Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020
Atvinnuauglýsingar
Álnabær
Verslunarstarf
Starfskraftur óskast í verslun okkar
í Síðumúla 32, Reykjavík.
Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18
alla virka daga.
Áhugasamir sendi umsókn á
ellert@alnabaer.is
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðb. kl. 9-16.
Hádegismatur kl. 11:30-13. Kaffisala kl. 14:45-15:30. Allir velkomnir í
Félagsstarfið, sími 411-2600.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Tæknilæsi kl. 09:00-
11:30. Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10:00. Tæknilæsi kl. 13:00-
15:30. Opið kaffihús kl. 14:15-15.00. Sjúkraþjálfari með einfaldar stykt-
ar og þolæfingar kl. 13, allir velkomnir. Erum að fara í sumarferð í
Hveragerði fimmtudaginn 9. júlí, hvetjum alla að koma með, skráning
í ferðina fer fram í síma 535-2760.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, spjall og kaffi kl. 8:50-11.
Listasmiðja opin kl. 9-16. Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:30-
11:30, aðgangur ókeypis. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Aukin vellíðan
kl. 13.30, aðgangur ókeypis. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Við vinnum eftir
samfélagssáttmálanum og þannig tryggjum við góðan árangur
áfram. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Gerðuberg 3-5 Kl. 08:30-16:00. Opin handavinnustofa kl. 10:00-
12:00. Prjónakaffi.
Hraunbær 105 Kl. 9:30-11:30 fyrirlestur byggður á jákvæðri sálfræði.
Farið yfir góð ráð og hagnýtar leiðir til að stuðla að jákvæðum tilfinn-
ingum, jákvæðri hegðun og jákvæðum hugsunum. Fyrirlesari er
Ingrid Kuhlman, meistari í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Kl. 13:00 dans-
leikfimi með Auði Hörpu. Dansinn hentar öllum og sporin eru létt og
einföld. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9:45. Gönguferð kl. 13:30
Korpúlfar Gönguhópar leggja af stað klukkan 10:00 frá Borgum og
inni í Egilshöll. Sumarnámskeið í dansi verður annan hvern föstudag
kl. 14:00. Sviðslistahópurinn Strengur verður með leiksýninguna
Endalausir þræðir í dag kl. 14 í Borgum, við hvetjum alla til að mæta.
Samfélagshús Sumarhópurinn okkar fer í ferð í Grasagarðinn og
eru allir velkomnir með. Þar fá þau fræðslu um garðinn kl. 12. Svo er
kíkt inn á kaffi Flóru. Næsta mánudag er hjá okkur hláturjóga kl. 14 og
hvetjum við ykkur til að mæta í það og hlæja með okkur!
Samfélagshúsið Vitatorgi Við byrjum daginn á hressandi dansleik-
fimi klukkan 9:30 í setustofu. Klukkan 11:30 er ferð í Grasagarðinn þar
sem við munum rölta um með leiðsögn og enda á kaffihúsinu Flóran
þar sem við fáum tilboð á kaffi og köku. Bingóið verður á sínum stað í
matsal á Vitatorgi og hefst klukkan 13:30. Vöfflukaffi í framhaldi af því.
Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kl. 10:30 er kaffispjall í króknum. Kl.11:00 er leikfimi í
salnum á Skólabraut. Kl. 13:30 er Samsöngur. Kl.14:00 er spurningar
gleði og happy hour. Hlökkum til að sjá ykkur. Eigið góðan dag og
góða helgi.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bíó kl. 13.00 (verður
í boði með auglýsingu í Selinu). Allir velkomnir. Síminn í Selinu er
568-2586.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Toyota Auris til sölu
Nýskr. 11/2007. Ek. 82 þús. km.
Bensín, beinsk., 5 gíra, 4ra dyra,
dökk blár. 4 ný heilsársdekk/vara-
dekk. Næsta skoðun 2021.
Smurbók(/þjónustubók. Reyklaust
ökutæki. Topp eintak.
Verð kr. 690.000.
Upplýsingar í síma 899 2599.
