Morgunblaðið - 22.07.2020, Page 11

Morgunblaðið - 22.07.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Útsalan heldur áfram Blússur • Kjólar • Bolir Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna náðu samkomulagi snemma í gær- morgun um nýjan neyðarsjóð upp á um 750 milljarða evra, sem nýttur verður til þess að aðstoða aðildarrík- in vegna kórónuveirukreppunnar. Samkomulagið er sagt marka tíma- mót í sögu Evrópusambandsins, þar sem það færir aðildarríkin nær því að vera með sameiginlega stefnu í ríkis- fjármálum. Samkomulagið náðist eftir stíf fundahöld undanfarna fjóra daga þar sem tillaga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sjóðinn var rædd. Gekk á ýmsu í viðræðum leið- toganna, þar sem leiðtogar „spar- sömu“ ríkjanna í norðri streittust gegn því að ríkin í suðri, sem hafa orðið verr úti í faraldrinum, gætu fengið lán úr sjóðnum á ábyrgð þeirra sparsömu án þess að sett yrðu ströng skilyrði um að þau ríki sýndu meira aðhald í ríkisfjármálum. Ríkin í suðri sökuðu hins vegar hina sparsömu um að horfa fram hjá þeirri hættu sem gæti fylgt því að að- ildarríkin réttu ekki hvert öðru hjálparhönd við þær fordæmalausu aðstæður sem nú væru uppi. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari er sögð hafa sett sín lóð á vog- arskálarnar til þess að samkomulag- ið gæti náðst, en hún tók höndum saman við Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem sagði brýnt að Evrópusambandsríkin tækju á sig sameiginlegar skuldbindingar vegna kreppunnar. Minni fjárhæð í styrki Engu að síður náðu „hinir spar- sömu“, Hollendingar, Austurríkis- menn, Danir, Svíar og Finnar, fram nokkrum málamiðlunum á upphaf- legri tillögu. Þannig átti sjóðurinn upphaflega að skiptast svo að um 500 milljarðar evra yrðu í formi styrkja og um 250 milljarðar í formi lána, en í samkomulaginu er kveðið á um að styrkveitingar úr sjóðnum muni ein- ungis ná til um 390 milljarða evra. Í öðru lagi fengu „sparsömu“ ríkin það í gegn að styrkveitingar úr sjóðn- um yrðu ekki sjálfkrafa. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, krafðist þess í liðinni viku að ríkin gætu feng- ið neitunarvald á styrkveitingar, en þess í stað náðist samkomulag um að hvaða aðildarríki sem er gæti krafist þess að styrkbeiðnir einstakra ríkja yrðu skoðaðar sérstaklega á leiðtoga- fundi sambandsríkjanna allra. Pólverjar og Ungverjar fengu það í gegn að orðalag tillögu fram- kvæmdastjórnarinnar um að styrk- veitingar yrðu háðar „virðingu fyrir réttarríkinu“ var mýkt, en bæði ríkin hafa átt í deilum við framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins um til- högun dómsmála. Leiðtogar „spar- samari“ ríkjanna fengu það einnig í gegn að í ljósi stærðar neyðar- sjóðsins myndu þau ríki fá mun meira endurgreitt frá Evrópusam- bandinu en áður, en öll ríkin fimm sem tóku höndum saman greiða meira til sambandsins en þau hafa fengið til baka. Þá er sjóðurinn að hluta til fjár- magnaður með því að dregið er úr stærð annarra sjóða sambandsins, sem meðal annars eiga að styðja við nýsköpun, hið stafræna hagkerfi og umhverfismál. Pólitísk frekar en hagræn áhrif Í greiningu Ambrose Evans- Pritchard, viðskiptaritstjóra breska blaðsins Daily Telegraph, kemur fram að hagræn áhrif sjóðsins á aðildarríkin verði ekki eins mikil og ætla mætti, þar sem mikið af fjár- mögnun hans náist með þessari hliðr- un úr öðrum sjóðum, og afgangurinn verði sóttur yfir langt tímabil. Áhrif sjóðsins eru að mati hans frekar