Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 38

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Halldór B. Nellett skipherra skrifar F ljótlega eftir að Landhelg- isgæslan var stofnuð 1926 voru kafarar ráðnir á varð- skipin. Samhliða kafara- störfum vinna kafarar ýmsa aðra vinnu eftir því sem störf þeirra eru hverju sinni. Kafarastörf hjá Gæsl- unni eru hliðarstörf þeirra sem það stunda, samhliða aðalstarfi, og hafa ýmsar starfsstéttir gegnt þessu, þar á meðal skipherrar, stýrimenn, vél- stjórar, loftskeytamenn, bátsmenn og hásetar. Kafarar hafa sumir sótt menntun sína til útlanda, eins og í Danmörku og Bandaríkjunum og hafa mörg námskeið einnig verið haldin hér á landi. Þá eru í öðrum deildum Land- helgisgæslunnar starfandi kafarar eins og Séraðgerðar- og sprengju- eyðingarsveit og í Flugdeild. Almennir lesendur gera sér ekki alltaf grein fyrir þeim störfum sem Gæslumenn vinna út frá stuttum fréttatilkynningum og því er til- gangur minn að fara aðeins dýpra í lýsingum á þessum störfum okkar, eða eins og þau voru hér áður fyrr. Sjálfur fór ég í þetta kafaranám ár- ið 1985, alls ekki af áhuga á því að vera mikið í undirdjúpunum þó að ég hafi haft gaman af því að synda á yngri árum, heldur til að drýgja tekjur mínar og gaf þetta oft ágætis aukatekjur í aðra hönd. Kafaranámið var skemmtilegt en oft erfitt og byrjaði í Sundhöll Reykjavíkur þar sem við kafara- nemar sem vorum fjórir alls vorum teknir út ef svo má segja. Þar þurftum við að synda nokkuð langa vegalengd innan ákveðins tíma til að standast inntökupróf og síðan voru nokkrar vikur í stanslausum köfunum í Reykjavíkurhöfn, sam- hliða bóklegu námi og fékk ég að loknu námskeiði þegar tilskildum botntíma var náð réttindi til köfunar í öllum búnaði að 50 metra dýpi eins og stendur í atvinnukafaraskírteini mínu nr. 190. Kennarar á þessu námskeiði voru þeir Höskuldur heitinn Skarphéð- insson, fyrrverandi skipherra, og Kristján Þ. Jónsson, einnig fyrrver- andi skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni. Höskuldur var mest í verklegu kennslunni en Kristján sá nær alfarið um bóklega þáttinn og hluta þess verklega. Kafarastörf geta verið virkilega erfið og ekki hættulaus. Menn þurfa að vera vel á sig komnir líkamlega og ekki síður andlega. Oftast voru þetta kafanir undir fiskiskip til þess að skera veiðarfæri úr skrúfum skipa, oft við slæmar aðstæður í náttmyrki, kulda og sjógangi. Kafarar gæsl- unnar þurfa í raun að vera undir það búnir að fara í hvað sem er, s.s. leit- arkafanir, mikið er um almennar kaf- araæfingar og síðan samhliða þyrlu- æfingum á sjó en þá þurfa kafarar að vera til taks. Einnig sinna kafara í Séraðgerðar- og sprengjueyðing- arsveit leit að djúpsprengjum, tund- urduflum o.fl. og gera þau óvirk. Í dag er mun minna um það að fiskiskip fái veiðarfæri sín í skrúfuna, sennilega vegna betri tækjabúnaðar, rafræn sjókort eru hjá nær öllum skipum og mörg komin með hlið- arskrúfur, straummæla o.fl. þannig að skipstjórar fiskiskipa hafa mun betri yfirsýn yfir allar hreyfingar skipanna. Haldið til móts við togarann Runólf Umrætt atvik gerðist árið 1991, en þá var ég yfirstýrimaður á varðskipinu Tý. Við lágum við akkeri inni á Dýra- firði á Vestfjörðum vegna brælu úti fyrir þennan dag, föstudaginn 18. janúar, þegar togarinn Runólfur frá Grundarfirði hafði samband rétt fyrir miðnætti og óskaði eftir okkar að- stoð. Togarinn hafði fengið veið- arfæri sín eða botntrollið í skúfuna þegar skipið var að láta trollið fara í brælu. Hnútur kom á skipið fram- anvert þannig að það fór eitthvað aft- urábak með þessum afleiðingum. Akkeri Týs var þegar létt á Dýrafirði og haldið áleiðis til togarans, sem var lengst vestur af Snæfellsnesi, eða um 90 sjómílur. Veður á leið til Runólfs suðvestur um var í fyrstu NA-bræla en lagaðist þegar sunnar dró. Komið var að Runólfi rétt fyrir há- degi daginn eftir og fljótlega var búið að koma dráttartaug yfir í togarann og byrjað að draga skipið til lands. Ekki var mögulegt vegna sjógangs að skera úr skrúfu skipsins á staðn- um og því þurfti að leita vars eins og oft var gert eða fara á sléttari sjó svo við kafararnir gætum athafnað okk- ur. Ferðin til lands gekk og vel og upp úr klukkan fjögur aðfaranótt sunnu- dagsins 20. janúar, eftir um 16 tíma drátt, var lagst við akkeri undan Búðahrauni á Snæfellsnesi, en áður hafði verið stytt í dráttartaugum og togarinn