Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 22

Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Við sendum fjölskyldu hans og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Sturlunga, Sigurjón Páll Ísaksson. Kær félagi, Árni Björn Jón- asson byggingarverkfræðingur, er fallinn frá. Hann gerðist fé- lagsmaður í Verkfræðingafélagi Íslands strax að loknu námi árið 1976 og starfaði í ýmsum nefnd- um félagsins. Hann var öflugur liðsmaður og sýndi félaginu mikla hollustu og velvild. Árni Björn stofnaði ásamt öðrum verkfræðistofuna Línu- hönnun sem síðar sameinaðist öðrum fyrirtækjum undir merki Eflu sem er í dag ein stærsta verkfræðistofa landsins. Það er ekki síst framsýni og stefnu- festu Árna Björns að þakka. Hann var frumkvöðull í upp- byggingu íslensks raforkuiðnað- ar. Að loknum farsælum starfs- ferli hjá Línuhönnun og síðar Eflu stofnaði hann fyrirtækið ARA Engineering sem nú heitir Norconsult og er hluti af einu stærsta verkfræðifyrirtæki Norðurlandanna. Árni Björn var sæmdur heið- ursmerki VFÍ árið 2001. Var honum veitt sú viðurkenning meðal annars fyrir að hafa áunnið sér alþjóðlega viðurkenn- ingu sem sérfræðingur í hönnun háspennulína og náð árangri í að flytja út sérþekkingu á því sviði. Hann var í formennsku fjöl- margra alþjóðlegra nefnda á sviði hönnunar háspennulína og átti að tilkynna honum sama dag og hann lést að CIGRE, al- þjóðaráð um stór raforkukerfi, hefði valið hann til að stýra vinnuhópi um styrkingu há- spennulína. Árni Björn var einn af „Vitr- ingunum“ sem hafa verið fasta- gestir í Verkfræðingahúsi frá því í janúar 1994. Í upphafi voru þeir níu félagarnir sem ákváðu að hittast mánaðarlega, snæða hádegisverð og ræða saman. Á 100 ára afmæli Verkfræðinga- félagsins árið 2012 barst kveðja frá Vitringunum og þar sagði meðal annars: „Sterkt félag nærir hvern einstakan félaga sinn. Þannig hefur VFÍ nært okkur og félagið hefur gefið okkur meira en við getum nokk- urn tíma endurgoldið. Tær fjallalækur er fallegur og getur vökvað landið, sem hann rennur um á leið sinni til sjávar. En hann vökvar aðeins lækjarbakk- ana til beggja handa. Áveitu- kerfi nýtir betur vatnið, sem um það rennur og vökvar akurlendi á margfalt stærra svæði en læk- urinn með sama vatnsmagni. VFÍ er eins og áveitukerfi. Fé- lagið vökvar og nærir þjóðfélag- ið, sem það starfar í – ekki að- eins félagsmenn sína. Sameinaðir og samtaka beina verkfræðingar landsins þekk- ingu sinni og hæfni til góðra verka.“ Orð þessi sýna þann hlý- hug sem Árni Björn og félagar hans báru til félagsins. Mín fyrstu kynni af Árna Birni voru í vinnustaðaheimsókn verkfræðinema til Línuhönnun- ar. Mér er eftirminnilegt hve góðar móttökurnar voru og hvað frásögn af stofnun fyrirtækisins og verkefnum var áhugaverð. Síðar tókust með okkur per- sónuleg kynni í gegnum störf á vettvangi VFÍ og fyrirtækj- arekstur. Hann skynjaði fljótt áhuga minn og bauðst til að að- stoða mig og leiðbeina um allt sem hann gæti. Mér væri óhætt að hringja í sig hvenær sem væri. Næstu ár á eftir margí- trekaði hann boð sitt um aðstoð um leið og hann spurði áhuga- samur frétta af mínum eigin rekstri og verkefnum. Hjálp- semi hans, bros og hlýja gleym- ist