Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 22

Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 Lausar kennarastöður við Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar í Norðurþingi. Öxarfjarðarskóli er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með um alls 48 nemendur. Við leitum eftir umsækjendum í eftirfarandi stöður: • Íslenskukennari í 50% stöðu á unglingastigi sem er tilbúinn að taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. Meðal kennslugreina eru: íslenska og almenn bekkjarkennsla. • Íþróttakennari í 50% stöðu. • Leikskólakennari við aðra leikskóladeild skólans. Þarf að hafa gott vald á íslensku. Við leggjum áherslu á fjölbreytta, skapandi og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda. Öxarfjarðarskóli er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri. Sími 465 2246 / 892 5226, tölvupóstur: gudrunsk@oxarfjardarskoli.is Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2020 Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með alls 16 nemendur á leik- og grunnskólastigi og nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu. Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, sveigjanleika og jákvæðni. Skólinn er í samstarfi við Öxarfjarðar skóla þar sem nemendur sækja kennslu í list- og verkgreinum, íþróttum og sundi auk tónmenntar og tónlistar- kennslu. Skólinn starfar í anda uppeldisstefnu Jákvæðs aga. Óskað er eftir umsjónarkennara á miðstig í almenna kennslu. Viðkomandi þarf að hafa leyfisbréf á grunnskólastigi og sýna faglegan metnað, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi sem er áreiðanlegur og samvisku samur til að takast á við fjölbreytt verkefni í samstarfi við nágrannaskóla. Um er að ræða 100% stöðu. Einnig vantar tvo leikskólakennara til starfa á Krílabæ. Viðkomandi þurfa að vera áreiðanlegir, samviskusamir og sýna lipurð og jákvæðni í samskiptum. Faglegur metnaður, skipulögð vinnubrögð og gott vald á íslensku nauðsynlegt. Frekari upplýsingar veitir Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri í síma 616-6011. Umsóknir sendist á netfangið: hrund@raufarhafnarskoli.is Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2020 Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru. Tilkynningar Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir endurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2019-2032. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur hafið vinnu við endur- skoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Haldinn hefur verið kynningarfundur um verkefnið þann 14. janúar 2020 að Leikskálum í Vík. Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulags- ins, áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2021 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri. Lýsing skipulagsverkefnis verður til sýnis á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17 frá og með mánudeginum 22. júní til 15. júlí 2020 og lýsing skipulagsverkefnis verður eining hjá Skipulagsstofnun í Borgartún 7b í Reykjavík. Lýsing er einnig til sýnis á heimasíðu Mýrdalshrepps http://www.vik.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna til 15. júlí 2020. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austur- vegi 17, 870 Vík eða senda í tölvupóst á bygg@vik.is. George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshreppur Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Skipulags og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11:30 – 13. Kaffi- sala kl. 14:45 – 15:30. Allir velkomnir í Félagsstarfið sími: 411-2600 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8:50. Púttvöllurinn og Hæðarvellir opnir öllum allan daginn. Hádegismatur kl. 11:30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Við vinnum eftir Samfélagssáttmálanum, og þannig tryggjum góðan árangur áfram. