Morgunblaðið - 10.07.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
Pepsi Max-deild karla
Breiðablik – FH........................................ 3:3
Fylkir – KA............................................... 4:1
Staðan:
Breiðablik 5 3 2 0 12:6 11
Valur 5 3 0 2 13:6 9
Fylkir 5 3 0 2 9:5 9
KR 4 3 0 1 5:4 9
ÍA 5 2 1 2 11:8 7
FH 4 2 1 1 9:10 7
Stjarnan 2 2 0 0 6:2 6
HK 5 1 2 2 11:13 5
Víkingur R. 5 1 2 2 6:9 5
Grótta 5 1 1 3 7:12 4
KA 4 0 2 2 4:9 2
Fjölnir 5 0 1 4 4:13 1
3. deild karla
Sindri – Ægir ............................................ 4:2
Elliði – Reynir S. ...................................... 2:2
KFG – KV ................................................. 0:3
Staðan:
Reynir S. 4 3 1 0 10:7 10
KV 4 3 0 1 12:5 9
Sindri 4 2 1 1 8:7 7
Tindastóll 4 2 1 1 7:7 7
KFG 4 2 0 2 10:9 6
Ægir 4 2 0 2 9:9 6
Elliði 4 1 2 1 8:5 5
Augnablik 4 1 2 1 6:6 5
Álftanes 4 1 2 1 4:4 5
Einherji 4 1 1 2 7:12 4
Höttur/Huginn 4 0 1 3 6:9 1
Vængir Júpiters 4 0 1 3 2:9 1
2. deild kvenna
HK – ÍR..................................................... 3:0
Grindavík – Álftanes ................................ 6:0
Hamar – Sindri ......................................... 4:2
Staðan:
HK 4 4 0 0 13:0 12
Grindavík 4 2 0 2 12:6 6
Hamrarnir 3 2 0 1 6:5 6
FHL 3 2 0 1 8:9 6
Álftanes 3 2 0 1 5:8 6
ÍR 4 1 1 2 6:10 4
Hamar 3 1 0 2 5:9 3
Fram 3 0 1 2 7:11 1
Sindri 3 0 0 3 4:8 0
England
Everton – Southampton.......................... 1:1
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem
varamaður á 43. mínútu hjá Everton.
Bournemouth – Tottenham..................... 0:0
Aston Villa – Manchester United ........... 0:3
Staðan:
Liverpool 34 30 2 2 75:26 92
Manch.City 34 22 3 9 86:34 69
Chelsea 34 18 6 10 63:46 60
Leicester 34 17 8 9 64:32 59
Manch.Utd 34 16 10 8 59:33 58
Wolves 34 13 13 8 45:37 52
Sheffield Utd 34 13 12 9 35:33 51
Arsenal 34 12 14 8 50:42 50
Tottenham 34 13 10 11 52:44 49
Burnley 34 14 7 13 38:46 49
Everton 34 12 9 13 41:49 45
Southampton 34 13 5 16 43:56 44
Newcastle 34 11 10 13 35:50 43
Crystal Palace 34 11 9 14 30:43 42
Brighton 34 8 12 14 36:47 36
West Ham 34 8 7 19 40:59 31
Watford 34 7 10 17 31:53 31
Bournemouth 34 7 7 20 32:59 28
Aston Villa 34 7 6 21 36:65 27
Norwich 34 5 6 23 26:63 21
B-deild:
Leeds – Stoke ........................................... 5:0
Ítalía
Torino – Brescia ...................................... 3:1
Birkir Bjarnason lék fyrstu 60 mínút-
urnar með Brescia.
Bologna – Sassuolo.................................. 1:2
Andri Fannar Baldursson kom inn á hjá
Bologna á 74. mínútu.
C-deild, umspil, 16-liða úrslit:
Juventus U23 – Padova........................... 2:0
Emil Hallfreðsson lék fyrstu 62 mínút-
urnar með Padova.
Rússland
Rubin Kazan – Krasnodar ...................... 1:0
Jón Guðni Fjóluson var allan tímann á
bekknum hjá Krasnodar.
Bandaríkin
New York City – Philadelphia Union ... 0:1
Guðmundur Þórarinsson kom inn á hjá
New York í uppbótartíma leiksins.
Danmörk
Midtjylland – FC København ................. 3:1
Mikael Anderson lék fyrstu 80 mínút-
urnar með Midtjylland.
Ragnar Sigurðsson lék fyrstu 27 mín-
úturnar með Köbenhavn.
