Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott,
hollt
og næringar
ríkt
Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
50 ára María er
fædd og uppalin í
Hörgárdal en býr
núna í Reykjavík.
Hún er stúdent frá
MA og íslenskufræð-
ingur frá HÍ. Í aldar-
fjórðung hefur hún
starfað sem íslenskukennari í fram-
haldsskóla, þar af 20 ár í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Þar er hún
jafnframt félags- og forvarnafulltrúi.
Maki: Ágúst Ólafsson, f. 1971,
íþróttakennari við MR.
Börn: Íris Björk Ágústsdóttir, f. 2001,
fornmálanemi í MR, og Ásta Björk
Ágústsdóttir, nemi í Hlíðaskóla, f.
2005.
Foreldrar: Jórunn Sigtryggsdóttir, f.
1950, d. 2002, og Kristján Ingi Her-
mannsson, f. 1939, búsettur á Akur-
eyri. Þau voru bændur í Lönguhlíð í
Hörgárdal.
María Björk Kristjánsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Reyndu að hafa alla þræði í hendi
þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir
sem þig dreymir um. Síðdegis gerist eitt-
hvað skrýtið og skemmtilegt.
20. apríl - 20. maí
Naut Kláraðu allt sem fyrir liggur áður en
þú byrjar á nýjum verkefnum. Njóttu samt
lofsins því þú átt það skilið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ástæðulaust að fá sektar-
kennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig.
Meira en er raunsætt, heilbrigt eða skyn-
samlegt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú munt eiga í byrjunarörðugleikum
þegar þú hefst handa við stórt verkefni sem
þér verður falið. En það er bara tímabundið
ástand.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gerðu ráð fyrir einherju óvæntu frá
yfirmanni þínum. Fólk er ekki að reyna að
ergja þig þó að það geri mistök.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Takirðu áhættu þarftu líka að vera
maður til að taka afleiðingunum. Skoðaðu
mál þín á raunsæjan hátt og þá skilurðu
betur viðbrögð þín og getur breytt þeim.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú skalt hafa það markmið þennan
mánuðinn að vera skýr í samskiptum.
Hraðar er ekki betra og hægar er ekki verra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur náð takmarkinu sem
þú stefndir að síðustu vikurnar. Allir munu
njóta þess að fá hól frá þér í dag og heillandi
persónuleiki þinn sýnir öllum hve einlægur
þú ert.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Fátt jafnast á við skemmtilegar
umræðustundir í hópi góðra vina. Skoðaðu
hvert mál vandlega áður en þú tekur af-
stöðu. Láttu stoltið ekki hindra þig núna því
þú þarft á hjálp að halda.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Eigirðu erfitt með að gera upp
hug þinn getur reynst gagnlegt að leita ráða
hjá öðrum. Mundu bara að ekki eru allir við-
hlæjendur vinir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú gætir fengið tækifæri til að
láta gott af þér leiða í dag. Gefðu þér tíma til
að rækta sjálfan þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ofurkraftur þinn er samúð. Sökum
þessa getur þú forðast neikvæðar aðstæður
með því að loka á hvaðeina sem er niður-
drepandi.
H
örður Felix Harðar-
son minnist upp-
vaxtaráranna á Sel-
tjarnarnesi með
miklum hlýhug. Þar
óx hann úr grasi frá þriggja ára
aldri og var byggðin á Nesinu þá
enn að taka á sig mynd. „Mikið var
af opnum svæðum og algjör veisla
fyrir krakka að alast þarna upp við
mikið frelsi og ævintýri. Við kom-
umst upp með að djöflast og leika
okkur í nýbyggingum, hoppa fram
af húsþökum og heyja alls konar
stríð þar sem bogar og örvar komu
við sögu. Sterkustu minningarnar
eru þó tengdar grasvelli sem börn-
in kölluðu Diddó, þar sem við vor-
um í fótbolta alla daga og langt
fram á kvöld, og gerðum varla hlé á
leiknum nema rétt til að skjótast
heim til að ná í eina samloku.“
Hörður Felix gekk í Mýrarhúsa-
skóla og Valhúsaskóla en fór að því
loknu í Verzlunarskóla Íslands. Að
loknu stúdentsprófi tók við laga-
nám við Háskóla Íslands og útskrif-
aðist hann árið 1995. Hörður hóf þá
störf sem fulltrúi hjá Lögmönnum
Mörkinni, nú Mörkinni lögmanns-
stofu. Árið 1999 fór Hörður til
náms við Háskólann í Exeter í
Englandi og lauk þar mastersprófi
(LLM) í Evrópurétti ári síðar. Að
námi loknu varð Hörður einn eig-
enda Markarinnar lögmannsstofu
og hefur starfað þar alla tíð síðan,
að undanskildu 8 mánaða tímabili
þegar hann var yfirlögfræðingur
Glitnis banka. Á árunum 2003 til
2005 nam Hörður samkeppnisrétt
við King‘s College í Lundúnum
samhliða vinnu. Hann var prófdóm-
ari við lagadeild Háskóla Íslands til
fjölda ára, stundakennari og síðar
aðjúnkt í samkeppnisrétti við sama
skóla. Hann hefur skrifað all-
margar ritrýndar greinar á sviði
lögfræði auk greina sem birst hafa
í fjölmiðlum.
