Morgunblaðið - 23.06.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.06.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 www.flugger.is Hjá Flügger færðu allt í málningarverkið Stjórnvöld í Sádi-Arabíu tilkynntu í gær að pílagrímsferðum til Mekka yrði haldið í „miklu lágmarki“ í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Gert var ráð fyrir að Hajj, hin ár- lega pílagrímsferð múslima,myndi standa yfir dagana 28. júlí til 2. ágúst í sumar en vegna faraldurs- ins munu einungis þeir pílagrímar sem þegar eru komnir til Sádi- Arabíu fá að ferðast til hinnar helgu borgar. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að tilfellum kórónu- veirunnar hefur fjölgað mjög á undanförnum dögum, en rúmlega 160.000 manns hafa nú smitast í landinu og meira en 1.300 hafa lát- ist af völdum hennar. Erlendir pílagrímar fá ekki að koma Hajj Oft er fjölmennt í pílagrímsferðum. SÁDI-ARABÍA AFP Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Reiknað er með að breski forsætis- ráðherrann Boris Johnson tilkynni í dag á breska þinginu um þær til- slakanir sem ráðgerðar eru í sótt- varnamálum landsins 4. júlí, svo sem hvort barir og veitingastaðir fái þá að opna dyr sínar fyrir gestum á ný og hvort unnt verði að falla frá því að fólk haldi tveggja metra bili sín á milli. Matt Hancock heilbrigðis- ráðherra lét þau orð nýlega falla að Bretar væru „klárlega á leiðinni“ til móts við frekari tilslakanir á um- gengnisreglum sínum vegna kór- ónuveirunnar sem krafist hefur hátt í 43.000 mannslífa í Bretlandi. Frá Downing-stræti 10 berast þó, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC, skýr skilaboð um að ekki verði hik- að við að grípa til harðra aðgerða á ný rjúki smittölur upp í kjölfar frek- ari opnunar samfélagsins. Ræddu tveggja metra reglu Forsætisráðherra fundaði í gær með Covid-19-nefnd breska ríkisins þar sem ráðgert var að tveggja metra reglan yrði til umfjöllunar og hvort óhætt teldist að leggja hana niður samhliða næstu skrefum í byrjun júlí og stytta þá leyfilegt bil milli fólks í einn metra. Skugga- ráðherra heilbrigðismála, Jon Ash- worth, sagði á sunnudag að stuðn- ingur minnihlutans við nýjar reglur ylti á því að þær tækju einnig til notkunar andlitsgríma, veirupróf- ana og smitrakningar. James Brokenshire, fyrrverandi ráðherra öryggismála, sagði í fréttaþættinum BBC Breakfast að þekking á smitleiðum veirunnar hefði aukist hröðum skrefum und- anfarið. Niðurfelling tveggja metra reglunnar yrði að styðjast við vís- indaleg rök auk þess að líta bæri til þess hvaða leiðir aðrar þjóðir færu. Hancock heilbrigðisráðherra lét þá hafa eftir sér að ein leið í tengslum við opnun öldurhúsa væri að allir gestir þar skráðu sig við inngöngu svo ná mætti sambandi við þá kæmi upp smit meðal fólks sem verið hefði á ákveðnum stöðum. Eins útilokaði hann ekki að fólki yrði gert að panta drykki gegnum smáforrit í símtækjum sínum. „Við höfum ekki tekið slíka ákvörðun enn sem komið er, en í öðrum löndum hefur sú nálgun komið til tals,“ sagði Hancock. Þrýstingur veitingamanna Bresk stjórnvöld hafa sætt þrýst- ingi úr veitingageiranum um að slaka á tveggja metra reglunni með þeim rökum að útilokað væri að reka staðina með slíku bili milli gesta. Johnson forsætisráðherra svaraði því til að ríkisstjórnin hygð- ist „fastlíma sig“ við þá áætlun sem lögð var fram í maí. Talið er að Johnson tilkynni í dag að áfram verði ætlast til að fólk haldi fjar- lægð sín á milli. Næstu skref Breta kynnt í dag  Veitingamenn