Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020
86
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Snorri Másson
„Ég er bara mjög ánægð. Það var
mjög góð mæting og virk umræða
og skoðanaskipti, eins og alltaf,“
sagði Guðbjörg Pálsdóttir, for-
maður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, í samtali við
mbl.is í gærkvöldi, en þá var lokið
kynningarfundi félagsins á miðl-
unartillögu ríkissáttasemjara.
„Hjúkrunarfræðingar hafa miklar
og góðar skoðanir á kjaramálum
sínum,“ sagði Guðbjörg. Bætti hún
við að félagsmenn hefðu verið með
margar spurningar um efni tillög-
unnar, en fundurinn stóð yfir í
tæpa tvo klukkutíma.
Verkfalli hjúkrunarfræðinga
sem starfa hjá ríkinu, sem skella
átti á í gærmorgun, var afstýrt í
fyrradag þegar Aðalsteinn Leifs-
son ríkissáttasemjari lagði fram
miðlunartillögu og vísaði afmörk-
uðum þáttum í launalið deilunnar
um leið til gerðardóms þriggja að-
ila, sem sáttasemjari mun skipa.
Annar fundur í dag
Vegna samkomutakmarkana
verður annar kynningarfundur
haldinn í dag, auk þess sem hon-
um verður streymt á lokuðum vef
hjúkrunarfræðinga fyrir þá sem
ekki sjá sér fært að mæta. At-
kvæðagreiðsla um miðlunartillögu
ríkissáttasemjara hefst svo á
morgun, miðvikudag, og stendur
fram á laugardag.
Samþykki hjúkrunarfræðingar
tillöguna munu önnur atriði samn-
ingsins, sem þegar hefur náðst
sátt um, taka þegar gildi.
Guðbjörg sagði í samtali við
mbl.is fyrir kynningarfundinn að
menn hefðu áttað sig á því hversu
illa verkfallið hefði bitið og þess
vegna hefði þessi niðurstaða
fengist. „Þegar allir sáu að það
stefndi í verkfall voru málin klár-
uð af ábyrgð, bæði af okkar hálfu
og ríkisins, en einnig ríkissátta-
semjara, sem setti fram þessa
óvenjulegu tillögu,“ sagði Guð-
björg. „Það var algerlega ljóst hve
mikilvægir hjúkrunarfræðingar
eru í þessu kerfi og hvaða alvar-
legu afleiðingar það hefði haft ef
til verkfalls kæmi.“
Sýna af sér ábyrga afstöðu
Sverrir Jónsson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagðist
í gær binda vonir við að allir að-
ilar myndu samþykkja miðl-
unartillögu ríkissáttasemjara um
kjarasamning ríkisins við hjúkr-
unarfræðinga. „Með þessari leið
sýna hjúkrunarfræðingar ábyrga
afstöðu og afstýra verkfalli en
fyrirgera ekki kröfu sinni,“ sagði
Sverrir í samtali við mbl.is. „Krafa
hjúkrunarfræðinga nýtur vafans
og ríkið er reiðubúið að leggja
þetta svona upp til að afstýra
verkfallinu og þar með fer þetta í
slíkan farveg að þriðji aðili tekur
ákvörðun um málið.“
Að sögn Sverris voru umræddir
afmarkaðir þættir launaliðar, sem
vísa á til gerðardóms, aðeins einn
hluti af stóra samhengi samnings-
ins. „Allt annað, sem er meira en
minna, er orðið samkomulagsatriði
á milli samningsaðila. Báðir aðilar
eru sáttir við meirihluta samn-
ingsins og ég held að við séum
sammála um að þær breytingar
sem við höfum þegar náð saman
um skipti miklu máli fyrir heil-
brigðiskerfið og séu góðar breyt-
ingar fyrir hjúkrunarfræðinga,“
segir hann.
Sverrir segir þau atriði sem
náðst hafi sátt um vera „tíma-
mótabreytingar“ um vinnutíma og
mikilvæg atriði varðandi starfsum-
hverfi hjúkrunarfræðinga. Trún-
aður ríkti hins vegar um tillög-
urnar og það væri því félags
hjúkrunarfræðinga að kynna þær.
Virk umræða um
tillögu sáttasemjara
Atkvæðagreiðsla hjúkrunarfræðinga hefst á morgun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verkfalli afstýrt Kynningarfundur hjúkrunarfræðinga var vel sóttur og
höfðu fundargestir mikinn áhuga á efni miðlunartillögu sáttasemjara.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við eigum eftir að sjá betur hvern-
ig samningarnir þeirra líta út. Það
verður skoðað núna í framhaldinu,“
segir Frímann Birgir Baldursson,
varaformaður Landssambands lög-
reglumanna. Vísar hann í máli sínu
til miðlunartillögu í kjaradeilu Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga
við ríkið.
