Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 37

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 37
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 37 FRAMÚRSKARANDI LAUSNIR FYRIR FROSNAR AFURÐIR Valka hefur frá upphafi lagt áherslu á að hanna vörur sem auka virði fyrir viðskiptavini í formi aukinna afkasta, bættrar nýtingar og hámörkunar á skilvirkni og verðmætum. Með náinni samvinnu við framsækin sjáv- arútvegsfyrirtæki verða til hátæknilausnir í fremstu röð í greininni. Þessir nýju flokkarar fyrir frystar afurðir eru gott dæmi um það. valka.is Aukin afköst á hvern fermetra Betri meðhöndlun á vörunum Lágmörkun á yfirvigt í kassa Sjálfvirk innmötun Flokkun eftir þyngd og stærð Róbótapökkun í kassa Hraðvirkur flokkari fyrir frosna bita, sjálfvirk innmötun Samvals- og pökkunarróbóti Ný nálgun í flokkun, samvali og pökkun á lausfrystum afurðum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is S tofnvísitala þorsks er um 6% lægri en síðastliðin þrjú ár, en hún hefur verið há frá árinu 2011 eftir að hafa verið í lágmarki árin 2002-2006. Rekja má lækkun stofnvísitölunnar til að árgangur 2013 (sjö ára) er lítill og minna fékkst af átta ára fiski,“ segir í niðurstöðum úr netaralli Hafrannsóknastofnunar sem birtar voru í gær. Fram kemur að stofnvísitala þorsks lækkar á milli ára á flestum svæðum. Stofnvísitalan í Fjörunni við Suðvest- urland var óvenju lág í fyrra og hækkar talsvert milli ára, en er lægri en árin þar á undan. „Kanturinn fyrir austan Eyjar sker sig áfram úr og lítið fæst nú af þorski þar. Síðastliðinn áratug hefur vægi hrygningarsvæðanna í Faxaflóa og Breiðafirði í stofnvísitölu hrygningar- þorsks aukist, en hækkun hennar frá 2011 má að stórum hluta rekja til þessara svæða.“ Vaxtarhraði eykst Ástand þorsks er um eða undir meðaltali, samkvæmt niðurstöðunum. Tekið er fram að talsverður breytileiki er á ástandi á milli svæða, aldurs og lengdarflokka. „Verulegar breytingar hafa orðið á vaxtarhraða þorsks á rannsóknartímanum. Vaxtarhraði hefur aukist við vest- anvert landið og við Norðurland, en dregið hefur aftur úr honum síðustu ár.“ Þá var vaxtarhraði þorsks við Suð- austurland hár í byrjun, fór síðan lækkandi en hefur auk- ist lítillega aftur. „Kynþroskahlutfall eftir aldri breytist ekki mikið hjá algengustu aldurshópum milli ára,“ segir í niðurstöð- unum og hefur „hlutfall þorskhrygna á kynþroskastigi 2 verið í hærra lagi síðastliðin tvö ár á flestum svæðum sem gæti bent til þess að hrygning hafi verið heldur seinna á ferðinni“. Skötuselur nánast horfinn úr Breiðafirði Þá mældist stofnvísitala ufsa há og hefur það verið til- fellið frá árinu 2016. En hún var samt lægri en í fyrra. „Þá var hún sú hæsta frá árinu 2002 þegar byrjað var að mæla ufsa. Hækkun stofnvísitölu 2019 var vegna mikillar aukningar á ufsa í Fjörunni og á Bankanum, en minni breytingar voru á öðrum svæðum.“ Fram kemur að mest hafi mælst af 7-11 ára ufsa. Mikil breyting varð á stofnvísitölu lúðu í Faxaflóa og Breiðafirði og hefur hún hækkað ört síðustu ár. Jafn- framt mældust vísitölur hrognkelsis og skarkola með þeim hærri frá 1996, „einkum vegna mikils afla í Breiða- firði. Hins vegar hefur skötuselur nánast horfið úr Breiðafirði og Faxaflóa en þar var hann algengur á tíma- bilinu 1999-2012“. Birtu niðurstöður úr netaralli Morgunblaðið/Hari Stofnvísitala þorsks lækkar á milli ára á flestum svæðum. vinnslu, nema kannski söguna og menninguna.“ Nýtt námsumhverfi Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Sjávarklasans, www.sjav- arklasinn.is, en þar geta áhuga- samir jafnframt skráð sig á sum- arnámskeið Sjávarakademíunnar. Menntamálaráðuneytið styður sumarstarfið en námið í vetur er styrkt af samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytinu. Kostar 3.000 kr. að taka þátt í sumarnámskeið- inu en gjaldskrá fyrir vetrarnámið er sú sama og annað nám á fram- haldsskólastigi. „Námið fer fram í húsi Sjávarklasans auk þess sem nemendur heimsækja fjölda fyrir- tækja. Fjöldi öflugra gestakennara og fyrirlesara tekur þátt og fær nemendahópurinn að kynnast alls konar sjónarmiðum um nýsköpun og stofnun fyritækja, allt annars konar námsumhverfi en þau eiga að venjast.“ Morgunblaðið/Eggert „Við þurfum að breikka sýn nýrra kyn- slóða á þetta svið og efla vitneskju um alla þá nýsköpun sem á sér stað innan bláa hag- kerfisins,“ segir Þór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.