ekki. Stjórn VFÍ sendir fjölskyldu Árna Björns hugheilar samúðar- kveðjur. Minning um mætan mann og góðan félaga mun lifa. Svana Helen Björns- dóttir, formaður Verk- fræðingafélags Íslands. Fallinn er frá félagi minn og vinur til margra ára, Árni Björn Jónasson verkfræðingur. Með honum er genginn maður sem tók virkan þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins á sviði raforku- mála og markaði spor sín þar sem framúrskarandi fagmaður. Við Árni vorum samferða í f.hl. verkfræðinámsins í HÍ en kynntumst ekki að ráði fyrr en áratug síðar er hann hafði stofn- að verkfræðistofuna Línuhönn- un ásamt öðrum og varð leið- andi í hönnun á háspennulínum hér á landi. Hann vann við hönnun og undirbúning á mörg- um af þeim línum sem við hjá RARIK vorum með á okkar könnu. Fyrsta verkefnið var hönnun á 132 kV línu frá Hryggstekk í Skriðdal og til Hóla í Hornafirði. Árni kom með ferskar hugmyndir inn í hönnunina, en hann lagði m.a. til að stæður væru stagaðar, sem gerði burðarvirkin léttari, um- hverfisvænni og línuna ódýrari. Sama var upp á teningnum varðandi Suðurlínu frá Hólum í Sigölduvirkjun. Þá kom Árni að hönnum stofnlína hjá RARIK á þessum árum m.a. lína til Dal- víkur og Eskifjarðar. Árni vann síðar við hönnun á línum á vegum Landsnets eftir að það fyrirtæki var stofnað og tók yfir allar meginflutningslín- ur landsins. Hann lét ekki þar við sitja heldur aflaði sér verk- efna erlendis og náði ótrúlega miklum árangri á þeim vett- vangi. Árni ávann sér alþjóðlega viðurkenningu sem sérfræðing- ur í hönnun háspennulína og náði verulegum árangri í að flytja út sérþekkingu á því sviði. Með faglegum vinnubrögðum og yfirgripsmikilli þekkingu átti Árni stóran þátt í að móta fag- lega hönnun flutningskerfa landsins sem tryggt hefur að við Íslendingar búum nú orðið við sambærileg gæði raforku og aðrar vestrænar þjóðir. Um 1980 stóð ég fyrir því að samstarfs- og skólafélagar hófu að veiða lax árlega í Hítará þar sem Oddur tengdafaðir minn var ásamt öðrum leigutaki í ald- arfjórðung. Árni kom til liðs við okkur 1982 og átti eftir að taka miklu ástfóstri við lax- og sil- ungsveiði. Það voru margar ánægjustundir sem við félagarn- ir áttum við straumvötn landsins sem og þegar við hittumst á vet- urna 20-30 karlar til þess að segja sögur og skemmta okkur saman á ýmsan hátt. Síðar meir stóðum við Árni að því að mynda ferðahóp um 30 karla og kvenna sem ferðaðist um Hornstrandir undir styrkri stjórn Lúðvíks Ögmundssonar. Voru það enn á ný ógleyman- legar stundir sem við áttum saman og á veturna var gjarnan komið saman og haldin mynda- kvöld. Á síðustu árum höfum við svo hist reglulega 15-20 manns í kaffi á laugardagsmorgnum og þá hefur verið rætt um alls kon- ar málefni en orkumál óneitan- lega verið fyrirferðarmikil. Nú er skarð fyrir skildi þar sem Árni mætir ekki lengur til að segja sögur og ræða mál af sinni hógværð og visku. Ýmissa annarra atburða er að minnast með Árna en ég fór t.d. með honum í tvígang á skíði til Finnlands með vini hans Taisto. Hvar sem við vorum á ferð, hvort sem það var í Helsinki, Chicago, Ankara, Istanbúl eða Kaupmannahöfn, var unun að vera með Árna enda maðurinn skemmtilegur, fróður um