Smá- og raðauglýsingar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Atvinnublað
Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569 1100
Allar auglýsingar birtast í
Mogganum, á mbl.is og finna.is
✝ Þau mistökurðu við
vinnslu minningar-
greina í blaðinu í
gær að röng mynd
og æviágrip birtist
með eftirfarandi
minningargreinum.
Greinarnar eru
birtar aftur með
réttu æviágripi og
mynd.
Morgunblaðið
biður alla hlutaðeigandi inni-
lega velvirðingar á mistökunum.
Ragnhildur Kristborg fæddist
á Eskifirði 4. apríl 1950. Hún
lést á heimili sínu á Fáskrúðs-
firði þann 21. júní.
Foreldrar hennar voru þau
Kristinn Berg Pétursson sjó-
maður og seinna matráður hjá
ameríska hernum á Keflavíkur-
flugvelli og Vilborg Björnsdóttir
húsfreyja.
Ragnhildur var þriðja yngst í
aldursröð af 13 systkinum. Hún
átti 6 alsystkini og 6 hálfsystk-
dóttir, hún er gift Einari Guð-
mundi Þorvaldssyni. Börn
þeirra eru Aníta, Telma Ósk og
Þorvaldur. Telma Ósk á eitt
barn hann Aron Einar. 2) Rík-
arður Berg Bragason, hann er
kvæntur Ayusintu Dana Lestari.
Börn eru þau Kári, Ragna Lind,
Hafþór Berg, Rakhavalera,
Freyja Rún, Brynjar Ario. 3)
Þorbjörn Ingi Bragason, sam-
býliskona hans er Hrafnhildur
Sigurbjörnsdóttir. Börn eru þau
Kristján Ari, Guðrún María,
Hafliði Hallur, Bergrós Mía,
Benedikt Ingi og Guðbergur
Nói. 4) Jack Kristinn Simpson,
hann er kvæntur Estin Simpson.
Börn eru Auðunn Ezra, Eva
Lovísa, Lára Björg og Lilianne
Fjóla. 5) Díana Lynn Simpson,
hún er gift Kristjáni Þórði Snæ-
bjarnarsyni. Börn eru Ilmur Líf,
Ragnhildur Ósk og Snæbjörn.
Útför Ragnhildar fór fram í
kyrrþey frá Eskifjarðarkirkju.
Aðstandendur þakka hlýhug og
stuðning sem sýndur hefur verið
við andlát Ragnhildar.
ini. Nöfn þeirra eru
í aldursröð, Svan-
hildur Sigríður
Kristinsdóttir,
Haukur Zophanías-
son, Erna Hafdís
Berg Kristins-
dóttir, Kristín Árna
Zophaníasdóttir,
Birna Zophanías-
dóttir, Ragnar
Gunnsteinn Zoph-
aníasson, Björk
Hafrún Kristinsdóttir, Örn
Kristinsson, Helgi Grétar Krist-
insson, Unnar Kristinsson,
Steinunn Guðný Kristinsdóttir
og Eygló Hrönn Kristinsdóttir.
Ragnhildur giftist tvisvar,
fyrri eiginmaður hennar var
Bragi Benteinsson fyrrverandi
lögreglumaður. Hún kynntist
seinni eiginmanni sínum í Kefla-
vík honum Jackaray Simpson
hann starfaði sem flugvirki hjá
bandaríska hernum, hann lést
1986.
Börn Ragnhildar Kristborgar
eru 1) Guðbjörg Linda Braga-
Elsku mamma, að skrifa
minningargrein um þig núna er
mjög óraunverulegt, þú á fullu að
koma þér fyrir í nýju fínu íbúð-
inni þinni með glæný húsgögn
sem var nýbúið að kaupa.
Þú varst svo spennt að flytja
aftur austur á land, þú hafðir bú-
ið þar í átta daga þegar höggið
stóra kom, mamma farin. Hvern-
ig gat þetta gerst?
Lífið var ekki alltaf dans á rós-
um hjá þér en mikið áttum við
yndislegar stundir áður en þú
fórst austur, fá knúsin og koss-
ana, heyra elskan mín í lok allra
símtala er svo dýrmæt minning
sem maður heldur í.
