Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 KÆRU SJÓMENN OG STARFSFÓLK Í SJÁVARÚTVEGI Sjómannadag Gleðilegan Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is H aukur, sem er myndlist- armaður og teiknari, er höfundur að útliti spilsins. Hann ræddi við blaða- mann um útgáfu upprunalega spils- ins og væntanlega endurútgáfu. „Það er bara helvíti gaman,“ svarar Haukur og hlær er blaða- maður spyr hvernig það sé að upp- lifa að spilið verði gefið út á ný. „Hönnunin á þessu spili byrjaði í þorskastríðinu. Ég og vinur minn Tómas Tómasson, sonur Reykja- víkurskáldsins Tómasar Guð- mundssonar, vorum saman á teiknistofu og það var þá sem Tommi fékk þá hugmynd að búa til eitthvað sem við gætum grætt pen- inga á, nánar tiltekið borðspil sem snerist um landhelgi Íslands. Þeg- ar ég spurði hann út á hvað spilið ætti að ganga svaraði hann því til að við ættum að veiða bresku togarana og helst sökkva breskum herskipum. Ég sagði Tomma að það gengi nú ekki upp en að við skyldum í staðinn búa til fisk- veiðispil, það gengi upp. Þannig varð hugmyndin til,“ útskýrir hann. Haukur segir mikið fjör og gam- an hafa verið í kringum gerð spils- ins á sínum tíma, en það var einnig mikil erfiðisvinna. Sem betur fer kom til góðs samstarf við Kassa- gerðina við útgáfuna, en þar var Haukur með teiknistofu. „Ég teiknaði mikið af þessum umbúðum þeirra. Mest var þetta fiskur, alltaf fiskur. Öll útgerðin á Íslandi þurfti síldarkassa, þorskkassa, lifrarkassa og Guð veit hvað. Þannig að ég gerði samning við Kassagerðina, var með vinnustofu þar inni og náði góðu samkomulagi við Agnar Kristjánsson, forstjóra Kassagerð- arinnar. Það er eftir á að hyggja fáránlegt hvað við vorum að leggja út í með þetta blessaða spil. Það hefði aldrei orðið til ef Kassagerðin hefði ekki samþykkt að prenta þetta. Eiginlega upp á von og óvon hvort þeir fengju þetta nokkurn tímann greitt. En það gekk upp, heldur betur,“ segir hann og hlær. Upphaf kvótakerfisins? Haukur kvaðst sannfærður um að rekja megi uppruna kvótakerfisins til Útvegsspilsins. „Á sínum tíma, má eiginlega segja að við höfum í þessu Útvegsspilsævintýri í Spila- borg fundið upp kvótakerfið. Það er af því að í spilinu gekk ekki upp gegndarlaus veiði,“ útskýrir hann og skellir upp úr. „Þannig að við urðum að takmarka getuna svolítið, en ekki um of. Einhver þurfti að vinna þetta í lokin og það gerðist, sem er fínt því þá gekk spilið upp. En við vildum hafa einhverja stjórn á því hve miklu var ausið upp af fiski.“ Spurður hvort þetta hafi lagt lín- urnar fyrir þá sjávarútvegs- ráðherra sem sátu í ráðherrastól í kjölfar útgáfunnar 1977, segir hann svo vera. „Það er nefnilega það sem mig grunar allavega. Þetta var svo sjálfsagt í spilinu, að það hlaut að vera sjálfsagt í lífinu. Þú tæmir ekki sjóinn af fiski eins og villidýr. Þú verður að hafa smá stjórn á þessu. Er það ekki komið núna eða hvað? Ef svo er, þá erum við sæmi- lega rólegir, ef það eru ekki alltof margir sjóræningjar.“ Þá rifjar Haukur upp að við út- gáfu spilsins hafi verið spilað við Matthías Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra 1974 til 1978. „Við spil- uðum við Matthías og honum fannst þetta voða gaman. Við spil- uðum einnig við forstjóra Land- helgisgæslunnar um borð í varð- skipi.