Bröndby – Nordsjælland ........................ 4:0
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby.
AaB – AGF................................................ 1:0
Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn
með AGF.
Staða efstu liða:
Midtjylland 32 25 3 4 53:20 78
København 32 19 4 9 53:37 61
AGF 32 17 6 9 50:37 57
Brøndby 32 15 6 11 54:40 51
Midtjylland er danskur meistari.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Mjällby – Malmö .............................. 2:4 (0:0)
Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 69
mínúturnar með Malmö.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Daði Ólafsson, sem gaf tóninn fyrir
frábæran endasprett Fylkis gegn
KA í Árbænum í gærkvöld með því
að kom liði sínu í 2:1, sagði við mig
eftir leikinn að hann vissi ekki hvað
væri eiginlega orðið langt síðan
Fylkir hefði unnið þrjá leiki í röð í
deildinni.
Engin furða að Daði myndi ekki
eftir því, enda gerðist það síðast hjá
Fylki í efstu deild nokkrum vikum
áður en hann spilaði sinn fyrsta leik
með liðinu, síðsumars árið 2013. Þá
vann Fylkir fjóra leiki í röð, eftir
einn sigur í fyrstu tólf leikjunum.
Með sannfærandi 4:1 sigri á KA
eru sigurleikirnir í deildinni orðnir
þrír í röð eftir tvö töp í byrjun móts.
Gott veganesti fyrir erfiðan kafla
þar sem næstu mótherjar Árbæinga
eru FH, KR og Valur. Þá sést betur
hvort þeir muni gera alvöruatlögu að
því að koma sér fyrir í efri hluta
deildarinnar.
Valdimar Þór Ingimundarson
skoraði sitt fimmta mark í jafn-
mörgum leikjum í ár og lagði auk
þess upp tvö önnur fyrir Fylki.
Djair Parfitt-Williams, kant-
maður frá Bermúda, skoraði sitt
fyrsta mark í deildinni þegar hann
kom Fylki í 1:0 í fyrri hálfleik, eftir
sendingu Valdimars.
Andrés Már Jóhannesson,
leikjahæsti leikmaður Fylkis í deild-
inni frá upphafi, kom inná undir lok-
in, í fyrsta sinn á tímabilinu. Hann er
með 189 leiki fyrir liðið í deildinni.
Byrjun KA-manna, tvö stig í
fjórum leikjum, er versta byrjun fé-
lagsins á nokkru Íslandsmóti frá því
liðið hóf titilvörnina 1990 á því að
tapa fyrstu fjórum leikjum sínum.
Mikkelsen þýtur upp listann
Thomas Mikkelsen er kominn í
þriðja til fjórða sæti yfir marka-
hæstu leikmenn Breiðabliks í efstu
deild karla frá upphafi eftir að hafa
skorað tvívegis í jafnteflinu, 3:3, við
FH á Kópavogsvelli í fyrrakvöld.
Daninn hefur nú skorað sex mörk á
tímabilinu og 29 mörk alls fyrir
Breiðablik. Hann fór upp fyrir Al-
freð Finnbogason og jafnaði Árna
Vilhjálmsson í þriðja sætinu.
Kristinn Steindórsson bætti
markamet sitt enn með því að skora
fyrsta markið gegn FH. Hann hefur
gert 37 mörk fyrir Breiðablik en
Sigurður Grétarsson er annar með
31 mark.
Steven Lennon skoraði þriðja
mark FH, sitt fimmta á tímabilinu,
og jafnaði Óskar Örn Hauksson í
14.-15. sæti yfir markahæstu menn
deildarinnar frá upphafi með 76
mörk.
Atli Guðnason skoraði líka fyrir
FH og er kominn í 21.-22. sæti
markalistans með 67 mörk, jafn
Helga Sigurðssyni. Þar með hefur
Atli skorað mark á fimmtán tímabil-
um í röð með FH, eða samfleytt frá
2006.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Markaskorarar Varnarmaðurinn Orri Sveinn Stefánsson úr Fylki og Guð-
mundur Steinn Hafsteinsson, framherji KA, skoruðu báðir í gærkvöldi.
Besti kafli
Fylkis frá
árinu 2013
Þriðji sigurinn í röð og Fylkir í þriðja
sæti Versta byrjun KA frá 1990
Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi
atvinnu- og landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, er orðinn þjálfari Þróttar frá
Vogum. Þróttur leikur í 2. deild. Her-
mann tekur við af Brynjari Gestssyni
sem hætti með liðið á dögunum vegna
veikinda. Hermann lék tæplega 500
leiki sem atvinnumaður á Englandi
og 89 landsleiki. Hefur hann m.a.
