Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Geta sveitarfélaga til að veita íbúum sínum þjónustu ræðst fyrst og fremst af skatt- tekjum sveitarfélagsins og stöðu A-hluta. Öðru hvoru hljóma raddir sem fara villur vegar og lýsa fjármálum Reykjavíkurborgar á versta veg. Í þeirri um- ræðu er ágætt að hafa í huga að skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er það lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Það þýðir að Reykjavík stendur betur en Garðabær, Seltjarnarnes, Mos- fellsbær, Kópavogur og Hafnar- fjörður. Skuldahlutfall Reykjavíkur lægst á höfuðborgarsvæðinu Skuldir Reykjavíkur eru töluvert lægri en skuldir annarra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem litið til skuldaviðmiða sveitar- stjórnarlaga eða skuldahlutfalls heildarskulda og skuldbindinga. Þetta segja okkur tölur úr ársreikn- ingum sveitarfélaganna fyrir árið 2019 eins og sjá má á töflunni hér til hliðar. Á meðan skuldahlutfall Reykjavíkurborgar er 52% er skuldahlutfall annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á bilinu 61- 108%. Borgin er vel rekin, með traustan og góðan fjárhag. Þetta birtist enn á ný í síðasta ársreikningi borgar- innar sem Sjálfstæðis- flokkurinn vildi ekki ræða, því hann taldi pólitíska umræðu um endurskoðunarstaðla mikilvægari. Sjálfs- mynd Sjálfstæðis- flokksins er byggð á því að enginn kunni að fara með opinber fjár- mál nema hann einn. Fjármál verða því að einhverri þráhyggju sem verður sérstak- lega vandræðaleg þeg- ar aðrir flokkar, líkt og Viðreisn, sýna að þeim er treyst- andi fyrir fjármálum. Umtalsvert meiri eignir borgarinnar Þeir sem mest vilja gera úr skuldum samstæðu Reykjavík- urborgar, og þar með talið Orku- veitu Reykjavíkur, líta gjörsamlega fram hjá þeim eignum sem koma á móti. Eignir og eigið fé á hvern íbúa Reykjavíkur er umtalsvert hærra en í nokkru öðru sveitarfélagi hérna á höfuðborgarsvæðinu. Eignir á hvern íbúa eru 2,6 sinnum meiri en í Garðabæ, sem er næsteignamest. Eigið fé Reykjavíkurborgar, á hvern íbúa er 2,5 sinnum meiri en í Garðabæ. Allt tal um alvarlega fjár- hagsstöðu Reykjavíkurborgar nú er því gjörsamlega úr lausu lofti gripið. Ákall sveitarfélaganna Eins og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa bent á í bréfum til ráðherra sveitarstjórnar- mála, munu sveitarfélögin á landinu verða fyrir miklu tekjufalli og stór- felldri útgjaldaaukningu vegna efnahagsáfallsins í kjölfar kórónu- veirufaraldursins. Sveitarfélög gera ráð fyrir að samanlögð útgjalda- aukning verði um 50 milljarðar á þessu ári og hinu næsta. Á þessu ári mun tekjufall sveitar- félaganna birtast strax í lækkuðum útsvarsgreiðslum og mun lægri framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna. Samdráttur og at- vinnuleysi mun leiða til stóraukinna framlaga til velferðarmála og ann- arrar grunnþjónustu sveitarfélaga, sem sveitarfélögin verða að standa undir. Möguleikar sveitarfélaganna til að auka tekjur sínar eru mjög tak- markaðar. Nú hafa einnig birst til- mæli frá ráðherra sveitarstjórn- armála, þar sem sveitarfélög eru hvött til að lækka álagningapró- sentu fasteignaskatta. Reykja- víkurborg hefur þegar ákveðið að lækka fasteignaskatta á atvinnu- húsnæði og álagning á íbúða- húsnæði í Reykjavík er sú lægsta á Íslandi. En ef ráðherra vill lækka tekjur annarra sveitarfélaga verður hann einnig að koma með lausnir um hvernig eigi að brúa bilið á milli mikilvægrar þjónustu og tekna. Verjum þjónustu og störf Á fimmtudag samþykkti borgar- ráð Reykjavíkur vinnu við gerð fjár- hagsáætlunar næsta árs. Um 75% af rekstri borgarinnar er vegna þjónustu við börn og foreldra vegna leikskóla, grunnskóla og frístundar og á sviði velferðarmála, svo sem gagnvart fötluðum, öldruðum og þeim sem þurfa á félagslegri aðstoð að halda. Við þær aðstæður sem eru uppi teljum við varhugavert að fara í mikinn niðurskurð til að ná rekstri borgarinnar í jafnvægi og viljum verja mikilvæga þjónustu. Því mun- um við gera ráð fyrir að Reykja- víkurborg, rétt eins og ríkið, verði rekin með halla á næsta ári. Ég tel einnig ekki rétt að auka á vanda efnahagslífsins með því að skera niður allar framkvæmdir borgarinnar og auka þannig at- vinnuleysið. Einnig þarf að læra af mistökum síðustu niðursveiflu, auka fjárfestingu og verja viðhald bygg- inga til að skapa ekki enn dýrari vanda fyrir framtíðina. Reykjavíkurborg er með traustan og góðan fjárhag og því í betri stöðu en mörg sveitarfélög til að takast á við harðan vetur. Við höfum veru- legar áhyggjur af þróun efnahags- mála á næstu misserum og viljum gjarna opna og góða umræðu um fjármál sveitarfélaga án upphróp- ana og sleggjudóma. Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur »Reykjavíkurborg er með traustan og góðan fjárhag og því í betri stöðu en mörg sveitarfélög til að takast á við harðan vetur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Reykjavík stendur vel Skuldir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Skuldahlutfall A-hluta skv. ársreikningum fyrir árið 2019 175% 150% 125% 100% 75% 50% 25% 0% Reykjavík Kópavogur Hafnar fjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær 91% 121% 155% 105% 115% 113% 52% 89% 108% 69% 61% 90% Skuldaviðmið Heildarskuldir og skuldbindingar Fátt er jafn óhollt nokkru samfélagi og það að ráðamenn verði haldnir þráhyggju og stjórn samfélagsins grundvallist á sam- særiskenningum. Al- gengustu samsæris- kenningar íslenskra ráðamanna og jafn- framt um íslenska ráðamenn eru um land- ráð og að ætla ráða- mönnum að þeir muni framselja ís- lenska hagsmuni til útlendinga, eftir atvikum erlendra ríkja, ríkja- sambanda eða erlendra fyrirtækja. Þráhyggjumenn Þannig segja þráhyggjumenn að aðild Íslands að alþjóðastofnunum sé framsal á íslenskum hags- munum undir „yfirþjóðlegt“ vald. Þá eru viðskiptasamningar, sem ís- lensk ríkisfyrirtæki og eftir atvik- um Landsvirkjun gera, svik við ís- lenska hagsmuni þar sem gagn- aðilinn kann að hagnast á samningunum og „hagnaðurinn“ af framleiðslunni endi í „útlöndum“. Einu gildir þótt hagnaður Lands- virkjunar sé ásættanlegur, að teknu tilliti til áhættu, sem er eins vel afmörkuð og hugsanlegt er í samningum. Sú hagfræði brjóst- vitsins er býsna algeng að ef einn hagnast í viðskiptum þá hljóti ann- ar að tapa. Öll viðskipti grundvallast á gagnkvæmum hagnaði, nema við- skipti í neyð. Neyð er enginn kaupmaður. Sama á við um al- þjóðasamninga, þar er markmið samningsaðila að undirgangast skyldur til þess að öðlast ábata. Ábatinn er meiri en kostnaðurinn af skyldunum. Til þess að svo megi verða þarf samningurinn að virka án yfirgangs eins eða samningsað- ila. Úrlausn ágreiningsefna hlýtur ávallt að verða fyrir sameigin- legum dómstól, sem hefur það að markmiði að viðkomandi alþjóða- samningur virki eins og honum er ætlað. Samsæri Alþingis Alla síðustu öld voru brigsl um að Alþingi og ráðamenn sætu á svikráðum við þjóðina. Þannig voru fyrstu 20 ár síðustu aldar eilíf brigsl um svik og undanlátsemi við Dani og danskan kóng. Hver var staða ráðherra Íslands gagnvart danska ríkisráðinu og kon- ungsvaldinu? Síðasti ráðherra Íslands sagði þessa deilu vera „formfræðilega“, hvað sem það þýðir nú, öld síðar. Öll stjórnmál frá heimastjórn til fullveldis eru mér óskiljanleg, nú öld síðar. Ég hef leitað eftir því á hvern veg ráðamenn hugðu að heimastjórn og á hvern veg full- veldi ætti að virka í atvinnulegu tilliti. Á hverju átti þessi deilu- gjarna þjóð að lifa að fengnu „sjálfstæði“? Sjálfsánægja ein- stakra ráðmanna var á kostnað þeirra er veittu þeim umboð. Sjálf- stæði er að sjálfsögðu innantómt hjal þegar atvinnulíf virkar ekki til að gera þegnana fjárhagslega sjálf- stæða. Forsetakosningar og málskotsréttur Í forsetakosningum eru fram- bjóðendur spurðir rækilega um af- stöðu þeirra til málskotsréttar for- seta samkvæmt íslensku stjórnar- skránni. Ummæli einstakra frambjóðenda verða gjarnan yfir- boð á umælum annarra frambjóð- enda, án þess þó að fyrirspyrjandi, eftir atvikum fréttamaður, átti sig á þeirri atburðarás, sem upp kann að koma ef svör frambjóðandans ganga eftir. Svör einstakra frambjóðenda