Morgunblaðið - 10.07.2020, Side 27

Morgunblaðið - 10.07.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020  Bríet Sif Hinriksdóttir og El- ísabeth Ýr Ægisdóttir gengu í gær til liðs við körfuknattleikslið Hauka en þær spiluðu báðar með Grindavík í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Bríet er 23 ára gömul og hefur leik- ið lengi í deildinni, eitt ár með Grindavík og áður með Keflavík og Stjörnunni en Elísabeth er 17 ára gömul og vakti athygli með Grinda- víkurliðinu síðasta vetur.  Skíðakappinn Finn Christian Jagge, einn þekktasti alpa- greinamaður Norðmanna er látinn, 54 ára að aldri, vegna skyndilegra veikinda. Jagge varð Ólympíu- meistari í svigi í Albertville árið 1992 og vann sjö heimsbikarmót en samtals komst hann sautján sinnum á verðlaunapall á heimsbikarmótum í alpagreinum.  Gróttumenn skýrðu frá því í gær að skoski knattspyrnumaðurinn Kieran McGrath væri kominn úr sóttkví og byrjaður að æfa með lið- inu. McGrath, sem er 19 ára fram- herji og kemur frá skosku meist- urunum Celtic, var löglegur með Gróttu fyrir leikina gegn HK og Fjölni en Seltirningar tóku enga áhættu á því að taka hann strax inn í hópinn. McGrath gæti því komið við sögu á sunnudaginn þegar Grótta fær ÍA í heimsókn.  Elmar Atli Garðarsson fyrirliði 1. deildarliðs Vestra í knattspyrnu við- beinsbrotnaði í leik liðsins gegn Þór á Akureyri í fyrrakvöld. Elmar verð- ur frá keppni næstu vikurnar af þessum sökum en Vestri vann leik- inn á Akureyri mjög óvænt, 1:0.  Arnór Ingvi Traustason og sam- herjar hans í Malmö eru komnir í bikarúrslit í sænska fótboltanum eftir sigur á Mjällby á útivelli í und- anúrslitum í gær. Réðust úrslitin í vítakeppni, eftir markalaust jafn- tefli, þar sem Malmö skoraði úr fjórum spyrnum og Mjällby tveimur. Arnór var í byrjunarliði Malmö og lék í 69 mínútur.  Pólski markaskorarinn Robert Lewandowski sigraði með nokkrum yfirburðum í kosningu á vegum samtaka atvinnuknattspyrnumanna í Þýskalandi á besta leikmanninum í 1. deild karla. Lewandowski skoraði 34 mörk í 31 leik í deildinni fyrir Þýskalandsmeistara Bayern Münc- hen. Hann fékk rúmlega 40 prósent atkvæða en næstir komu Englending- urinn Jadon Sancho hjá Dortmund með 13,9 prósent og Jos- hua Kim- mich hjá Bayern með 7,2 prósent atkvæða. Eitt ogannað Midtjylland varð í gær danskur meistari í fótbolta í þriðja skipti og í annað skipti á þremur árum. Gull- tryggði liðið meistaratitilinn með 3:1-sigri á FC København á heima- velli í gær. Landsliðsmaðurinn Mikael And- erson var í byrjunarliði Midtjylland og lék fyrstu 81. mínútuna. Þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir er Midtjylland með 78 stig, sautján stigum meira en FC København. Mikael hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Midtjylland á leiktíð- inni og leikið 28 leiki og skorað í þeim fjögur mörk. Þrátt fyrir að liðið hafi tryggt sér titilinn á heimavelli, hefur grunn- urinn verið lagður á útivelli þar sem Midtjylland hefur unnið 15 af 16 leikjum sínum og enn ekki tapað. Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðs- son var í byrjunarliði FC Køben- havn en fór meiddur af velli á 27. mínútu þegar lið hans var með 1:0 forystu. Mikael fagnaði danska meistaratitlinum Ljósmynd/Midtjylland Meistarar Mikael Anderson og liðsfélagar hans fagna meistaratitlinum. NOREGUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kópavogsbúinn Alfons Sampsted hefur slegið í gegn með Bodø/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á þessari leiktíð en liðið er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eða átján eftir fyrstu sex um- ferðirnar. Bakvörðurinn, sem er 22 ára gamall, hefur spilað allar mínútur liðsins í sumar en hann gekk til liðs við norska félagið í febrúar á þessu ári eftir þrjú ár í herbúðum Norr- köping í Svíþjóð þar sem hann náði ekki að festa sig í sessi. Alfons er uppalinn hjá Breiðabliki þar sem hann á að baki 25 leiki í efstu deild en hann lék sína fyrstu A-landsleiki í ár gegn Kanda og El Salvador í Bandaríkjunum í janúar. „Það er erfitt að segja að þetta góða gengi hafi komið manni á óvart,“ sagði Alfons í samtali við Morgunblaðið. „Það eru mikil gæði í leikmannahópnum og það er sér- stakt hvernig allir í liðinu eru á ná- kvæmlega sömu bylgjulengd. Það er eitthvað sem maður hefur aldrei upplifað áður. Við erum með ákveðið leikplan sem allir fylgja og þá hafa allir leik- menn liðsins gríðarlega trú á því leikplani sem unnið er með. Við höf- um lagt gríðarlega mikið á okkur, undanfarna mánuði, og manni finnst við hálfpartinn eiga þetta skilið með hliðsjón af allri vinnunni sem hefur farið í þetta.