Morgunblaðið - 18.06.2020, Page 32
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur sumar-
tónleika sína í Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Herdís
Mjöll Guðmundsdóttir leikur á þeim
hinn margfræga fiðlukonsert eftir
Jean Sibelius. Herdís stundar nám
við Oberlin-tónlistarháskólann í
Bandaríkjunum og er kennari hennar
þar Sigurbjörn Bernharðsson.
Hljómsveitin frumflytur einnig
nýtt verk eftir Hróðmar Inga
Sigurbjörnsson sem kallast A B
C H og er tilbrigði við nafnið
Bach og einnig verður flutt
sinfónía nr. 2 eftir Ludwig van
Beethoven. Stjórnandi á tón-
leikunum er Gunnsteinn Ólafsson.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
skipa yfir 60 nemendur úr
tónlistarskólum á höfuðborgar-
svæðinu, LHÍ og erlendum
tónlistarháskólum.
Fiðlukonsert Sibeliusar á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ari Skúlason, hagfræðingur í hag-
fræðideild Landsbankans og for-
maður starfsmannafélags bankans,
byrjaði snemma að hugsa til efri ár-
anna, hóf nám í húsasmíði 2013 og
tók sveinsprófið í liðinni viku. „Ég
held áfram að vinna mína vinnu en
horfi fram á það að hætta vegna ald-
urs eftir tvö til þrjú ár. Ég verð von-
andi sæmilega hress og starfshæfur
í mörg ár enn og þá er gaman að
geta unnið við smíðar í frístundum.“
Hagfræðingurinn segir að fyrir
sjö árum hafi hann sagt við sjálfan
sig að hann þyrfti að fara að læra
eitthvað gagnlegt. Hann upplýsir að
hann hafi lengi smíðað hitt og þetta,
staðið í innréttingum fyrir fjölskyld-
una, dyttað ásamt öðrum að sumar-
bústöðum bankans og þar fram eftir
götunum. Þar sem eiginkonan hafi
kennt í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti og hann því þekkt til í skól-
anum hafi hann ákveðið að taka
nokkra kúrsa í húsasmíði „til þess að
læra réttu handtökin“ eins og hann
orðar það.
„Ég byrjaði þannig en ekki leið á
löngu þar til gamalreyndur kennari
kom til mín og sagði að þetta væri
ekki nóg, ég yrði að klára þetta.“ Í
kjölfarið hafi hann grafið upp stúd-
entsprófið frá 1974 og fengið það
metið en tekið þá kúrsa sem upp á
vantaði til þess að verða húsa-
smiður. „Ég hef dundað við þetta í
rólegheitum í sjö ár. Ætlaði að út-
skrifast í fyrra en áttaði mig ekki á
aðsókninni, var of seinn að sækja um
að fara í lokaáfangann og missti þá
af lestinni.“
Góð blanda
Lokaverkefnið var að gera líkan
af þaki, svonefndu valmaþaki, og
fólst það í því að búa til þaksperrur á
20 klukkutímum. Nemendur fengu
teikningu og notuðu reglustiku,
blýant, sög, hefil og sporjárn. „Ekki
mikið meira,“ segir Ari.
Langur vegur er á milli vinnu á
fjármálamarkaði og húsasmíði. Ari
bendir á að í samkomubanninu
vegna kórónuveirufaraldursins hafi
hann verið með starfsstöð heima
sem starfsmaður Landsbankans. Á
sama tíma hafi hann unnið við að
standsetja íbúð fyrir dóttur sína í
nágrenninu. „Ég vann stundum
bara hálfan daginn í Landsbank-
anum og var alveg búinn sem hag-
fræðingur um hádegið. Þá fór ég að
smíða og var ferskur sem smiður.
Um kvöldið var ég orðinn þreyttur
sem smiður en ferskur sem hag-
fræðingur á ný.“
Smíðarnar liggja vel fyrir Ara og
þær gefa honum mikið rétt eins og
hagfræðin. „Það er mjög gaman að
vinna með tré og ég hef alltaf verið
heillaður af því,“ segir hann og bæt-
ir við að hagfræðin og smíðarnar
falli vel hvort að öðru, því þetta séu
svo ólíkar greinar. „En þegar ég fer
á eftirlaun ætla ég ekki að fara að
vinna sem húsasmiður. Ég ætla ekki
að taka meistaraprófið heldur læt
þetta duga. Hins vegar er alltaf
gaman að ljúka því sem að er stefnt
og ég hef lært margt í náminu, kann
að beita sporjárni og svo framvegis.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Húsasmiður Ari Skúlason, hagfræðingur í Landsbankanum, með sveinsstykkið, líkan af svonefndu valmaþaki.
Húsasmiður í hjáverkum
Hagfræðingurinn Ari Skúlason hugsar til framtíðar
FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Natasha Anasi og liðsfélagar hennar í Keflavík hefja
leik í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á
sunnudaginn kemur gegn Völsungi á Húsavík. Keflvík-
ingar féllu úr efstu deild síðasta sumar eftir stutt
stopp en fyrirliðinn Natasha, sem lék sína fyrstu A-
landsleiki fyrir Ísland í mars á þessu ári, ítrekar að liðið
sé reynslunni ríkara eftir erfitt sumar í úrvalsdeildinni.
Markaskorarinn Sveindís Jane Jónsdóttir er horfin á
braut og hefur liðið þurft að breyta um leikstíl vegna
þessa en Natasha er þrátt fyrir það brött. »26
Keflvíkingar ætla sér að stoppa
stutt við í Lengjudeildinni
ÍÞRÓTTIR MENNING