Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hafnarhús – pakkhús hugmynda í miðborginni nefnist sýning sem opnuð var í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi 18. júní, en í ár eru 20 ár liðin frá því að hluti hússins varð eitt af þremur safn- húsum Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni er Hafnarhúsið sjálft í forgrunni og sögu þess og umbreyt- ingu í listasafn gerð skil, að því er segir í tilkynningu, og einnig skoðað hvernig safnbyggingin sem rými vinnur með listinni og tengist um- hverfi sínu, þ.e. borgarrýminu. Á sýningunni má sjá gamlar teikn- ingar og ljósmyndir og einnig teikn- ingar, ljósmyndir og líkan sem sýnir umbreytingu arkitektastofunnar Studios Granda á húsinu, frá þeim tíma er safninu og Erró-safn- eigninni var fundinn þar staður. Safnbyggingar sem rými í borg Ólöf Bjarnadóttir safnafræðingur er sýningarstjóri sýningarinnar en í meistararitgerð sinni í safnafræðum greinir hún safnhús Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi út frá rými og þá bæði því rými sem húsið sjálft umlykur en einnig hvernig það tengist umhverfi sínu, sjálfu borgar- rýminu. Ólöf er með BA-gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands og er nú að ljúka meistaranámi í safnafræði frá Háskóla Íslands. „Lokaverkefnið mitt fjallaði um safnbyggingar sem rými í borg og í því gerði ég greiningu á Hafnarhús- inu út frá því hvernig Hafnarhúsið tengist umlykjandi borgarrými,“ út- skýrir Ólöf fyrir blaðamanni. Hún segist hafa skoðað ákveðna þætti nánar en aðra. „Áherslan hjá mér var að horfa á hvernig þetta hefur þróast í gegnum söguna, hönnun safnbygginga og hvernig þær eru að verða sífellt meiri hluti af borginni. Þetta eru ekki lokuð menningarmusteri eins og var hér einu sinni heldur eru þau að verða meira samtvinnuð borginni og borg- in er oft tekin inn í bygginguna og byggingin teygir sig svolítið út í borgarrýmið. Ég var að horfa á þessa þætti í Hafnarhúsinu,“ segir Ólöf. Á hún þar bæði við arkitekt- úrinn og starfið sem fram fer inni í húsinu. Tate Modern líka 20 ára Ólöf segist hafa borið Hafnar- húsið saman við listasafnið Tate Modern í London. Bæði söfn voru opnuð árið 2000 og ýmislegt er sam- eiginlegt með þeim, fleira en Ólöf átti von á áður en hún hóf greiningu sína. Safnbyggingarnar tvær eru staðsettar í miðborgum en þó afar ólíkum að stærð og báðar safnbygg- ingarnar voru upphaflega hannaðar fyrir önnur hlutverk áður en þeim var umbreytt í safnhús. Einnig gengur hönnun safnanna meðal ann- ars út á það að tengja safnrými þeirra við umlykjandi borgarrými en þó á ólíkan hátt. Mikið er um ljósmyndir á sýning- unni í D-sal, gamlar sem nýjar. Þær gömlu varpa ljósi á sögu hússins og sýna hvað hafnarsvæðið hefur breyst mikið og hlutverk hússins um leið. Þá eru einnig margar ljós- myndir sem sýna ýmsar hliðar hönnunar Studio Granda á safninu. „Síðan verðum við með skemmtilegt líkan frá Studio Granda og vídeó af opnun safnsins og umfjöllun um það í sjónvarpsþættinum Mósaík sem tekinn var upp í opnunarhófinu,“ nefnir Ólöf og einnig að ljósmyndir megi sjá af eldri sýningum þar sem listamenn hafi unnið með bygg- inguna sem rými. Morgunblaðið/Eggert Sýningarstjóri Ólöf Bjarnadóttir safnafræðingur er sýningarstjóri sýningarinnar í D-sal Hafnarhússins. Safnrými tengt við borgarrými  Fjallað er um sögu og umbreytingu Hafnarhússins á nýrri sýningu í D-sal  Sýningarstjórinn Ólöf Bjarnadóttir skrifaði meistararitgerð í safnafræðum um húsið þar sem hún greinir það út frá rými Líkan Margt forvitnilegra muna er á sýningunni og þeirra á meðal þetta lík- an frá Studio Granda sem sá um hönnun safnsins í Hafnarhúsi á sínum tı́ma. „Hafnarhúsið var upprunalega hannað sem skrifstofu- og vöru- geymsluhús Reykjavíkurhafnar á fjórða áratug síðustu aldar. Á þeim tíma var höfnin líflína borgarinnar við umheiminn og var Hafnarhúsið því vegna stað- setningar sinnar frá upphafi virkur þátttakandi í borgarlíf- inu,“ segir í tilkynningu um sýn- inguna. Byggingin hafi verið hönnuð undir áhrifum frá stefnu sem kennd var við funk- sjónalisma og gerði kröfu um samvirkni forms og notagildis. Þannig hafi upphaflegt hlutverk byggingarinnar endurspeglast í hönnuninni og tengt hana um- hverfi sínu. „Undir lok 20. aldar þróaðist svæðið við Reykjavíkurhöfn mikið vegna breytinga á hafnar- starfseminni sem varð til þess að Hafnarhúsið glataði sínu upphaflega hlutverki. Tekin var ákvörðun um að koma Lista- safni Reykjavíkur fyrir í hluta af Hafnarhúsinu en talið var að staðsetning safnsins þar gæti m.a. endurnýjað tengslin milli miðborgarinnar og hafnarsvæð- isins sem glatast höfðu árin á undan. Þannig gæti listasafnið hjálpað til við að virkja umlykj- andi borgarrými og Hafnarhúsið orðið á ný virkur þátttakandi í miðborginni, að þessu sinni í gegnum list og menningu. Arki- tektastofan Studio Granda varð hlutskörpust í samkeppni um hönnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Í tillögu sinni unnu þau með sögu staðarins með það að leiðarljósi að opna aftur tenginguna við höfnina. Einnig var í tillögunni leitast við að halda í einkenni upphaflegu byggingarinnar og halda þannig í söguleg tengsl, þar á meðal portið í miðju hússins sem á sér fáar hliðstæður í íslenskri bygg- ingarsögu,“ segir jafnframt um húsið í tilkynningunni. Var áður skrif- stofu- og vöru- geymsluhús ANNAÐ HLUTVERK Hafnarhúsið Á sér merkilega sögu. Jazzklúbburinn Múlinn hefur sumardagskrá sína með tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í kvöld kl. 20 í Flóa á jarðhæð Hörpu. Á tónleikunum mun stórsveitin opna nótnaskápa sína upp á gátt og draga fram ólíkar útsetningar frá ýmsum tímum sem ekki hafa verið leiknar nýverið. Þannig kemur Stór- sveit Reykjavíkur út úr kófinu og fagnar sumri, segir í tilkynningu. Sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur áfram á föstudags- kvöldum til 14. ágúst, en Múlinn er nú á 23. starfsári sínu og er sam- starfsverkefni félags íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazz- vakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni, sem var heiðursfélagi og verndari Múlans. Tónleikar Múlans fara fram á föstudagskvöldum í maí og hefjast klukkan 20 en tónleikarnir fara fram í Flóa, jarðhæð Hörpu, og er miðaverð kr. 3.000, 1.500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást í miðasölu Hörpu, á harpa.is og tix.is. Stórsveit Reykja- víkur í Múlanum Stuð Félagar í Stórsveit Reykjavíkur. Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.