Morgunblaðið - 10.07.2020, Page 24

Morgunblaðið - 10.07.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020 75 ára Jan ólst upp í Limmared í Vestur- Gautlandi í Svíþjóð en kom fyrst til Íslands 1970 og býr í Reykja- vík. Hann var klæðskeri á Savile Row í London og er stofnandi Don Cano og Cintamani og var leiðandi í hönnun og framleiðslu á útivistarfatnaði hjá 66° norður. Maki: Larissa Davidsson, f. 1970 í Kasakstan, heimavinnandi. Dætur: Gréta Sandra, f. 1973, og Freyja Andrea, f. 1976. Barnabörn eru þrjú. Foreldrar: Gunnar Davidsson, f. 1909, d. 1985, klæðskeri, og Greta Davidsson, f. 1911, d. 1974, söngkona. Þau voru búsett í Limmared. Jan Davidsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er eins og allt nái að sleppa fyrir horn hjá þér í dag. Ef þú ferð eitt- hvert, reyndu þá að fara á kunnuglegan stað. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gætir uppgötvað alveg nýja tekjumöguleika í dag. Nýttu hvert fé- lagslegt tækifæri til hins ýtrasta. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er engin ástæða fyrir þig til þess að bera ábyrgð á öllum sem í kring- um þig eru. Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa og dragðu þann lærdóm af sem nauðsynlegur er þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Maður er manns gaman og það getur verið reglulega ánægjulegt að eyða dagstund í góðra vina hópi. Brettu upp ermarnar og taktu fram verkfæratöskuna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Varastu að dreifa kröftum þínum um of, því þá áttu á hættu að koma litlu sem engu í verk. Ef þú reynir of mikið mun það sleppa frá þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það þýðir ekkert annað en að sækja málin af festu og láta hvergi deigan síga þótt eitthvað blási í móti. Forðastu að skuldbinda þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun og mátt ekki efast um eigin dómgreind. Settu þig inn í málið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Í dag verða hlutverkaskipti. Gættu þess bara að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt fá jákvæð viðbrögð við verkefni sem þú hefur unnið að. Ann- aðhvort muntu slá í gegn eða ákveða að breyta um starfssvið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt hitta einhvern sem er á sömu bylgjulengd og þú sjálfur. Búðu þig undir hörð átök um starfsaðferðir þínar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Stundum er nauðsynlegt að halda fólki í ákveðinni fjarlægð. Til þín kann að verða leitað sem sáttasemjara og þá hefur þú þitt á tæru. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að njóta allra samskipta við vandamenn þína, einkum börnin. En það kemur annar dagur og sjálfsagt að halda þá áfram. Sinntu því sem máli skiptir og gleymdu ekki sjálfum þér. alþjóðlegu tengslaneti á sínu sviði. Á Íslandi stofnaði Alfreð Nautic ehf. Eftir að hafa fengið stórt hönn- unaverkefni í Rússlandi stofnaði Al- freð Nautic RUS 2017, skipahönn- unarstofu í St. Pétursborg. Í Nautic og Nautic RUS starfa 55 fagmenn og -konur við skipahönnun og smíða- teikningar tíu frystitogara og fjög- urra 63 metra langra línuskipa fyrir Norrebo, sem er stærsta rússneska útgerðarfyrirtækið. Dvelur Alfreð langdvölum í Rússlandi við uppbygg- Grenivík, þeim Jóhanni Adólf Odd- geirssyni eða „Dolla“, og sonum hans, þeim Oddgeiri og Guðjóni. Eftir störf við skipahönnun og eftirlit með skipasmíðum til fjölda ára m.a. með viðkomu í Asmar í Concep- tion í Chile 2000-2002, Gdansk/ Gdynia í Póllandi 2005-2008, Celik- trans í Tyrklandi 2014-2016, hafði Al- freð öðlast alhliða og alþjóðareynslu á sviði viðskipta- og lagaumhverfis þegar kom að skipahönnun og smíði. Jafnframt kom Alfreð sér upp öflugu A lfreð Tulinius fæddist 10. júlí 1960 á Akureyri og sleit barnskónum á „Eyrinni“. Hann óx og dafnaði við ilminn frá Kaffibrennslu Akureyrar í bland við súkkulaðilminn frá sælgætisverk- smiðju Lindu. Bakgarðurinn var æv- intýraheimur Slippstöðvarinnar og smábátahöfnin á Akureyri. Síðar þegar hann flutti í þorpið var það peningalyktin frá loðnubræðslunni í Krossanesi sem fyllti vit Alfreðs sem gjarnan svaf við galopinn norð- angluggann, sumar sem vetur. Tólf ára gamall fór Alfreð í sveit í Sigluvík á Svalbarðsströnd og dvaldi gjarnan sumarlangt og fram yfir slát- urtíð næstu árin og sem kaupamaður til 17 ára aldurs. Skólagangan hófst í Oddeyrar- skólanum á Akureyri en Alfreð lauk síðan námi við Tækniskólann á Ak- ureyri 1979. Árið 1981 héldu Alfreð og Bergljót konan hans til Danmerk- ur þar sem hann nam við Helsingör Teknikum, og lauk þar B.Sc.