Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 11

Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 Guðmundur Björgvin Magnússon og Björn Áki Jósteinsson, sem út- skrifuðust með BS-gráðu í eðlis- fræði og efnafræði við Háskóla Ís- lands háskólaárið 2019-2020 hlutu verðlaun úr Verðlaunasjóði Guð- mundar P. Bjarnasonar frá Sýrup- arti á Akranesi í ár og var verð- launaféð, sem nemur samtals tveimur milljónum króna, afhent við hátíðlega athöfn 18. júní. Björn Áki Jósteinsson fékk eina milljón króna fyrir námsárangur í verkfræðilegri eðlisfræði með ágætiseinkunn. Hann mun hefja framhaldsnám í skammtaverkfræði við ETH í Sviss í haust. Guðmundur Björgvin Magnússon hlaut eina milljón króna fyrir náms- árangur í lífefnafræði með ágætis- einkunn. Hann ráðgerir framhalds- nám í líffræðilegri eðlisfræði eða hugsanlega lífupplýsingafræði á næsta ári. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Úthlutun verðlaunanna Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Björn Áki Jósteinsson, Guðmundur Björgvin Magnússon, Guð- mundur G. Haraldsson, prófessor og formaður stjórnar sjóðsins, og Sig- urður Magnús Garðarson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ. Fengu tvær millj- ónir til skiptanna  Tveir útskriftarnemar verðlaunaðir Verklokum við endursmíði Krýsu- víkurkirkju var fagnað í Tækniskól- anum í Hafnarfirði í gær, áður Iðn- skólanum í Hafnarfirði. Auk skólans hafa Vinafélag Krýsuvíkurkirkju og Þjóðminjasafn Íslands staðið að verkefninu. Við endursmíði Krýsuvíkurkirkju hafa nemar skólans í húsasmíði fengið innsýn í og þjálfun við að beita þeim vinnuaðferðum sem tíðk- uðust við smíði timburhúsa um miðja 19. öld. Sem kunnugt er brann kirkjan í Krýsuvík, nánar tiltekið 2. janúar árið 2010. Ungmenni játuðu að hafa kveikt í kirkjunni en fljótlega eftir brunann var ákveðið að ráðast í endursmíðina. Nú hillir undir að kirkjan komist á grunn sinn seinna í sumar, en hleðslan varðveittist að hluta þrátt fyrir brunann. Hafa nemendur skólans einnig unnið að endursmíði sökklanna. Krýsuvíkurkirkja var fyrst reist fyrst árið 1857 og var síðan endur- byggð og endurvígð árið 1964. Síðan þá var hún í vörslu þjóðminjavarðar. Grunnur að varðveislu eldri bygg- inga felst ekki síst í þekkingu á gömlu handverki og hafa kennarar skólans miðlað þekkingu sinni til nemenda og leiðbeint þeim í sam- ræmi við uppdrætti og verklýsingar Þjóðminjasafns Íslands. Eftir brun- ann kom sér vel sú vinna sem starfsmenn safnsins höfðu unnið ár- ið 2003, þegar kirkjan var tekin út og mæld hátt og lágt og myndir teknar. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Verklok Aðstandendur verkefnisins söfnuðust saman í gær fyrir framan endursmíðaða Krýsuvíkurkirkju. Ný Krýsuvíkurkirkja afhent og flutt á grunn sinn í sumar  Endursmíðinni fagnað í Tækniskólanum í Hafnarfirði Morgunblaðið/RAX Krýsuvík Eldri kirkja sem brann til kaldra kola í ársbyrjun 2010. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Smíði Nemendur Tækniskólans hafa vandað til allra verka. Ákvörðun um lífskjarasamninga verður sjálfstæð ákvörðun sem á eftir að ræða. Þetta sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, við mbl.is í gær, en þá fór fram formannafundur ASÍ. Í ávarpi sínu á fundinum sagðist Drífa ekki telja ráðlegt að lýsa yfir að ASÍ myndi segja lífskjarasamningum upp í haust, en að mikilvægt væri að ASÍ beitti sér fyrir því að knýja fram loforð stjórnvalda og verja það sem hefði þegar áunnist. Áður höfðu bæði Ragnar Þór Ing- ólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, lýst því yfir opinberlega, m.a. við Morgunblaðið, að þeir teldu allar forsendur lífskjarasamninganna brostnar og þeim ætti að segja upp í haust. Formannafundurinn var fjölmenn- ur, að því er segir á vefsíðu ASÍ. Fyrirferðamest hafi verið umræða um yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn. Þar vanti ýmislegt upp á og var þungt hljóð í mörgum fundarmönnum vegna seina- gangs stjórnvalda í að uppfylla atriði sem sett voru fram í yfirlýsingunni, að því er segir á vef ASÍ. Einnig var rætt um erfiða stöðu ferðaþjónustunnar, ótrygg ráðninga- sambönd og þá stöðu sem skapast að líkindum í haust þegar fjölmargir ein- staklingar, sem misstu vinnuna í kór- ónuveirufaraldrinum, fara á strípaðar atvinnuleysisbætur Engin ákvörðun tekin „Þetta var fyrst og fremst samráðsfundur. Við vorum að undir- búa okkur fyrir haustið, gera upp veturinn og tókum inn nokkur ný mál á dagskrá. Ræddum lífskjarasamn- ingana og áherslur í haust,“ segir Drífa um fundinn. Hún segir enga ákvörðun um lífs- kjarasamningana hafa verið tekna. „Við vorum bara að hefja það ferli í dag. Hvernig það muni koma út, hvað hefur verið efnt og hvað stendur út af. Síðan kemur að ákvörðun um það hvort forsendur standist og eins hvort þeim verði sagt upp, það verður bara sjálfstæð ákvörðun. Við eigum bara eftir að ræða þetta.“ Drífa segist gera ráð fyrir því að formenn komi saman að nýju í haust. Í ræðu sinni á formannafundinum taldi Drífa verkefni ASÍ vera skýrt; að verja það sem hefði áunnist og knýja fram það sem út af stæði í lof- orðum stjórnvalda. „Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi er þó jafnvel enn brýnna að hækka atvinnuleysisbætur, lengja tekjutengda tímabil bótanna og draga úr skerðingum í almannatrygginga- kerfinu. Að öðrum kosti getur staðan orðið grafalvarleg með haustinu og leitt til langvarandi afkomu- og skuldavanda fjölda fólks. Enn fremur er risavaxið verkefni að tryggja að reikningurinn vegna björgunarað- gerða undanfarinna vikna verði ekki sendur almenningi í formi niður- skurðar, gjaldtöku, kaupmáttarrýrn- unar eða sölu á opinberum eigum. Þetta er meðal þess sem ég tel einna mest áríðandi fyrir haustið,“ sagði Drífa m.a. í ræðu sinni. ASÍ beiti sér til að verja það sem hafi áunnist  Ekkert ákveðið á formannafundi ASÍ um að segja upp lífskjarasamningum Morgunblaðið/Eggert ASÍ Vilhjálmur Birgisson og Drífa Snædal við upphaf fundar í gær. SMÁRALIND www.skornirthinir.is Sumartilboð 2.998 Verð áður 9.995 Leðursandalar KÍKTU ÁVERÐ IÐ!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.