Morgunblaðið - 22.07.2020, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Félag eldri Hornfirðinga vígði nú á
dögunum nýjan mínígolfvöll á
Höfn. Var uppbygging vallarins
unnin í samstarfi við Sveitarfélagið
Hornafjörð. Til að gera fram-
kvæmdina að veruleika fékk félag
eldri borgara styrk frá sveitarfé-
laginu. Nam hann um 500 þúsund
krónum, en alls verða brautirnar
fimm talsins. Nú þegar eru þrjár
fullbúnar og ekki er langt þar til
síðustu tvær verða sömuleiðis full-
gerðar.
Brautirnar eru smíðaðar af fé-
lagsmönnum og lagði Skinney
Þinganes til aðstöðu til verksins.
Sveitarfélagið lagði til styrk til efn-
iskaupa og undirbyggði svæði fyrir
brautirnar. Matthildur Ásmundar-
dóttir, bæjarstjóri Hornafjarðar,
segir að framkvæmd verkefnisins
hafi gengið mjög vel. „Þetta var
skemmtilegt frumkvæði frá þeim
sem stóðu að framkæmdinni. Svo er
auðvitað jákvætt að þetta stuðlar
að hreyfingu og eflir hreysti fólks,“
segir Matthildur, en brautirnar eru
staðsettar nærri íbúðum eldri borg-
ara. Útsýnið frá völlunum er auk
þess mjög fallegt, en brautirnar eru
staðsettar neðan við þyrlupall
skammt frá Heilsugæslunni á svæð-
inu.
Aðspurð segir Matthildur að að-
gangur að völlunum sé gjaldfrjáls.
„Fólk þarf bara að taka með sér
kylfu og kúlu. Aðgangurinn kostar
ekki neitt og það eiga allir að geta
komið þarna og nýtt aðstöðuna.“
Brautir Nú þegar eru þrjár fullbúnar en vinna við hinar heldur áfram.
Nýr mínígolfvöllur
á Höfn í Hornafirði
Gjaldfrjáls aðgangur fyrir alla íbúa
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það hefur verið mjög mikið að gera
á tjaldstæðinu og í verslunum á
svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar eru
mjög ánægðir,“ segir Matthildur
Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveit-
arfélagsins Hornafjarðar, um mik-
inn fjölda ferðamanna í sveitarfé-
laginu undanfarnar vikur.
Líkt og og víðast hvar á landinu
urðu ferðaþjónustuaðilar á Horna-
firði fyrir höggi sökum faraldurs
kórónuveiru. Lítið var um að vera á
svæðinu eftir að veiran tók að breið-
ast út. Í kjölfarið var tekin ákvörð-
un um að fara í öfluga markaðs-
setningu með það fyrir augum að fá
Íslendinga til að sækja Hornafjörð
heim.
„Þetta datt auðvitað allt niður
þegar faraldurinn var á fleygiferð.
Hins vegar tók þetta að glæðast í
byrjun júlí. Við höfum verið að
reyna að ná innanlandsmarkaðnum
og hann er gjöfulli en ég átti von á.
Það er mikið fólk í bænum vegna
þess, en að auki eru nokkrir útlend-
ingar,“ segir Matthildur og tekur
fram að veður á svæðinu hafi verið
mjög gott. Það hafi eflaust ýtt undir
ferðir fólks til Hornafjarðar.
Hafa auglýst innanlands
Fram til þessa hefur auglýsingum
og annarri markaðssetningu verið
beint að Íslendingum. Það kann þó
að breytast þegar líða tekur á
haustið. „Við höfum sett fjármagn í
markaðssetningu hér heima og höf-
um séð það borga sig. Við munum
setja það inn á erlenda markaði síð-
ar,“ segir Matthildur sem hefur þó
áhyggjur af haustinu. Mikil óvissa
sé fram undan enda er heimsfarald-
urinn óútreiknanlegur. „Við vonum
að ferðamenn vilji koma hingað í fá-
mennið, en við vitum ekkert hvað
gerist. Þetta verður alveg örugglega
mjög skrýtið ár. Þegar nær hefur
dregið áramótum hafa Asíubúar
verið að koma hingað og það er
ómögulegt að segja hvort þeir
komi,“ segir Matthildur.
Áhyggjur af haustinu
Fjölmörg fyrirtæki á Hornafirði
treysta á ferðamennsku og því var
ferðamannastraumurinn það sem af
er júlímánuði kærkominn. Að sögn
Matthildar er ferðaþjónustan ein
helsta atvinnugreinin á Suðaustur-
landi. „Þetta er á við sjávarútveg-
inn. Það eru mörg afþreyingarfyr-
irtæki með starfsemi, þar af fjöldi
fjölskyldufyrirtækja. Að auki er
gisting í kringum það þannig að við
höfum áhyggjur af framhaldinu.“
Ferðaþjónustan hefur
blómstrað í júlímánuði
Íslendingar fylla skarð erlendra ferðamanna á Hornafirði
Hornafjörður
» Óvissa er með ferðaþjón-
ustu á svæðinu í vetur, en
hingað til hafa Asíubúar verið
tíðir gestir á Hornafirði.
» Ferðaþjónusta á svæðinu
tók mikinn kipp við upphaf júlí-
mánaðar.
Ljósmynd/Sveitarfélagið Hornafjörður
Hornafjörður Mikið hefur verið um að vera á svæðinu síðustu vikur.