Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir
höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim
sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi.
Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar.
alltaf veit betur
Verð: 149.990 kr.
Lyklaskápur sem
Anna Hrefna Ingimundardóttir,forstöðumaður efnahagssviðs
SA, ritar grein á vef samtakanna og
ræðir dökkar efnahagshorfur.
Seðlabankinn geri ráð fyrir 6%-10%
samdrætti lands-
framleiðslunnar og
til viðbótar sé talið
að atvinnuleysi
verði 7%-10%, sem
sé meira en sást í
kjölfar falls bank-
anna fyrir rúmum
áratug.
Um þetta segir Anna Hrefna:„Svo lengi sem hátt atvinnu-
leysisstig verður ekki viðvarandi
munu heimilin þó geta tekist á við
þessar aðstæður. Helsta áhyggju-
efni atvinnurekenda er íþyngjandi
skattlagning og hár launakostn-
aður. Þrátt fyrir að niðursveifla
hafi þegar verið hafin í hagkerfinu
fyrir farsóttina stóð árshækkun
launavísitölunnar í 6,4% í lok maí.“
Óhætt er að taka undir meðÖnnu Hrefnu að áhyggjuefni
atvinnulífsins er hár launakostn-
aður og háir skattar. Til að verja
störfin og minnka atvinnuleysið er
eðlilegt að horfa til þess að lækka
launatengda skatta og tekjuskatta
almennings.
Tryggingagjaldið þarf að lækkaverulega og skynsamlegt væri,
í það minnsta tímabundið, að fella
það alfarið niður. Þá þyrfti að
lækka tekjuskatt einstaklinga, sem
er orðinn allt of hár, og í því sam-
bandi mætti ræða lækkun launa eða
í það minnsta frystingu þeirra,
enda yrðu ráðstöfunartekjurnar
svipaðar en launakostnaðurinn
minni.
Með slíkum aðgerðum mætti sláá atvinnuleysið og ýta undir
hagvöxt sem er það sem sárlega
vantar.
Anna Hrefna
Ingimundardóttir
Íþyngjandi skattar
og launakostnaður
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt
og við hömumst við að afgreiða mál á
hverjum einasta degi,“ segir Unnur
Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumála-
stofnunar.
Stofnuninni hefur ekki tekist að
anna þeirri spurn sem verið hefur
eftir hlutabótaleið stjórnvalda.
Þannig voru um síðustu mánaðamót
um 260 einstaklingar sem áttu eftir
að fá greiddar hlutabætur vegna
maímánaðar. Það er um 1% af heild-
arfjölda á hlutabótaleiðinni í þeim
mánuði, samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumálastofnun. Vonast er til þess
að hægt verði að ljúka þessum mál-
um í byrjun næstu viku.
Atvinnurekandi sem Morgunblað-
ið ræddi við í vikunni sagði að þetta
hefði komið starfsfólki sínu afar illa.
Dæmi væri um að fólk gæti ekki
greitt húsaleigu af þessum sökum.
„Við höfum ekki náð að anna öllu
enda vorum við ekki hönnuð fyrir
þennan fjölda umsókna. Þetta voru
um 50 þúsund manns í apríl og maí
og kerfið sprakk. Við vonumst til að
ná að vinna niður þennan skafl í júlí
og ágúst,“ segir Unnur en náms-
menn hafa verið fengnir til starfa hjá
VMSÍ til að flýta fyrir afgreiðslu.
Bíða enn hlutabóta frá því í maí
Um 260 manns hafa ekki fengið greitt
Kerfi Vinnumálastofnunar „sprakk“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Atvinna Enn er beðið eftir
greiðslum á hlutabótaleiðinni.
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Bruna hratt, stoppa, gista? Þær eru
margar spurningarnar sem fara í
gegnum hug hins erlenda ferða-
manns er hann þeysist um landið.
Í nýútkominni skýrslu Ferða-
málastofu er ljósi varpað á mismun-
andi ferðavenjur erlendra gesta á
fjórum þéttbýlisstöðum á Íslandi
sumarið 2019: Borgarnesi, Akureyri,
Mývatni og Höfn í Hornafirði.
Hver staður hefur sitt aðdráttar-
afl. Á Akureyri höfðu ferðamenn
lengsta dvöl (sólarhring) og nutu
þess að heimsækja Lystigarðinn og
kirkjuna og drekka kaffi. Það skilaði
sér vel í kassann: meðalútgjöld
ferðamannsins voru tæpar 16 þús-
und krónur. Í Mývatnssveit var það
helst náttúran sem heillaði og Jarð-
böðin í lok dags. Heimtan var ekki
síðri, eða um 15 þúsund.
Ferðamenn um Höfn voru á þeim
skónum að njóta slökunar og góðra
veitinga, sem að meðaltali skilaði
rúmum tíu þúsund krónum.
Asinn virtist einkenna þá sem um
Borgarfjörðinn fóru. Dvalartíminn
var þar stystur (9 klst.) en dvölin var
nýtt til að rétta úr fótum, versla og
sækja söfn. Stutt dvöl skilaði minna,
eða rúmum sjö þúsund krónum.
Skýrslan sýnir að ánægja reyndist
alls staðar mikil, eða 94-99%. Var
þar helst náttúrufegurð sem heillaði.
Töluverður breytileiki kom þó fram í
meðalskori. Norðlendingar geta vel
við unað með +79 (Mývatn) og +78
(Akureyri). Lítil framboð afþrey-
ingar, skortur á gistiframboði og
hátt verðlag dregur Borgarfjörð nið-
ur í +62. Af svipuðum ástæðum, auk
kvartana um lélegt ástand á tjald-
svæði, rekur Höfn lestina með +30.
Hver staður með
sitt aðdráttarafl
Könnun Ferða-
málastofu á háttsemi
erlendra gesta
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Hvert skal fara?
Kostirnir eru margir víða um land.