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 08:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45. Qi-Gong Sjál. kl. 9:00. Gerðuberg 3-5 111 RVK Þriðjudagur kl. 08:30-16:00 Opin handavin- nustofa. kl 10:00- Leikfimi gönguhóps kl 10:30 Ganga um hverfið kl. 13:00 Bíó Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl 08.00 Billjard kl 08.00 Dansleikfimi kl 09.00 Qi-gong á Klambratúni kl 11.00 Bridge kl 13.00 Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Púttæfing kl. 10:30. Gönguferð kl. 13:30. Korpúlfar Helgistund kl. 10:30 í dag, sundleikfimi kl. 13:30 í Grafar- vogssundlaug og verður í allt sumar. Upplestur í Borgum kl. 13 í dag kynnt bók Pétur Jósefssonar Ekki skýjahnoðri á himni sem er smásagnasafn. Lesarar Pétur og Ellen Sveinsdóttir. Allir velkomnir, fyrirspurnir í lokin. Boccia í Borgum kl. 14:00 Seltjarnarnes Dagskráin í dag 23. júní er svona. Kl. 07:15 er vatns- leikfimi í sundlaug Seltj. Kl. 10:30 er kaffispjall í króknum. Kl 11:00 er tækninámskeið í salnum á Skólabraut. Því miður fellur niður pútt vegna veðurs eftir hádegi. Það verður spilað í salnum á Skólabrautinni í staðinn kl 13:30. Hlökkum til að sjá ykkur. Atvinnuauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Veiði Silunganet • Sjóbleikjunet Fyrirdráttarnet • Bleikjugildrur Nýtt á afmælisári Kraftaverkanet • margar tegundir 25% afmælisafsláttur af Stálplötukrókum fyrir handfæraveiðar Að auki fylgja silunganetum vettlingar í aðgerðinni Bólfæri Netpokar fyrir þyngingu Og eitthvað meira skemmtileg Heimavík 25 ára 01.05.1995 - 01.05.2020 Tveir góðir úr nýju netunum Reynsla • Þekking • Gæði heimavik.is, s. 892 8655 Smá- og raðauglýsingar með morgun- ✝ Hörður BjarnarÁrnason fædd- ist í Mógili á Sval- barðsströnd 17. ágúst 1941. Hann lést 10. júní 2020. Foreldrar hans voru hjónin Gerður Sigmarsdóttir og Árni Bjarnarson bókaútgefandi. Systkini Harðar eru Ásdís, f. 1940, Helga, f. 1944, og Haraldur, f. 1949. Hörður giftist 31. desember 1964 Erlu Sigurdísi Jónsdóttur frá Hafnarfirði. Þau skildu 1998. Börn Harðar og Erlu eru: 1) Helgi Jón, f. 1963, maki Freyja Margrét Sigurðardóttir, 2) Kolbrún Sig- urlaug, f. 1964, 3) Svandís Birna, f. 1968, maki Ragnar Darri Hall, 4) Hrafnhildur, f. 1970, 5) Gerður, f. 1972, maki Hall- mar Halldórs og 6) Linda, f. 1973. Barnabörn þeirra eru 13 og barna- barnabarn eitt. Hörður ólst upp á Akureyri en dvaldi oft í Mógili hjá ömmu sinni og afa. Hann fluttist um tví- tugt suður til Hafn- arfjarðar þar sem hann starfaði við fiskvinnslu og sjómennsku þar til hann hóf nám í húsasmíði í Iðnskólanum. Hörður starfaði sem húsasmiður og var lengst af sjálfstæður atvinnurek- andi. Hann sérhæfði sig í gler- ísetningum þar sem hann var m.a. í góðu samstarfi við Glerborg. Útför Harðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 23. júní 2020, og hefst athöfnin kl. 13. Við kveðjum elsku pabba okkar með söknuð í hjarta og minnumst góðra tíma með honum. Pabbi hafði gaman af ferðalögum og voru þær ófáar útilegurnar í Þjórsár- dalinn með honum og mömmu, ásamt mörgum ættingjum og vin- um þeirra. Pabbi var ávallt hrókur alls fagnaðar, grínari mikill og brölluðu þeir vinirnir, Siggi, Þórir og Nonni, ýmislegt saman okkur krökkunum til mikillar kátínu og ófá voru þau prakkarastrik vin- anna. Við minnumst einnig allra sundferðanna með pabba ásamt ferða í Nauthólsvík, norður á Ak- ureyri til ömmu og afa og óteljandi sunnudagsrúnta þar sem oftar en ekki var stoppað í fleiri en einni sjoppu okkur til mikillar ánægju. Pabbi hafði gaman af að segja okk- ur sögur og brandara og var oft mikið hlegið við kvöldverðarborð- ið. Pabbi var fróður mjög og hann las mikið. Hann hafði sérstakan áhuga á seinni heimsstyrjöldinni og vissi mikið um flest þau stríðs- átök sem geisað