Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Sínum augum lítur hver ásilfrið og það sem einumkann að þykja rétt geturhorft öðruvísi við öðrum. Um þetta snýst Blekkingaleikur Kristinu Ohlsson og ekki verður annað sagt en að henni takist vel til í glæpasögunni. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og í þessu tilfelli reynist nýkeyptur hlutur Martins Benners, lög- manns í Stokk- hólmi í Svíþjóð, í antíkverslun í New York í Bandaríkjunum dýrkeyptur. Í stað þess að fela þar til bærum yfirvöldum rannsókn málsins leitar hann svara sjálfur og það dregur dilk á eftir sér svo um munar. Á nýliðnum árum hafa ýmis mál, sem lengi lágu í þagnargildi, komið upp á yfirborðið. Ýmsir hafa fengið tilhlýðilega refsingu, þó seint sé, en aðrir komist undan réttvísinni. Sænski spennusagnahöfundurinn nýtir sér þessa sviðsmynd og úr verður flétta, sem skýrist ekki full- komlega fyrr en í sögulok. Flækjurnar eru margar, jafnt í einkalífi sem í öðrum samskiptum helstu persóna. Sagan er spennandi og ævintýraleg á köflum. Gullna hliðið er lengi í bakgrunninum, hvort sem sagan gerist í Stokkhólmi eða New York, en allar leiðir liggja til Rómar um síðir, hvort sem menn vilja það eða ekki. Martin Benner er í aðalhlutverki. Hann hefur margt til brunns að bera en virðist svolítið tvístígandi á stundum, óákveðinn, en vill samt komast til botns í máli málanna, hvað sem það kostar. Lucy er hans helsta stoð og stytta, en samband þeirra er vægast sagt svolítið óvenjulegt. Boris er líka yfirleitt til taks þegar á þarf að halda, en hann er ólíkindatól, sem kemur og fer eins og vindurinn. Ekki er allt sem sýnist og höf- undur leikur sér með brothætt efnið, fer um víðan völl, en lokar svo mál- inu, að mestu á viðeigandi hátt. Heldur samt dyrum opnum að hætti blekkingameistara. Flækjur Þær eru margar flækjurnar í Blekkingaleik Kristinu Ohlsson. Lög og reglur leikmanna Glæpasaga Blekkingaleikur bbbmn Eftir Kristinu Ohlsson. Nanna B. Þórs- dóttir þýddi. Kilja. 432 bls. JPV útgáfa 2020. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Platan Sinfonia með samnefndu verki eftir Guðmund Stein Gunn- arsson kemur út í dag hjá banda- ríska útgáfufyrirtækinu Carrier Records og bæði á geisladiski og vínyl í handgerðum umbúðum eftir listamanninn Sam Rees sem búsett- ur hefur verið á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að „Sinfonia“ sé nýlegt tónverk, en það var frumflutt í mars á síðasta ári af tónlistarhópnum Fengjastrúti sem flytur það einnig á plötunni. „Tónsmíðin notast við sérstilltar munnhörpur, flöskur og ýmis sér- stillt hljóðfæri til að ná fram svoköll- uðum annarlegum hljóðheimi sem meðal annars byggir á míkrótónum. Þá eru nóturnar ekki á pappír eins og venjulega tíðkast. Nóturnar eru í rauninni myndbönd – tónlistar- mennirnir horfa á myndbönd á með- an þeir spila. Þetta er gert til þess að mála um hrynrænan heim þar sem engin jöfn bil eða beinar línur fyrir- finnast og allt er á skjön. Lítið sem ekkert getur gerst á sama tíma. Þetta allt saman er regla frekar en undantekning í verkum Guðmundar Steins,“ segir í tilkynningunni. Fjallað var nýverið um plötuna á stöð breska ríkisútvarpsins, BBC 3, og einnig í ítalska tónlistarritinu Percorsi Musicali. Í báðum tilfellum tengdist umfjöllunin Ana-Maria Avram tónskáldi sem lést árið 2017 og er platan tileinkuð henni. Guðmundur hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi lengi vel, átti þátt í að skipuleggja tónleikaröðina Jaðarber og hefur verið virkur í starfi samtakanna S.L.Á.T.U.R. um árabil. Hann hefur skrifað tónverk fyrir hljómsveitir og tónlistarhópa á borð við Caput, Elju, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, Nordic Affect, Duo Harpverk og fjölda erlendra tónlistarhópa og þeirra á meðal skosku BBC- sinfóníuhljómsveitina. Tónskáld Guðmundur Steinn hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi. Nóturnar í raun myndbönd Magnús Þór Þor- bergsson hefur verið ráðinn dramatúrg við Borgarleikhúsið frá og með næsta leikári. Hann lauk BA-prófi í almennri bók- menntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í leik- listarfræðum frá Freie Universität Berlin og doktorsprófi frá Íslensku- og menningardeild HÍ. Hann hefur starfað sem lektor við Sviðslista- deild Listaháskóla Íslands og gegndi þar stöðu fagstjóra Sviðs- höfundabrautar á fyrstu árum hennar. Síðustu ár hefur Magnús sinnt rannsóknum við HÍ en með- fram þeim hefur hann verið stunda- kennari við Sviðslistadeild LHÍ og Íslensku- og menningardeild HÍ. Hann er einnig forseti samtaka Norrænna leiklistarfræðinga. Magnús Þór ráðinn í starf dramatúrgs Magnús Þór Þorbergsson Óskarsverðlaunahátíð næsta árs verður frestað um tvo mánuði og verður hún haldin 25. apríl 2021. Þetta kemur fram á vef The Guardi- an. Ákvörðun þessa efnis var tekin vegna áhrifa heimsfaraldurs Co- vid-19 á kvikmyndaheiminn. Útgáfa nýrra kvikmynda hefur að mestu leyti legið niðri síðustu mánuði og er þessari seinkun ætlað að koma til móts við framleiðendur. Tímabilið sem kvikmyndir þurfa að vera frumsýndar á til þess að vera gjaldgengar hefur einnig verið framlengt um tvo mánuði, fram í febrúar. Í tilkynningu frá forseta Ósk- arsakademíunnar, David Rubin, og framkvæmdastjóra hennar, Dawn Hudson, kemur fram að þeir vonist til að þetta veiti kvikmyndafram- leiðendum svigrúm til þess að klára og gefa út myndir sínar, án þess að þeim hegnist fyrir eitthvað sem eng- inn ræður við. Þau segja að kvik- myndir hafi, í yfir heila öld, gegnt mikilvægu hlutverki huggunar, inn- blásturs og skemmtunar á myrkum tímum og það eigi ekki síður við nú. Kvikmyndir sem einungis hafa verið sýndar í streymi á netinu verða einnig gjaldgengar, í fyrsta sinn, svo lengi sem sýningar á hvíta tjaldinu hafi verið skipulagðar. Það sama á við um Bafta-hátíðina. Henni hefur verið frestað aftur til 11. apríl 2021. Þar verður einnig tekið við kvikmyndum úr streym- isveitum og kvikmyndum sem eru enn án skipulagðs sýningartímabils í kvikmyndahúsum. AFP Seinkun Óksarsverðlaunin verða af- hent tveimur mánuðum seinna á næsta ári vegna afleiðinga Covid-19. Óskarnum seinkað um tvo mánuði Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.