Morgunblaðið - 23.06.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.06.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 FRÁBÆR TILBOÐ Verð frá 990 ISK HAPPY HOUR 15 to 18.00 VEGAN- OG GRÆNMETISRET TIR Í B OÐ I Hádegistilboð kr. 990 - 1.990 Kl. 11:00 - 14:30 Kvöldtilboð kr. 1.990 - 2.990 Kl. 18:00 - 21:00 B A N K A S T RÆ T I 7 A | 1 0 1 R E Y K J AV Í K | ( + 3 5 4 ) 5 6 2 - 3 2 3 2 | S O L O N . I S Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Fræðasetur um forystufé á Sval- barði í Þistilfirði státar líklega af minnsta listagalleríi landsins en vin- sældir þess eru ótvíræðar því sýn- ingarrými þar er uppbókað næstu níu árin. Nýlega opnaði Gunnar Karlsson sýningu þar, helgaða hrút- um, með íslenska forystuféð sem fyr- irmynd. Víða í Evrópu er sterk hefð fyrir því að hrútar séu notaðir sem táknmyndir á skjaldarmyndum borga og ætta. Fjórar gerðir hrúta lýsa mismun- andi eiginleikum þeirra en það eru harðsnúni hrúturinn, afslappaði hrúturinn, guðslambið og fórnin, eins og segir í kynningu sýning- arinnar. Þetta eru skúlptúrar brenndir í leir og fara saman húmor og alvara í því að skoða kynvitund ís- lenska hrútasamfélagsins. Þetta er sjöunda listsýningin í Fræðasetrinu og fellur hún vel inn í aðra umgjörð setursins en þessi verk Gunnars eru jafnframt til sölu á setr- inu. Daníel Hansen er forstöðumaður setursins og hvatamaður að stofnun þess. Hann hefur unnið ötullega að uppbyggingu þessa sérstæða safns í Þistilfirði og framtíðardraumur hans er að safna öllu efni og fróðleik sem finnst um íslenskt forystufé en það fé á allt uppruna sinn í Norður-Þing- eyjarsýslu. Íslenskt forystufé er ein- stakt á heimsvísu og í Fræðasetrinu er margt fróðlegt og fallegt að sjá. Lítið kaffihús er í kjallara hússins þar sem alltaf er brennheitt á könn- unni, kaffið að sjálfsögðu sérblandað og nefnist Ærblanda og meðlætið er sérbakað. Í galleríi á jarðhæð er hægt að kaupa handverk af ýmsu tagi, sem flest tengist forystufé á ein- hvern hátt, úr ull, horni, beinum og einnig prjónaband en ullin af forystu- fénu er einstaklega mjúk og hlý. Opið er í Fræðasetrinu alla daga í sumar frá klukkan 11-18. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Hrútasýning Gunnar Karlsson er með sýningu í Fræðasetri um forystufé á Svalbarða í Þistilfirði. Harðsnúnir hrútar og afslappaðir á sýningu  Hrútasamfélag í Fræðasetri um forystufé á Svalbarða Sýnishorn Hrútar Gunnars Karls- sonar eru af ýmsu tagi. Listamaðurinn » Gunnar Karlsson er listmál- ari að mennt, hann stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og var síðar við Listaakademínuna í Stokk- hólmi. Gunnar hefur unnið að málaralist, myndskreytingum, bókaskrifum og teiknimynda- gerð. » Teiknimyndir hans hafa ver- ið verðlaunaðar á kvikmynda- hátíðum víða um heim, t.d. Litla lirfan ljóta, sem náði mikl- um vinsældum en hún er fyrsta íslenska tölvuteiknimyndin. » Saga íslensks forystufjár vakti athygli Gunnars sem ákvað að útfæra hugmyndina og afraksturinn má nú sjá í Fræðasetrinu í sumar. Rannsókn á ellefu Rúmenum sem grunaðir voru um að hafa brotið sóttvarnalög er lokið. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfir- lögregluþjónn segir að lögregl- an á höfuð- borgarsvæðinu hafi aðeins lýst eftir mönnunum í tengslum við brot á sóttkví og að þeir hafi aldr- ei verið tengdir við þjófnað. Einn þessara manna var Pioaru Alexandru Ionut, sem sagðist í við- tali við Morgunblaðið í gær hafa verið ranglega bendlaður við þjófa- gengi í rúmenskum fjölmiðlum. Ásgeir segir að mennirnir ellefu hafi verið sektaðir fyrir brot á sótt- varnalögum og að sjö af þeim hafi verið birtur úrskurður um frávísun frá landamærum. „Við gerðum aldrei mistök,“ segir Ásgeir. „Við tengdum þá ekki við neitt annað þó að einhverjir aðrir hafi kannski gert það.“ Vinnuveitandi þriggja Rúmen- anna er á öðru máli, en hann segir að ákvörðunin að lýsa eftir mönn- unum án myndbirtingar hafi verið grundvallarmistök. Auk þess hafi verið sagt að þeir hafi komið til landsins mánudaginn 8. júní, en mennirnir komu, að sögn vinnu- veitandans, til landsins 5. júní. Hann segir vinnubrögð lögregl- unnar litast af útlendingahatri og hroka. Lokaðir inni án úrskurðar „Mér finnst málið bara litast af útlendingahatri og rasisma. Það voru einhverjir tveir teknir og þá voru bara allir Rúmenar sem komu til landsins eftirlýstir. Svo komu fimm Tékkar daginn eftir og ekk- ert verið að spá í þá,“ segir vinnu- veitandinn. „Það hefði verið fróð- legt að sjá hvernig það hefði farið ef það hefðu líka verið Rúmenar.“ Vinnuveitandinn segir einnig að mennirnir hafi verið lokaðir inni í þrjá sólarhringa án úrskurðar, þrátt fyrir að hafa þegar lokið sóttkví. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru mennirnir ósáttir við sektir sem þeir fengu vegna brota á sóttvarnalögum, þar sem þeir höfðu þegar lokið sóttkví. Ekki er komið í ljós hvort mennirnir muni krefjast skaðabóta í kjölfar máls- ins. Sektaðir vegna brota á sóttkví  LRH segist ekki hafa gert mistök Ásgeir Þór Ásgeirsson Meirihluti starfsmanna meðferðar- sviðs SÁÁ leggst gegn því að Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi forstjóri sjúkrahússins Vogs, gefi kost á sér í embætti formanns SÁÁ. Stjórnarfundur SÁÁ fer fram í næstu viku þar sem ný 48 manna stjórn og formaður samtakanna verða kjörin. Alls skrifuðu 57 starfsmenn af rúmlega 80 sem starfa á meðferðar- sviði SÁÁ undir yfirlýsinguna þar sem segir einfaldlega: „Við viljum ekki Þórarinn [sic] Tyrfingsson aftur!“ Nokkrir starfsmenn vildu ekki láta nafns síns getið af ótta við viðbrögð Þórarins Tyrfingssonar, „sem sýnir kannski í einföldustu myndinni þá ógnarstjórn sem var við lýði þegar hann var við stjórn“, að því er segir í yfirlýsingu sem finna má á mbl.is. Deilur hafa ríkt innan SÁÁ á milli starfsmanna Sjúkrahússins Vogs og forystu stjórnar SÁÁ. Starfsmennirnir sem undirrita yfir- lýsinguna styðja framboð Einars Hermannssonar, sem hefur setið í stjórn SÁÁ í fjögur ár. Það gerir Val- gerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og fram- kvæmdastjóri lækninga, sömuleiðis, en hún tilkynnti uppsögn sína í apríl en dró hana síðar til baka. Vilja ekki fara aftur í tímann „Við erum fólkið sem vinnur á gólf- inu og erum í þessari vinnu því við berum virkilega hag skjólstæðinga fyrir brjósti og höfum ástríðu fyrir vinnunni. Mörg okkar hafa séð tím- ana tvenna og við viljum ekki fara aft- ur í tímann,“ segir Kristbjörg Halla Magnúsdóttir, áfengis- og vímuefna- ráðgjafi hjá SÁÁ. Vilja ekki Þórarin aftur  Meirihluti starfsmanna skrifaði undir mótmælabréf Morgunblaðið/Eggert Bati Talsverðar deilur hafa verið innan SÁÁ að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.