Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Keflavík fer vel af stað í Lengju- deild kvenna í fótbolta eftir fall úr efstu deild síðasta sumar, en liðið vann 5:0-stórsigur á Augnabliki á heimavelli í gærkvöld og komst fyr- ir vikið í toppsætið. Voru Keflvík- ingar komnir í 4:0 í hálfleik og seinni hálfleikurinn var forms- atriði. Aníta Lind Daníelsdóttir gerði tvö mörk fyrir Keflavík og þær Dröfn Einarsdóttir, Paula Wat- nick og Natasha Anasi skoruðu einnig. Augnablik er með eitt stig eftir tvo leiki. Haukum var spáð góðu gengi fyrir mót en Haukakon- ur eru aðeins með einn sigur eftir 2:2-jafntefli við ÍA á heimavelli. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir kom ÍA yfir en Vienna Behnke og Krist- ín Fjóla sneru taflinu við með mörk- um í sitt hvorum hálfleiknum. ÍA átti hins vegar lokaorðið því Erla Karítas Jóhannesdóttir jafnaði sex mínútum fyrir leikslok. Þá skildu Grótta og Afturelding jafnar, 0:0. Kaela Dickerman fékk besta færi leiksins fyrir Aftureldingu en hún nýtti ekki vítaspyrnu á 43. mínútu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Haukar Vienna Behnke skoraði fyrir Hauka en það dugði ekki til sigurs. Keflavíkurkonur einar á toppnum eftir stórsigur HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Hin 23 ára gamla Ragnheiður Júl- íusdóttir hefur síðustu ár verið einn allra besti leikmaður úrvalsdeildar- innar í handknattleik. Skyttan hefur allan ferilinn leikið með uppeldis- félaginu Fram og þrisvar fagnað Ís- landsmeistaratitlinum og tvisvar bikarmeistaratitlinum. Þá hefur hún leikið 25 landsleiki. Landsliðið hefur undanfarnar tæpar þrjár vikur æft saman en liðið leikur í forkeppni HM 2021 í nóvember eða desember. Ís- land verður í öðrum styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla 8. júlí. Morgunblaðið ræddi við Ragn- heiði fyrir landsliðsæfingu í vikunni og hún viðurkenndi að vera enn svekkt yfir að Fram hafi ekki fengið tækifæri til að endurheimta Íslands- meistaratitilinn, en tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar áður en úrslitakeppnin fór af stað. Fram varð því að láta sér nægja að verða deildar- og bikarmeistari en Vals- konur verða áfram Íslandsmeist- arar, þrátt fyrir yfirburði Fram á síðustu leiktíð. Sennilega svekkt að eilífu „Ég er enn þá svekkt. Við vorum búnar að standa okkur ótrúlega vel allt tímabilið og vorum flottar í bik- arnum. Okkur langaði rosalega að vinna þetta í ár eftir að hafa tapað þessu í fyrra, þess vegna er ég mjög svekkt og verð sennilega svekkt að eilífu. Ég er nokkurn veginn komin yfir þetta, en þetta er samt svekkj- andi. Það svíður mjög að Valur sé enn ríkjandi meistari, en það voru tveir titlar í boði í vetur og við tókum þá báða, svo við verðum að byggja á því,“ sagði Ragnhildur. Segir hún landsliðsæfingarnar hafa verið með rólegu móti til þessa. „Þetta er búið að vera rosalega ró- legt, við erum aðeins að slípa okkur saman og fara yfir ákveðnar áherslur og leikskipulag. Það er mjög mikilvægt að koma okkur inn í þessa hluti þar sem það vantar nokkuð marga leikmenn. Það eru nokkrar sem eru annaðhvort alveg nýjar eða nýbyrjaðar í landsliðinu og það er skemmtilegt.“ Ragnheiður er mjög góður skot- maður og gerði hún 113 mörk í 18 leikjum með Fram í vetur. Var hún eini leikmaður liðsins sem skoraði yfir 100 mörk, en eftir nokkurra vikna hlé viðurkennir hún að það þurfi að stilla miðið á ný. „Það er mismunandi eftir liðum hvernig við höfum æft. Við hjá Fram höfum ekki verið mikið með bolta, við tókum ein- hverjar fjórar æfingar í maí og þess vegna var smá skrítið að byrja að skjóta almennilega á markið. Ég finn að höndin mín er ekki eins og hún er vön að vera. Þetta kemur með hverri æfingunni, en maður er smá ryðgaður og það er eðlilegt. Ég þarf aðeins að stilla miðið.