Morgunblaðið - 06.06.2020, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
GLEÐILEGAN
SJÓMANNADAG
KÆRU SJÓMENN OG
STARFSFÓLK Í SJÁVARÚTVEGI
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
M
aður verður að hrósa sjó-
mönnum fyrir það
hvernig þeir tækluðu
þetta Covid-dæmi. Það
var ekkert sjálfgefið að skipin
gætu verið á sjó ef það kæmu upp
stórar sýkingar hér og þar. En
menn fóru að fyrirmælum og
meira en það, því sumstaðar þar
sem menn voru í stuttum túrum
og stoppað stutt milli veiðiferða,
þá fóru menn ekkert í land og
voru bara um borð á meðan var
landað. Voru kannski 15 til 20
daga um borð.
Þetta var bara til þess að menn
myndu ekki bera sýkingar á milli
og koma í veg fyrir sýkingar um
borð í skipunum. Menn bara héldu
vinnunni og það skiptir máli að
hægt var að reka flotann með
ágætis árangri. Það er meira að
segja alveg ótrúlegt að ekki hafi
komið upp fleiri sýkingar um borð
í skipum,“ segir Valmundur Val-
mundsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands. Hann segir
enga hafa veigrað sér við að taka
á sig auknar byrðar með því að
vera lengur frá fjölskyldu og vin-
um. „Íslenskir sjómenn stóðu sína
plikt í þessu og vel það.“
En það eru ekki bara smitvarnir
á vinnustaðnum sem hafa haft
áhrif. Vegna aðgerða erlendra
stjórnvalda til þess að hefta
kórónuveirufaraldurinn hafa
margir markaðir fyrir ýmsar ís-
lenskar sjávarafurðir lokast og
hefur það sett þrýsting á verð á
mörkuðum. Valmundur segir fé-
lagsmenn hafa haft áhyggjur af
ástandinu enda hefur þetta haft
áhrif á tækifæri þeirra til tekjuöfl-
unar.
Afkoma bundin gjaldmiðlinum
„Fiskverð hefur lækkað mjög mik-
ið á þessum tíma, líklega um 20%
á fiskmörkuðunum. Við erum með
tvöfalt kerfi, þeir sem kaupa fisk
af sjálfum sér og eiga vinnslu, þeir
borga 80% af markaðsverðinu og
tekist hefur að halda því vegna
þess að það eru tengingar við af-
urðaverðið líka. Það hefur ekki
fallið að ráði. Vonandi erum við að
sjá botninn í verðlækkunum á
mörkuðunum. Ef þetta hækkar í
sumar verður þetta viðunandi. En
auðvitað hafa menn áhyggjur,“ út-
skýrir hann.
Spurður hvort hann telji starf
sjómannsins nægilega metið í ís-
lensku samfélagi, segir Val-
mundur svo ekki vera. „Nei. Því
hefur hrakað svolítið eftir að
ferðaþjónustan fór af stað eftir
hrun. Þá hefur dregið úr vægi
sjávarútvegsins, en nú kemur
hann inn af fullu eins og eftir
efnahagshrunið 2008.
Þegar gengi krónunnar var lágt
2011 til 2014 eða 2015 voru tekjur
útgerðarinnar og sjómanna nánast
ævintýralegar. Sögulega er þetta
líklega besta tímabil bæði útgerð-
ar og sjómanna. En svo þegar
krónan fór að styrkjast aftur, þá
var það meðal annars ástæða fyrir
verkfallinu 2017. Þá lækkuðu laun
sjómanna um 30 til 40% á nánast
einu ári. Þannig að það var ekkert
skrýtið þó að menn væru tilbúnir
í átök.“
Sett á ís vegna veirunnar
Valmundur segir lítið um það
hvort hann búist við átökum á ný
vegna yfirstandandi kjara-
viðræðna sjómanna, en bendir á
að viðræðurnar voru settar á ís
vegna kórónuveirufaraldursins.
„Þá vorum við nýbúnir að und-
irrita viðræðuáætlun með Sam-
tökum fyrirtækja í sjávarútvegi
og leggja fram okkar kröfur og
þeir sínar. Undirbúningsvinnan
var búin að standa yfir varðandi
bókanir frá síðasta samningi, en
kjaraviðræðurnar fóru aldrei af
stað og málið er bara statt þar.
