Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
E
kki er ósennilegt að kór-
ónuveirufaraldurinn hafi
valdið hugarfarsbreytingu
hjá bæði neytendum og fram-
leiðendum sjávarafurða. Vitundar-
vakning hefur átt sér stað um mik-
ilvægi góðs hreinlætis og
almenningur líka verið minntur
rækilega á hve brýnt það er að hugsa
vel um heilsuna með heilnæmu mat-
aræði og heilbrigðum lifnaðarhátt-
um.
Þetta skapar tækifæri fyrir ís-
lenska fyrirtækið D-Tech sem býður
upp á sjálfvirkar sótthreinsilausnir
sem þykja með þeim öflugustu og
skilvirkustu á márkaðinum. Ragnar
Ólafsson, tæknistjóri D-Tech, segir
nálgun fyrirtækisins byggjast á svo-
kölluðu þokukerfi sem á augabragði
fyllir rými af fíngerðri sótthreinsandi
móðu sem kemst í allar glufur og göt,
undir og yfir alla yfirborðsfleti, og
sótthreinsar jafnt gólf, veggi og loft
við snertingu. „Sótthreinsunin tekur
mjög skamman tíma og notar um
10% af því vatni og 15% af því sótt-
hreinsiefni sem þyrfti ef þrifið væri
með hefðbundnum aðferðum. Sem
dæmi um hve hratt má sótthreinsa
með búnaði D-Tech má nefna að hjá
Síldarvinnslunni í Neskaupstað er
okkar lausn notuð til að sótthreinsa
3.000 fermetra vinnsluhúsnæði á 35
mínútum.“
Úðinn finnur allar glufur
Kveikt er á þokukerfi D-Tech eftir
venjuleg þrif og því búið að spúla og
skrúbba burt stærri agnir. Ragnar
segir ekki þurfa að loftþétta rýmið
sem þokan fyllir en æskilegt að lítil
sem engin hreyfing sé á loftinu þar
inni á meðan sótthreinsun stendur
yfir. Þokan er mjög þétt, og skyggni
aðeins um tveir metrar á meðan bún-
aðurinn er í gangi, en úðinn svo fín-
gerður að ekki fellur á gler eða fatn-
að, og hvergi hætta á að vökvi safnist
upp. „Gott er að opna hlífar á vélbún-
aði svo að þokan komist betur inn í öll
skúmaskot, en jafnvel ef það er ekki
gert leitar þokan um allt rýmið og
drepur þær örverur sem þar þrífast.
Hreinsiefnið drepur líka myglu svo
að jafnvel ef einhverjir yfirborðs-
fletir draga í sig raka mun engin
mygla myndast í kjölfarið.“
Eftir hreinsun dugar að einfald-
lega opna glugga eða kveikja á loft-
ræstikerfi og er þokan strax á bak og
burt. „Þessi hraða sótthreinsun er
mjög mikilvæg þegar mikið er að
gera og starfsemi í gangi allan sólar-
hringinn því stöðva þarf vinnslu á
meðan þrifið er og brýnt að geta
gangsett vélarnar og byrjað fram-
leiðslu á ný eins fljótt og kostur er.“
D-Tech er ungt fyrirtæki, stofnað
2014, og byggist hreinsikerfið á ís-
lensku hugviti sem upphaflega var
þróað í nánu samstafi við Samey.
Búnaðinn má nota í fiskvinnslum á
landi, um borð í skipum, og alls stað-
ar þar sem matvæli eru framleidd.
Ragnar segir fleiri notkunarmögu-
leika í skoðun og hefur D-Tech stofn-
að dótturfyrirtæki með það fyrir aug-
um að nýta sótthreinsibúnaðinn t.d. í
heilbrigðisgeira, á umönnunar- og
öldrunarheimilum og í íþróttamann-
virkjum. „Við höfum notað þokukerf-
ið á okkar eigin skrifstofu án nokk-
urra vandkvæða, og það þrátt fyrir
að á skrifstofunni séu allar okkar
vinnutölvur, skjáir og ýmsir papp-
írar,“ útskýrir Ragnar og bætir við
að þokukerfið gæti líka nýst til að
m.a. sótthreinsa gesti við komuna á
viðkvæma staði eins og spítala og
öldrunarheimili og myndi þá stutt
stopp í klefa með þokukerfi þýða að
utanaðkomandi bæru ekki óvart með
sér hættulegar örverur.
Orðsporið er það dýrmætasta
Dæmin sanna að nálgun D-Tech get-
ur bundið enda á þrálát smitvanda-
mál. Er hægt að koma kerfinu fyrir
innan í matvælavinnslutækjum til að
hreinsa þau enn betur og nefnir
Ragnar árangur norsks laxeldis-
fyrirtækis sem glímdi við þrálátt
listeríusmit. „Fyrir fimm árum vor-
um við fengin til að setja búnað okkar
upp í gamalli verksmiðju sem laxeld-
isfélagið notaði, og reyndist helsti
vandræðastaðurinn vera flokkari þar
sem örverur gátu safnast upp og erf-
itt var að þrífa. Við settum upp úða-
kerfi í allri verksmiðjunni og við
sjálfan flokkarann en strax á öðrum
eða þriðja degi var ekki neina listeríu
lengur að finna í húsinu.“
Þokan hreinsar fullkomlega
Sú tækni sem D-Tech
hefur þróað dregur stór-
lega úr hættunni á
örverusmiti við mat-
vælaframleiðslu og
hjálpar til að lengja
hillulíf vörunnar.
Búnaður D-Tech prufukeyrður eftir uppsetningu í Harðbak EA.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
„Í rækjuframleiðslu höfum við séð að talning á örverum á lausfrystri rækju fór úr 2.700 á gramm niður fyrir 400 á gramm, sem jafngildir því að varan getur verið einn til
tvo daga til viðbótar í kæli verslunar,“ segir Ragnar. Að halda örverum í skefjum getur skilað framleiðendum hærra verði og verndað dýrmætt orðspor þeirra.
Hús Sjávarklasans Grandagarði 16 101 Reykjavík
sími: 544 2450 navis@navis.is www.navis.is
Sendum sjómönnum og fjölskyldum
þeirra heillaóskir í tilefni dagsins