“ Nýliðar í landsliðinu Markverðirnir Andrea Gunn- laugsdóttir og Katrín Ósk Magnús- dóttir og útispilararnir Ragnheiður Tómasdóttir og Katrín Tinna Jens- dóttir eru í hópnum, en þær hafa ekki leikið með A-landsliðinu áður. Þá hefur Mariam Eradze aðeins leikið einn leik og Sandra Erlings- dóttir tvo. Það er því meira um reynsluminni leikmenn í hópnum en oft áður. „Þær eru að koma vel inn í þetta og hafa komið á óvart. Þær eru búnar að vera flottar og þetta er góð reynsla fyrir þær að koma inn og fá að upplifa hvernig við erum á æfing- um og fara eftir því sem við höfum lagt áherslu á.“ Fá yngri leikmenn tækifæri m.a. vegna þess að fyrirliðinn Karen Knútsdóttir, Þórey Rósa Stef- ánsdóttir og Esther Óskarsdóttir eru allar með barni og vantar því reynslumikla leikmenn í liðið. „Það er mikill missir, þær eru búnar að vera okkar helstu leikmenn í lands- liðinu í mörg ár og það er gríðar- legur missir að vera ekki með þær. Nú kemur maður í manns stað og það er mikilvægt að fá þennan tíma til að fara yfir hlutina og sjá hvernig þeir koma inn í þetta.“ Íslenska liðið lék síðast keppnis- leik 29. september síðastliðinn gegn Frakklandi í undankeppni EM. Var undankeppninni aflýst vegna kór- ónuveirunnar og verður því komið meira en ár frá síðasta keppnisleik þegar liðið leikur í forkeppninni. Ragnheiður hefur hinsvegar litlar áhyggjur af stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ef við fáum al- mennilegan tíma til að æfa saman núna og í september þá hef ég ekki áhyggjur. Við verðum allar með fé- lagsliðunum okkar í sumar og við verðum flottar þegar að því kemur,“ sagði hún. Tekur Fram fram yfir atvinnumennsku Framarinn hefur vakið athygli er- lendis fyrir góða frammistöðu und- anfarin ár, en hún hefur ekki áhuga á að reyna fyrir sér í atvinnu- mennsku á næstunni. „Ég hef pælt í því og ég hef fengið fyrirspurnir ut- an frá en eins og staðan er í dag þá er ég ótrúlega ánægð með Fram og mér líður vel þar. Mér finnst ég allt- af vera að bæta og tímabilið í vetur var eitt besta tímabilið mitt til þessa. Eins og er þá er ég ekki að pæla í at- vinnumennsku, en við sjáum hvað gerist,“ sagði Ragnheiður Júlíus- dóttir. Svíður mjög að Valur sé enn meistari Morgunblaðið/Árni Sæberg Skorar Ragnheiður Júlíusdóttir var næstmarkahæst í deildinni með 113 mörk í þeim 18 leikjum sem Fram hafði spilað þegar keppni var aflýst.  Ragnheiður er á sumaræfingum með landsliðinu fyrir forkeppni HM Lengjudeild karla Þróttur R. – Þór........................................ 0:2 Staðan: Þór 3 3 0 0 7:3 9 Keflavík 2 2 0 0 9:1 6 Fram 2 2 0 0 5:1 6 ÍBV 2 2 0 0 4:1 6 Leiknir R. 2 1 1 0 3:1 4 Grindavík 2 1 0 1 2:2 3 Víkingur Ó. 2 1 0 1 2:4 3 Vestri 2 0 1 1 0:2 1 Magni 2 0 0 2 1:4 0 Leiknir F. 2 0 0 2 2:6 0 Afturelding 2 0 0 2 2:7 0 Þróttur R. 3 0 0 3 1:6 0 2. deild karla KF – Kári .................................................. 3:2 Kórdrengir – Njarðvík............................. 3:0 Staðan: Kórdrengir 3 3 0 0 9:0 9 Haukar 2 2 0 0 6:3 6 Njarðvík 3 2 0 1 5:5 6 Fjarðabyggð 2 1 0 1 5:3 3 Selfoss 2 1 0 1 5:5 3 KF 3 1 0 2 3:4 3 ÍR 2 1 0 1 2:4 3 Víðir 2 1 0 1 1:3 3 Þróttur V. 2 0 2 0 2:2 2 Kári 3 0 1 2 6:8 1 Dalvík/Reynir 2 0 1 1 1:4 1 Völsungur 2 0 0 2 3:7 0 Lengjudeild kvenna Haukar – ÍA .............................................. 2:2 Keflavík – Augnablik ............................... 