Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 35

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 35
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 35 var fyrir pokana yfir lúgu á þilfarinu og þar helltist aflinn niður á vinnsludekk. Þorskar í þúsundavís rúlluðu niður á færibandið þar sem fiskurinn var blóðgaður. Gert var að hverjum og einum fiski, sem svo rúllaði með færibandi niður í lest og þar í plastkör. Drjúgt í voðinni Á siglingu milli veiðislóða var hádegismatur, sem Oddur Orri Brynjarsson matsveinn eldaði. Bjúgu, kartöflur, grænmeti. Kaffi og kleinur á eftir. Þú ert ekkert sjóveikur? Hvernig líst þér á blikuna? Hefur þú verið áður á sjó? Spurning- arnar buldu á blaðamanni sem hér var kominn til að kynna sér framandi veröld sjómennsk- unnar og miðla þeirra sögu til lesenda sinna, eins og hér sést. Kaffi, kex – hífopp og höldum af stað. Skipstjórinn stefndi til norðausturs og tekið var eins og eitt kast á Vetrarbrautinni; sem er skammt undan Öndverðarnesi. Það fimmta og síðasta var svo tekið nánast beint norður af ne- soddanum og var drjúgt í voðinni þá. En það voru vandræði með sigurnagla og eitthvað sem small ekki saman. Skipstjórinn var í símanum að leita ráða og pantaði svo nýtt stykki. Þegar sýnt var orðið um aflabrögð var hringt í land og markaðurinn látinn vita hver staðan væri. Afl- inn var seldur og allt klappað og klárt áður en kúrsinn var stilltur og stefnt í land. Komið var í höfn í Ólafsvík um kl. 17. Ævintýralegur afli Venju samkvæmt hófu Brynjar og áhöfn hans á Steinunni SH yfirstandandi fiskveiðiár í Bol- ungarvík. Reru þaðan frá september og fram í nóvember. Eftir nýár var gert út frá Ólafsvík. Alls voru róðrarnir á fiskveiðiárinu 105 talsins, aflinn samanlagt 1.295 tonn og verðmæti hans 454 milljónir króna. Besta dag vertíðarinnar veiddi áhöfnin alls 84,2 tonn. Aflinn var að megninu til þorskur, hver fiskur gjarnan 5-7 kíló. „Þetta var ævintýralegt. Ég hef verið til sjós frá 1966 og skipstjóri í um fjörutíu ár en aldrei fiskað jafn mikið og þennan dag og það í brælu- skít. Þegar komið er fram í mars er þó alltaf mikil fiskigengd hér við Snæfellsnesið, svo hve vel tókst til þennan dag var engin tilviljun,“ segir Brynjar sem frá september og fram í maí fiskaði samanlagt 1.572 tonn. Valinn maður í hverju rúmi Níu manns eru í áhöfninni á Steinunni. Allir eru úr sömu fjölskyldunni og fyrr eru nefndir bræðurnir fimm: Brynjar, Ægir, Óðinn, Þór og Halldór Kristmundssynir. Einnig eru á bátnum synir tveggja fyrstnefndu bræðranna; þeir Oddur Orri Brynjarsson og Ægir Ægisson. Þá er í skipsrúmi Kristmundur, sonur Sumarliða sem var sjötti bóðirinn og lést fyrir nokkrum árum. Níundi maður í áhöfn er Vilhjálmur Birgisson, tengdasonur Brynjars skipstjóra. Valinn maður í hverju rúmi, farsælir og fiska vel! Morgunblaðið/Sigurður Bogi Starfsfólk NAUTIC óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með SJÓMANNADAGINN Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tæmt úr pokanum þar sem siglt var í skínandi fínu veðri rétt fyrir utan Svörtuloft. Landað í Ólafsvíkurhöfn úr Steinunni, sem gerð er út af samnefndu útgerð- arfyrirtæki í fjölskyldueign.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.