Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Við óskum sjómönnum og fjölskyldum
þeirra til hamingjumeð Sjómannadaginn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
að flækir kjarabaráttu sjó-
manna að nokkur aðskilin
stéttarfélög gæta hagsmuna
þeirra sem starfa um borð í
íslenskum skipum. „Það hefur vant-
að upp á að þessi stéttarfélög væru
samtaka í kjarabaráttu sinni og sást
það t.d. vel í síðustu kjarasamninga-
viðræðum þar sem skipstjórnar-
menn og stýrimenn samþykktu
gerðan samning en hásetar og vél-
stjórar felldu hann. Í framhaldi af
því boðuðu hásetarnir verkfall sem
um leið fól í sér verkbann á aðra
áhafnarmeðlimi og af hlaust eitt
lengsta verkfall sem sjómannastétt-
in hefur farið í sem varði frá seinni
parti desember 2016 fram til miðs
febrúar 2017,“ segir Guðmundur
Helgi Þórarinsson, formaður VM –
Félags vélstjóra og málmtækni-
manna.
Spurður að því hvers vegna sjó-
menn sameinast ekki einfaldlega í
einu stéttarfélagi segir Guðmundur
að starfsferill áhafnarmeðlima geti
verið mjög breytilegur, menntunar-
kröfur ólíkar og ábyrgð mismikil eft-
ir því hvaða stöðu sjómenn gegna.
Sum störfin eru jafnframt þess eðlis
að þeir sem þeim gegna geta líka
gengið í sambærileg störf í landi.
„Þar er m.a. komin skýringin á því af
hverju vélstjórar og málmtækni-
menn eiga sameiginlegt stéttarfélag
enda ekki óalgengt að þegar vél-
stjórar á sjó hugsa sér til hreyfings
og leita sér að starfi í landi þá gangi
þeir í svipuð störf og málmtækni-
menn og vélstjórar í landi, t.d. hjá
virkjunum og orkuveitum, álverum
og framleiðendum vinnslubúnaðar,
og vilja þá hafa ákveðna samfellu í
því hvaða stéttarfélag vaktar þeirra
hagsmuni,“ útskýrir Guðmundur en
af tæplega fjögur þúsund virkum fé-
lagsmönnum í VM starfar um
fimmtungur á sjó.
Traustið vantar
Að því sögðu þá virðist Guðmundi
ekki vera neinn afgerandi munur á
áherslum stéttarfélaga sjómanna og
almenn samstaða um grundvallar-
atriði hlutaskiptakerfisins. „Við
fengum einu sinni í gegn örlitla
breytingu fyrir okkar fólk þar sem
hlutur vélstjóra var aukinn til að
endurspegla meiri menntunarkröfur
til vélstjóra og meira umfang á störf-
um þeirra um borð í takt við vaxandi
tæknivæðingu skipa,“ segir Guð-
mundur og minnir á að starfsemi alls
skipsins velti á því að vélstjórinn sé
starfi sínu vaxinn. „Oft er sagt í gríni
að þegar skip halda til veiða þá sjái
skipstjóri og fyrsti stýrimaður um
að stjórna veiðunum, hásetarnir
komi aflanum um borð og geri að
honum, en vélstjórarnir geri ekki
rassgat. En starf vélstjórans felst
einmitt í því að tryggja að allur vél-
búnaður um borð virki hnökralaust.
Tækin og vélarnar eru hjarta skips-
ins og þegar það bilar er allt farið.“
Kjarasamningar sjómanna hafa
verið lausir frá því um áramót og
miðar viðræðum hægt. Guðmundur
segir árangurinn m.a. hvíla á sam-
eiginlegum slagkrafti stéttarfélaga
sjómanna, og því að það takist að
skapa traust á milli áhafna og út-
gerða. „Vandinn er sá að stéttin
treystir útgerðarmönnum sáralítið
því dæmin sanna að þar sem öll virð-
iskeðjan er á sömu hendi – veiðar,
vinnsla og sala – er ekki hægt að
stóla á að rétt verð sé notað til við-
miðunar þegar laun áhafna eru
reiknuð. Þurfa sjómenn að standa
saman ef einhver von á að vera til
þess að ná almennilegu gegnsæi í
verðlagningu á fiski.“
Verðið hækkar á leiðinni til útlanda
Guðmundur á auðvelt með að nefna
fjöldamörg dæmi um undarlega
verðlagningu afla úr íslenskum skip-
um. „Skip sem landa makríl til
bræðslu í Noregi hafa fengið um
40% hærra verð en skip sem lönduðu
sams konar afla á Íslandi. Svipaða
sögu er að segja af kolmunna sem
landað er á Írlandi, að þar fæst 40%
hæra verð en íslenskar útgerðir
greiða eigin skipum fyrir sama afla á
sama tíma. Jafnvel höfum við dæmi
Vantar upp
á gagnsæi í
verðlagningu
Guðmundur Helgi Þórarinsson segir stéttarfélög
sjómanna þurfa að standa saman gegn milliverð-
lagningu á fiski. Þá sé öll starfsemi skips háð því
að vélstjórinn sé starfi sínu vaxinn.
„Vandinn er sá að stéttin treystir útgerðarmönnum
sáralítið því dæmin sanna að þar sem öll virðiskeðjan
er á sömu hendi – veiðar, vinnsla og sala – er ekki
hægt að stóla á að rétt verð sé notað til viðmiðunar
þegar laun áhafna eru reiknuð,“segir Guðmundur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Morgunblaðið/Ómar
Vélstjórar bera ábyrgð á að allur búnaður um borð virki eins og til er ætlast.
þar sem íslenskt skip og norskt skip
lönduðu kolmunna á sama deginum,
í sömu verksmiðjuna á Íslandi en
Norðmennirnir fengu engu að síður
40% hærra verð,“ segir Guðmundur.
„Þennan sama vanda hafa opinberar
stofnanir bent á, og í skýrslu sem
gerð var af ríkisskattstjóra fyrir
fjármálaráðuneytið, Seðlabankann
og fleiri var sagt að grunur væri um
að á leið sinni frá Íslandi til Evrópu
hækkaði uppgefið verð á botnfiski
um 8,3% vegna milliverðlagningar,
og er talið að aflandsfélög komi þar
við sögu. Árið 2018 þýddu þessir við-
skiptahættir að vantaði um 20 millj-
arða króna upp á virði þess afla sem
seldur var úr landi, sem þýðir lægri
hafnargjöld sem því nemur og minna
í hlut sjómanna, lægra útsvar, lægri
tekjuskatt og lægri auðlindagjöld og
samfélagið í heild sinni er því að
tapa.“
En hvernig má tryggja aukið
gagnsæi og eðlilegri viðskiptahætti í
greininni? Að gera t.d. kröfu um að
veiðar og vinnsla væru aldrei á sömu
hendi myndi skapa alls kyns vanda-
mál og skerða getu greinarinnar til
að hagræða í rekstri og hámarka
gæði. Guðmundur telur lausnina
mögulega fólgna í því að þróa nýjar
formúlur sem taka mið af lokaverði
sjávarafurða. „Og það þarf að vera
alveg skýrt hvernig lokaverðið
Vélstjóri að
störfum um
borð í varð-
skipinu Óðni.
Tæknivæðing
flotans hefur
gert starfið
flóknara.