Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 1

Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  146. tölublað  108. árgangur  VORU BEST Í ANNARRI UMFERÐ NÝ KRÝSUVÍKURKIRKJA VAR MIKIÐ FYRIR PÖNK OG LÆTI VERKLOKUM FAGNAÐ 11 MENNING 28ÍÞRÓTTIR 26 Sýna Icelandair áhuga  Fjárfestar erlendis frá íhuga að leggja flugfélaginu til fé í væntanlegu útboði hér innanlands og höfum ekki haft frumkvæði að því að tala við fjárfesta erlendis frá. Þátttaka erlendra aðila kemur þó alveg til greina,“ segir Bogi og bætir við að félagið eigi í reglu- legum samskiptum við stærstu hlut- hafa flugfélagsins. „Við höfum verið að ræða við þá sem eru stærstir í okk- ar hluthafahópi. Við höfum haft frum- kvæði að því og erum í reglulegu sam- bandi við þá,“ segir Bogi. Ljóst er að áður en af hlutafjárút- boði verður þarf Icelandair að finna lausn á kjaradeilu flugfreyja. Þá þarf að ljúka samningum við fjölda hag- aðila. Að sögn Boga miðar viðræðum við lánardrottna og aðra hagaðila ágætlega. „Þetta eru flóknar viðræð- ur og margir mótaðilar. Þetta þokast áfram,“ segir Bogi sem kveðst að- spurður ekki geta tjáð sig um hvort flugfélagið hafi fengið vilyrði fyrir umbreytingu skulda frá einhverjum viðkomandi lánardrottna. Segir hann að félagið vinni nú hörð- um höndum að því að vera vel í stakk búið fjárhagslega þegar flugumferð í heiminum tekur að ráði við sér. „Það veit enginn hvernig spilast úr þessu. Við búum okkur undir að þetta geti tekið langan tíma að ganga að fullu til baka. Allir okkar innviðir eru tilbúnir og við erum því klár að stökkva af stað á hverjum tíma. Það er mjög jákvætt að létt var á takmörkunum til og frá Íslandi um miðjan júní og jukum við strax við framboðið. Þannig munum við vinna áfram og getum bætt í þegar aðstæður bjóða upp á,“ segir Bogi. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Forsvarsmenn Icelandair hafa fundið fyrir áhuga erlendra fjárfesta í að- draganda hlutafjárútboðs flugfélags- ins. Hefur félagið þó ekki haft frum- kvæði að slíku samtali. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair. Að hans sögn miðar vinna fé- lagsins við að sækja fé í framan- greindu útboði til innlendra fjárfesta. „Við höfum verið með einbeitinguna Hjólreiðahópurinn Team Rynkeby á Íslandi gerði sér ferð til Bessastaða í gær til að afhenda Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, treyju fyrir hönd hópsins. Team Rynkeby saman- stendur af 2.100 hjólreiðamönnum frá um 57 löndum, sem hjóla á hverju ári frá Danmörku til Parísar og safna fé fyrir börn með alvarlega sjúkdóma. Keppninni í ár var hins vegar frestað og hjólar hópurinn því innanlands í byrjun júlí. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Buðu Guðna í hópinn  Verkís mun sjá um óháða rýni á hönnun og framkvæmdum vegna Fornebubanen, stærsta neðan- jarðarlestarverkefnis í Noregi í seinni tíð. Er áætlaður heildarkostn- aður um 225 milljarðar króna. Magnús Skúlason, viðskiptastjóri og verkfræðingur hjá Verkís, segir það sérlega ánægjulegt fyrir Verkís að hafa fengið tækiværi til að vinna við þetta risaverkefni. Hlutur Verkís sé töluverður og hafi aukist eftir því sem lengra hef- ur liðið frá útboðinu. Á næstu sex ár- um verða 8-10 starfsmenn Verkís að jafnaði í þessu, flestir hér á landi en einnig unnið í samstarfi við dóttur- félag Verkís í Noregi. Við höfum ekki séð mikið af stórum verkefnum hér á landi síð- ustu ár, en Norðmenn hafa sett auk- inn kraft í jarðgangagerð, vegagerð og byggingar. Verkefnum okkar í Noregi hefur fjölgað töluvert og nóg verið að gera hjá dótturfélagi okkar,“ segir Magnús. »8 Verkís tekur þátt í risaverkefni í Noregi Noregur Risastórt jarðlestarverkefni er að fara af stað við Fornebu-flugvöllinn. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég myndi ekki búast við stórum skjálfta á Húsavíkur-Flateyjar- misgenginu í þessari hrinu, eins og hún hefur verið. Þetta er fyrst og fremst opnun á beltinu sem liggur norður frá mynni Eyjafjarðar. Hef- ur skjálftavirkni færst norður eftir sigdalnum og ef það koma stórir skjálftar þar veldur það minna álagi á mannfólkið í landi,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur. Hann telur mestar líkur á að þessi opnun haldi sig á þessu belti. Fari ekki í austur eins og gerðist í hrinunni á árinu 2012, nema eitt- hvað annað komi til, og heldur ekki til vesturs. Hann bendir í þessu sambandi á að allt frá Kröflueldum á áttunda áratugnum hafi opnun verið meiri á austurhluta Tjörnes- brotabeltsins, norður af Öxarfirði og í áttina að Grímsey og Kolbeins- ey. „Nú virðist manni, miðað við skjálftana 2012 og aftur núna, að opnun sé að færast meira í Eyja- fjarðarálinn. Maður býst ekki við að þessir virkilega stóru skjálftar sem ekki tengjast opnun heldur þver- gengisbjögun verði við þessar að- stæður,“ segir Ragnar. »4 Ljósmynd/Unnur Sæmundsdóttir Mökkur Töluverð skriða féll úr Hvanndalabjargi í jarðskjálftanum á laugar- dagskvöld. Myndin var tekin úr Hrísey og sýnir mökkinn eftir hrunið. Býst ekki við stórum skjálfta nú  Ragnar Stefánsson telur að jarð- skjálftarnir haldi sig við Eyjafjarðarál A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is  Gögn sem Meniga hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið sýna að neysla Íslendinga á veitingahúsum og skyndibitastöðum virðist vera að ná sér vel á strik eftir að hafa tekið mjög skarpa dýfu meðan kórónu- veiran gekk yfir landið. Enn virðast færri viðskipti eiga sér stað en á sama tímabili í fyrra en hver og einn neytandi virðist kaupa mat og drykk fyrir hærri fjárhæð í hvert sinn. Sér- fræðingur hjá Meniga segir veður- far virðast spila talsvert inn í þegar neysluhegðunin sé skoðuð. »12 Veitingamarkaður- inn að taka við sér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.