margt og víðlesinn. Við Anna sendum Guðrúnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Steinar Friðgeirsson. Góðvinur minn Árni Björn Jónasson er fallinn frá, óvænt og sviplega. Við áttum samleið í nær fimmtíu ár við nám, starf og leik. Það er því margs að minnast. Við vorum jafnaldrar og námum báðir verkfræði við Háskóla Íslands og framhalds- nám við Tækniháskóla Dan- merkur í Kaupmannahöfn. Í starfi lágu leiðir okkar saman við uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Sérsvið Árna Björns á þeim vettvangi var hönnun á háspennulínum og verkþáttum sem þeim tengjast. Hann var um margt frum- kvöðull og brautryðjandi á því sviði. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að framlag hans þar hafi vegið þungt. Hann var vel virtur af störfum sínum bæði innan lands sem utan. Á alþjóða- vettvangi lagði hann á sínu sér- sviði margt gott til mála svo eft- ir var tekið og var þar í forystusveit meðal færustu jafn- ingja. Ekki verða svo rituð minning- arorð um Árna Björn að ekki sé minnst á brennandi áhuga hans á fluguveiði í ám og vötnum. Hann var raunar landsþekktur meðal þeirra sem þá iðju stunda. Hann var vinmargur og fór með vinum sínum vítt um land til veiða. Ég var svo hepp- inn að vera þar í einum vina- hópnum. Árni Björn leit á veiði sem yndisauka og vettvang til að treysta vinaböndin. Það var gott að lúta leiðsögn hans í veið- inni. Hann fór þar fremstur í flokki, stýrði öllu af röggsemi og kunnáttu en með hægð og nær- gætni við menn og náttúru. Hann lagði sig allan fram um að félagarnir fengju fisk og hirti þá lítt um sig sjálfan. Ég minnist kvöldstundanna að veiði lokinni þegar komið var inn í hús. Menn settust að borðum, ræddu málin, krufðu þau til mergjar og leystu. Þá eru okkur Guðrúnu Erlu dýrmætar margar góðar og glaðar stundir sem við hjón átt- um með Árna Birni og Guðrúnu og vinafólki okkar. Þeirra stunda er nú gott að minnast. Við Guðrún Erla og Ingibjörg dóttir okkar þökkum Árna Birni fyrir ljúfa samfylgd og vænt- umþykju og sendum Guðrúnu og fjölskyldunni allri einlægar samúðarkveðjur. Við biðjum þann sem öllu ræður að vera þeim stoð og veita þeim styrk. Góði vinur, megi nú „ljósið bjarta, skæra, vekja þig með sól að morgni“. Þorgeir J. Andrésson. Vinur minn, Árni Björn Jón- asson verkfræðingur, er látinn. Árni var góður vinur vina sinna og gott var að leita til hans í vanda. Hann var yfirveg- aður ef verkfræðilegan vanda bar að höndum. Í þeim félagsskap, sem við vorum í saman, nokkrir verk- fræðingar, var hann ýmist hrók- ur alls fagnaðar eða hinn spaki og ráðagóði sem lagði fram lausnina, sem varð ofan á. Það var gott að ræða við Árna og nærvera hans einstak- lega þægileg. Við hjónin og dætur okkar vottum Guðrúnu samúð okkar og þökkum góða viðkynningu. Gunnar Torfason og Svana Jörgensdóttir. Alls ekki átti ég von á því að Árni Björn, minn gamli og ein- staklega góði vinnufélagi hjá Landsvirkjun, skyldi falla frá með nánast engum aðdraganda. Leiðir okkar Árna Björns lágu saman á verkfræðideild Landsvirkjunar, sem þá var ný- lega flutt á Háleitisbrautina. Í þá daga var mikil gerjun í gangi og mikil uppbygging í beislun fallvatna til raforku- vinnslu, fyrst og fremst