5:0 Grótta – Afturelding ................................ 0:0 Staðan: Keflavík 3 2 1 0 10:1 7 Haukar 3 1 2 0 5:3 5 Grótta 3 1 2 0 2:1 5 Tindastóll 2 1 1 0 3:1 4 Afturelding 3 1 1 1 2:2 4 ÍA 3 0 3 0 4:4 3 Víkingur R. 2 0 1 1 1:3 1 Augnablik 2 0 1 1 1:6 1 Fjölnir 2 0 0 2 0:3 0 Völsungur 1 0 0 1 0:4 0 2. deild kvenna Álftanes – Fram........................................ 3:1 ÍR – Grindavík .......................................... 1:3 Staðan: HK 2 2 0 0 6:0 6 FHL 2 2 0 0 8:5 6 Álftanes 2 2 0 0 5:2 6 Hamrarnir 3 2 0 1 6:5 6 ÍR 3 1 1 1 6:7 4 Grindavík 3 1 0 2 6:6 3 Fram 3 0 1 2 7:11 1 Sindri 2 0 0 2 2:4 0 Hamar 2 0 0 2 1:7 0 England Sheffield United – Tottenham ................ 3:1 Manchester City – Liverpool .................. 4:0 Staðan: Liverpool 32 28 2 2 70:25 86 Manch.City 32 21 3 8 81:33 66 Leicester 32 16 7 9 60:31 55 Chelsea 32 16 6 10 57:44 54 Manch.Utd 32 14 10 8 51:31 52 Wolves 32 13 13 6 45:34 52 Sheffield Utd 32 12 11 9 33:32 47 Arsenal 32 11 13 8 47:41 46 Tottenham 32 12 9 11 51:44 45 Burnley 32 13 6 13 36:45 45 Everton 32 12 8 12 40:47 44 Crystal Palace 32 11 9 12 28:37 42 Newcastle 32 11 9 12 33:43 42 Southampton 32 12 4 16 41:55 40 Brighton 32 7 12 13 34:44 33 West Ham 32 8 6 18 38:56 30 Watford 32 6 10 16 29:49 28 Aston Villa 32 7 6 19 36:60 27 Bournemouth 32 7 6 19 30:54 27 Norwich 32 5 6 21 25:60 21 Svíþjóð Gautaborg – AIK ..................................... 1:0  Kolbeinn Sigþórsson lék fyrri hálfleikinn með AIK. Hammarby – Varberg............................. 1:0  Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna- hópi Hammarby. Örebro – Häcken ..................................... 0:0  Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik- mannahópi Häcken. Staða efstu liða: Norrköping 5 4 1 0 14:5 13 Malmö 5 2 3 0 8:5 9 Sirius 5 2 2 1 8:7 8 Gautaborg 5 2 2 1 7:6 8 Varberg 5 2 1 2 9:6 7 Tyrkland B-deild: Istanbulspor – Akhisarspor ................... 0:1  Theódór Elmar Bjarnason lék fyrstu 70 mínúturnar með Akhisarspor. Spánn Eibar – Osasuna ....................................... 0:2 Real Sociedad – Espanyol ....................... 2:1 Real Madrid – Getafe............................... 1:0 Staða efstu liða: Real Madrid 33 22 8 3 61:21 74 Barcelona 33 21 7 5 74:35 70 Atlético Madrid 33 15 14 4 43:25 59 Sevilla 33 15 12 6 48:33 57 Villarreal 33 16 6 11 53:40 54 Getafe 33 14 10 9 42:31 52 Real Sociedad 33 15 5 13 50:42 50 Athletic Bilbao 33 12 12 9 38:28 48 Granada 33 13 7 13 40:38 46  Liverpool, sem varð Englands- meistari í fótbolta síðastliðinn fimmtudag, fékk stóran skell gegn Manchester City í ensku úrvals- deildinni í gær í fyrsta leik liðsins eftir að titillinn var í höfn, 4:0. Svo virtist sem leikmenn Liverpool væru pakksaddir og City gekk á lagið. Raheem Sterling, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið með Liver- pool, reyndist sínum gömlu fé- lögum erfiður og skoraði hann eitt mark og átti stóran hlut í tveimur til viðbótar, eins og Kevin De Bruyne. Þrátt fyrir úrslitin munar enn 20 stigum á liðunum; Liverpool er með 86 stig og Manchester City 66. Hefur Liverpool nú tapað tveim- ur leikjum á leiktíðinni, einum fleiri en á síðustu leiktíð. Í Sheffield gerðu heimamenn í Sheffield United sér lítið fyrir og unnu öruggan 3:1-sigur á Totten- ham. Sheffield United er í sjöunda sæti með 47 stig, fimm stigum frá Manchester United í fimmta sæti. AFP Erfiður Raheem Sterling reyndist fyrrverandi liðsfélögum sínum erfiður. Meistararnir aftur niður á jörðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.