pólitísk, þar sem fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins verður nú falið að afla umtalsverðra fjárhæða í nafni allra aðildarríkjanna og ráða svo að miklu leyti hvernig þeim fjármunum verði varið. Þá sé ljóst að mikill hluti neyðar- aðstoðarinnar muni renna til ríkja í Austur-Evrópu, sem hafi ekki orðið mjög illa úti í veirufaraldrinum, og einhver hluti til þýskra sambands- ríkja, sem geti vel séð um sig sjálf. Samkomulagið muni því ekki koma í veg fyrir að Ítalía og hin Miðjarðar- hafsríkin dragist aftur úr. Evans-Pritchard bendir einnig á að sjóðurinn muni ekki ná að taka til starfa fyrr en um mitt næsta ár. Notagildi hans í baráttunni við kórónuveirukreppuna sé því tak- markað, en á meðan lendi það á herð- um evrópska seðlabankans að halda ríkjunum á floti. Hlutverk sjóðsins verði því fyrst og fremst að létta þeim kvöðum af seðlabankanum, og þá fyrst verði hægt að meta hvort leiðtogafundur helgarinnar hafi skil- að tilætluðum árangri. AFP Evrópusambandið Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel mæta til sameiginlegs blaðamanna- fundar eftir að leiðtogafundinum lauk. Samvinna þeirra mun hafa skipt sköpum við að tryggja niðurstöðuna. Tímamót í sögu sambandsins  Leiðtogar Evrópusambandsins náðu samkomulagi um neyðarsjóð vegna kórónuveirukreppunnar  „Sparsömu ríkin“ náðu fram vissum málamiðlunum  Meiri áhrif á stjórnmál Evrópu en hagkerfið? Grikkland 176,6% Ítalía 134,8% Portúgal 117,7% Holland Svíþjóð Austurríki Danmörk Finnland Hlutfall af VLF, byggt á Eurostat 2019 fyrir ESB- ríkin og Bretland Skuldir hins opinbera 1-20% 21-40 41-60 61-80 101% og meira 81-100 Heimild: Eurostat Bresk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í gær fyrir að hafa ekki lát- ið rannsaka möguleg inngrip Rússa í kosningabaráttuna fyrir Brexit- kosningarnar árið 2016, sem og möguleg inngrip þeirra í aðrar kosn- ingar sem haldnar hafa verið í Bret- landi síðan. Þetta er meginniðurstaða skýrslu, sem njósna- og öryggisnefnd breska þingsins sendi frá sér í gær. Skýrsl- unni var ætlað að bregða ljósi á hvort að Rússar hefðu haft áhrif á niðurstöðu Brexit-kosninganna, en 52% Breta samþykktu þar að Bret- land ætti að yfirgefa Evrópusam- bandið. Stewart Hosie, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að svo virtist sem bresk stjórnvöld hefðu verið þjökuð af „skorti á forvitni“ um möguleg áhrif Rússa. „Enginn vildi snerta á þessu máli með þriggja metra löngu priki,“ sagði Hosie. Í skýrslunni segir að trúverðugar heimildir séu fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðarat- kvæðagreiðslu Skota árið 2014 með því að keyra herferðir á samfélags- miðlum, og að ljóst sé að Rússar séu ein helsta ógnin við Breta. Dominic Raab utanríkisráðherra vísaði ásökunum þingmannanna um að stjórnvöld hefðu ekki reynt að rannsaka málið á bug. „Við höfum um langa hríð borið kennsl á þá við- varandi og miklu ógn sem Bretum stafar af Rússum, þar á meðal í net- heimum,“ sagði Raab. Sagði ríkis- stjórnin í skriflegu svari við skýrslu þingnefndarinnar að engin gögn bentu til þess að nokkur truflun hefði orðið á Brexit-atkvæðagreiðsl- unni. Rússneska utanríkisráðuneytið fordæmdi skýrsluna og sagði hana vera enn eitt dæmið um Rússa- hræðslu í Bretlandi. Stjórnvöld sökuð um sinnuleysi  Rússar reyndu að hafa áhrif á Skota AFP Skotland Ný skýrsla sakar Rússa um að hafa reynt að trufla skosku þjóðarakvæðagreiðsluna 2014.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.