Morgunblaðið - 06.06.2020, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
K
atrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
segir sjómannadaginn hafa sérstaka
merkingu í sínum huga. „Ekki af því
að ég sé alin upp við sjómennsku,
heldur miklar umræður um sjávar-
útveg. Í mínum huga tengist sjómannadagurinn
sögu þessarar starfsstéttar og aðbúnaði hennar.
Þar ber auðvitað hæst, að mínu viti, hve mikið
hefur breyst í björgunarmálum og aðbúnaði sjó-
manna, til dæmis með tilkomu Slysavarnaskól-
ans. Sú breyting sem orðið hefur á því öllu er
það sem stendur hjarta manns næst en um leið
er það alltaf sorglegt þegar við missum menn í
sjóinn, eins og raunar gerðist í Vopnafirði þar
sem skipverji fór í sjóinn núna í maí.“ Bendir
hún á Ölduna, verkið í Fossvogskirkjugarði, þar
sem skráð eru nöfn þeirra sjómanna sem hafa
farist. „Það eru allir sem tengjast einhverjum
sem sjórinn hefur tekið.“
Rifjar Katrín upp sögu björgunarafreks sem
unnið var 1933 þegar Skúli fógeti strandaði fyrir
utan Grindavík. „Þá tókst að bjarga 24, en með-
al þeirra sem ekki tókst að bjarga voru langafi
minn og afabróðir. Ég held að allar fjölskyldur
eigi einhverjar slíkar sögur en það er stórkost-
legt hvernig tekist hefur að fækka slysum á sjó
og búa betur að sjómönnum. Þannig að á sjó-
mannadegi hugsar maður um þessar erfiðu
starfsaðstæður. Auðvitað sóttu Íslendingar sjó-
inn framan af í opnum bátum og vélvæðingin
hefst ekki fyrr en á 20. öld. Í framhaldinu eru
framfarirnar mjög stórstígar, sérstaklega um
miðja 20. öldina.“
Hún segir björgun og öryggi á sjó vera við-
varandi viðfangsefni stjórnvalda á hverjum tíma
og að mörg tækifæri felist í hagnýtingu nýrra
tæknilausna. „Eitt af því sem tæknin er að gera
okkur mögulegt er að veita fjarheilbrigðisþjón-
ustu úti á sjó. Þar höfum við verið að sjá mikla
framþróun á undanförnum árum sem gæti gert
það að verkum að hægt verði að sinna sjómönn-
um betur þegar kemur að heilbrigðisþjónustu.
Svo er tæknin að breyta öllu fyrir sjómenn.
Þessi nýju skip sem ég hef verið að heimsækja
minna mig frekar á hátæknifyrirtæki en nokkuð
annað.“
Áfram undirstaða
Eins og flestum landsmönnum er kunnugt verð-
ur fátt um hátíðarhöld á sjómannadaginn að
þessu sinni. Spurð hvort hún telji að þessar að-
stæður sem skapast hafa vegna kórónuveiru-
faraldursins séu til þess fallnar að fólk kunni í
auknum mæli að meta sameiginleg hátíðarhöld,
svarar Katrín því játandi. „Alveg tvímælalaust.
Þetta eru alveg ótrúlegir tímar. Nú er þjóð-
hátíðardagurinn framundan og þó að verið sé að
aflétta samkomutakmörkunum og hækka
fjöldaviðmið, þá hefur þetta mikil áhrif á allar
okkar áætlanir um slíkt. En ég held einmitt að
þetta sýni okkur hvað þetta skiptir miklu máli
og hvað faraldurinn hefur haft mikil áhrif á allt
okkar daglega líf. Mér finnst ég skynja þjóðina
þannig að faraldurinn hafi að einhverju leyti
dregið það upp skýrum litum hvað okkur finnst
mikilvægt í lífinu og samfélaginu og hvað okkur
finnst skipta máli.“
Efnahagsleg áhrif faraldursins hafa einnig
haft veruleg áhrif en sjávarútveginum hefur
tekist að halda áfram útflutningi. Spurð hvort
það sé óhjákvæmilegt að sjávarútvegurinn verði
til frambúðar sú grein sem Íslendingar muni
reiða sig á, svarar hún: „Við þekkjum aflabrest
úr sögunni, þannig að saga sjávarútvegsins er
ekki eingöngu saga stöðugleika. Hins vegar hef-
ur sjávarútvegurinn verið undirstöðu-
atvinnugrein frá því að ég byrjaði að fylgjast
með stjórnmálum og sjávarútvegi, sem var allt
of snemmt því að á mínu heimili var alltaf talað
um sjávarútveg í hverju einasta fjölskylduboði!
