Morgunblaðið - 22.07.2020, Page 12

Morgunblaðið - 22.07.2020, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Evrópusam-bandsríkinnáðu loks saman í gærmorg- un um tillögur framkvæmda- stjórnar sam- bandsins um sérstakan neyðar- sjóð upp á 750 milljarða evra. Þessu fjármagni er ætlað að að- stoða aðildarríkin við að kom- ast út úr kreppunni miklu sem fyrirséð þykir að kórónuveiru- faraldurinn muni valda, en ekki er allt sem sýnist þegar sam- komulagið er skoðað. Vert er að rifja upp að far- aldurinn og efnahagsþrenging- arnar sem fylgdu í kjölfarið rifu upp mikil sár í samskiptum Evrópusambandsríkjanna í norðri og suðri. Ítalía og Spánn, sem urðu einna verst úti í upphafi faraldursins, máttu upplifa það að hin aðild- arríkin sinntu neyð þeirra lítið sem ekkert til að byrja með og leituðu bæði ríkin annað til þess að tryggja sér nauðsyn- legar birgðir í baráttunni gegn kórónuveirunni þegar hún stóð sem hæst. Sinnuleysi Evrópusam- bandsins, sem og sumra af ríkj- unum norðar í álfunni, þótti þá ganga svo langt að á Ítalíu fór fólk að spyrja sig hver tilgang- urinn væri með aðildinni að sambandinu fyrst að það brygðist á ögurstundu. Sú spurning hefur raunar skotið upp kollinum aftur og aftur síð- an, ekki síst eftir að fyrsta bylgja faraldursins gekk niður og athygli stjórnvalda færðist að þeirri spurningu hvernig ætti að takast á við kreppuna sem sú bylgja skildi eftir sig. Ríkin í norðri, sem umfram hin hafa reynt að feta veg að- halds í ríkisfjármálum sínum, höfðu ekki frekar en í fyrri kreppum evrusvæðisins áhuga á að taka á sig ábyrgð fyrir rík- in í suðri, sem allajafna þykja halda lausar um fjárhagstaum- inn. Endurspeglast það í skuldastöðu ríkjanna, þar sem Ítalía, Spánn og Grikkland búa öll við skuldir sem eru hærri en sem nemur landsframleiðslu þeirra og er sú staða eldri en kórónuveiran. Á sama tíma sáu Frakkar, með Macron Frakklands- forseta í broddi fylkingar, sér leik á borði. Ljóst er að þar á bæ hefur neyðarsjóðurinn að hluta til að minnsta kosti verið hugsaður sem nokkurs konar brimbrjótur aukins samruna ríkjanna, sem þeir sem ráða för innan sambandsins reyna stöð- ugt að vinna brautargengi. Til- högun sjóðsins styður þetta, en hún er með þeim hætti að Evr- ópusambandsríkin fjármagna sjóðinn sameiginlega með lán- töku og bera ábyrgð á endur- greiðslu lánanna í sameiningu. Um leið er ljóst að þær byrðar sem lánin hafa í för með sér munu lenda meira á ríkj- unum sem eru til þess aflögufær en þeim ríkjum, sem eiga að þiggja að- stoð úr sjóðnum. Þessi hliðarafurð sjóðsins, aukin sameiginleg ábyrgð á fjármálum, gæti því orðið mik- ilvægt skref í átt að enn nánara samstarfi ríkjanna í ríkisfjár- málum, og jafnvel opnað fyrir möguleikann á því að ríkin, í það minnsta þau á evrusvæð- inu, taki upp sameiginleg fjár- lög. Sameiginlegt skattlagning- arvald er þá nánast óhjákvæmilegur fylgifiskur, en það hefur löngum verið fjar- lægur draumur þeirra sem vilja ganga hvað lengst í samruna- ferlinu og hefur sambandið beitt ýmsum brögðum í gegn- um tíðina til að freista þess að ná því markmiði ráðamanna þess. Athygli vekur, að Angela Merkel Þýskalandskanslari ákvað snemma í þessu þrefi að leita málamiðlana í samstarfi við Macron, en þýsk stjórnvöld hafa hingað til staðið einna fastast gegn því að skuldir ríkjanna í suðri séu greiddar af skattborgurum í norðri. Bar- áttan fyrir þessu féll nú í hlut Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, og mátti hann þola ýmsar skeytasendingar fyrir þær kröfur sem hann gerði, með stuðningi annarra „spar- samra“ ríkja. Kröfurnar mið- uðu að því að úthlutanir úr neyðarsjóðnum yrðu einkum í formi lánsfjár, og um leið að styrkveitingum myndu fylgja skilyrði um að ríkin sem styrk- ina þægju gerðu ákveðnar um- bætur innanlands. Það segir sína sögu, að Mac- ron kaus að líkja Rutte við Dav- id Cameron, þáverandi for- sætisráðherra Breta, sem reyndi sitt á leiðtogafundum sambandsins til þess að stemma stigu við samrunaferli