Morgunblaðið - 10.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddvitiViðreisnar í borgarstjórn og
formaður borgarráðs, og Eyþór
Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn, rituðu
á dögunum greinar
um skuldastöðu
borgarinnar. Þórdís
Lóa fullyrti að borg-
in stæði vel og ein-
blíndi í því sambandi
á skuldastöðu borg-
arsjóðs en sleppti
öðrum skuldum
borgarinnar, sem
eru miklar og að
hluta til á ábyrgð
borgarsjóðs þannig
að fráleitt er að
horfa fram hjá þeim.
Eyþór svaraðiþessum skrif-
um og benti á að „samstæða borg-
arinnar skuldar yfir þrjú hundruð
milljarða og er eina sveitarfélagið,
sem skuldar yfir 150% af tekjum, á
höfuðborgarsvæðinu.“
Þegar þetta 150% skuldahlutfaller borið saman við meðaltal
hinna sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu, sem er 95%, sést
hve ískyggileg staðan er hjá borg-
inni.
Það alvarlega er að skuldir borg-arinnar hafa hækkað stöðugt
allt kjörtímabilið og hækkuðu um 20
milljarða í fyrra, í því góðæri sem
þá ríkti, þvert á fyrirheit í sáttmála
meirihutans, eins og Eyþór benti á.
Skuldasöfnun Reykjavíkur er að-eins enn ein birtingarmynd
þeirrar óreiðu sem ríkir í stjórn
borgarinnar. Sá vandi minnkar ekki
við það að borgarfulltrúar Við-
reisnar eða aðrir innan meirihlut-
ans stingi höfðinu í sandinn og telji
sjálfum sér trú um að allt sé í himna-
lagi.
Þórdís Lóa
Þórhalldsóttir
Sjálfsblekkingin
bætir ekki stöðuna
STAKSTEINAR
Eyþór Arnalds
Þýska rannsóknarskipið RV Sonne
hefur undanfarna daga sinnt rann-
sóknum innan efnahagslögsögu Ís-
lands á hafstraumum í Norður-
Atlantshafi. Sást til þess að störfum
á miðunum fyrir austan landið, en
samkvæmt ferðaáætlun þess verður
skipið til sjós í Norðurhöfum fram til
25. júlí og heldur þá til hafnar í
Emden. Ekki er gert ráð fyrir að
skipið komi hér að landi, samkvæmt
upplýsingum frá Landhelgisgæsl-
unni.
Ásgrímur Ásgrímsson, fram-
kvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá
Landhelgisgæslunni, segir mjög al-
gengt að rannsóknarskip séu að
störfum innan efnahagslögsög-
unnar, og jafnvel algengara en fólk
gruni. „Þetta er mest yfir skárri
helming ársins en þó erum við farnir
að sjá þetta oftar yfir allt árið.“ Ás-
grímur segir það tilfinningu sína að
komum rannsóknarskipa hafi fjölg-
að mikið, en sum þeirra eigi einfald-
lega viðkomu í íslenskum höfnum án
þess að stunda rannsóknir innan
efnahagslögsögunnar. sgs@mbl.is
Kannar hafstrauma
innan lögsögunnar
Komur rannsóknaskipa algengari
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Hafstraumar Þýska rannsóknarskipið RV Sonne sést hér við störf.
Þinglýstir leigusamningar um
íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæð-
inu voru 60,1% fleiri í júní síðast-
liðnum en í júní í fyrra. Á landinu
öllu voru þinglýstir leigusamningar
um íbúðarhúsnæði 47,7% fleiri í júní
2020 en í júní 2019. Alls var þinglýst
610 leigusamningum um íbúðar-
húsnæði í júní í fyrra en 901 í júní
2020, að sögn Þjóðskrár Íslands.
Hlutfallslega var fjölgun slíkra
leigusamninga á milli júní 2019 og
júní 2020 mest á Suðurlandi, eða
64,3%.