Og þó að stoðunum hafi fjölgað hefur sjávar-
útvegurinn haldið áfram að vera þessi undir-
stöðuatvinnugrein.“
Kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir
frá því í desember og segir forsætisráðherra
ekki líklegt að stjórnvöld hafi afskipti af gangi
þeirra viðræðna umfram viðræður annarra
stétta. „Ég hef sagt það um þær kjaraviðræður
sem eru í gangi núna að það sé mjög mikilvægt
að allir leggi mikið á sig til að ná
samningum. Það á ekki bara við
um verkalýðshreyfinguna, held-
ur líka atvinnurekendur. Við
komum að samningum á almenn-
um markaði með yfirlýsingu
okkar um lífskjarasamninginn,
sem við höfum unnið að því að
fylgja eftir síðan. Við höfum síð-
an lagt okkur fram, ríkið sem at-
vinnurekandi, að vera innan
ramma þeirra samninga. Það
hefur verið okkar leiðarljós. Að
öðru leyti höfum við ekki stigið inn í samninga-
viðræður á almennum markaði.“
Sjómenn mikilvægir bandamenn
Þá telur Katrín sjávarútveginn skipta gríðar-
legu máli sem samstarfsaðili til þess að ná
markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum. „Það
hefur verið unnið mikið í því að draga úr losun í
sjávarútvegi á undanförnum árum. Það hefur
skipt verulegu máli í losunarbókhaldi Íslands og
mikilvægt að haldið verði áfram að vinna með
nýja orkugjafa og gera hlutina með öðrum
hætti. Það er eitthvað sem ég held að muni
skipta verulega máli til framtíðar að sjávar-
útvegurinn komi sterkur inn í það að draga úr
losun og leggja sitt af mörkum í kolefnis-
bókhaldi þjóðarinnar.
Ein af höfuðáherslum okkar í markáætlun
um vísindi og nýsköpun eru loftslagsbreytingar,
meðal annars áhrif þeirra á hafið. Eitt af því
sem ég heyri frá sjómönnum sjálfum er að þeir
sjá með eigin augum breytingar á vistkerfi hafs-
ins, áhrif á fiskgengd og fleira. Ég held að sjó-
menn geti verið mikilvægir bandamenn gegn
loftslagsbreytingum sem hafa skaðleg áhrif á
lífríki hafsins og ég lendi iðulega í því að þeir
vilja ræða við mig, sérstaklega um umhverf-
Sjómenn vilji
iðulega ræða
umhverfismál
Forsætisráðherra kveðst á sjómannadegi hugsa til þess hversu
mikil afrek hafa unnist í björgunarstörfum og hvernig tekist hef-
ur að fækka dauðsföllum á sjó. Hún segir sjómenn mikilvæga
bandamenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Morgunblaðið/Eggert
„Ég held að allar fjölskyldur eigi
einhverjar slíkar sögur en það er
stórkostlegt hvernig tekist hefur
að fækka slysum á sjó og búa
betur að sjómönnum.“
Jakob Bjarnason vélstjóri,
langafi Katrínar, og Gunnar
Jakobsson kyndari voru með-
al þrettán sem fórust þegar
Skúli fógeti strandaði fyrir
utan Grindavík árið 1933.
SJÁ SÍÐU 6