Morgunblaðið - 03.07.2020, Side 2

Morgunblaðið - 03.07.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þróunarfélagið mun koma að ýms- um atvinnutengdum verkefnum. Við sjáum fyrir okkur uppbyggingu í heilsutengdri þjónustu, hátækni, ferðaþjónustu og sjávarútvegi svo dæmi séu tekin,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranes- kaupstaðar. Vísar hann í máli sínu til stofnunar þróunarfélags um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Er verkefnið sam- vinnuverkefni Akraneskaupstaðar og Brims, en unnið hefur verið að undirbúningi þess í talsverðan tíma. Markmið verkefnisins er að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skap- andi greinar á svæðinu. Sömuleiðis er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð á Breið. Ráðgera má að fjöldi starfa kunni að skapast í tengslum við verkefnið. Að sögn Sævars er ómögulegt að segja til um hversu mörg störf muni skapast. Þau geti þó hlaupið á hundruðum. „Þetta getur gerst hratt og hægt. Við verð- um að sjá hvert þróunin leiðir okkur. Við erum núna að leggja af stað með stóran draum sem vonandi skilar okkur einhverju mögnuðu í framtíð- inni,“ segir Sævar. Byggt verður upp rannsóknar- og nýsköpunarsetur sem mun nýtast sem aðstaða fyrir frumkvöðla. Að verkefninu koma sautján fyrirtæki og stofnanir, þar á meðal Skaginn 3X, Álklasinn og Háskóli Íslands. „Þetta eru í það heila sautján aðilar sem ætla að stuðla að uppbyggingu á svæðinu. Hún mun m.a. fara fram í hinu mikla húsi sem HB Grandi hafði áður nýtt undir starfsemi sína. Þarna verður ólíkum aðilum gefinn kostur á að koma að rannsóknum og nýsköpun,“ segir Sævar, sem kveðst mjög bjartsýnn. „Ég er mjög stoltur að Þórdís Kolbrún ferðamálaráðherra skuli gerast verndari verkefnisins. Við og Brim leggjum síðan fjármagn í þetta til að vegferðin geti orðið að veru- leika,“ segir Sævar. Leggja af stað í spennandi vegferð Morgunblaðið/Eggert Verkefni Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra flutti ávarp við undirritun samkomulags um þróunarfélagið.  Akraneskaupstaður og Brim stofna saman þróunarfélag  Markmiðið að efla atvinnutækifæri og nýsköpun  Farið verður í mikla atvinnuuppbyggingu á Breið á Akranesi  Gæti skapað mörg störf Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, kom á fund borgarráðs Reykjavíkur í gær til að ræða brunann á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að fundurinn hafi fyrst og fremst ver- ið til upplýsingar, en algengt sé að slökkviliðið fundi með sveitarstjórn- um í kjölfar bruna. Mikið hefur verið rætt um aðbúnað íbúa hússins og þá staðreynd að 73 einstaklingar höfðu lögheimili í 192 fermetra íbúðareign, þótt ekki hafi svo margir búið í hús- inu. „Ég fann ekki annað en góðan sam- hljóm og að menn vildu setjast yfir þetta heildstætt en ekki ráðast í búta- saumsaðgerðir,“ segir Jón Viðar. Hann segir að í kjölfar brunans hafi slökkviliðinu borist fjöldi ábendinga frá fólki sem hafi áhyggjur af því húsnæði sem það búi sjálft í. „Fólki er brugðið og vill skoða og rýna í brunavarnir,“ segir Jón Viðar. Hann bendir á að slökkvi- liðið bjóði upp á þjónustu við fjölbýlis- hús eigendum að kostnaðarlausu. Stundum sé svo umfangsmikilla úr- bóta þó þörf að slökkviliðið ráðleggi fólki að fá sér hönnuð, brunaverk- fræðing eða arkitekt í málið. Á fundinum lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að innri endurskoðun Reykjavíkurborg- ar yrði falið að fara yfir afskipti eftir- litsaðila borgarinnar, þ.m.t. heilbrigð- iseftirlits, byggingarfulltrúa og slökkviliðs vegna brunans, og koma með tillögur til úrbóta. Afgreiðslu til- lögunnar var frestað en í samtali við Morgunblaðið segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, að hann eigi ekki von á öðru en að hún verði samþykkt. Allir átti sig á alvarleika málsins og mikilvægi þess að fara yfir hvað betur megi fara innan borgar- kerfisins. alexander@mbl.is Vilji til að ráðast í heild- stæðar lausnir eftir bruna  Margir haft samband við slökkvilið vegna eigin húsnæðis Jón Viðar Matthíasson Veðrið lék við Eyjamenn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni á fyrsta degi Goslokahátíðarinnar. Eyjamenn minnast þess nú að 43 ár eru í dag liðin frá því Heimaeyj- argosinu lauk. Sigurhanna Friðþórsdóttir er í goslokanefnd. Hún segir að fjöldi viðburða sé fyrirhugaður alla helgina, einkum menningarviðburðir og skemmtanir fyrir börn Vegna ástandsins í samfélaginu var ákveðið að blása ekki til dans- leiks á Skipasandi eins og fyrirhugað var, en hann hefur jafn- an notið mikillar hylli meðal eldri bæjarbúa og brottfluttra. Sigurhanna segir mikið um að brottfluttir Eyjamenn nýti tækifærið og komi í eyjuna á Goslokahátíðinni, jafnvel í meiri mæli en á Þjóðhátíðinni sjálfri. Meðal viðburða í dag verður leiksýning Bakkabræðra fyrir börn og Icelandair-mótið í golfi, en á sunnudag mun íþrótta- félag fatlaðra standa fyrir stórskemmtilegum ratleik um eyj- una. Fjöldi viðburða fyrirhugaður í Vestmannaeyjum þegar 43 ár eru liðin frá goslokum Líf og fjör á Goslokahátíð í Eyjum Hátíð Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Ómar Garðarsson. Málverkasýning Viðar Breiðfjörð listmálari á sýningu sinni. Morgunblaðið/Óskar Pétur Stemning Margir nutu góða veðursins og sátu úti við nýja brugghús bæjarins, Brothers Brewery, á fyrsta degi Goslokahátíðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.