Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
S
tafirnir á klukkunni stóðu lóðrétt þegar
lagt var frá byggju í Ólafsvík. End-
anum var kippt inn fyrir borðstokkinn
af hressum körlum sem stóðu á dekk-
inu og gerðu sjóklárt. Hvert handtak var unnið
af öryggi enda vanir menn. Báturinn skreið lip-
urlega út höfnina og fyrir sjóvarnargarðinn og
svo var stefnt í vestur. Klukkan var 06:04; dag-
urinn 13. maí 2020.
Fengsæll vetur en leiðinlegt í sjónn
Öldurnar voru mjúkar og vaggandi; strákarnir
voru í koju á útstíminu en blaðamaður var uppi
í brú og fylgdist með. Tveir dragnótabátar voru
í augnsýn framundan. Virtust í fínu fiskiríi á
góðum slóðum út af Öndverðarnesi. Við Rif var
strandveiðibátur og á skaki var sjómaður sem
galt kveðjuna í líku þegar til hans var veifað.
Liðinn vetur var fengsæll og góður hjá
áhöfninni á Steinunni SH-167. Báturinn er 236
búttótonn, smíðaður árið 1970 og var fyrstu ár-
in gerður út frá Grindavík undir allt öðru nafni.
Síðan um 1990 hefur Steinunn SH svo verið
gerð út frá Ólafsvík af útgerð sem er samnefnd
bátnum. Steinunn ehf. er fjölskyldufyrirtæki í
eigu bræðranna Óðins, Ægis, Brynjar og Þórs
Kristmundssona sem allir eru í áhöfn. Þeir eru
sömuleiðis af hinni svonefndu Stakkholts-
fjölskyldu sem lengi hefur verið umsvifamikil í
sjávarútvegi í þeirri miklu verstöð sem Ólafsvík
er.
„Ég býst við fiskiríi, við höfum fiskað vel að
undanförnu,“ sagði Brynjar skipstjóri á stíminu
út af Hellissandi. Morgunfréttirnar mölluðu í
Ríkisútvarpinu; kórónuveiran í algleymingi og
tóm vandræði. „Reyndar hefur þessi vetur ver-
ið alveg ágætur, þrátt fyrir að oft hafi verið
frekar leiðinlegt í sjóinn. Samt hefur oftast ver-
ið hægt að róa; dagarnir sem fallið hafa úr hafa
ekki verið margir. Við erum alveg sáttir við ver-
tíðina.“
Á fullum snúning
Steinunn SH hefur lengi verið gerð út á drag-
nót og jafnan er fiskað á sömu slóðum. Þar er
átt við að góðir skipstjórnarmenn halda sig
gjarnan og helst á miðum sem þeir þekkja vel
og vita að fiskjar er jafnan von. Stefnan var því
sett vestur og suður fyrir Öndverðarnes, en
bátar úr höfnum á Snæfellsnesi eru þar mikið.
Brynjar skipstjóri sagði strákunum að gera allt
klárt og kasta voðinni sem þeir og gerðu.
Mannskapurinn stóð aftur í skut; hver karl á
sínum stað. Kaðlar og vírar rúlluðu á fullum
snúningi. Nótin var svo dregin eftir bátnum svo
sem í 15 til 20 mínútur en eftirtekjan var lítil.
Rennslið var tekið þrívegis og í því síðasta voru
um 15 tonn í voðinni. Húrra!
Pokarnir úr dragnótinni voru hífðir um borð
hver af öðrum; allir sneisafullir af rígvænum
þorski og með slæddust ýsur og ufsar. Opnað
Í fínu fiskiríi á góðum slóðum
Skipverjar á Ólafsvíkurbátnum
Steinunni SH fiskuðu alls 1.295
tonn í vetur og verðmæti
aflans er 454 milljónir króna.
Þorskar í þúsundavís við Önd-
verðarnes og á Vetrarbrautinni.
Fimm bræður um borð og skip-
verjar allir úr sömu fjölskyldu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áhöfnin á Steinunni. F.v.: Oddur Orri Brynjarsson, matsveinn og sonur skipstjórans, þá bræðurnir Halldór, Óðinn, Brynjar skipstjóri, Ægir og Þór Kristmunds-
synir og því næst bróðursonur þeirra, Kristmundur Sumarliðason. Loks Vilhjálmur Birgsson, tengdasonur Brynjars, og Ægir Ægisson er lengst til hægri.
Sjósókn. Strandveiðibáturinn Bessa og Saxhamar, dragnótabátur frá Rifi.
Gert að aflanum. Þór Kristmundsson næst og Kristmundur Sumarliðason.
Brynjar gefur skipun og Halldór og Óðinn fylgjast vel með hvað gera skuli.
Sendum
sjómönnum
og starfsfólki
í sjávarútvegi
heillaóskir
í tilefni
Sjómanna-
dagsins!