Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þ
að verður nú að segjast eins
og er að það að hafa náð
þeim árangri 2008, að ekki
urðu nein banaslys á sjó, er
gríðarlegur árangur. Síðan var þetta
endurtekið 2011, 2014, 2017, 2018 og
2019. Það er ekki hægt að segja ann-
að en sjómenn hafi sannarlega tekið
öryggismálin föstum tökum þegar
maður horfir til þess, þeir fá auðvit-
að þekkingu hjá okkur en verða að
vinna úr því, og það er þá árangur
sem við sjáum hjá sjómönnum,“ seg-
ir Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna. Hann
hefur gegnt starfinu í 29 ár en var
skipstjóri á flutningaskipi þar áður.
„Það er auðvitað margt sem kem-
ur til. Menn eru að fá nýrri skip og
þá er björgunarhlutinn líka öflugur,
björgunarskip, varðskip og þyrlur.
Þannig að viðbragðið er fljótara ef
menn lenda í vandræðum. Veður-
fréttir betri, þannig að menn eru
kannski ekki að leggja út í tvísýn
veður. Þeir vita hverju þeir mega
búast við. Svo má ekki gleyma því að
tryggingafélögin hafa einnig lagt
áherslu á aukið öryggi hjá sínum við-
skiptavinum og ekki síður hjá út-
gerðum en öðrum. Það er margt sem
hjálpast að, en árangurinn hefur
sannarlega skilað sér,“ útskýrir
hann.
Rætt um feimnismál
„Það var ákveðið að 29. maí yrði
stofndagur skólans þó svo hann hafi
byrjað nokkrum dögum fyrr. Sjálfur
myndi ég segja að hann hefði byrjað
26. maí, en það er bara af því að ég á
afmæli þann dag,“ segir Hilmar og
hlær. „Á þessum degi hafði verið
kynningarnámskeið í Grindavík og
daginn áður höfðu þeir [fulltrúar
Slysavarnaskólans] verið um borð í
skipi sem ég var stýrimaður á. Þeir
komu um borð til okkar til þess að
sjá hvernig viðbrögðin voru hjá okk-
ur og ég var með áhöfn sem ég var
mikið búinn að vera að þjálfa, þannig
að ég var rosalega montinn af því að
þeir skyldu byrja á að koma um borð
í skip sem ég var stýrimaður á. Við
stóðum okkur virkilega vel, segi ég.
Þetta byrjar ’85 og þá voru nám-
skeiðin styttri og lögð áhersla á að
menn væru að gera hluti sem þeir
höfðu aldrei gert áður, sem var að
taka fram björgunar- og öryggis-
búnað skipa sinna. Þetta var feimn-
ismál. Umræður um öryggismálin
urðu aldrei miklar um borð í skip-
unum, því þá fengu menn gjarnan á
sig að þeir væru sjóhræddir og spurt
hvort þeir gætu ekki komið sér eitt-
hvað annað. Með tilkomu Slysa-
varnaskólans er byrjað að reyna að
fá menn til þess að tala um hluti og
draga þá fram, vera óhræddir við að
kíkja á búnaðinn. Hægt og bítandi
fara menn að sjá að þeir kunna ekki
til verka eins og þeir vildu meina,“
svarar Hilmar spurður hvernig það
var þegar skólinn hóf starfsemi sína.
Hilmar segir að í upphafi hafi
skólinn þurft að berjast fyrir tilveru
sinni þar sem sjómenn voru á þeim
tíma ekki sérlega meðtækilegir og
erfitt að fá þá til að sækja námskeið.
Þá hafi verið mikill styrkur að Slysa-
varnafélagið hafi staðið þétt að baki
skólanum. „Það voru kvennadeildar
félagsins í þessum sjávarplássum,
eiginkonur sjómannanna, sem sögðu
bara: Þið farið á námskeið. Þannig
fer þetta hægt og bítandi að koma
skrið á að menn mæti á námskeið,“
útskýrir hann.