Árið 1996 hlaut Hörður réttindi
til málflutnings fyrir héraðsdómi,
og fyrir Hæstarétti 2001. Hann hef-
ur flutt fjölda mála á öllum dóm-
stigum og fyrir EFTA dómstólnum.
Hörður hefur verið áberandi í
mörgum af stærri dómsmálum
undanfarinna ára, jafnt í einka-
málum sem sakamálum.
Hörður hefur tekið virkan þátt í
starfi KR og var sæmdur silfur-
merki félagsins. Hann hóf snemma
að stunda íþróttir og fór þar mest
fyrir knattspyrnu. Gekk Hörður til
liðs við KR um leið og hann hafði
aldur til og vann til fjölmargra
verðlauna í yngri flokkum. Vegna
þrálátra meiðsla þurfti hann að
leggja skóna á hilluna en sneri sér
þá að golfiðkun og varð m.a. klúbb-
meistari í Nesklúbbnum og spilaði
með unglingalandsliði Íslands á
Norðurlanda- og Evrópumóti 1997.
Íþróttir spila enn stórt hlutverk í
lífi Harðar og hefur hann m.a.
stundað kraftlyftingar og hlaupið
hálfmaraþon nokkrum sinnum,
bæði innanlands og erlendis. Hjól-
reiðar hafa bæst við í seinni tíð og
Hörður jafnframt duglegur að
stunda stangveiði, vatnasport af
ýmsu tagi og skíði.
Hörður var varamaður í áfrýj-
unardómstóli KSÍ til fjölda ára og
gegnir því starfi enn. Hann sat í
stjórn Lögmannafélags Íslands
2009 til 2011 auk þess að sinna öðr-
um verkefnum fyrir félagið. Þá hef-
ur Hörður setið í stjórn margra
fyrirtækja.
Með knattspyrnuna í blóðinu
Spurður hvort íþróttameiðslin
hafi nokkuð bundið enda á það sem
leit út fyrir að yrði glæstur knatt-
spyrnuferill segir Hörður að í yngri
flokkum hafi hann varla talist sá
besti eða næstbesti í liðinu en lík-
lega hafi þjálfurunum þótt hann
hafa leiðtogahæfileika sem komu
sér vel fyrir liðið og var Hörður
gjarnan í stöðu miðvarðar. „Ég
hafði gott auga og var þokkalega
efnilegur, en líka seinþroska og full
lítill á þessu tímabili í lífinu þó að
ég hafi síðar orðið stærri og sterk-
ari,“ segir hann en Hörður átti ekki
langt að sækja hæfileikana því faðir
hans, Hörður Felixson, og föður-
bræður, þeir Bjarni og Gunnar
Felixsynir, spiluðu allir með ís-
lenska landsliðinu í knattspyrnu.
Lengi býr að fyrstu gerð og hafa
íþróttirnar fylgt Herði alla ævi.
Strax á táningsaldri myndaði hann
vinatengsl við félagana í KR sem
hafa varað allt fram á þennan dag.
Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður – 50 ára
Fyrirmynd Hörður með tveimur barna sinna, þeim Mikael og Kristel.
Fékk gott uppeldi hjá KR
Fjör Íþróttir, stangveiði og vatnasport af ýmsu tagi eru í uppáhaldi.
Ljósmynd/ RÚV Tryggvi Aðalbjörnsson
Áhrif Hörður hefur komið að
fjölda mikilvægra dómsmála.
40 ára Rúna Birna
fæddist í Reykjavík en
ólst upp á Bolungarvík.
Frá Vestfjörðum flutti
hún til Danmerkur en
þaðan lá leiðin til Auð-
kúluheiði í Húnavatns-
sýslu. Núna býr Rúna
Birna á Leirvogstungu í Mosfellsbæ.
Hún útskrifaðist sem viðskipta- og mark-
aðsfræðingur frá HR 2005 og lauk MBA frá
sama skóla 2014.
Maki: Jón Örn Jónsson, f. 1976, umsjón-
armaður fyrir Eþíópíumarkað hjá Reykjavik
Geothermal.
Börn: Kristján Hagalín Jónsson, f. 2003,
Katla Rún Jónsdóttir, f. 2005, d. 2007,
Arent Orri Jónsson, f. 2002, Steinun Thalia
Jónsdóttir, f. 2003, Hjördís Arna Jóns-
dóttir, f. 2010, Jakob Esra Jónsson, f. 2012.
Foreldrar: Kristjana Arnadóttir hjúkr-
unarfr., f. 1955 og G. Hagalín Guðmunds-
son rafmagnstæknifr., f. 1954.
Rúna Birna Hagalínsdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Viktor Nino L. Gunnlaugsson
fæddist 28. júní 2019 kl. 0.07. Hann vó
3.686 g og var 54 cm langur. Foreldrar
hans eru Lani P. Limotan og Gunnlaugur
Einarsson.
Nýr borgari