Morgunblaðið - 22.07.2020, Side 10

Morgunblaðið - 22.07.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur „Fæstir hafa nokkra ánægju af því að fella jafn fallegar og tignarlegar skepnur og hvítabirnir eru. Fólk upplifir hins vegar mikla hættu og jafnan er það niðurstaða yfirvalda að fella þurfi dýr sem ógna byggðu bóli,“ segir Krist- inn Schram, dós- ent í þjóðfræði við Háskóla Ís- lands. Hann er með- stjórnandi í sam- starfi skólans við Listaháskóla Ís- lands og Þjóð- minjasafn Ís- lands sem sett hafa í loftið spurningaskrá sem ber yfirskriftina Ísbjarnarsögur. Þar er, eins og tit- illinn lýsir vel, safnað sögum fólks um ísbirni. Hundruð skráðra heim- ilda eru til um slíka andvaragesti á Íslandi, en nú þykir nauðsynlegt að fá frásagnir þeirra sem séð hafa þessi dýr eða komist í návígi við þau. Þrír komu að sumri Aðeins fáir dagar eru síðan spurningaskráin var kynnt almenn- ingi, en þegar hafa komið sterk við- brögð úr ýmsum áttum. „Allar frá- sagnir nýtast í þessu verkefni, en nú leitum við sérstaklega eftir því að fá meiri þekkingu og aukinn skilning á tengslum dýra, fólks og umhverfis á tímum loftlagshlýn- unar. Yfirborð sjávar er að hækka, ís bráðnar og þrengir að bjarndýr- unum,“ segir Kristinn og áfram: „Áður fyrr komu hvítabirnir helst til Íslands á veturna, til dæmis þeg- ar hafís var fastur við land fyrir norðan og á Vestfjörðum. Fyrir rúmum áratug komu birnir þrívegis norður á Skaga að sumarlagi, sem olli miklum usla, og svo aftur 2016. Á síðustu áratugum hafa ísbirnir einnig sést hér og verið felldir á Vestfjörðum, í Grímsey, á Skaga og í Þistilfirði. Þessa reynslu þarf að skrá og halda fróðleiknum til haga í þágu vísinda og komandi kynslóða.“ Bjarndýr var fellt við bæinn Hvalnes á Skaga að kvöldi 16. júlí 2016, skömmu eftir að heimafólk sá fyrst til dýrsins, sem reyndist vera stálpuð birna. Lögreglunni á Sauð- árkróki var tilkynnt um bjarndýrið og í kjölfarið var kölluð til skytta til að fella dýrið. Misskilningur á Melrakkasléttu Enginn vafi var í huga franskra ferðamanna sem voru nyrst á Mel- rakkasléttu í júlí 2018 og sögðu óhikað að hvítabjörn væri á svæð- inu. Skyttur lögreglu á Akureyri komu á vettvang og þyrla frá Land- helgisgæslunni flaug yfir, en leitað var að dýrinu næturlangt án árang- urs. Í eftirleiknum þegar spurn- ingar voru settar fram um hvort bangsi hefði nokkru sinni verið á svæðinu kom í ljós að málið allt hefði byggst á misskilningi. sbs@mbl.is Leita sagna af ógnandi ísbjörnum  Hvítabirnir í brennidepli  Söfn vilja sögur  Breytt- ingar á loftslagi Morgunblaðið/RAX Ógnardýr Björninn sem kom að Hrauni á Skaga 2008 var kallaður Golíat. Björn Jóhann Björnsson Birna Var felld við Hvalnes á Skaga. Bjarni Egilsson bóndi hér við dýrið. Kristinn Schram „Saga trúarinnar sýnir að viðhorf okkar getur tekið breytingum,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. „Við erum kölluð til vonar sem er ekki til vonar og vara. Hún er algjörlega miðlæg í trú okkar og til- veru, von sem virkar og verkar núna. Verkar í andartakinu vegna fram- tíðarinnar.“ Í haust verður haldin á bisk- upssetrinu ráðstefnan Skálholt 2, þar sem umhverfis- og loftslagsmál verða í brennidepli. Kristján Björnsson vék að þessum fyrirhugaða viðburði í pre- dikun sinni við guðsþjónustu á Skál- holtshátíð sl. sunnudag. Fulltrúar andlegra leiðtoga ólíkra trúarbragða munu hittast á ráðstefnunni undir merkjum hreyfingar sem kallast Fa- ith for Earth eða Trú fyrir jörðina. Kristján getur þess að á ráðstefn- unni Skálholt sem haldin var í fyrra hafi tekist að tengja saman kirkjur og önn- ur trúfélög við leiðandi fólk í land- og umhverfisvernd. Þá hafi munað um aðkomu Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP. Á ráðstefnunni Skálholt 2 verði unnið úr því samstarfi og komi UNEP, með framkvæmdastjórann Inger Andersen, framkvæmdastjóra, þar sterkt inn. Einnig verði fulltrúar trúarsamtaka þátttakendur og ýmsir ráðamenn, svo sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Almennt sé þátttaka trúarsamtaka mikilvægur þáttur í því að vinna að viðhorfsbreytingu í umhverf- ismálum. Áhrif þeirra geti verið mikil bæði í trúarsamfélaginu sem og skólamálum. Með öruggri stjórn „Við sem þjóð gengum saman og með öruggri stjórn almannavarna og ráðamanna okkar í átt til ákveðinnar vonar. Sama mun eiga við um við- brögð okkar og almennar varnir við hamfarahlýnun jarðar,“ sagði sr. Kristján í predikun sinni. Munurinn á kórónuveirunni og hamfarahlýnun væri helstur að hlýnunin ætti sér stað á löngum tíma. Vænta mætti þó að veiran gengi yfir og mætti sigra fljótlega með hjálp þekkingar. sbs@mbl.is Von virkar til framtíðar  Umhverfismál á vettvangi kirkju  Ráðstefna í Skálholti Kristján Björnsson Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða lögmanninum Steinbergi Finnbogasyni 1,5 milljónir í miska- bætur vegna þriggja daga gæslu- varðhalds og húsleitar sem hann varð fyrir í tengslum við rannsókn á peningaþvætti í fjársvikamáli skjól- stæðings síns fyrir um fjórum árum. Þá var ríkinu einnig gert að greiða honum 2,5 milljónir í málskostnað. Steinbergur fór fram á 10 millj- ónir og skaðabætur vegna málsins, en hann taldi málið hafa valdið sér álitshnekki og skaðað orðspor hans sem lögmanns. Hann var handtekinn í febrúar árið 2016 á skrifstofu hér- aðssaksóknara þar sem hann hafði verið boðaður vegna skýrslutöku skjólstæðings síns. Var í framhald- inu gerð húsleit á lögmannsstofu hans sem Steinbergur og lögmaður hans voru viðstaddir. Var lagt hald á fjórar tölvur og skjöl. Þá fundust 710 þúsund krónur í reiðufé á skrifstof- unni. Var Steinbergur úrskurðaður í þriggja daga varðhald í framhaldinu og sætti einangrun meðan á því stóð. Héraðsdómur kemst í niðurstöðu sinni að því að fjártjón Steinbergs vegna málsins sé með öllu ósannað, en að hann eigi rétt á miskabótum. Í dómi héraðsdóms segir meðal annars að Steinbergur hafi verið með stöðu sakbornings óþarflega lengi, en málið var ekki fellt niður fyrr en einu og hálfu ári eftir hand- tökuna. Lögmanni dæmdar bætur frá ríkinu  1,5 milljónir fyrir varðhald og húsleit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.