verða helst túlkuð á þann veg að í landinu eigi að verða tvær ríkis- stjórnir, önnur fjölskipuð í skjóli einhvers meirihluta 63 kjörinna þingmanna, og hin sem skipuð er einum forseta sem kann að sitja með vald 63 alþingismanna á einni hendi. Það þarf ekki einu sinn at- beina forseta til að mynda ríkis- stjórn. Forystumenn stjórnmála- flokka geta leyst vandamál stjórnarmyndunar sín á milli, að teknu tilliti til þingræðisreglu. Og tilkynnt forseta niðurstöðu sína. Á sama hátt kannar forseti hvort lagasetning hafi verið rétt, að stjórnskipulegum hætti. Forseti kann að staldra við, ef hann telur að efni laga sé „svívirðilegt að al- mannaáliti“, svo sem lögleiðing dauðarefsinga. Nú er það auðvitað svo að í landi hér situr ein ríkisstjórn í umboði meirihluta kjörinna alþingismanna. Það heitir þingræðisregla en hún er hvergi skráð. En þingræðis- reglan skal virt, enda er hún að eðli í samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins. Fiskveiðar og orka Útfærsla fiskveiðalögsögunnar úr þremur sjómílum í 200 sjómílur endaði með úthlutun aflaheimilda á grundvelli manntals árið 1984. Þeir, sem stunduðu fiskveiðar í sínu nafni á því ári, fengu rétt til fiskveiða á komandi árum og gátu framselt þann rétt. Vilji Alþingis á hverjum tíma getur breytt þessari úthlutun. Þar var úthlutunin innan- lands og því ekki um föðurlands- svik að ræða. Langavitleysa síðasta árs á Al- þingi fjallaði um orkumál. Umræða um orkumál fór langt umfram það sem nokkur maður skyldi. Einföld atriði, eins og það að Orkustofnun voru færðar valdheimildir til neyt- endaverndar, urðu að föðurlands- svikum og að „kröfu um að Lands- virkjun“ yrði seld, og að hugsan- legur kaupandi yrði fjármála- ráðherra eða skyldmenni hans. Og svo „vofir yfir“ „fjórði orku- pakkinn“. Efni hans fjallar um: 1) Orkunýtingu 2) Að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu og raforkunotkun. 3) Samræmdar aðgerðir milli aðild- arríkja til að ná markmiðum Par- ísarsáttmálans. 4) Aukin réttindi raforkunotenda t.d. við eigin raforkuframleiðslu og aukið gegnsæi við innheimtu vegna raforkunotkunar. 5) Notkun snjalllausna á raforku- markaði til að auka öryggi raf- orkuafhendingar. Hvar er voveiflegt ágreinings- efni í þessum þáttum? Hver eru landráðin? Hví á forsetaefni og síð- ar forseti ef forsetaefnið hlýtur kjör, að leggja til að innleiðing þessara þátta í íslenska löggjöf verði tilefni til þjóðaratkvæða- greiðslu? Alþingismenn, aular og vanþekking Með svona rugli verða þjóðar- atkvæðagreiðslur marklausar. Jafnframt er verið að gefa í skyn að alþingismenn séu aular. Kann að vera að einhverjir séu það en alls ekki í sama mæli og forseta- frambjóðendur, sem tjá sig um skapandi stjórnskipunarrétt. Það kann að vera að umræða um orkumál grundvallist á vanþekk- ingu og að ákveðnir stjórnmála- menn vilji viðhalda vanþekkingu. Vanþekking eykur alls ekki hag- sæld. Fullyrðingar forsetaframbjóð- anda um að laun kjörinna fulltrúa og dómara hafi hækkað úr hófi fram eru rangar. Launabreytingar eru í fullu samræmi við aðrar launabreytingar í landinu. Röngum fullyrðingum og falsfréttum er ætl- að að auka trúverðugleika sam- særiskenninga. Samsæri og úrslit Úrslit forsetakosninga urðu í öf- ugu hlutfalli við umræðuefni. 90% af umræðu í aðdraganda kosninga fóru í málskotsrétt og ímyndað neitunarvald. Yfir 90% þeirra sem greiddu atkvæði og tóku afstöðu höfnuðu ruglinu. Oft er reynt að sanna orð um- boðsmanns biskups; „Við íslend- ingar erum períferískir menn og sjáum aldrei það sem er sentralt í hlutum“. Þráhyggju tókst það ekki í þessum forsetakosningum. Það er ekkert samsæri til að berjast gegn. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Nú er það auðvitað svo að í landi hér sit- ur ein ríkisstjórn í um- boði meirihluta kjörinna alþingmanna. Það heitir þingræðisregla en hún er hvergi skráð. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Þráhyggja og samsæri Morgunblaðið/Ómar Umræður „Langavitleysa síðasta árs á Alþingi fjallaði um orkumál.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.