Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION EXTENDED EDITION EXTENDED EDITION Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Sýnd með íslensku tali Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listamaðurinn Þórarinn við uppsetningu sýningarinnar en hann leikur sér í verkunum með klisjur hryllingsmynda. „Flestir alvörumyndlistarmenn eru með eins konar vírus sem þeir geta ekki losnað við. Þetta er eins og að kreista bólu, maður verður að losna við eitrið úr líkamanum,“ svarar Þórarinn Jónsson myndlistarmaður þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi nú ákveðið að sýna ný verk, eftir að hafa haldið sig að mestu til hlés á sýningavettvangi síðustu ár. Sýn- inguna kallar hann Dauðar myndir og verður hún opnuð á morgun, laugar- dag, klukkan 16 í Gallery Porti að Laugavegi 23b. „Ég hef alltaf haldið áfram að gera myndlist en hef lítið verið að sýna hana,“ bætir hann við, ef frá eru taldar einstaka samsýningar. Það vekur athygli að Þórarinn sýnir nú málverk. Hann segist hafa málað mikið á unglingsárum en hætti því þegar hann hélt á sínum tíma til BA- náms í Kanada, þar sem áherslan var á myndbandalist og gjörninga, og síðan tók við meistaranám í Prag, með áherslu á skúlptúr og innsetningar. Þórarinn komst í fréttirnar á náms- tímanum í Toronto þegar hann gerði verkið „This is not a bomb“, skúlptúr úr tré sem leit út eins og sprengja sem leiddi til þess að honum var vísað þar úr landi. Og hann segir að fyrri atlaga hans að meistaraverkefni í Prag hafi valdið usla og miklum deilum innan matsnefndarinnar, sem var skipuð málsmetandi listamönnum þar í landi. Það var innsetning í katakombum í Prag, með abstrakt pyntingartólum. „Þeim þótti ég leika mér of mikið með sögu þeirra. Þeir eru algjörlega kon- septúal og mínimalískir gagnvart eigin sögu og finnst erfitt að einhver spili með fagurfræði tékkneskrar sögu. Það endaði á því að ég tók aðra önn í viðbót til að fá gráðuna. Ég gerði þá annað verk sem var miklu pólitískara en samt minna umdeilt, um sjálfsmorðs- sprengju-hryðjuverk.“ En nú er Þórarinn búinn að vera að mála og þema verkanna sem hann sýnir er klisja hryllingsmynda. Hefur það efni kallað á hann? „Ég ólst upp við hryllingsmyndir og náði að spilla litla bróður mínum með sama hobbýi.“ Hann segir þá bræður hafa verið með pistil í Lestinni á Rás 1 á dögunum, um dauða íslensku vídeó- leigunnar en hryllingsmyndir voru af- ar vinsælar á leigunum. „Það er eitthvað sammannlegt við það að vilja láta hræða sig,“ segir hann. En er hryllingur í málverk- unum? „Þau eru óhugnanleg, ég myndi ekki segja að það sé hryllingur. Það sem hræðir er það sem er ósagt, það er ýjað að atburðunum.“ En eftir að hafa ekki málað árum saman, gekk vel að byrja aftur? „Já já,“ svarar Þórarinn. „En einu málverkin sem ég málaði á um 15 ára tímabili voru portrettmyndir af kis- unum mínum, sem hanga uppi á vegg hjá mér þar sem ég bý á Seyðisfirði.“ efi@mbl.is Ósagður hryllingur  Þórarinn Jónsson myndlistarmaður er farinn að mála aftur og sýnir splunkunýjar Dauðar myndir í Gallery Porti Fégræðgi hefur orðið mörg-um að falli og oftar en ekkibitnar hún á þeim sem sístskyldi. Mons Kallentoft gerir þessu góð skil í glæpasögunni Brennuvörgum, þar sem öllu er snú- ið á hvolf og allt er falt fyrir peninga. Slæmur aðbúnaður erlends vinnu- afls víða um heim hefur lengi verið í umræðunni. Ill meðferð á farand- verkamönnum, sem hafa unnið við byggingu knattspyrnuvalla vegna heimsmeistaramótsins í Katar 2022, hefur harðlega verið gagnrýnd á ný- liðnum árum. Mons Kallentoft gríp- ur boltann á lofti, en þótt Katar sé langt frá Svíþjóð á græðgin sér eng- in landamæri og höfundur gerir sér mat úr því. Mons Kallentoft gerir ofbeldi í víðara samhengi að stefi sínu og leggur út frá því að í raun skipti ekki máli hvar farandverkamað- urinn stingur nið- ur fæti, því alls staðar sé traðkað á honum. Hann kemur þessu svo vel til skila að sá sem hér slær á lyklaborðið var lengi með óbragð í munni eftir lesturinn á Brennuvörgum. Græðgin teygir anga sína víða og það gera líka fjölskyldur. Fjöl- skylduböndin eru misjafnlega sterk en allir fæðast með gott blóð í hjarta og sjálfsbjargarviðleitnin og blóð- bönd halda mörgum gangandi. En ekki verður við allt ráðið þrátt fyrir góðan vilja og tónninn er að ef til vill er sumum fyrir bestu að sætta sig við orðinn hlut, taka því sem að höndum ber, gefast upp og deyja. Óbeint spyr höfundur hvort lífið, að minnsta kosti hjá sumum, sé í raun þess virði að lifa því, hvort heimur dauðra sé ekki ákjósanlegri, þó síðar verði. Svari því hver fyrir sig, en umfjöllunarefnið, græðgin, hvað sem hún kostar, er brýnt og að- kallandi. Spennuhöfundur „Fégræðgi hefur orðið mörgum að falli og oftar en ekki bitnar hún á þeim sem síst skyldi. Mons Kallentoft gerir þessu góð skil.“ Allt öfugsnúið í græðginni Spennusaga Brennuvargar bbbbn Eftir Mons Kallentoft. Jón Þ. Þór íslenskaði. Ugla útgáfa 2020. Kilja, 375 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.