Morgunblaðið - 23.06.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 23.06.2020, Síða 4
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Jarðskjálftahrinan sem á sér upp- tök neðansjávar í Eyjafjarðarál á sér margar hliðstæður á undan- förnum áratugum, síðast á árinu 2012. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur á ekki von á að stærri skjálftar en komið hafa til þessa verði í Eyjafjarðarál. Jarðskjálfta- virkni á Íslandi skýrist af legu landsins á Mið- Atlantshafs- hryggnum. Hann er að gliðna um það bil 2 senti- metra á ári. Eld- virka svæðið á gliðnunarbeltinu kemur inn á landið við Reykjanes og liggur þvert yfir landið og norður í Kelduhverfi. Þar hliðrast hann um svonefnt Tjörnes-brota- belti til norðvesturs í Kolbeins- eyjarhrygg. Tvær virkar misgengislínur Tjörnes-brotabeltið er samsett úr þremur misgengislínum. Aust- asta svæðið er kennt við Grímsey. Það liggur frá Öxarfirði í stefnu rétt norðan við Grímsey. Annað svæðið er kennt við Húsavík og Flatey. Þar er skjálftavirknin núna. Það liggur frá Reykjaheiði, um Húsavík og Flatey, fyrir mynni Eyjafjarðar og sveigir til norðurs út af Tröllaskaga. Þessi tvö svæði eru virk. Þriðja svæðið er vestast og markast mest af stórum jarðskjálftum, sérstaklega Dalvíkurskjálftanum og Skaga- fjarðarskjálftanum. Þar sem hryggurinn hliðrast til, eins og fyrir Norðurlandi, eru jarðskjálftar tíðari en á gliðnunar- svæðum og geta orðið stærri. Mörg dæmi eru um skjálfta af stærðinni 7 á nítjándu og tuttug- ustu öld. Stærstu skjálftarnir á Norðurlandi á síðustu öld voru 1910 (væntanlega í Öxarfirði) og Skagafjarðarskjálftinn 1963. Mikl- ar skemmdir urðu í Dalvíkur- skjálftanum 1934 og Kópaskers- skjálftanum 1976 þótt þeir væru ekki eins öflugir enda áttu þeir upptök sín nærri byggð. Ari Trausti Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ástæðan fyrir harðari jarðskjálftum á brotabeltinu en rekbeltinu sé sú að jarðskorpan hafi almennt meira brotþol undir láréttu víxlálagi en þegar hún er toguð í sundur þar sem flekahreyfingar verka sem tog í gagnstæðar áttir. Leggur hann til að lesendur leggi hendur á borð og færi aðra höndina fram en hina aftur til að skoða fyrr- nefndu hreyfinguna en færa hend- urnar einfaldlega í sundur til að átta sig á þeirri síðari. Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi hrinu varð á sunnu- dagskvöld og mældist 5,8. Er hann heldur öflugri en stærsti skjálftinn í hrinunni 2012. Sérfræðingar Veð- urstofunnar hafa undanfarna daga varað við að jarðskjálfti allt að 7 að stærð gæti orðið í jarð- skjálftahrinunum og hvatt fólk til að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þess. Opnun færist í Eyjafjarðarál „Ég myndi ekki búast við stórum skjálfta á Húsavíkur- Flateyjar-misgenginu í þessari hrinu, eins og hún hefur verið. Þetta er fyrst og fremst opnun á beltinu sem liggur norður frá mynni Eyjafjarðar. Hefur skjálftavirkni færst norður eftir sigdalnum og ef það koma stórir skjálftar þar veldur það minna álagi á mannfólkið í landi,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur. Hann telur mestar líkur á að þessi opnun haldi sig á þessu belti. Fari ekki í austur eins og gerðist í hrinunni 2012, nema eitt- hvað annað komi til, og heldur ekki til vesturs þar sem stóri Skagafjarðarskjálftinn varð. Hann bendir í þessu sambandi á að allt frá Kröflueldum á áttunda ára- tugnum hafi opnun verið meiri á austurhluta Tjörnes-brotabeltisins, norður af Öxarfirði og í áttina að Grímsey og Kolbeinsey. „Nú virð- ist manni, miðað við skjálftana 2012 og aftur núna, að opnun sé að færast meira í Eyjafjarðarálinn. Maður býst ekki við að þessir virkilega stóru skjálftar sem ekki tengjast opnun heldur þvergengis- bjögun, verði við þessar að- stæður,“ segir Ragnar. Hann segir ekki gott að átta sig á því hversu lengi jarðskjálftahrin- an standi. Hugsanlega sé kúfurinn farinn en líka sé sá möguleiki að það dragist lengi að hrinunni ljúki. Hryggurinn gliðnar um 2 cm á ári  Ragnar Stefánsson býst ekki við stórum jarðskjálfta í þessari hrinu  Virknin stafar af opnun á sprungum á beltinu norður af Eyjafirði  Harðir jarðskjálftar hafa orðið á Tjörnes-brotabeltinu 1910 STÆRÐ 7 Staðsetning ónákvæm en hefur verið settur á svipaðan stað og Kópaskersskjálftinn 1976. 1934 STÆRÐ 6,2 Dalvíkur- skjálftinn. Hugsanlega á milli Hríseyjar og lands. 1963 STÆRÐ 7 Skagafjarðar- skjálftinn við mynni Skagafjarðar. 1976 STÆRÐ 6,3 Kópaskers- skjálftinn í vestanverðum botni Öxarfjarðar. 