Lítið hefur gengið í viðræðum
lögreglumanna við ríkið, en stéttin
hefur nú verið samningslaus í rétt
um 15 mánuði. Segist Frímann eiga
von á fundarboði frá ríkissáttasemj-
ara. „Við erum að bíða eftir að
heyra frá honum og að boðaður
verði fundur. Ég geri ráð fyrir að
það verði gert fljótlega fyrst þetta
er frá í bili,“ segir Frímann og bæt-
ir við að staðan í viðræðunum sé
óbreytt. Ekkert hafi gerst síðustu
vikur. „Það ber enn á milli og stað-
an er í raun óbreytt. Það er spurn-
ing hvort viðhorf ríkisins sé breytt
eftir samninga hjúkrunarfræðinga.
Við höfum komið með ýmsar til-
lögur en öllu hefur verið hafnað af
ríkinu,“ segir Frímann.
Eins og áður hefur komið fram
féllst Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga á að vísa afmörkuðum
þáttum í launaliðnum til gerðar-
dóms. Að sögn Frímanns myndi
slík lausn ekki hugnast Landssam-
bandi lögreglumanna. „Við horfum
ekkert sérstaklega jákvæðum aug-
um til hans. Við höfum ekki riðið
feitum hesti frá honum síðustu ár.
Við munum reyna að ná lendingu
eftir fremsta megni,“ segir Frí-
mann, sem ítrekar mikilvægi þess
að semja við lögreglumenn. „Okkar
framlína er ekki síður í hættu en
hjúkrunarfræðinga. Stéttin er ósátt
og reið yfir að hafa verið svona
lengi án samnings.“
Óbreytt staða hjá
lögreglumönnum
Gera ráð fyrir að
boðað verði til fund-
ar á næstu dögum
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglan Stéttin hefur verið
samningslaus í rétt um 15 mánuði.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Til skoðunar er að hætta landamæra-
skimun fyrir kórónuveirunni meðal
farþega frá ákveðnum ríkjum. Frá
þessu greindi Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir á blaðamannafundi
almannavarna á Höfðatorgi í gær.
Sagði Þórólfur lítinn fjölda smita
renna stoðum undir þá áætlun að
endurskoða skimunarferlið þannig að
hægt sé að undanskilja ákveðin lönd
og einbeita sér að þeim þar sem smit
eru mörg. Þannig mætti einnig fjölga
ferðum til landsins, en ekki er hægt
að skima nema 2.000 manns á Kefla-
víkurflugvelli á degi hverjum og hefur
fjöldi farþega um völlinn slagað upp í
það síðustu daga.
Aðspurður sagði Þórólfur þó að
mögulegt væri að fjölga skimunum á
vellinum, en þá þyrfti fleiri starfs-
menn til, sem væri vandkvæðum
bundið einkum nú þegar sumarleyfis-
tíminn væri að hefjast.
Von á upplýsingum eftir viku
Metfjöldi kórónuveirusmita hefur
greinst í heiminum síðustu daga, þótt
faraldurinn hafi verið á hraðri niður-
leið í Evrópu. Spurður hvaða löndum
þyrfti sérstaklega að fylgjast með
nefndi Þórólfur Bandaríkin, Brasilíu,
Indland og Rússland. Hann sagðist
þó ekki vilja nefna að svo stöddu
hvaða ríki yrðu mögulega undanskilin
skimun þegar fram líða stundir.
Sagði hann tilgang skimunarinnar
ekki síst að fá upplýsingar um dreif-
ingu smita hjá ferðamönnum, en af
því mætti draga upplýsingar um út-
breiðslu milli ólíkra ríkja og hætta
skimun frá ákveðnum svæðum. „Við
teljum að með núverandi fyrirkomu-
lagi munum við fá mjög verðmætar
upplýsingar út úr skimuninni og get-
um hagað starfinu eftir því,“ sagði
Þórólfur. Von er á skýrslu um niður-
stöður sýnatökunnar á landamærum,
en hún verður birt að viku liðinni,
þegar tvær vikur eru frá því farið var
að skima á landamærum Íslands.
Morgunblaðið/Eggert
Faraldurinn Í skoðun er að hætta að skima ferðalanga frá sumum ríkjum.
Skoða að skilja
viss lönd undan
Skimun
» Núverandi fyrirkomulag um
landamæraskimanir tóku gildi
fyrir viku og hafa á þeim tíma
um sjö þúsund manns komið
til landsins.
» Af þeim hafa 5.500 farið í
sýnatöku.
» Ellefu hafa greinst með veir-
una, en aðeins tvö þeirra eru
virk smit.
» Ekkert smit hefur greinst
innanlands frá 15. júní.
Mögulegt að fjölga skimunum