Margrét Kristín Blöndal, tals-
maður Samtaka leigjenda á Íslandi,
sagði að af síðum á samfélagsmiðlum
sem fjalla um leigumarkað íbúðar-
húsnæðis mætti ráða að framboð af
leiguhúsnæði væri nú meira og fjöl-
breyttara en það var.
„Það hefur aukist mikið að leigðar
séu út íbúðir með öllu tilheyrandi,“
sagði Margrét. Hún sagði það benda
til þess að um væri að ræða íbúðir
sem áður hefðu verið leigðar í
skammtímaleigu til erlendra ferða-
manna en væru nú komnar í lang-
tímaleigu til fólks sem býr hér.
„Viðbjóðsholurnar sem verið er að
leigja fátækum standa þó enn fyrir
sínu og eru ekkert að hverfa,“ sagði
Margrét. Hún sagði að leiguverð
hefði lækkað aðeins í byrjun kórónu-
veirufaraldursins en síðan hefði það
hækkað aftur. gudni@mbl.is
Leigusamningum fjölgaði milli ára
Algengt að fullbúnar íbúðir séu til leigu Áður líklega leigðar ferðamönnum
Morgunblaðið/Arnaldur
Leigusamningar Fleirum þinglýst.
Sérstakur rekstrarstuðningur til einkarekinna fjölmiðla
Auglýst er eftir umsóknum einkarekinna fjölmiðla um sérstakan rekstrarstuðning sem veittur verður á
árinu 2020. Umsóknir skulu sendar fjölmiðlanefnd fyrir 7. ágúst 2020.
Í 9. gr. laga nr. 37/2020 er mennta- og menningarmálaráðherra veitt heimild til að veita sérstakan
rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Í greininni eru tilgreind nokkur skilyrði fyrir rekstrarstuðningi
og einnig getið sérstakra atriða sem þurfa að koma fram í umsókn. Þá segir í 2. mgr.: „Við ákvörðun um
fjárhæð sérstaks rekstrarstuðnings skal m.a. litið til launa, fjölda starfsmanna og verktakagreiðslna vegna
miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni á ritstjórnum árið 2019, útgáfutíðni og fjölbreytileika fjölmiðla.
Endanlegt hlutfall ræðst af fjölda umsókna og skal setja hámark á stuðning til einstakra fjölmiðla.
Úthlutun sérstaks rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla skal fara fram eigi síðar en 1. september
2020.“
Samkvæmt ákvæðum fyrrgreindrar 9. gr. laga nr. 37/2020 hefur mennta- og menningarmálaráðherra
sett reglugerð nr. 670/2020 um fyrirkomulag sérstaks rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla. Til
úthlutunar verða 400 millj.kr.
Í reglugerðinni eru tilgreind skilyrði fyrir stuðningi og er umsækjendum bent á að kynna sér þau. Einnig
hvaða kröfur eru gerðar um gögn sem eiga að fylgja umsókn.
Einnig geta þeir sem starfrækja staðbundna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins sótt um styrk úr
byggðaáætlun. Til ráðstöfunar úr byggðaáætlun eru 5 millj.kr. og ræðst styrkfjárhæð til hvers umsækjanda
af fjölda gildra umsókna.
Umsóknargögn og leiðbeiningar eru á vefsíðu fjölmiðlanefndar, www.fjolmidlanefnd.is. Þar eru tvö skjöl
sem umsækjendur sækja og fylla út. Mikilvægt er að öll fylgiskjöl fylgi með umsókn.
Umsóknir skulu berast á netfang fjölmiðlanefndar, postur@fjolmidlanefnd.is, fyrir miðnætti 7. ágúst nk.
Ef spurningar vakna um hvernig eigi að fylla umsóknina út er hægt að senda fyrirspurn á framangreint
netfang.
Fjölmiðlanefnd, 10. júlí 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/