á sunn- anverðu landinu. Á þessum ár- um var hvort tveggja á höndum Landsvirkjunar; virkjanirnar og flutningskerfið. Til að koma raf- magninu frá upprunastað og til notenda, þurfti öflugt flutnings- kerfi. Þarna var Árni Björn á heimavelli, þar sem háskóla- menntun hans, reynsla og innsæi nýttust við lausn verk- efnanna. Tölvtæknin var að detta inn og hafði Árni Björn frumkvæði að því að útbúa ýmis forrit sem einfölduðu mikið þau verkefni, sem unnið var með. Þessum verkefnum fylgdu einn- ig skoðunarferðir um þau svæði, sem mögulega væri hægt, með sem bestum hætti, að koma raf- línum fyrir svo vel færi á. Þar skipti afar vel sköpum næmt auga Árna þegar lokaákvarðnir voru teknar um legu raflínanna. Skoðaðar voru aðstæður á fyr- irhugum svæðum bæði að sum- arlagi, svo og einnig við aðstæð- ur á vetrarmánuðum. Tengt þessu unnum við Árni Björn saman að rannsóknarverkefn- um, sem tengdust þessum verk- efnum. Sett voru upp svokölluð ísingarspenn á ákveðnum svæð- um, þar sem hægt var að fylgj- ast með mögulegri ísingu á lín- ur, svo og einnig hvernig sjávarselta, þar sem átti við, gæti haft áhrif, þar sem raflínur þurftu að fara um. Einnig kom- um við upp sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum víða um land til að ná staðarbundnu veðurfari. Allt var þetta liður í að styrkja undirbúning verkefn- anna. Árni fór einnig með sína miklu reynslu víða um heim og kom þar að ýmsum verkefnum víða og nú síðast vann hann verkefni fyrir systurfyrirtæki í Danmörku. Árni hafði einstaka nærveru, hygginn og mikill hugsuður og með einstaklega ljúfa lund, man ekki til þess að hann hafi nokk- urn tíma hækkað róm í sam- skiptum við það fólk, sem vann með honum og í þeim verkefn- um, sem hann vann með. Það er mannbætandi að hafa unnið með og kynnst manni eins og Árna Birni. Fjölskyldan var, og er sterk og Árni mikill fjölskyldumaður og hrókur alls fagnaðar þar sem það átti við. Ég votta fjölskyldu hans mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Þórður H. Ólafsson. Þau óvæntu tíðindi bárust á fögrum hvítasunnudagsmorgni að Árni Björn, æskuvinur minn og samferðamaður, hafi fallið frá. Á slíkum stundum hrannast upp minningabrot. Upphaf kynna okkar Árna voru þau að hann hafði augastað á forláta gulum skíðasleða sem ég renndi mér á forðum daga í Bústaða- hverfinu þegar við vorum 7 ára. Upp frá því vorum við óaðskilj- anlegir heimalningar hvor hjá öðrum, samferða í barnaskóla, sunnudagsbíltúrar á Þingvöll með afa og ömmu, kynnisferð í sveitasæluna á Bjólu, unglings- árin með kunningjahópnum úr Laugarneshverfinu sem margir eru enn þá nánir vinir, bekkjar- félagar og samstúdentar í MR, hvalárin, hann á hvalbát og ég við hvalskurð, í fótspor hans í framhaldsnám í Kaupmannahöfn með búsetu á stúdentagarðinum Kagså. Eftir heimkomu ótelj- andi útilegur með Kagså-hópn- um, vorferðir í Munaðarnes með barnaskara og tilheyrandi leikj- um og grillveislum, bridgekvöld í 42 ár, lestur fornrita hjá Jóni Böðvarssyni og í framhaldi af því í leshringnum Sturlungum, fyrstu veiðiferðir okkar Árna í Gljúfurá og síðan mörg sumur í Hítará. Hann dreif mig í flugu- kastnámskeið með þeim orðum að í fluguveiði væri meira jafn- ræði með