Morgunblaðið - 10.07.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Sýnd með íslensku tali Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI ÞESSI STÓRKOSTLEGA MYND SÝND Í ÖRFÁA DAGA.90% Variety 2020 verða haldnir kl. 17. Þar frum- flytur KIMI tríó ný verk eftir staðartónskáld Sumartónleika, Þórönnu Björnsdóttur og Gunnar Karel Másson. Tónskáldin hafa dvalið í Skálholti undanfarið og unnið að verkum sem samin eru sérstaklega að þessu tilefni, fyrir KIMA tríó. Á undan tónleikunum, kl. 16.15, verður rætt við staðar- tónskáldin um verkin. Lokahelgi Sumartónleika í Skál- holti 2020 fer nú í hönd og kennir þar ýmissa grasa. Tónlistarhópur- inn KIMI tríó flytur ný og nýleg verk á dagskránni Afkimar, í kvöld, föstudaginn 10. júlí, kl. 20. Þrjú verkanna eru samin sérstaklega fyrir KIMA. Barokkdagskráin Allar leiðir liggja frá Rómarborg verður á laugardag kl. 14. Tónleikarnir eru tileinkaðir fiðluleikaranum Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumar- tónleika í Skálholti. Seinna sama dag, kl. 16, flytur flautuhópurinn Aulos Ensemble dagskrána Landið okkar. Þar verða ný íslensk verk á efnisskránni. Sumartónleikum lýkur á sunnu- dag með tvennum tónleikum. Fiðludúettinn Bachelsi verður með tónleika fyrir alla fjölskylduna kl. 14. Þar fá gestir að hlýða á sögu Jóhanns Sebastians Bach og Önnu Magdalenu Bach og flutning á verkum þeirra. Lokatónleikar Sumartónleika Barokk og ný verk á dagskrá lokahelgar Sumartónleika í Skálholti Ljósmynd/Efi Anagnostidou Tríó Hópurinn KIMI heldur tvenna tónleika í Skálholti um helgina. ina í ár. Síðar sama kvöld, kl. 21.30, sýnir búrleskhópurinn Dömur og herra kabarett. Báðar sýningarnar fara fram í Tjarnarbíói. Hátíðinni lýkur að vanda með verðlaunaafhendingu. Hún verður haldin í Secret Cellar á sunnudag, kl. 18. Nánari upplýsingar um dagskrá Reykjavík Fringe má finna á heimasíðu hátíðar rvkfringe.is. Jaðarlistahátíðin Reykjavík Fringe hefur staðið yfir síðan síðastliðinn laugardag og lýkur henni nú um helgina. Fringe sérhæfir sig meðal annars í að kitla hláturtaugar gesta sinna með miklu úrvali uppistandssýn- inga. Um helgina gefst gestum meðal annars kostur á að hlýða á hinn vinsæla ástralska uppistand- ara Jono Duffy, á föstudagskvöld kl. 22 í Tjarnarbíói og síðan á laugardags- og sunnudagskvöld í Secret Cellar við Lækjargötu. Einn- ig verða uppistandssýningar á borð við Why Are You So Old? með Nich Jameson og My Voices Have Tour- ettes á dagskrá um helgina. Leikhúsvídeóverkið Them verð- ur sýnt á laugardagskvöld kl. 19.30. Það hafði verið hugsað sem sviðs- verk en vegna faraldursins hafa listamennirnir neyðst til að þróa út því myndbandsverk og hafa haft gaman af. Þessu verki, ásamt fleir- um, er streymt á netinu. Það var lausn skipuleggjenda á því að er- lendir gestir kæmust ekki á hátíð- Kabarett, leikhús og uppistand á jaðarlistahátíðinni Reykjavík Fringe Þreyttur Uppistandssýning Jono Duffy, I’m Tired, verður á dagskrá. