatansdóttir
Valgarður V. Lúðvíksson Berit Willysdóttir Eide
G. Arna Lúðvíksdóttir
Guðbrandur Elí Lúðvíksson Fatima Fahmi
Lea Valdís Bergsveinsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamamma, amma og langamma,
SVANHILDUR INGVARSDÓTTIR
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis að Klettahrauni 5,
Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
4. mars. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 25. júní klukkan 15.
Sveinn Þorkell Guðbjartsson
Katrín Sveinsdóttir Kristján Rúnar Kristjánsson
Hildur Dís Kristjánsdóttir Þorgeir Albert Elíesersson
Sveinn Rúnar Þorgeirsson
Svana Lovísa Kristjánsdóttir Andrés Garðar Andrésson
Bjartur Elías Andrésson
stúlka Andrésdóttir
Hinn ástkæri og lífsglaði eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR
SÆMUNDSSON,
varð bráðkvaddur að heimili sínu í
Plettenberg Bay í Suður-Afríku 11. júní.
Minningarathöfn auglýst síðar.
Drífa Sigurbjarnardóttir
Guðlaug Dís Þórðardóttir David Bond
Kristín Þórðardóttir Anthony Blewitt
Sæmundur Þórðarson Trianne Imelda
barnabörn og barnabarnabörn
Guðrún Sæmundsdóttir
Sjöfn Sæmundsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG HALLDÓRA
BIRGISDÓTTIR
frá Stokkseyri,
Reykjavíkurvegi 52B, Hafnarfirði,
lést á líknardeildinni í Kópavogi 2. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Alexander Hallgrímsson
Ingunn Alexandersdóttir Gísli Guðjónsson
Arnór Alexandersson
Halldóra Alexandersdóttir Einar Skaftason
Bryndís Alexandersdóttir
Birgir Alexandersson Ásgerður M. Þorsteinsdóttir
og barnabörn
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.Minningarkort áhjartaheill.is
eða í síma 552 5744