bíða eftir grænu ljósi  Boris Johnson kynnir nýjar reglur á þinginu  Tveggja metra reglan til umræðu  Veitingahúsagestir skráðir? AFP Opið Starfsfólk Greggs-bakarísins í Lundúnum var með tilheyrandi hlífðarbúnað eftir að bakaríið opnaði 800 af útibúum sínum víða um Bretland á nýjan leik á fimmtudaginn. Næstu skref breskra stjórnvalda verða kynnt í dag. Rúmlega níu milljón manns hafa nú smitast af kórónuveirunni og meira en 469.000 hafa látist af völdum henn- ar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir faraldurinn enn á upp- leið. Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að búið sé að ná tökum á faraldrinum í Evr- ópu, sem sést meðal annars á því að milljónir franskra skólabarna fengu loks að snúa aftur í skólastofurnar í gær, er hann á blússandi siglingu víð- ast hvar annars staðar í heiminum. Þannig náði fjöldi dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar 50.000 í Brasilíu í gær, auk þess sem hundraðþúsundasta smitið var stað- fest í Suður-Afríku. Þá hefur fjöldi nýrra tilfella í borg- unum Lissabon, höfuðborg Portú- gals, og Melbourne í Ástralíu einnig valdið áhyggjum um að faraldurinn nái þar aftur útbreiðslu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, segir að stærsta ógnin sem heimurinn standi frammi fyrir í dag sé ekki kórónu- veiran, sem hefur orðið 465 þúsund manns að bana, heldur skortur á samstöðu og sameiginlegri forystu. „Við getum ekki sigrast á faraldr- inum í sundruðum heimi,“ sagði Tedros og bætti við að pólitískar þrætur um viðbrögð við faraldurinn hefði gert hann verri. AFP Kennslustund Frönsk skólabörn fengu aftur að snúa til náms í gær. Faraldurinn enn á uppleið að mati WHO Jarðneskar leifar 19 fórnarlamba innrásar Banda- ríkjamanna í Pa- nama árið 1989 hafa verið grafn- ar upp í Jardín de Paz-kirkju- garðinum í Pan- ama City vegna opinberrar rann- sóknar á innrás- inni og afleiðingum hennar. Talið er að um 500 Panamabúar hafi látið lífið í innrásinni, sem gerð var til höfuðs leiðtoganum og hershöfð- ingjanum Manuel Antonio Noriega 20. desember 1989 eftir að kast- aðist í kekki milli hans og Banda- ríkjastjórnar. Var Noriega hand- tekinn og dæmdur fyrir fíkniefna- smygl og peningaþvætti. Hann sat inni til æviloka árið 2017. Grafa upp fórnar- lömb innrásar Manuel Antonio Noriega PANAMA Evrópuríkin stíga nú varlega til móts við eðlilegra líf eftir undangengna mánuði. Í Þýskalandi nær núgildandi regla um fjarlægð milli fólks fram til 29. júní og fjölmennar samkomur þar verða engar fyrr en í fyrsta lagi í haust. Ítalir boða opnun næturklúbba 14. júlí og skóla í byrjun september. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýsti því yfir fyrir viku að Frakkar hefðu unnið sinn fyrsta sigur andspænis veirunni. Í dag er gert ráð fyrir að frönsk kvikmyndahús hefji starfsemi á ný auk þess sem heimsóknir á elliheimili voru leyfðar á mánudag í síðustu viku. Baðstrendur hafa sumar hverjar opnað á ný með ströngum reglum um samskipti fólks. Belgar mega nú koma saman í tíu manna hópum og opn- uðu þeir kaffihús og veitingastaði snemma í mánuðinum auk þess sem stefnt er að því að þar verði hægt að sækja kvikmyndahús, spilavíti og tónleika frá 1. júlí. Þann sama dag reikna Hollendingar með að opna tjald- stæði auk þess sem 100 manns í einu verður leyfilegt að heimsækja leik- hús, kvikmyndahús og veitingastaði. Stærri samkomur bíða þó haustsins. Margar dyr opnast í júlí DAGLEGT LÍF ÞOKAST NÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.