-gráðu í skipatæknifræði 1985. Næstu tvö ár- in þar á eftir dvöldu þau hjónin, ásamt frumburði sínum í Kaup- mannahöfn meðan Alfreð starfaði hjá Ramböll & Hanneman við hönnun og eftirlit með miðlægu hitakerfi Kaup- mannahafnar. Eftir flutning aftur til Íslands 1987 starfaði Alfreð hjá Skipatækni hf. við skipahönnun. Árið 1991 flutti fjölskyldan til Kanada þar sem Alfreð lauk MBA-námi við Uni- versity of Western Ontario í London í Ontario. Alfreð er mikill keppnismaður og var liðtækur og kraftmikill körfu- knattleiksmaður á sínum yngri árum, fyrst með KA á Akureyri, síðar Þór og á námsárum sínum í Danmörku varð hann meðal annars danskur meistari í greininni með liði sínu þar, en lagði íþróttina á hilluna eftir þrálát hnémeiðsli. Starfssvið Alfreðs hefur alla tíð tengst alhliða skipahönnun, verkfyrirkomulagi og búnaði skipa. Á yngri árum stundaði Alfreð sjálfur sjómennsku með hléum og samhliða námi á Verði og Hákoni ÞH með frændum sínum, útgerðarmönnum og skipstjórum í útgerðinni Gjögri frá ingu og þekkingaryfirfærslu íslensks hugvits til handa ungum og efnileg- um verkfræðingum Nautic RUS. Al- freð og Nautic eru meðal annarra stofnendur að Knarr Maritime Con- sortium – samsteypu íslenskra þekk- ingarfyrirtækja sem hafa það að markmiði að markaðssetja íslenskt hugvit og tækni tengt íslenskum sjáv- arútvegi og heildarlausnum í nýsmíð- um fiskiskipa. Fjölskylda Eiginkona Alfreðs er Bergljót Tul- inius Gunnlaugsdóttir, f. 3.2. 1960, upplýsingafræðingur við framhalds- skóla. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Bergljótar eru hjónin Sig- ríður Jóhanna Bjarnadóttir, f. 19.3. 1927, húsfreyja frá Ögurnesi í Ísa- fjarðardjúpi, og Gunnlaugur Finns- son, f. 11.5. 1928, kennari, bóndi, al- þingismaður og kaupfélagsstjóri frá Hvilft í Önundarfirði. Börn Alfreðs og Bergljótar eru 1) Arnar Þór Tulinius, f. 9.6. 1986, lækn- ir í Gautaborg, kona hans er Berglind Ingibertsdóttir, f. 24.9. 1985, börn þeirra eru Baldur Logi Tulinus og Bergþóra Iðunn Tulinius; 2) Steinar Þorri Tulinius, f. 22.2. 1989, deild- arstjóri Nautic í Rússlandi og á Ís- landi, unnusta hans er Olga Mas- urova frá St. Pétursborg; 3) Karitas Lotta Tulinius, f. 18.11. 1999, nemi við Listaháskóla Íslands, sambýlismaður Alfreð Tulinius, skipaverkfræðingur og stjórnarformaður Nautic ehf. – 60 ára Í St. Pétursborg Öll fjölskyldan saman komin á skrifstofu Nautic RUS árið 2018. Hannar skip í Rússlandi Forsetaheimsókn Alfreð ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- ráðherra, Guðna Th. Jóhannessyni forseta og Berglindi Ásgeirsdóttur, fyrr- verandi sendiherra í Rússlandi, á skrifstofu Nautic RUS árið 2018. 40 ára Ingi ólst upp í Breiðholti og Kópa- vogi en býr í Hafnar- firði. Hann er fram- kvæmdastjóri Bíla- nausts, sem selur varahluti og bíla- tengdar vörur. Maki: Ingibjörg Ása Júlíusdóttir, f. 1985, grunnskólakennari í Hörðuvalla- skóla í Kópavogi. Synir: Styrmir Þór, f. 2015, og Júlíus Þór, f. 2018. Foreldrar: Hörður Sigurgeirsson, f. 1955, vann við blikksmíðar, síðast hjá Blikkási Funa, búsettur í Reykja- nesbæ, og Sigrún Arnarsdóttir, f. 1953, ráðherrabílstjóri, búsett í Breið- holti. Ingi Þór Harðarson Til hamingju með daginn New York Max Oddsson fæddist 30. júní 2019 í New York. Hann vó 3.400 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Inga Nova Oddsson og Baldvin Oddsson. Nýr borgariSVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.