Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 1
ALLT SEM ÞÚ VILT
VITA UM BRÚÐKAUP
BRÚÐKAUP 48 SÍÐUR
F Ö S T U D A G U R 1 9. J Ú N Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 143. tölublað 108. árgangur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjúkrunarfræðingar ræddu stöðu kjaraviðræðna og yfirvof-
andi verkfall á félagsfundi á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Að
óbreyttu hefst ótímabundið og víðtækt verkfall stéttarinnar
klukkan átta á mánudagsmorgun, sem náð gæti til á þriðja þús-
und hjúkrunarfræðinga víða um land. Fundur samninganefnda
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins stóð frá morgni
til miðs dags í gær og var þá boðaður nýr fundur, sem hefst í
dag klukkan 10. Fleiri fundir eru ekki á dagskrá um helgina en
verða að vonum skipulagðir í dag, takist ekki að semja. Aðal-
steinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í gær að viðræðurnar
væru þungar og snúnar, en Alma Möller landlæknir sagði að
kerfið yrði að reiða sig á undanþágustarfsfólk ef til verkfalls
kæmi. Benti hún á að hjúkrunarfræðingar ynnu við smitrakn-
ingu og sýnatöku á Landspítalanum. Félög hjúkrunarfræði-
nema lýstu yfir stuðningi við baráttuna í gær.
Víðtækt verkfall hjúkrunarfræðinga hefst að óbreyttu á mánudag
Niðurstöður
verkefnisins
GróLindar sýna
að 25% Íslands
teljast til svæða
þar sem vist-
fræðileg virkni er
mikil og rof tak-
markað. Aftur á
móti teljast 45%
landsins á svæðum
þar sem virkni
vistkerfa er takmörkuð, rof mjög
mikið eða hvort tveggja. 38% af beit-
arsvæðum landsins lenda í bestu
tveimur ástandsflokkunum og 39% í
tveimur verstu ástandsflokkunum,
samkvæmt skilgreiningu. »11
39% beitarlands á
svæði sem telst
vera í lélegu ástandi
Vatnsnes Margt
fé er í Húnaþingi.
Tekjur ferðaþjónustufyrirtæk-
isins Grayline voru síðustu þrjá
mánuði aðeins 1% af því sem hal-
aðist inn í mánuðunum desember,
janúar og febrúar. Þórir Garðars-
son stjórnarformaður segir að á
fyrra þriggja mánaða tímabilinu
hafi tekjurnar verið tæpar 700
milljónir en farið niður í 680 þús-
und kr. á seinna tímabilinu.
Grayline vonast til að geta hafið
akstur á ný í byrjun júlí en það
verður ákveðið endanlega í næstu
viku og metið hvaða horfur eru um
komur ferðafólks. »2
Tekjur aðeins 1% af
því sem var í vetur
Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun
meðal starfsmanna Reykjavíkur-
borgar telur rúmlega fjórðungur
þeirra sig hafa orðið vitni að for-
dómum eða skorti á virðingu í starfi
sínu á síðustu tólf mánuðum.
Er algengast að fordómarnir snúi
að starfsfólki af erlendum uppruna,
en einnig er nefnt heilsufar, kyn,
aldur, holdafar, fötlun, trúarskoð-
anir og kynhneigð. Tæp 14 prósent
starfsmanna borgarinnar segja að
þeir hafi á síðustu tólf mánuðum orð-
ið fyrir áreitni frá þjónustuþegum
borgarinnar og tæp 5 prósent nefna
áreitni frá samstarfsmönnum. Fram
kemur að 3,4 prósent telja sig hafa
sætt einelti af hálfu samstarfsfólks
og 1,8 prósent af hálfu þjónustu-
þega. »14
Morgunblaðið/Ómar
Reykjavíkurborg Könnuðu viðhorf.
25% nefna
fordóma
Viðhorf starfsfólks
borgarinnar kannað
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Gunnar Scheving Thorsteinsson,
varðstjóri hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, fékk í gær ásamt fé-
laga sínum greiddar miskabætur frá
ríkinu fyrir ólögmæta handtöku,
húsleit og aðrar þvingunaraðgerðir
sem þeir máttu þola árið 2015, þegar
þeir voru handteknir í svonefndu
LÖKE-máli.
Garðar Steinn Ólafsson lögmaður
samdi við ríkislögmann í umboði
þeirra, en skrifað var undir í síðustu
viku og féð innt af hendi í gær. Garð-
ar segir skjólstæðinga sína ekki vilja
tjá sig um fjárhæðina opinberlega
enda sé hún ekki það sem skipti máli.
„Það sem skiptir máli er viður-
kenningin á því að það hafi ekki verið
þörf á eða rétt að handtaka þá, sem
lá fyrir en ríkið var tregt til að viður-
kenna það,“ segir Garðar. Með þessu
telur hann málinu lokið lagalega.
Gunnar og tveir aðrir, starfsmað-
ur símafyrirtækis annars vegar og
lögmaður hins vegar, voru hand-
teknir árið 2015 vegna gruns um að
Gunnar hefði flett upp nöfnum
kvenna í innra kerfi lögreglunnar á
árunum 2007 til 2013 og deilt upplýs-
ingum með hinum. Síðar var fallið al-
farið frá þeirri ákæru.
Gunnar var hins vegar fundinn
sekur í Hæstarétti um að hafa greint
vini sínum frá því á Facebook að
hann hefði verið skallaður af ungum
dreng við skyldustörf. Það brot var
þó ekki talið stórfellt.
Lögmaðurinn sem var handtekinn
vegna málsins samþykkti fyrr í ferl-
inu afsökunarbeiðni frá lögreglunni
og gaf þar með upp bótarétt sinn.
Eftir sátu Gunnar og fyrrverandi
starfsmaður símafyrirtækisins en
þeir kærðu Öldu Hrönn Jóhanns-
dóttur, þáverandi aðstoðarlögreglu-
stjóra á höfuðborgarsvæðinu, fyrir
misbeitingu lögregluvalds við rann-
sókn á meintu athæfi þeirra. Sú
kæra var látin niður falla; Bogi Nils-
son, settur ríkissaksóknari í málinu,
taldi annmarka hafa verið á rann-
sókninni en ekki slíka að það varðaði
brot á almennum hegningarlögum.
Segir Garðar málið hafa legið
mjög þungt á skjólstæðingum sínum.
„Ég held að menn jafni sig aldrei á
því að vera handteknir svona ger-
samlega að ósekju, þegar þeir skilja
ekki einu sinni hver ásökunin er,“
segir hann. Þremenningarnir gistu
fangaklefa við handtökuna.
Garðar gagnrýnir að kæra á hend-
ur Öldu hafi verið látin niður falla og
hún getað haldið áfram störfum fyrir
lögreglu, þó hún fari ekki með form-
legt lögregluvald sem yfirlögfræð-
ingur lögreglunnar á Suðurnesjum.
„Ég geri miklar athugasemdir við að
einhver sem hefur orðið uppvís að
því að brjóta lög við sakamálarann-
sókn haldi áfram störfum.“
Ljúka LÖKE-máli
með greiðslu bóta
Sömdu við ríkislögmann Ólögmæt handtaka og húsleit
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samið Garðar segir málið hafa leg-
ið þungt á skjólstæðingunum.