Morgunblaðið - 22.07.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020
Umræðan var á hærra plani áðurfyrr, sagði Lára V. Júl-
íusdóttir, lögfræðingur og fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Alþýðu-
sambands Íslands, þegar hún var
spurð út í ummæli Sólveigar Önnu
Jónsdóttur, formanns Eflingar og 2.
varaformanns ASÍ.
Ummæli Sól-veigar Önnu
voru sett fram í kjöl-
far þess að Lára lýsti
skoðun sinni á kjara-
deilu Icelandair og
Flugfreyjufélagsins
og skýrði lagalega
stöðu málsins. Lög-
fræðiskýringar Láru
hentuðu ekki stétt-
arbaráttu Sólveigar
Önnu, sem sagði um
Láru: „Einn trufl-
aðasti meðlimur
reykvískrar borg-
arastéttar talar úr
hliðarveruleika
hinna auðugu. Ömurlegt þvaður í
ruglaðri manneskju.“
Nú kann að vera að fólk semstarfar með Sólveigu Önnu sé
fyrir löngu hætt að veita því athygli
hvernig hún talar um menn og mál-
efni og kippi sér þess vegna ekkert
upp við svo fáheyrð og ósvífin um-
mæli.
Það breytir því þó ekki að SólveigAnna gegnir ábyrgðarstöðum,
bæði innan Eflingar og innan ASÍ.
Ekki hefur orðið vart við að hún iðr-
ist orða sinna eða að Efling eða ASÍ
hafi fordæmt ummælin.
Þvert á móti hefur Sólveig Annabætt um betur og tekið undir
með Ragnari Þór Ingólfssyni að líf-
eyrissjóðina eigi að nota í pólitískum
tilgangi og að misbeiting þeirra
gegn Icelandair sé sjálfsögð. Hún
orðar það á sinn máta og segir að
það sé „úrkynjun að skilja það
ekki“.
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Á lægsta plani
STAKSTEINAR
Lára V.
Júlíusdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kristján Þór Júlíusson sjávarút-
vegsráðherra hefur undirritað
reglugerð um auknar aflaheimildir
til strandveiða á þessu fiskveiðiári.
Með reglugerðinni er komið til
móts við þá miklu fjölgun báta sem
hafa stundað strandveiðar á þessu
ári, segir í frétt á heimasíðu ráðu-
neytisins.
Alls er um að ræða 720 tonn til
viðbótar áður útgefnum kvóta og
verður heildaraflamagn til strand-
veiða á þessu fiskveiðiári 11.820
tonn, sem er það mesta frá því
strandveiðar hófust hér við land.
Við upphaf strandveiða á þessu
fiskveiðiári í maí sl. lá fyrir að tals-
verð fjölgun yrði í fjölda báta sem
myndu taka þátt í veiðunum. Í maí-
mánuði, þegar veiðarnar hófust,
voru 590 strandveiðileyfi gefin út
hjá Fiskistofu.
Samkvæmt samantekt atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins
eru nú líkur til þess að það afla-
magn, sem ætlað er til strandveiða,
muni klárast um komandi mánaða-
mót, þegar enn væri mánuður eftir
af tímabilinu. Fiskistofa hefði í kjöl-
farið þurft að stöðva veiðarnar.
Vegna þessa hefur ráðherra tekið
ákvörðun um að flytja allar óráð-
stafaðar aflaheimildir innan svokall-
aðs 5,3% kerfis til strandveiðiflot-
ans. sisi@mbl.is
Ráðherra eykur strandveiðikvóta
Að óbreyttum kvóta hefðu strand-
veiðarnar stöðvast um mánaðamótin
Morgunblaðið/Alfons
Strandveiðar Kvótinn í ár verður
sá mesti síðan slíkar veiðar hófust.
Gera má ráð fyrir tveimur hrað-
hleðslustöðvum til viðbótar á þjón-
ustustöð N1 í Lindum í Kópavogi.
Fyrir eru tvær 50kW hraðhleðslu-
stöðvar við þjónustustöðina en nú er
ljóst að fleirum verður bætt við.
Þetta segir Þyrí Dröfn Konráðs-
dóttir, markaðsstjóri N1, í samtali
við Morgunblaðið.
Að sögn hennar hefur stöðvunum
verið mjög vel tekið. Þá hefur fjöldi
viðskiptavina lýst yfir mikilli ánægju
með uppsetninguna. „Við byrjuðum
á að setja niður tvær stöðvar, sem
var risastórt skref fyrir okkur. Í
kjölfarið fengum við alveg frábærar
viðtökur og í raun framar björtustu
vonum. Við munum síðan fjölga í
samræmi við það sem þörf er á,“
segir Þyrí og bætir við að nú geti
viðskiptavinir í vildarkerfi N1 nýtt
sér þjónustuna. Þannig geti þeir nú
notast við greiðslumöguleika fyrir-
tækisins. „Við erum með um 70 þús-
und manns í kerfinu hjá okkur og nú
geta þessir aðilar greitt á
hraðhleðslustöðvunum með N1-korti
eða lykli,“ segir Þyrí.
Nýju hraðhleðslustöðvarnar við
Lindir eru þær tólftu í röðinni hjá
fyrirtækinu og bætast við þær ellefu
sem þar til í byrjun september eru í
samstarfi við Orku náttúrunnar.
Segir Þyrí að fátt bendi til annars en
að þróunin haldi áfram á sama hraða
næstu ár. Nú sé til dæmis verið að
bíða eftir að byggingafulltrúi gefi
grænt ljós á hraðhleðslustöð við
þjónustustöð N1 í Staðarskála. „Við
erum orkufyrirtæki og ætlum okkur
að framleiða þá orku sem viðskipta-
vinirnir vilja. Miðað við það sem við
sjáum er þróunin á þessu sviði jafn-
vel hraðari en við gerðum okkur
grein fyrir.“ aronthordur@mbl.is
Bæta við tveimur
stöðvum í Lindum
Hraðhleðslu-
stöðvar N1 hafa not-
ið mikilla vinsælda
N1 Hraðhleðslustöðvum fyrir-
tækisins hefur verið mjög vel tekið.