Ég var voðalega mikil
mömmustelpa þegar ég var
yngri, vildi bara alltaf vera heima
með mömmu, fannst algjör
óþarfi að vera stunda einhver
diskótek og þannig ef ég gat ver-
ið heima í kósý með mömmu eða
hangið yfir henni þegar hún fékk
gesti. Við vorum alltaf að bralla
eitthvað saman ég og þú en ég
held að það hafi verið akkúrat
eins og þú vildir hafa það, við
tvær saman að brasa eitthvað.
Þú varst rosaleg glingurkona
og þar erum við ólíkar því ég er
andstæðan við það, þú vilt eiga
mikið af alls konar dóti en ég vil
eiga lítið dót, oft sagði ég,
mamma eigum við ekki bara
henda þessu, þú þarft ekkert á
þessu að halda en neibb það
mátti aldrei, þótt þú vissir að þú
myndir aldrei nota hlutinn í
framtíðinni. En maður brosir
bara yfir því núna.
Söknuðurinn er mikill, að
missa pabba þegar ég var lítil
stelpa og svo missa mömmu
núna. Þetta er erfitt og sárt en
mikið svakalega er ég þakklát
fyrir tímann okkar saman und-
anfarnar vikur. Þú komst reglu-
lega til mín í heimsókn, við sátum
og hekluðum, hlustuðum á tónlist
og höfðum það huggulegt í róleg-
heitunum og spjölluðum um
heima og geima. Elduðum góðan
mömmumat og áttum dásamleg-
ar stundir. Ég veit að þú varst
þakklát fyrir þennan tíma líka.
Þegar ég skutlaði þér á flugvöll-
inn og horfði á þig labba út í flug-
vél varstu alltaf að snúa þér við
og vinka aftur og aftur bless.
Ég veit að þú leitaðir mikið í
trúna og sér maður það þegar
maður er að ganga frá íbúðinni
þinni og fara yfir dótið þitt, aldr-
ei hafði ég spáð mikið í það en
trúin hjálpaði þér. Þú ert núna
komin til pabba og ég veit að
hann tekur vel á móti þér.
Guð geymi þig elsku mamma
og takk fyrir allar góðu stund-
irnar okkar saman, mun sakna
þín alltaf.
P.S. Bið að heilsa pabba og þú
mátt knúsa hann fast frá mér,
veit að fangið hans verður hlýtt.
Þín dóttir
Díana Lynn.
Elsku amma.
Þessir tímar hafa verið mjög
erfiðir. Þú varst tekin allt of
snemma frá okkur. En mikið er-
um við ánægðar að hafa eytt síð-
ustu tveim mánuðum með þér og
verðum ævinlega þakklátar fyrir
það. Við systurnar vorum búnar
að plana að koma austur og hitta
þig í júlí og eyða tíma með þér
eins og við vorum búnar að tala
um. Þú varst svo spennt að heyra
að við ætluðum að koma í heim-
sókn til þín og skoða nýju fallegu
íbúðina þína. Þú varst svo stolt af
sjálfri þér að koma þér úr að-
stæðunum sem þú hefur verið í í
langan tíma og byrja nýjan kafla
fyrir austan.
Við verðum alltaf þakklátar að
hafa verið hluti af nýja kaflanum
þínum og munum alltaf vera
stoltar af þér, elsku amma okkar.
Við munum alltaf muna eftir því
þegar þú komst í ferminguna
okkar og vorum við mjög ánægð-
ar að þú komst til að fagna með
okkur. Við náðum að taka svo
margar myndir saman og erum
mjög þakklátar að geta litið á
þær í framtíðinni og muna eftir
góðu tímunum sem við áttum á
þessum degi.
Svo munum við aldrei gleyma
því þegar við heyrðum í þér árið
2018 og kíktum í heimsókn. Við
sögðum þér hvernig okkur var að
ganga í framhaldsskóla og maður
sá stoltið á andlitinu þínu. Svo
fórum við systurnar í bíltúr til
Keflavíkur til þess að skoða
íþróttabúð sem var að loka og
enduðum á að kaupa okkur
jakka, áður en við fórum heim
ákváðum við að stoppa í Nettó og
kaupa okkur hressingu. Þar
varst þú í bílnum á móti okkur.