“ Nýtti tækifærið Alfons gekk til liðs við Norrköp- ing frá Breiðabliki árið 2017 og var lánaður þrívegis í sænsku neðri deildarinnar á tíma sínum í Svíþjóð, tvisvar til Sylvia og einu sinni til Landskrona. Þá var hann lánaður til Breiðabliks seinni hluta síðasta tímabils. „Mér hefur gengið mjög vel að aðlagast lífinu í Noregi og ég bý að ákveðinni reynslu frá tíma mínum í Svíþjóð um hvernig það er að vera atvinnumaður í fótbolta í öðru landi. Kórónuveirufaraldurinn hafði ekki áhrif á æfingar hjá okkur þannig séð því við æfðum saman í litlum hópum á meðan faraldurinn stóð sem hæst og ég náði því að komast vel inn í hópinn strax á fyrsta degi. Það var smá lán í óláni að maður mátti ekki umgangast neinn annan nema leikmenn liðsins og þess vegna eignaðist ég virkilega góða vini hérna á skömmum tíma. Þá líð- ur mér mjög vel í Noregi og þegar að manni líður vel þá spilar maður vel.“ Bakvörðurinn hefur smollið eins og flís við rass í lið Bodø/Glimt en ítrekar að hann hafi þurft að vinna vel fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. „Ég held að það sé enginn þjálfari í heiminum sem lofar leikmönnum byrjunarliðssæti bara sí svona. Þeg- ar að ég kem til félagsins þá tjáir þjálfarinn mér það að ég muni fá mitt tækifæri eins og aðrir leik- menn liðsins. Ég nýtti þau tækifæri sem ég fékk og er á góðum stað í dag. Að sama skapi skiptir litlu máli hvað þú hefur afrekað í fótbolta, það er bara næsti leikur sem telur, og ég þarf þess vegna að halda áfram að standa mig ef ég ætla mér að halda mínu sæti enda samkeppni um allar stöður í liðinu.“ Liðsheildin mikilvægust Bodø/Glimt hefur aldrei orðið norskur meistari en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð með 14 stigum minna en Molde sem vann með yfirburðum. „Það er oftast þannig að pressan kemur mest utan frá en við erum klárlega með gæðin til þess að fara alla leið. Það er líka undir okkur sjálfum komið hvernig við nýtum okkur hæfileikana í leikmannahópn- um og ef menn ætla allt í einu að fara taka upp á því að fara gera hlutina upp á eigin spýtur þá gæti þetta verið fljótt að breytast. Það sem hefur skilað okkur á þann stað sem við erum á í dag er fyrst og fremst samvinna og góð liðsheild. Það hefur einkennt Bodø/ Glimt í upphafi tímabilsins en við ætlum ekki fram úr okkur eftir sex leiki. Við munum halda áfram að taka einn leik fyrir í einu og svo sjáum við hverju það skilar okkur undir restina.“ Alfons segir lítinn mun á norsku og sænsku úrvalsdeildinni þegar allt kemur til alls og þá stefnir bakvörð- urinn hátt með íslenska landsliðinu eftir að hafa leikið sína fyrstu A- landsleiki í janúar. Lítill munur á deildunum „Heilt yfir þá er sænska deildin kannski aðeins teknískari en sú norska en norska deildin byggir meira á líkamsburðum og leikmenn- irnir hérna eru sterkari. Eftir að hafa spilað á báðum stöðum þá myndi ég samt segja að bestu lið Svíþjóðar séu á pari við bestu liðin í Noregi þannig að gæðin eru kannski svipuð bara í báðum deild- um. Þegar kemur að íslenska landslið- inu þá vonast ég til þess að gera mig gildandi í því einn daginn. Ég er hins vegar meðvitaður um það að landsliðsþjálfarar Íslands horfa mikið til félagsliðanna og hvernig menn eru að standa sig þar. Ef ég er einbeittur á að standa mig með mínu félagsliðið þá aukast líkurnar á því að sé valinn í landsliðið,“ sagði Alfons í samtali við Morgunblaðið. Klárlega með gæðin til þess að fara alla leið  Alfons byrjar vel með Bodø/Glimt sem hefur unnið sex fyrstu leiki sína Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Noregur Alfons Sampsted fer gríðarlega vel af stað með Bodø/Glimt. KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 16-liða úrslit: Origo-völlur: Valur – ÍBV......................... 18 Meistaravellir: KR – Tindastóll .......... 19.15 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – FH........ 19.15 Samsung-völlur: Stjarnan – Selfoss ... 19.15 Würth-völlur: Fylkir – Breiðablik ........... 20 Ásvellir: Haukar – Fjarð/Hött/Leikn. 20.15 Í KVÖLD! Spænska körfuknattleiksliðið Val- encia hefur samið við Martin Her- mannsson landsliðsmann í körfu- knattleik en frá þessu er greint á vefsíðunni Eurohoops. Valencia er eitt af stórliðunum í evrópskum körfubolta og hafnaði í tíunda sæti í Euroleague í vetur en Alba Berlín, lið Martins undanfarin tvö ár, hafnaði þar í sextánda sæti. Liðið var í undan- úrslitum um spænska meistaratitilinn á dögunum en tapaði þar naumlega, 75:73, fyrir Baskonia sem síðan vann Barcelona í úrslitaleiknum. Valencia hefur verið samfleytt í einu af sex efstu sætunum á Spáni frá 2009 og vann spænsku deildina árið 2017 en varð síðan í öðru sæti í úrslitakeppn- inni. Jón Arnór Stefánsson lék með Valencia 2006-07 og aftur 2015-16 þar sem hann lauk sínum atvinnumanns- ferli. Tryggvi Snær Hlinason hóf sinn atvinnuferil þar og lék með liðinu 2017 til 2019. Þá er Hilmar Smári Henningsson á mála hjá Valencia og hefur spilað með varaliði félagsins. Martin að semja við spænskt stórlið Ljósmynd/Euroleague Spánn Martin Hermannsson er á leið til Valencia á Spáni frá Alba Berlin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.