fiski og veiðimanni. Árni Björn var traustur vinur vina sinna í gleði og í erfiðleik- um. Hann var fastur fyrir í skoðunum, hafði ríka réttlæt- iskennd og var óragur að finna að ef eitthvað mátti betur fara. Hann lagði sig allan fram í hverju sem hann tók sér fyrir hendur, frumkvöðull í flestu sem við gerðum saman, góðu sem slæmu. Bestu þakkir fyrir samveruna, þín verður sárt saknað. Kæri vinur. Ég er viss um að Þórir Jökull hafi verið nálægur þegar þú horfðist í augu við hinsta urriðann í ánni sem var þér svo kær: Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar-drífa, kostaðu huginn at herða hér muntu lífit verða. Skafl beygjattu skalli, þó at skúr á þik falli, ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. (Þórir Jökull Steinfinnsson) Við Kristín og börn sendum Guðrúnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Karl Örn Karlsson. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Andlát Árna var óvæntur harmur, þar sem hann var við silungsveiðar í sinni uppáhalds- veiðiá Laxá í Aðaldal. Við vor- um nágrannar og höfðum nokkrum dögum áður rætt mál- in, þar á meðal næsta hjólatúr, Árni hjólaði mikið og var vel á sig kominn. Hann hafði loks að mestu hætt ráðgjafarstörfum og ætlaði að nota júlímánuð í langþráða jeppa- og tjaldferð um landið með Guðrúnu sinni, sem honum þótti svo vænt um. Ekki er spurt að leikslokum, eftir sitja sár hjörtu, en tíminn græðir öll sár. Árni var í verkfræðinámi við HÍ á svipuðum tíma og við bekkjarfélagarnir Baldur bróðir hans. Á níunda áratugnum urð- um við Magnea nágrannar Árna og Guðrúnar og hófst þar órjúf- anlegur vinskapur okkar Árna. Fljótlega bauð hann mér í vina- hóp sinn og stundaði hópurinn í áratugi veiðar í Hítará og síðar kaffifundi að vetrarlagi. Minn- ingarnar eru margar og ljúfar frá þessum samverustundum, en þar var Árni jafnan leiðandi með sitt hæglæti, kankvísan húmor, fróðleik og gefandi lund. Mikill sjónarsviptir er að hon- um í vinahópnum. Árni var vel að manni og myndarlegur. Hann hafði að geyma merkilegan persónu- leika, þar sem hógværð og létt- leiki kom fram með styrk og ákveðni að baki. Hann þurfti ekki að hafa mörg orð um mál- efnin, menn vissu að ótvíræð viska hans var traust. Allt var ákveðið af yfirvegun: „Segi þér meira seinna“ var orðtak hans þegar eitthvað var að gerast. Hann var að eðlisfari gefandi persónuleiki og vitna margir í greiða og góð ráð, sem hann gaf. Þegar einn af starfsmönn- um hans lá á sjúkrabeði eftir al- varlegt slys kom Árni reglulega til hans að morgni fyrir vinnu, las fyrir hann og færði fréttir. Annríki Árna í starfi var mikið. Sterkasta stoð hans var Guðrún eiginkona hans, sem sýndi starfsálagi hans mikinn skiln- ing. Meðal áhugamála Árna voru útivist, félagsmál og menn- ingarmál og þar var skáklistin framarlega. Árni Björn Jónasson er einn af merkari frumkvöðlum í sögu verkfræðistéttarinnar. Hann stóð að stofnun margra árang- ursríkra ráðgjafarfyrirtækja, bæði innanlands og erlendis, og var eftirsóttur ráðgjafi á al- þjóðavettvangi. Hann var einn af stofnendum ráðgjafarfyrir- tækisins Línuhönnunar, sem síðar varð Efla, eitt stærsta ráðgjafarfyrirtækið hérlendis, stóð fyrir stofnum ráðgjafarfyr- irtækisins