Þegar við vorum á leiðinni inn
fannst okkur þú vera svo kunn-
ugleg og trúðum því ekki að
þetta værir þú. Vorum ekki bún-
ar að sjá þig í dálítinn tíma þann-
ig að það var mjög gaman að hafa
hitt þig og tala aðeins saman áð-
ur en við þurftum að fara aftur til
Reykjavíkur. Við munum alltaf
muna eftir þessum tímum og
verðum við alltaf ánægðar þegar
við tölum saman um þessa tíma,
þetta eru svo góðar minningar
sem við eigum. Þú varst tekin of
snemma frá okkur, einmitt þegar
lífið var komið á góðan hraða og
þú varst umkringd fjölskyldunni
þinni, en við vitum að þú verður
alltaf með okkur. Við söknum þín
svo mikið, elsku amma. Hvíldu í
friði.
Ilmur Líf
og Ragnhildur Ósk.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig, kæra tengdamamma. Við
höfum átt margar góðar stundir
saman á þessum rúmu 23 árum
frá því ég fór að heimsækja ykk-
ur austur í Biskupstungur að elt-
ast við dóttur þína. Ég minnist
gestrisni þinnar alla tíð, kalkún-
ninn um jólin, þegar við Díana
nældum okkur iðulega í bita að
næturlagi. Hjá ykkur lærði ég að
njóta kalkúnasamlokunnar að
bandarískum sið. Það var alltaf
góður matur á borðum hjá þér og
þú sýndir börnunum þínum og
mér alltaf svo mikla væntum-
þykju og ást.
Það var alltaf mjög mikið hleg-
ið þar sem þú varst og einkennir
hlátur og gleði þessar samveru-
stundir. Þú varst hörkudugleg
kona, hafðir mikla ánægju af því
að hafa mikið dót í kringum þig
og fékkst nú oft að heyra að það
væri nú svolítið of mikið á köfl-
um.
Varst nú ekkert alltof kát eftir
að við Díana fluttum dótið úr
geymslunni yfir í nýja geymslu, í
einum af flutningunum, en þá
ákváðum við að taka svolítið til
og henda óþarfa hlutum.
Þegar ég lít yfir farinn veg er
eins og svo oft í lífinu ýmislegt
sem maður hefði viljað hafa með
öðrum hætti.
Það er þannig að lífið er ekki
alltaf dans á rósum og þú barðist
við mörg vandamál sem mér
finnst ótrúlegt að skuli hafa þurft
að lenda á einni og svo góðri og
hjartahlýrri manneskju. Það sem
situr eftir verða allar þær ynd-
islegu minningar sem við áttum
og verða ekki teknar frá okkur.
Það var okkur ómetanlegt að
fá að njóta síðustu 8 vikna með
þér.
Að fylgjast með þér ekki bara
að taka ákvörðun um að breyta
og bæta líf þitt heldur að fram-
kvæma það var hreint út sagt
magnað. Það var viljastyrkurinn
sem kom þér á miklu betri stað.
Það var fyrir viljastyrkinn
sem varð til þess að þessar 8 vik-
ur urðu svo góðar, matarboð,
samtöl og samvera sem verða
okkur svo dýrmæt héðan í frá.
Að sjá þig á nýju heimili þar
sem allt gekk svo vel, þú glamp-
aðir af stolti og ánægju með lífið.
Það er erfitt að hafa ekki náð
að heimsækja þig á nýja heimilið
en munaði þar eingöngu nokkr-
um vikum þar sem við vorum bú-
in að skipuleggja ferð austur. Ég
er svo stoltur af þér.
Mikið hefði verið gaman að fá
að njóta fleiri gæðastunda með
þér, kæra tengdamamma.
Hvíldu í friði, elsku Ragnhildur
mín.
Kristján Þórður
Snæbjarnarson.
Ragnhildur K.
Kristinsdóttir Simpson