“ Hann segir meira þurfa til að vinna Útvegsspilið en að vera bara heppinn með teningana. „Yfirleitt í þeim spilum sem ég hef verið að hanna þá nota ég þessa aðferð, að gefa mönnum tækifæri til þess að vafra svolítið milli reita. Það hleyp- ir svolítilli spennu í þetta og þá verður þetta gaman.“ Í þjóðarsálinni Haukur kveðst gáttaður á því hversu mikla athygli endurútgáfa spilsins fær. „Ég vissi að það var áhugi fyrir þessu, það var búið að tala við mig svona af og til hvort ég ætlaði ekki að ráðast í þetta. Ég treysti mér bara ekki til þess því þetta er heljarinnar vinna. Þú get- ur rétt ímyndað þér vinnuna sem fer í að hanna svona bölvað rugl,“ segir hann og kímir við. „Það er meiriháttar djobb að teikna þetta upp og hugsa hvernig eigi að gera þetta og hanna reglur. Það tók fleiri mánuði bara að teikna þetta.“ Hann viðurkennir þó að vinnan hafi verið skemmtileg enda hafi hann áhuga á gerð spila. „Já, það var helvíti gaman. Það er skemmti- legt að eiga við spil.“ Spurður hvort hann telji spilið falla í kramið hjá spilurum í dag, segist Haukur telja að svo sé. „Mér heyrist það á strákunum, sem eru núna aftur í þessu, að við- brögðin séu hreint út sagt ótrúleg. Það er svo mikill áhugi fyrir þessu blessaða spili. Þetta er eitthvað í þjóðarsálinni, held ég,“ bætir Haukur við. Ef marka má eft- irspurnina eftir Útvegsspilinu sem hefur verið viðvarandi undanfarin ár og það verð sem fengist hefur fyrir heillegt eintak af spilinu þá sjaldan það ratar í Kolaportið, þá á hann kollgátuna. Eftirvæntingin sem ríkir fyrir endurútgáfunni er sömuleiðis til marks um að Útvegs- spilið á stað í hjarta þjóðarinnar. Gáttaður á viðtökum Útvegsspilsins Það hefur væntanlega ekki farið framhjá áhugamönnum um borðspil að til stendur að gefa Útvegsspilið sí- gilda út á nýjan leik. Spilið kom fyrst út árið 1977 og stóðu þeir Haukur Halldórsson, Tómas Tómasson og Jón Jónsson að útgáfunni. Það þótti sjálfsagt að takmarka hversu mikið hægt var að fiska í spilinu. Það vakti talsverða athygli þegar Útvegsspilið var gefið út árið 1977. Haukur Halldórsson ásamt syni sínum Krist- jáni Má, sem er einn þeirra sem nú standa að endurútgáfu Útvegsspilsins. Að þessu sinni eru það þeir Stefán Sigurjónsson, Lárus Óskarsson, Kristján Már Hauksson (sonur Hauks) og Haukur sem standa að út- gáfu spilsins. „Við hjá Spilaborg sáum mikið tækifæri í Útvegsspilinu og höfðum samband við Hauk og ræddum möguleikann á endurútgáfu,“ segir Stefán. „Við fundum strax gífurlegan áhuga og meðbyr svo við ákváðum að láta slag standa og gefa gamla góða Útvegsspilið út á ný, óbreytt og í sömu mynd og fyrsta útgáfan. Hún var með einhvern ódrepandi sjarma sem við viljum ekki stugga við enda upplifum við að við séum að fara með þjóðargersemi í framleiðslu og því rétt að sýna verkefninu viðeig- andi virðingu. Það gerum við til dæmis með því að framleiða spilið að öllu leyti á Ís- landi og handsmíða hús og skip úr balsavið. Við sjáum fram á færi- banda-frystihúsavinnu við samsetn- ingu og pökkun á fyrsta upplagi,“ út- skýrir hann. „Það er ljóst að það verður tak- markað magn í boði og þar sem eft- irspurnin er að verða ansi hávær stefnum við á að opna fyrir forsölu á fyrsta upplagi og gefa fólki færi á að tryggja sér eintak,“ bætir hann við. Gífurlegur meðbyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.