Heklu erlendis auk annarra fyrirtækja. Þegar hann seldi hlut sinn í Eflu ætlaði hann „að hægja á sér“, en ekki leið á löngu þar til hann stofn- aði með norskum starfsbróður ráðgjafarfyrirtækið ARA Eng- ineering, sem stækkaði ört með mörg verkefni erlendis á sviði burðarvirkja háspennulína. Fyrirtækið sameinaðist síðar 3.000 manna fyrirtæki, Norcon- sult, og var Árni þar stjórn- armaður er hann lést. Það er skarð fyrir skildi þegar svo öfl- ugur maður fellur frá. Við kveðjum góðan dreng, Árna Björn Jónasson, með sár- um söknuði. Blessuð sé minning hans. Við Magnea færum Guð- rúnu og fjölskyldu þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Haukur Hauksson og Magnea I. Kristinsdóttir. Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs Kær vinur og félagi er skyndilega og ótímabært fallinn frá. Kynni okkar Árna Björns hófust þegar ég gekk til liðs við Rótarýklúbb Kópavogs í árs- byrjun 1992, en Árni hafði fjór- um árum áður, þ.e. 1988, gengið í klúbbinn. Árni Björn var mjög virkur í klúbbstarfinu. Hann gegndi embætti forseta klúbbs- ins 1998 til 1999 og var gerður að Paul Harris-félaga. Í nokkur ár starfaði Árni ekki í klúbbn- um vegna anna við verkfræði- störf erlendis. Hann gekk á ný inn í klúbbinn fyrir nokkrum ár- um. Sem rafmagnsverkfræðingur var Árni Björn mjög skapandi. Hann stofnaði með félögum sín- um verkfræðistofuna Línuhönn- un og gegndi lengi forstjóra- starfi þar. Ennfremur var leitað mikið til hans að utan til að leysa margvísleg og flókin verk- efni. Samskipti og vinskapur okk- ar Árna Björns fór vaxandi með árunum, ekki síst síðustu fjögur árin, en fyrir tilstilli Árna Björns var ég tekinn inn í fé- lagsskapinn „Sturlunga“. Sá hópur hafði myndast í kjölfar námskeiða um Íslendingasögur. Hópurinn hefur hist reglulega annan hvern miðvikudag og les- ið saman Sturlungu og ýmsar Íslendingasögur um langt ára- bil. Þessar stundir yfir vetrar- mánuðina hafa verið mjög skemmtilegar og fræðandi. Auk þess hefur hópurinn ferðast bæði innan- og utanlands á merkar söguslóðir. Ég er afar þakklátur Árna Birni vini mínum fyrir að hafa tekið mig inn í þennan skemmtilega og fræðandi hóp. Á þessum vettvangi var Árni Björn hafsjór fróðleiks enda víðlesinn og hafði ferðast vítt og breitt um heiminn. Tvisvar á ári var slegið upp veislu; sviða- veislu sem nefndist „Hraka- fæla“ og veislu á jólafundi, sem síðustu tvö árin var haldinn heima hjá Árna Birni sem útbjó sjálfur margar gerðir af „dansk smörrebröd“, sem framreitt var eins og á fínustu veitingahúsum í Danaveldi. Þá var Árni mikill útivistar- maður og lax- og silungsveiði- maður og hann var einmitt við þá uppáhaldsiðju sína þegar kallið kom svo sannarlega skyndilega og ótímabært. Við félagarnir geymum með okkur fallegar minningar um ljúfan dreng og þökkum sam- fylgdina í gegnum árin. Hugur okkar er í dag hjá fjölskyldu Árna sem syrgir og saknar góðs eiginmanns, föður og afa. Við vottum Guðrúnu eiginkonu hans, börnum hans Rögnu, Páli og Jónasi, mökum þeirra og afa- börnunum og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Rótarýklúbbs Kópavogs, Kristófer Þorleifsson. Árni Björn Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.