hafa í heiminum. Einnig var hann mikill bíladellu- kall enda leituðum við oft til hans með bílakaup. Pabbi var áhuga- maður um bæði handbolta og fót- bolta og ræddum við oft leikina í þaula og höfðum gaman af. Hafn- arfjarðarfélögin FH og Haukar voru auðvitað í uppáhaldi hjá hon- um enda við börnin og barnabörn gallharðir Hafnfirðingar en æsku- félagið Þór á Akureyri þótti hon- um sérstaklega vænt um þótt hann hefði ekki hátt um það við okkur. Mamma og pabbi héldu vináttu sinni þrátt fyrir að leiðir þeirra skildi og það þótti okkur vænt um. Þau voru ávallt samstiga varðandi okkur, sýndu okkur umhyggju og ást og sáu til þess að okkur skorti aldrei neitt. Elsku pabbi, nú er komið að leiðarlokum eftir erfið veikindi undanfarin ár. Þú barðist hetju- lega við slæman hjartasjúkdóm allt fram á síðustu stundu til að fá meiri tíma með okkur og erum við svo þakklát fyrir allar stundirnar með þér. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín Helgi, Kolbrún, Svandís, Hrafnhildur, Gerður og Linda. Elsku afi, svo góðhjartaður og skemmtilegur. Alltaf í góðu skapi og gaf alltaf bestu knúsin. Ég mun sakna þess að koma í heimsókn til afa og það var alltaf svo gaman að fá hann í heimsókn til okkar. Afa fannst gaman að keyra fína bílinn sinn og stundum sá ég hann á rúntinum. Þá stoppaði hann og heilsaði, alltaf glaður og kátur, og gaukaði jafnvel að mér smá pen- ing. Afi var góður kokkur og einu sinni þegar hann passaði okkur systur tók hann sig til og eldaði fyrir okkur þessa fínu máltíð. Við afi gátum spjallað um allt á milli himins og jarðar enda vissi hann svo mikið um svo margt. Nú er afi kominn á góðan stað og líður örugglega miklu betur en hann var orðinn mjög veikur undir það síðasta. Ég á eftir að sakna þín, afi minn. Þín Jóhanna Erla. Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuð í hjarta og það er erfitt að hugsa til þess að stundirnar okkar verði ekki fleiri. En á sama tíma er ég þakklátur fyrir það dýrmæta samband sem við áttum og mun alltaf halda fast í minningarnar okkar saman. Hafið það bíður þín djúpt og blátt, því lífsins ferðalagi lýkur nú brátt. Um hafið þú flýtur í góðri sátt, þar sem selurinn fylgir í norðurátt. En þó þú syndir í aðra átt, þá þig kveðjum ævinlega þakklát, því styrkur þinn veitir okkur mátt. Góða ferð Stjáni hinn blái, við elskum þig öll, ó svo dátt. Sjáumst seinna, elsku afi minn. Sindri Bjarnar og Sesselja. Við eigum minningar um brosið bjarta, lífsgleði og marga góða stund, um mann sem átti gott og göfugt hjarta sem gengið hefur á guðs síns fund. Hann afi lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir) Við elskum þig elsku afi, höfum þig í hjartanu og geymum. Þín Hörður Bjarnar og Erla Írena. Í reisulegu húsi við Eiðsvöllinn á Akureyri ólumst við systkinin upp ásamt frændsystkinum okk- ar. Þar var mikið líf og fjör alla daga og mörg prakkarastrik gerð og ekki öll til fyrirmyndar. Einn úr þessum hópi, Hörður Bjarnar Arnason, hefur nú kvatt. Eftir stöndum við eftirlifandi systkinin og rifjum upp litríkar og skemmti- legar æskuminningar. Árin liðu og við fórum hvert í sína áttina og stofnuðum okkar fjölskyldur, en alltaf var sterkur þráður á milli okkar. Heimahagarnir voru bróð- ur okkar afar kærir og átti hann ófáar ferðirnar a æskuslóðirnar. Nú þegar hann er allur verður hljótt í ættarreit fjölskyldunnar í Árnagarði, því ævilega var hann þar hrókur alls fagnaðar í systk- inahópnum þegar rifjaðar voru upp minningar frá liðinni tíð og hláturinn bergmálaði um sveitina. Hann var skemmtilegur sögu- maður og úr hans munni urðu bernskubrekin ljóslifandi. Elsku bróðir við söknum þín af heilum hug. Fjölskyldu þinni sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Ásdís, Helga og Haraldur. Hörður Bjarnar Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.