Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 G U N N A R JÚ L A R T Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að markaði mikilvæg tímamót í ís- lenskum sjávarútvegi þegar plastker- in ruddu sér til rúms. Kerin breyttu vinnubrögðum um borð í skipum, ein- földuðu flutninga á fiski og léku stórt hlutverk í að stórauka gæði íslenskra sjávarafurða með bættri meðhöndlun og betri kælingu aflans. Hjá Sæplasti hefur rík áhersla verið lögð á vöruþróun og fyrirtækið unnið náið með greininni að því að hanna og framleiða enn betri plastker. Augljósasta breytingin sem orðið hefur frá því að fyrstu kerin komu á markað er að í dag notar greinin mun grynnri ker svo að minni þyngd hvílir á þeim fiski sem liggur neðst í hverju keri. Sæplast er í útrás, með verksmiðjur á Dalvík, í Kanada og á Spáni og meirihlutaeigandi í félagi sem leigir plastker á Íslandi, í Noregi, Danmörku, Bret- landi, Frakklandi og víðar, en finna má um- boðsmenn og dreifiaðila Sæplasts um allan heim og viðskiptavinirnir bæði fyrirtæki í sjávarútvegi sem og kjötframleiðendur. Til viðbótar við kerin framleiðir Sæplast einnig rotþrær, tanka, brunna og þess háttar bygg- ingarvöru en þær vörur selur fyrirtækið ein- vörðungu á heimamarkaði, í öllum helstu byggingarvöruverslunum landsins. Þola 20 tonn Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sæ- plasts, segir vöruþróun undanfarinna ára einkum hafa miðað að því að gera kerin sterk- byggðari og öruggari en á sama tíma um- hverfisvænni og auðveldari í flutningum. „Þegar kerum hefur verið staflað í þrjár eða fjórar hæðir er mikið álag komið á neðsta kerið og höfum við unnið að því að breyta hönnuninni þannig að stöflunarflöturinn sé sem breiðastur og þyngdardreifingin sem jöfnust. Nýlega eignuðumst við okkar eigin tæki til að gera álagsprófanir á kerum og hafa tilraunir leitt í ljós að kerin okkar þola nú allt að 20 tonna stöflunarálag í skamman tíma.“ Til að auðvelda flutninga og hjálpa sjávar- útvegsfyrirtækjum að minnka kolefnisfótspor sitt hefur Sæplast einnig þróað sk. tvíburaker sem félagið er með einkaleyfi á. Þegar þessi ker eru tóm má stafla þeim hverju ofan í ann- að og þannig rúma 50-60% fleiri ker í hverjum flutningabíl. Tvíburakerin hafa líka þann kost að þegar þau eru full af afla og staflað upp er snertiflöturinn á milli kera stærri en á hefð- bundnum kerum og þyngdardreifingin betri fyrir vikið. Daði segir að þótt tvíburaker hafi ótvíræða kosti sýni reynslan að það taki nýjar plast- keralausnir um það bil tíu ár að ná almennri útbreiðslu í sjávarútveginum. „Við gætum ekki ákveðið það einhliða að bjóða eingöngu upp á tvíburaker því víða myndi það kalla á breytingar, s.s. í lestum skipa og í þvottakerf- um, að skipta alfarið yfir í tvíburaker. Ekki er um miklar breytingar að ræða, en breytingar engu að síður, og skemmst að minnast þess að það tók t.d. um áratug fyrir sjávarútveginn að fara úr því að geyma fisk í kössum yfir í að nota ker.“ Áskorun í umhverfismálum Síðast en ekki síst hefur Sæplast lagt áherslu á að þróa ker sem auðveldara er að endur- Í framtíðinni kunna fiskiker að vera í stöðugu sambandi við miðlæga gagnagrunna sem vakta t.d. hvar kerið er niðurkomið og hitastig fisksins sem það geymir. „Þegar kerum hefur verið staflað í þrjár eða fjórar hæðir er mikið álag komið á neðsta kerið og höfum við unnið að því að breyta hönnuninni þannig að stöflunarflöturinn sé sem breiðastur og þyngdardreifingin sem jöfnust,“ segir Daði Valdimarsson. Kerin verða snjallari, um- hverfisvænni og öruggari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.