2012 varð síðast skjálftahrina sem líkist þeirri sem nú stendur yfi r. Stærstu skjálftarnir voru 5,2 og 5,6 syðst í Eyjafjarðarál. 2020. Stærsti skjálftinn í skjálftahrinunni til þessa er 5,8. Skjálftavirkni úti fyrir Eyjafi rði í september-desember 2012 Staðsetning og stærð skjálfa á Tjörnes-brotabeltinu síðustu daga Stærstu jarðskjálftar á Tjörnes-brotabeltinu á 20. öld Jarðskjálftar á Íslandi frá 1994 til 2000 Grunnkort/Loftmyndir ehf. 21. júní 2020 kl. 19:07 STÆRÐ 5,8 á 10 km dýpi 20. júní 2020 kl. 19.26 STÆRÐ 5,6 á 10 km dýpi Jarðskjálftahrina á Norðurlandi Grunnkort: Veðurstofa Íslands Grunnkort: Veðurstofa Íslands 20. júní 2020 kl. 15.05 STÆRÐ 5,4 á 9,2 km dýpi ■ Akureyri Siglufjörður ■ Ólafsfjörður ■ Húsavík ■ Hofsós ■ Sauðárkrókur ■ Grímsey Dalvík ■ ■ Grenivík Sniðgengi vegna hliðrunar eins og er á Tjörnes-brotabeltinu Mynd: Vísindavefurinn Grímseyjar belti Tjörnes-brotabeltið er þver- brotabelti eða kerfi sniðgengja sem nær frá Skagagrunni í vestri, austur á Melrakkasléttu og frá Eyjafi rði í suðri og norður undir Kolbeinsey Tæp lega 3.800 jarðskjálft ar hafa mælst frá því hrin an hófst Húsavíkur-Flat- eyjar misgengi Tjörnes-brotabeltið Eyjafjörður Skagafjörður Skjálfandi Ragnar Stefánsson 4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 „Við erum í viðbragðsstöðu. Það geta farið í sundur vatnslagnir og annað og við höldum utan um okkar heimafólk. Við reynum að hafa kerf- ið eins tilbúið til að takast á við erfið- leika og hægt er, án þess að vita hvort erfiðleikar verði,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð og fulltrúi í almannavarnanefnd Norðurlands eystra. Hann vekur athygli á að lögreglu- stjórinn og almannavarnir annist daglega stjórnun og hugsanlegar ráðstafanir og viðbragðsaðilar komi síðan til skjalanna ef eitthvað alvar- legt gerist. Jarðskjálftar geta haft ýmsar af- leiðingar í för með sér, ekki aðeins að hús skemmist og innanstokks- munir brotni, eins og þekkt er úr Suðurlandsskjálftum. Jarðskjálftinn á laugardags- kvöldið ýtti af stað skriðum í nokkr- um hlíðum. Af því tilefni flaug þyrla Landhelgisgæsl- unnar með starfs- menn frá Veður- stofunni og Náttúrufræði- stofnun til að kanna óstöðug- leika í hlíðum og ummerki um skriðuföll úr Gjögurfjalli og Hvannadalsbjargi. Engar sterkar vísbendingar sáust um yfirvofandi stórfellt hrun. Jarðskjálftar neðansjávar og skriður geta framkallað flóðbylgjur. Elías bendir á að Veðurstofan vakti það eins og allt jarðskjálftasvæðið dag og nótt og segir að einhver tími gefist til að vara við hugsanlegri flóðbylgju, ef líkur séu taldar á hættu af hennar völdum. Hins vegar er ekki við því að búast að hægt verði að vara sérstaklega við stórum jarðskjálftum og óraunhæft að hægt sé að grípa þá til rýminga eða ann- arra hliðstæðra úrræða eins og gert er á snjóflóðahættusvæðum. Alvarlegt ef jarðgöng lokast Hrinan bendir ekki til þess að eld- gos sé í aðsigi. Ari Trausti Guð- mundsson bendir þó á að það sé ekki útilokað og rifjar upp gosið við Mán- áreyjar 1867 þar sem eyja reis úr hafi en hvarf aftur. Byggðirnar í Fjallabyggð, Siglu- fjörður og Ólafsfjörður, eru tengdar landinu með jarðgöngum. Ef þau lokast vegna jarðskjálfta verða þær afkróaðar og tafsamt getur verið að fá bjargir að. Elías segist treysta því að það gerist ekki en menn búi sig undir það. Varðskipið Þór er nú til taks í Eyjafirði. helgi@mbl.is Reynt að hafa kerfið sem best búið undir óvissa erfiðleika  Veðurstofan vaktar jarðskjálftasvæðið sérstaklega Elías Pétursson TILBOÐ ÓSKAST í fjögur sumarhús til brottflutnings Til sölu eru fjögur sumarhús til brottflutnings. Húsin eru timburhús á einni hæð um 52 fm, hvert hús er stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi, ásamt geymslu um 4 fm, palli, verönd og heitum potti. Húsin seljast í því ástandi sem þau eru nú og má bjóða í hvert hús fyrir sig. Húsin eru staðsett í landi Munaðarness í Borgarfirði og má skoða þau í samráði við umsjónarmann svæðisins Sigvalda Jónasson 833-6949 húsin skulu fjarlægð í síðasta lagi 10. september n.k. og skal kaupandi gera það á sinn kostnað og ábyrgð. Tilboðum skal skila til skrifstofu Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, Grettisgötu 89 fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 8. júlí 2020. Frekari fyrirspurnir má senda á sameyki@ sameyki.is Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Jarðhræringar á Norðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.