Námskeiðin voru styttri í byrjun,
að sögn skólastjórans sem bendir á
að námskeiðsdögum hafði fjölgað í
fjóra þegar hann hóf störf við skól-
ann 1991. „Menn voru að vakna til
lífsins um að þetta væri eitthvað sem
við þyrftum að beina athygli okkar
að.“
Keyptu varðskip
fyrir þúsund krónur
„Skólinn byrjar fyrst í húsnæði
Slysavarnafélagsins og var síðan
færður í varðskipið Þór, við keypt-
um hann fyrir þúsundkall ’86. Skipið
var keypt af skólanum og hefur skól-
inn starfað um borð í því allar götur
síðan. Árið 1998, þegar Hvalfjarð-
argöngin voru opnuð, fengum við
Akraborgina gefins af ríkinu og
breyttum henni í skóla og höfum ver-
ið þar síðan. Skipið hefur nú borið
nafnið Sæbjörg lengur en það hét
Akraborg, sem segir hversu vel
þetta skip hefur þjónað, ekki bara
sem ferja heldur ekki síður sem
skólaskip – gríðarlegur fjöldi sjó-
manna hefur farið hér í gegn.“
Spurður hvort miklar breytingar
hafi orðið á námsefni skólans á þess-
um 35 árum frá stofnun segir hann
svo vera. „Það eru auðvitað ákveðnar
breytingar sem verða á öllum nám-
skeiðum, það verður breyting í bún-
aði, menn eru komnir á nýrri skip og
allt önnur tækni notuð. En það má
segja að upp úr ’91 eða um ’92 fórum
við að leggja áherslu á forvarnir og
það hefur alltaf verið mikilvægur
þáttur í öryggismálum sjómanna að
sinna forvörnum; að menn leggi af
mörkum vinnu um borð í skipunum
til þess að koma í veg fyrir slys eða
óhöpp og koma heilir heim.
Við höfum unnið að þessu með
tryggingafélögunum með mjög góð-
um árangri, þar sem við höfum
heimsótt skip og útgerðir. Þar leggj-
um við áherslu á að gert sé áhættu-
mat og atvikaskráningu sé viðhaldið
þannig að við vitum raunverulega
hvað er að gerast um borð í skip-
unum.
Stjórnvöld mikilvæg
Það var auðvitað stórt skref sem
stjórnvöld tóku þegar þau ákváðu að
lögfesta öryggisfræðslu áhafna ís-
lenskra skipa,“ segir Hilmar, en lög-
festingin tók nokkurn tíma. Í lögum
um Slysavarnaskóla sjómanna, sem
samþykkt voru á Alþingi 1991, var
kveðið á um í bráðabirgðaákvæði að
ráðherra yrði falið að leita leiða til að
skylda sjómenn í öryggisfræðslu.
Frumvarp þess efnis var lagt fyrir
Alþingi 1992 en fékk ekki afgreiðslu
og var lagt fram á ný 1993, en var
loks samþykkt 1994.
Var talið að lagasetningin kynni
að vera nokkuð íþyngjandi þar sem
heilli stétt myndi allt í einu vera
óheimilt að starfa án þess að hafa
sótt umrædda fræðslu og því gefinn
aðlögunarfrestur fyrir skipstjórn-
armenn til 31. desember 1995 og til
31. desember 1996 fyrir aðra skip-
verja. Ekki nóg með það heldur
bendir Hilmar á að efnið hafi verið
umdeilt og send inn kvörtun til um-
borðsmanns Alþingis vegna málsins.
Alþingi tók síðan ákvörðun 1995 um
að framlengja frestinn til ársloka
1996, en það ár var ákveðið að fram-
lengja frestinn á ný. Þá til ársloka
1997.
„Það tók nokkur ár að komast yfir
þann hjall, það voru auðvitað margir
sjómenn, fleiri en í dag. Og það var
mál að koma þeim öllum í gegn,“
segir Hilmar. „Þetta viðhorf; ég
kann þetta allt, var dálítið ríkjandi.
Ég man alltaf eftir því að það kom
einn alveg draugfúll inn á námskeið
og ég hugsaði með mér að það yrði
gaman að heyra í honum eftir nám-
skeiðið hvernig honum fyndist.
Hann sat svona fýldur allt nám-
Morgunblaðið/Eggert
Ljósmynd/Slysavarnaskóli sjómanna
Ljósmynd/Slysavarnaskóli sjómannaLjósmynd/Slysavarnaskóli sjómanna
Mikilvægt er að kunna að bregðast við er slysin gerast, enda geta rétt viðbrögð bjargað mannslífum. Í skólanum fá sjómenn tækifæri til að æfa sig.
Hinn 29. maí varð Slysa-
varnaskóli sjómanna 35
ára og er ekki hægt að
segja annað en gríð-
arleg framför hafi orðið
í öryggismálum sjó-
manna frá þeim tíma.
Erfitt var að ná til sjó-
manna í upphafi að
sögn skólastjórans.
Verkefni Slysavarnaskólans aldrei
Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysa-
varnaskólans, segir sjómenn hafa
verið trega til að sækja nám skólans
í upphafi, en nú sé tíðin önnur.