því enn tengdur dráttartaug rétt aftan við varðskipið. Oftast eru tveir kafarar á varðskip- unum því ekki er heimilt af öryggis- ástæðum að menn kafi einir eins og gert var hér áður fyrr. Það er ekki þægilegt að festast undir skipi í neta- flækju og loftbirgðir að tæmast, sem hefur gerst, og hafa engan nálægan að hjálpa sér. Þótt ávallt sé reynt að fara varlega eru veiðarfæri sem föst eru í skrúfum skipa í rúmsjó alltaf að flaksast í allar áttir vegna sogs við skrúfurnar. Í þessu tilviki vorum við þrír kaf- arar um borð í Tý, þ.e. undirritaður og þeir Bárður Ólafsson 2. stýrimað- ur og Bjarki Vilbertsson, þáverandi háseti en vinnur í dag sem vélstjóri á erlendum fiskiskipum. Á leið til lands með Runólf undir- bjuggum við kafararnir og aðstoðar- menn okkar sem best eins og venja er fyrir köfun. Farið var vandlega yf- ir allan búnað og tekin til þau verk- færi sem nota átti og athugað hvort allir hnífar bitu ekki vel. Skera, klippa, rífa og tæta Farið var á léttbát varðskipsins yfir að togaranum með aðstoðarmenn og hófst köfun við skipið rétt fyrir klukkan fimm um morguninn. Vegna náttmyrkurs voru notuð tvö 220 volta köfunarljós og handluktir en fljót- lega bilaði þó annað ljósið. Áður en köfun hófst var farið um borð og rætt við skipstjórann um tilhögun verks- ins og hann beðinn um að tryggja að aðalvél togarans færi ekki í gang eða stýri væri hreyft meðan við kafarar værum að störfum við skrúfuna. Lá við að manni féllust hendur Fljótlega kom í ljós þegar niður var komið að meirihlutinn af poka og belg botnvörpunnar var í skrúfu skipsins, þéttvafið um skrúfuöxul og skrúfublöð og fast milli stýrisblaðs og skrúfuhauss þannig að stýri skips- ins var fast í stjórnborða. Sem sagt, skrúfan var kjaftfull af trollinu svo varla sá í skrúfuna né stýrið. Það var ljóst að þetta yrði mikið verk að ná þessu úr og við lá að manni féllust hendur við að sjá þetta allt. Ég var búinn að fara í nokkuð margar kaf- anir þegar að þessu kom en aldrei séð neitt þessu líkt þótt eflaust sé það ekki einsdæmi. Við kafarar vorum oft að grínast með það á þessum tíma að bestu kaf- anirnar væru þar sem heit sturta að lokinni köfun tæki lengri tíma en köf- unin sjálf, það kom fyrir en ekki oft. Nokkuð ljóst var að það yrði ekki í þetta skipti. En þarna var ekkert annað í boði en að hefjast handa og gera sitt besta. Illa gekk að skera úr skrúfu skipsins, þar sem netið var mjög þétt vafið og bugtað þannig að ekki var hægt að vefja það ofan af eins og oft var mögulegt að gera. Á þessum tíma vorum við ekki rík- ir af verkfærum, mest voru þetta beittir hnífar, járnsagir og víra- klippur, allt unnið á handkraft eins og sagt er. Hér áður fyrr var oft kaf- að við skip í rúmsjó þar sem talsverð hreyfing var á viðkomandi skipi og sog við skrúfurnar og því var oft best að vera einfaldlega með beittan hníf með stuttu blaði, minni slysahætta og við slíkar aðstæður gat verið erfitt og jafnvel hættulegt okkur sjálfum að beita öflugum og þungum loft- verkfærum. Verfæralagerinn er betri í dag þótt eflaust mætti bæta hann en mesta byltingin er eflaust fjarskiptabúnaður og neðansjáv- armyndavélar sem auðvelda stjórn- endum alla vinnu og auka til muna allt öryggi. En aftur að Runólfi, þar var ekk- ert annað að gera en að skera, klippa, rífa og tæta þrotlaust í margar klukkustundir. Allt net sem við skár- um og losuðum var síðan híft jafn- óðum upp í Runólf. Við fengum þó alltaf stutta hvíld öðru hvoru þegar kafarakútar okkar voru endurnýjaðir af loftbirgðum sem aðstoðarmenn okkar sáu um og einnig þurfti að brýna hnífa. Tals- verður straumur var þarna niðri eins og alltaf þegar legið er við akkeri ná- lægt landi og sjávarfallastrauma gætir. Maraþonköfun við Runólf 1991 Halldór B. Nellett með lærimeistara sínum Höskuldi heitnum Skarphéðinssyni skipherra um borð í Þór. Þeir sigldu mikið saman, Halldór byrjaði til sjós 16 ára gamall 1972 með Höskuldi á Ægi, voru samskipa allt þorskastríðið á Baldri. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson Togarinn Runólfur frá Grundarfirði óskaði eftiraðstoð eftir að veiðarfæri festust í skrúfunni. Varðskip Landhelgis- gæslunnar sinna mikilvægu hlutverki við öryggis- og löggæslu á Íslandsmiðum og eru því þýðingarmikil björgunartæki. Óskum sjómönnum og öllu öðru starfsfólki í sjávarútvegi innilega til hamingju með SJÓMANNADAGINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.