Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
M
amma og pabbi vildu að ég færi að
kaupa mér íbúð. Ég var að læra
smíðar og launin voru ekki nógu
góð þar, þannig að pabbi fékk
mig með í nokkra túra á Venus í Hafnarfirði
til þess að ég gæti safnað fyrir íbúð. Sautján
árum seinna er ég enn á sjó,“ svarar Þröst-
ur, háseti á Helgu Maríu RE, spurður hvað
hafi fengið hann til þess að fara á sjó.
Hann kveðst hafa strax hafa orðinn hrif-
inn af sjómennsku. „Ég
byrjaði 23. mars 2003 og
þetta var geggjað veður,
var bræla allan tímann,
þannig að maður fékk
strax besta veðrið. En
um sumarið fórum við á
úthafið á karfaveiðar. Þá
var alveg spegilsléttur
sjór og 20 stiga hiti, mað-
ur var nánast bara í sól-
baði í frívaktinni. Þetta
var stórkostlegt.“
Kannski eru ekki allir hrifnir af því að upp-
lifa brælu í langan tíma, en hugsanlega hef-
ur Þröstur erft einhver sjósóknar-gen þar
sem langafi hans, afi og pabbi hafa verið sjó-
menn. „Ég held að blóðið sé mjög salt í
þessari ætt. […] Þegar ég byrjaði tók ég
átta mánuði samfellt til þess að eiga fyrir
íbúðinni.“
Fékk ljósmyndadellu
Það leið þó nokkur tími þar til Þröstur hóf
árið 2011 að ljósmynda lífið um borð. „Þá
var ég að byrja að læra að kafa og mér
fannst það svo magnað sem var neðansjávar
að mig langaði að taka myndir svo ég gæti
sýnt fólki það. Þar byrjaði þessi ljós-
myndadella.“ Árið 2013 hóf Þröstur störf á
Ásbirni og byrjaði að taka myndir til þess að
eiga og kveðst hann hafa haldið óslitið
áfram að sinna áhugamálinu. Hann segir
Friðleif Ólafsson skipstjóra hafa bent Mar-
port á sig þegar þeir voru að leita að mynd-
um af búnaði þeirra til birtingar og upp úr
því hafi margoft verið birtar myndir eftir
sig.
Þröstur segir vinnufélagana ekki kippa
sér upp við það að hann sé að ljósmynda um
borð enda löngu orðnir vanir að sjá hann
með myndavél á lofti. „Þeim finnst þetta
bara gaman, held ég.“ Hann kveðst aðallega
leita eftir viðfangsefnum sem tengist stemn-
ingunni og mannlífinu á sjó. „Ég er í port-
rettmyndum af fólki sem eru svona 20-30%
og svo umhverfið til þess að sýna hvað sjór-
inn og skipið er stórt miðað við manneskj-
una. Ég vil sýna hvernig er á sjó í alvör-
unni.“
Hann stefnir nú, ásamt Pétri Axel Birg-
issyni á Tómasi Þorvaldssyni, að útgáfu
bókar með ljósmyndum af sjónum. „Við
stefnum að því að hún komi út vonandi fyrir
jól.“
Varð strax heillaður af sjómennskunni
Þröstur Njálsson er ekki bara
sjómaður; hann er líka mikill
áhugamaður um ljósmyndun
og hafa 200 mílur fengið að
birta myndir sem hann hefur
tekið af lífinu á sjónum.
Þröstur
Njálsson