Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 32
Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans, eða Byzantine Silhouette, kemur fram í Flóa í Hörpu í kvöld, 3. júlí, kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af sumardagskrá Jazzklúbbs- ins Múlans. Skuggamyndir frá Býsans er skipuð Hauki Gröndal, Ásgeiri Ásgeirssyni, Þorgrími Jónssyni og Erik Qvick. Hljómsveitin, sem er fræg fyrir flutning á balkantónlist, fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Á dagskrá tónleikanna verður nýtt efni í bland við eldra af efnisskrá sveitarinnar; tónlist frá Grikklandi, Búlg- aríu, Makedóníu og Tyrklandi. Skuggamyndir frá Býsans leikur balkantónlist í Hörpu í kvöld FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 185. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðskona í handknattleik úr Fram, kveðst ekki vera búin að jafna sig á því að Ís- landsmótið skyldi vera blásið af í mars því það þýðir að Fram fékk ekki tækifæri til að ná Íslandsmeistaratitl- inum úr höndum Vals. „Ég verð sennilega svekkt að ei- lífu,“ segir Ragnheiður, sem æfir af krafti með íslenska landsliðinu þessa dagana, en það býr sig undir for- keppni heimsmeistaramótsins. »26 Verður svekkt að eilífu yfir því að ná ekki meistaratitlinum af Val ÍÞRÓTTIR MENNING Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Um og yfir 100 stelpur sækja æfingabúðir sem Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta úr Val, hefur staðið fyrir á sumrin síðan árið 2008. Stelpubúðir Helenu eru einu sumarnámskeiðin í körfubolta sem eru einungis fyrir stúlkur og hefjast þau í tólfta skiptið í lok þessa mánaðar. „Þegar ég var yngri var lítið úrval af æfingabúðum, hvað þá fyrir stelpur. Mér fannst skemmtilegt að geta boðið upp á eitthvað sem var ekki til staðar þegar ég var yngri og er ekki til staðar annars staðar ennþá. Stelpur eru oft kannski feimnar og finnst erfiðara að vera í æf- ingabúðum með strákum,“ segir Helena. Æfingarnar fara fram í Origo-höllinni yfir eina helgi í lok júlí þar sem farið verður í körfubolta og styrktaræf- ingar og fyrirlestur haldinn um andlega heilsu. Í vetur þjálfaði Helena stúlkur á aldrinum 8 til 9 ára, en hjá þeim hópi snýst þjálfunin um meira en einungis tækni og styrk. Í enda tímabilsins skildi Helena eftir já- kvæð og uppbyggjandi skilaboð til hvers leikmanns. „Ég hef verið að þjálfa í mörg ár en aldrei svona ung- ar. Þú ert ekkert að kenna þeim voða mikið í körfu en frekar að láta þær verða ástfangnar af körfubolta, hafa gaman í körfu, vilja halda áfram og tileinka sér íþróttina. Maður reynir auðvitað að leggja sig fram við að hafa þetta skemmtilegt, svo að hver og ein geti fundið sig,“ segir Helena. Í maí tilkynnti Helena að hún ætti von á öðru barni sínu og tekur hún því hlé frá spilamennsku. Þó mun hún stíga inn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val í körfubolta og hlakkar til að geta lagt sig fram á nýj- um vettvangi. „Ég gerði þetta fyrir 2 til 3 árum með Haukum. Ég held það verði bara skemmtilegt fyrir mig að fá annað hlutverk en að sitja á bekknum,“ segir hún. Helena reiknar með því að geta byrjað að spila með Val eftir áramót og hlakkar til að fara aftur á völlinn. „Ég er 32 ára núna og miðað við íslensku deildina er ég orðin frekar gömul, því hún er frekar ung, deildin. Mér líður enn bara vel í líkamanum og finnst gaman í körfubolta. Mig langar ekkert að hætta strax. Ég ætla bara að reyna að komast til baka sem fyrst eftir þessa meðgöngu og fæðingu og vonandi spila meira í einhver ár. Maður vonar að allt gangi vel svo maður geti komið til baka sem fyrst,“ segir Helena. - Hvað heillar þig mest við körfubolta? „Ég hef verið í körfubolta síðan ég var fimm ára. Þetta hefur verið stór hluti af lífi mínu og gefið mér ótrúlega mikið. Ég hef búið í mörgum öðrum löndum en Íslandi og fékk náttúrulega háskólamenntun út á þetta. Svo hef ég alltaf verið virkur einstaklingur og þetta svalar þeim þorsta. Síðan er gaman að vera í liði. Liðsfélagarnir eru alltaf til staðar fyrir mann.“ Vekur körfubolta- áhugann á sumrin Ljósmynd/Aðsend Vinsælt Æfingabúðirnar hafa verið fjölsóttar á undanförnum árum. Um og yfir hundrað stelpur sækja búðirnar.  Helena Sverrisdóttir með körfuboltabúðir í tólfta sinn Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Helena „Þetta hefur verið stór hluti af lífi mínu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.