Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á rangur 66°Norður er lýsandi dæmi um hvenig íslenskur sjávarútvegur hefur stutt við uppbyggingu í öðrum greinum. Fyrirtækið var stofnað ár- ið 1926 með áherslu á framleiðslu vandaðra sjóklæða en er í dag orðið að alþjóðlegu merki á útivistar- vörumarkaði og um allan heim klæðast kröfuharðir neytendur skjólgóðum flíkum skreyttum með sama merki og eru á vinnufatnaði íslenskra sjómanna. Elín Tinna Logadóttir er sölu- stjóri fyrirtækjasviðs 66°Norður og þekkir sögu félagsins vel. „Hans Kristjánsson frá Suðureyri stofnaði fyrirtækið á sínum tíma, eftir að hafa farið til Noregs á styrk frá Fiskifélagi Íslands til að læra sjó- klæðagerð. Á þessum tíma var ís- lenskur sjávarútvegur að taka mikl- um breytingum og vélbátavæðingin að hefjast; árabátar og þilskip að víkja fyrir vélbátum og togurum. Hans sá tækifæri þar og vildi tryggja að íslenskir sjómenn væru ekki upp á erlenda framleiðendur komnir við kaup á góðum vinnu- fatnaði og stofnaði því Sjó- klæðagerðina. Hans sótti sjóinn á uppvaxtarárum sínum, rétt eins og aðrir ungir menn á svæðinu. Hann þekkti vel hve hættulegt starf sjó- mennskan gat verið og vildi leggja sitt af mörkum til að vernda sjó- menn við vinnu sína,“ útskýrir Elín en sagan segir að Hans hafi verið skírður í höfuðið á norskum skip- stjóra sem fórst í Súgandafirði. Skipstjórinn birtist móður hans í draumi meðan hún var ólétt og vitj- aði nafns. Saga 66°Norður endurspeglar á margan hátt þróun íslensks sam- félags og sést það m.a. á því að Hans flutti starfsemina fljótlega frá Vestfjörðum til Reykjavíkur sem þá var tekin að vaxa mjög hratt. Vöru- framboð Sjóklæðagerðarinnar breikkaði í takt við þarfir nútíma- legra atvinnulífs og árið 1933 fram- leiddi fyrirtækið bæði sjófatnað, frakka, kápur, úlpur og vinnufatnað í samstarfi við Vinnufatagerð Ís- lands. Samverkandi þættir Smám saman bötnuðu lífskjör landsmanna, lífsstíll Íslendinga „Það skiptir okkur miklu máli að sjó- menn treysta fatnaðinum frá okkur“ Saga 66°Norður speglar þróun íslensks atvinnu- lífs undanfarna öld, þar sem framleiðsla á sjó- klæðum þróaðist út í framleiðslu á ýmiss konar vinnufatnaði og loks útivistarvörum. Saumastofurnar eru í Evrópu en hönn- un og vöruþróun fer fram á Íslandi. Olíuborinn strigi var áður notaður til að verja sjómenn gegn veðri og vindum. „Við viljum reyna að gera klassíska gallann enn betri með efni sem er vatnsþétt en gefur betur eftir,“ segir Elín Tinna Logadóttir um þróunina. Gömul auglýsingamynd 66°Norður. Sjóbuxurnar eru löngu orðnar klassík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.