þjálfað karla- og kvennalið Fylkis og
karlalið ÍBV. Var hann síðast aðstoð-
arþjálfari Sol Campbell hjá Southend
í ensku C-deildinni. Þróttur er í átt-
unda sæti 2. deildarinnar með fimm
stig eftir fjóra leiki.
Hermann þjálf-
ar Þrótt Vogum
Ljósmynd/Þróttur Vogum
Vogar Hermann Hreiðarsson er tek-
inn við Þrótti Vogum.
Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir
úr FH bætti eigið Íslandsmet í
sleggjukasti á níunda Origo-
mótinu sem fram fór í Kaplakrika
í gær.
Vigdís kastaði 62,69 metra og
bætti eigið Íslandsmet um ellefu
sentímetra. Var metið aðeins
tveggja vikna gamalt en Vigdís
átti það sjálf og var hún að bæta
Íslandsmetið í þriðja sinn í sumar
og í tólfta skiptið í heildina.
Keppir hún á Meistaramóti Íslands
á Akureyri 25. og 26. júlí næst-
komandi.
Ellefta Íslands-
met Vigdísar
AFP
Íslandsmet Vigdís Jónsdóttir bætti
Íslandsmetið í Kaplakrika.
FYLKIR – KA 4:1
1:0 Djair Parfitt-Williams 31.
1:1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 67.
2:1 Daði Ólafsson 73.
3:1 Valdimar Þór Ingimundarson 75.
4:1 Orri Sveinn Stefánsson 86.
M
Djair Parfitt-Williams (Fylki)
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki)
Aron Snær Friðriksson (Fylki)
Orri Sveinn Stefánsson (Fylki)
Nikulás Val Gunnarsson (Fylki)
Arnór Gauti Jónsson (Fylki)
Daði Ólafsson (Fylki)
Hallgrímur Mar Bergmann (KA)
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Hrannar Björn Bergmann (KA)
Dómari: Elías Ingi Árnason – 7.
Áhorfendur: 815.
BREIÐABLIK – FH 3:3
M-gjöfin var ekki í blaðinu í gær þar
sem leiknum var ekki lokið þegar það
fór í prentun í fyrrakvöld.
MM
Thomas Mikkelsen (Breiðabliki)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
M
Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)
Oliver Sigurjónsson (Breiðabliki)
Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki)
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
Davíð Ingvarsson (Breiðabliki)
Gunnar Nielsen (FH)
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Steven Lennon (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Atli Guðnason (FH)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7.
Áhorfendur: 1.483.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
Manchester United er aðeins einu
stigi frá Leicester City í fjórða sæti
ensku úrvalsdeildinnar í fótbolta eft-
ir sannfærandi 3:0-útisigur á Aston
Villa í gærkvöld. United hefur leikið
afar vel eftir að deildin fór af stað á
ný og unnið fjóra af fimm leikjum
sínum og enn ekki beðið ósigur. Eft-
ir erfiða byrjun fékk United afar
vafasama vítaspyrnu á 27. mínútu er
Bruno Fernandes fór niður innan
teigs. Fernandes skoraði sjálfur úr
spyrnunni og eftir það tók United
völdin og Mason Greenwood og Paul
Pogba bættu við mörkum. Haldi
United áfram á sömu braut er næsta
víst að liðið leiki í Meistaradeild Evr-
ópu á næstu leiktíð. Everton og
Southampton skiptu með sér stig-
unum er þau gerðu 1:1-jafntefli á
Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðs-
son kom inn á sem varamaður á 42.
mínútu í stöðunni 1:0 fyrir South-
ampton og aðeins mínútu síðar skor-
aði Richarlison jöfnunarmark og
þar við sat.
José Mourinho vill væntanlega
gleyma markalausa jafntefli læri-
sveina sinna í Tottenham á útivelli
gegn Bournemouth. Tottenham átti
ekki skot á markið og varð í leiðinni
fyrsta liðið frá því árið 2015 sem
leikur deildarleik við Bournemouth
án þess að eiga skot á markið.
AFP
Pressa Gylfi Þór Sigurðsson pressar Shane Long í liði Southampton í gær.
United aðeins stigi
frá fjórða sætinu