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hin árlega alþjóðlega myndlistar- sýning Rúllandi snjóbolti verður opnuð í Bræðslunni á Djúpavogi á morgun, laugardag, klukkan 15. Þetta er sjöunda árið í röð sem sýn- ingin er sett upp á Djúpavogi en þessi hefur þó númerið 13 og er samstarfsverkefni Djúpavogs- hrepps og Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar í Xia- men í Kína. Upphafsmenn sýning- arinnar hér á landi eru hjónin Sig- urður Guðmundsson myndlistar- maður og Ineke Guðmundsson, stofnandi miðstöðvarinnar í Xiamen, og hafa þau boðið fjölda ólíkra listamanna að taka þátt í sýn- ingunni á undanförnum árum. Eins og áður eiga margir lista- menn verk á sýningunni, um þrjátíu, en að þessu sinni er um þriðjungur erlendir listamenn. Að sögn Kristínar Dagmar Jó- hannesdóttur, sem kemur að sýningarstjórninni með Ineke og Sigurði, hefur kórónuveirufaraldur- inn óneitanlega haft áhrif á skipu- lagningu og framkvæmd sýningar- innar að þessu sinni en hún segir að útkoman verði jafn áhugaverð og áður. Ákveðið hafi verið að slá sýn- inguna ekki af vegna ástandsins, heldur finna leiðir til að setja saman ferska og áhugaverða sýningu. „Það verða sýnd verk eftir sjö listamenn frá menningarmiðstöð- inni í Xiamen,“ segir Kristín. „Þeir eru ekki á staðnum, þar sem lokað er á ferðalög milli landanna, en við sýnum vídeóverk eftir þá alla.“ „Stór og flottur hópur“ Athygli vekur að margir sýnend- anna, 19 listamenn, eru nýútskrif- aðir úr Listaháskóla Íslands. „Sigurður bauð þeim að sýna, fyr- ir ekki svo löngu. Það var fallegt boð en með þeim sýna svo nokkrir reyndir Íslendingar, Sigurður á sjálfur verk á sýningunni, líka Þór Vigfússon, Hrafnkell Sigurðsson og Bjargey Ólafsdóttir. „Þetta er því stór og flottur hópur sem sýnir nú saman.“ Þegar spurt er hvort ungu lista- mennirnir sýni verk sem voru á út- skriftarsýningu þeirra á dögunum segir Kristín að mörg þeirra vinni að nýjum verkum fyrir sýninguna á Djúpavogi. „Þau gátu ráðið því hvort þau sýndu útskriftarverk eða eitthvað annað og langflest kusu að gera ný. Þau eru öll að mæta, og sum eru mætt þegar að vinna verk.“ Hún segir einhver vinna vídeóverk, aðrir eru með gjörninga, málverk eða skúlptúra. „Það er afar fersk og skemmtileg stemning hér. Það er komin hefð fyrir sýningunni á staðnum og ég heyri það í bæjarfélaginu að það er áhugi á henni, hvað verði að sjá núna. Það var vissulega tvísýnt um tíma hvort sýningin yrði, og það gleður alla að það verði af henni. Þessi sýning er að vissu leyti líf- rænni en hinar fyrri en Ineke og Sigurður hafa þó aldrei verið með neitt þema heldur hefur verið opið hvað listamenn sem hefur verið boð- ið hafa sýnt. Það er óðum að koma mynd á sýn- inguna og þetta er mjög spennandi,“ sagði Kristín Dagmar þar sem hún var við uppsetningu Rúllandi snjó- bolta í gær. Sýningin mun standa fram í miðjan ágúst. Safn ljóðverka Sigurðar Samhliða opnun sýningarinnar á Djúpavogi gefur Crymogea út bók- ina Ljóð og Ljóð sem er heildarsafn ljóðverka Sigurðar Guðmunds- sonar. Í bókinni koma saman ljóð Sig- urðar frá ýmsum skeiðum í ferli hans. Ljóð sem upphaflega voru hugsuð sem hugmyndalistaverk og voru gefin út í bókum í Hollandi, ljóð úr skáldsögum hans og síðan ljóð sem hann hefur ort í samhengi við verk sín. Ungir listamenn áberandi á Djúpavogi  Samsýningin Rúllandi snjóbolti opnuð í sjöunda sinn Morgunblaðið/Andrés Skúlason Frumkvöðlar Hjónin Ineke og Sigurður Guðmundsson við eitt verka hans á Djúpavogi. Þau eru forsprakkar samsýningarinnar Rúllandi snjóbolti/13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.