Þessar bókanir vörðuðu ekki
efnisatriði, en ýmislegt sem þyrfti
að klára til þess að nýr samningur
yrði gerður. Til dæmis voru skip
áður fyrr mæld í brúttó-
rúmlestum, það er ekki gert leng-
ur. Þessi brúttórúmlesta-mæling,
hún ákvarðaði það hvar menn
lentu í sambandi við skiptapró-
sentu sem var samið um. Fyrst
skip eru ekki lengur mæld svona
verðum við að breyta því og
ákváðum að fara í skráningarlengd
í metrum. Þá þarf að útbúa allar
skráningartöflur upp á nýtt og sú
vinna er komin mjög langt, eig-
inlega búin.“
Þá hafi farið fram veruleg vinna
við að samræma samninga þannig
að aðildarfélög Sjómanna-
sambandsins séu ekki með mis-
munandi samninga, að sögn for-
mannsins. „Þá getum við komið
fram sem ein heild með einn
samning.“
Deila áhættu með útgerðinni
„Svo vorum við komnir aðeins
áleiðis í vinnu við að byrja að
skipta úr heildarverðmætum í
staðinn fyrir að einhver kostn-
aðarhluti yrði tekinn af, þá mynd-
um við gera upp 100% aflaverð-
mæti,“ segir Valmundur og
útskýrir að þetta feli í sér að svo-
kölluð kostnaðarhlutdeild falli út
en skiptaprósentur í samningnum
sjálfum lækki á móti. „Launahlut-
fall í útgerð á Íslandi er frá 33%
upp í rúm 40% eftir veiðigreinum.
Þannig að launahlutfall í útgerð á
Íslandi, miðað við aðrar atvinnu-
greinar, er hátt. En á móti kemur
að við erum að deila hlut með út-
gerðinni, við erum að deila áhættu
með útgerðinni. Við erum ekki á
tímakaupi, við erum á hlut. Einnig
er sjómennska hættulegt og krefj-
andi starf. Og eftir því sem geng-
ur betur hjá útgerðinni, gengur
betur hjá sjómönnum og öfugt.
Kauptryggingin okkar er ekki
mjög há. Hún er ekki nema 320
þúsund, lágmarkskaupið verður
aldrei minna en það. En við
byggjum á því að menn geta gert
verðmæti úr því sem kemur í land
sem verður meira en kauptrygg-
ingin.“
Spurður hvort launakerfi sjó-
manna sé úr sér gengið, segir
hann mikilvægan innbyggðan
hvata í gildandi kerfi sem báðir
aðilar hagnast á. „Það hefur verið
talað um það að fara á föst laun,
en þegar til kemur eru menn ekki
tilbúnar að skipta. Hvorki útgerð-
armenn né sjómenn. Útgerðar-
manna megin held ég að hugsunin
sé sú að við sjómenn höfum hag
af því að við göngum sem best frá
fiskinum og göngum vel um
aflann svo við fáum sem mest fyr-
ir hann. Það er gulrótin og það
gæti orðið til þess að það yrði
ekki eins vel gengið um aflann ef
menn ættu ekki hlut í honum.
Okkar skýring er sú að við sækj-
umst eftir því að vera í góðum
plássum sem fiska vel og borga
vel. Eftir því sem fiskast meira og
fæst hærra verð fá menn hærri
laun.“
Hátíð fjölskyldna
Valmundur kveðst vilja óska sjó-
mönnum öllum til hamingju með
daginn. „Það verða engir stórir
viðburðir, en ég vona bara að
menn grilli út í garði og njóti
dagsins. Þetta eru þrír dagar, sjó-
mannadagshelgin sem menn eiga
að stoppa, sem er í raun orðin há-
tíð fjölskyldna sjómanna. Þessi
tími hefur kannski breyst frá því
að vera baráttudagur sjómanna
yfir í að allir koma saman og hafa
gaman, sem er auðvitað gott líka.“
Ekki sjálfgefið
að skipin
yrðu á sjó
Varla er til sú atvinnugrein á landinu sem ekki hefur
orðið fyrir einhverjum áhrifum kórónuveirufarald-
ursins og eru sjómenn þar engin undantekning.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Um tíma voru laun sjómanna í sögulegum hæðum, en þau lækkuðu skyndilega um 30 til 40%, að sögn formannsins.
Morgunblaðið/Eggert
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasamband Íslands, segir kostinn við launakerfi sjómanna, sem felur í sér afla-
hlutdeild, vera að báðir aðilar sjá hag sinn í að leita leiða til að hámarka ágóðan af aflanum.