þess. Samlíkingin varð meira viðeigandi þegar í ljós kom að líkt og Cameron þurfti Rutte að gefa umtalsvert eftir af kröfum sínum svo samkomulagið mætti nást. Neyðarsjóðurinn verður nú að veruleika, þó að hann verði með ögn öðrum hætti en upp- haflega var áætlað. Fyrir- vararnir sem gerðir voru munu að líkindum litlu skipta og vega í öllu falli létt í samanburði við þann árangur samrunasinna að hafa tekist að stíga þetta sam- runaskref. Hvort það skiptir miklu til framtíðar er þó afar óvíst því að um leið fer sund- urlyndi innan sambandsins vaxandi og hefur kórónuveiran ýtt enn frekar undir það, þó að rótin liggi annars staðar og vandinn sé djúpstæðari. Evrópusambandið stígur enn eitt skrefið í átt að sambandsríki} Skref fyrir skref Þ að hefur verið áhugavert að fylgjast með álitsslag atvinnurekenda við verkalýðshreyfinguna. Stór orð eru notuð um ábyrgðarlaust fólk sem af kunnáttuleysi vilji knésetja stór og smá fyrirtæki og stefna með því lífsviðurværi almennings í hættu. Við skulum staldra við og spyrja okkur hverju við erum bættari með öflugum stéttar- félögum. Ég vil byrja á að benda lesendum á að lesa stórgóða grein Sigurðar Péturssonar sagn- fræðings, „Félagabrjótar og gul verkalýðs- félög: Ógn við lýðræði og velferð“ er birtist á vef Stundarinnar fyrir skömmu. Þar fer Sig- urður yfir sögu verkalýðshreyfingarinnar hér heima og erlendis og hvað hefur áunnist. Ætla ég að leyfa mér að vitna í hana hér. Það gefur augaleið að sterk verkalýðshreyf- ing og samstaða launafólks er flóknari samningsaðili en einn einstaklingur sem hægt er að ráða og reka að vild. Leyfi til orlofstöku, veikindaréttur, vinnustundafjöldi og kaup og kjör komu ekki til af góðmennsku atvinnurekenda heldur einmitt vegna þrautseigju og samstöðu vinnandi stétta sem komu saman í stéttarfélögum og börðust fyrir betri kjörum. Því miður hefur það gerst á undanförnum áratugum vestur í Bandaríkjunum að félagsaðild í verka- lýðsfélögum hefur farið úr þriðjungi vinnandi fólks í ein- ungis tíund af starfsfólki á almennum vinnumarkaði. Þetta gerðist vegna félagabrota stjórnenda á vinnumarkaði. Grafið var markvisst undan stéttarfélögum og samstöð- unni splundrað. Kjarasamningar voru gerðir óvirkir, verkföll stöðvuð og ný félög, svokölluð gul félög sem störfuðu undir atvinnurekend- unum, voru stofnuð. Þetta hefur svo leitt til þess að hlutur hinnar vinnandi millistéttar í þjóðarframleiðslu landsins hefur minnkað um- talsvert en hinir ríku hafa orðið enn ríkari. Hér hafa forsvarsmenn atvinnurekenda sem og fulltrúar ríkisstjórnar talað um það und- anfarna mánuði, löngu fyrir Covid-19, að for- sendur lífskjarasamninganna væru brostnar. Aðstæður í þjóðfélaginu leyfi engar kjarabæt- ur fyrir hina vinnandi lág- og millistétt og slík- ar kröfur séu óábyrgar. Þá er því jafnframt haldið fram að samstaða annarra með baráttu einstakra stétta, líkt og flugfreyja, hjúkr- unarfræðinga og lögreglumanna, sé ábyrgðar- laus og leiði til „knésetningar stórfyrirtækis í nauðum“. Án fyrirtækis séu jú engin störf. Það er alveg rétt að án fyrirtækja eru ekki störf en það þýðir ekki að hægt sé að ganga á milli bols og höfuðs á stétt- arfélagi því sem er í samningsviðræðum og ganga svo til samninga við hvern og einn á mun lakari kjörum. Við eigum stéttarfélögum mikið að þakka og skulum muna það þegar við drekkum morgunkaffið í sumarleyfinu. Sumarfríið er af- urð góðrar samvinnu verkalýðsfélaga á árum áður. Það kom vegna samstöðu vinnandi stétta og nauðsynlegt að muna á tímum sem þessum. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Þess vegna þurfum við öflug stéttarfélög Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRIN Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Enn hefur ekki tekist aðþróa bóluefni gegn kór-ónuveirunni og keppastnú 160 fyrirtæki og stofnanir, sem Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) hefur auga með, um þróun efnisins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í gær að prófanir á nýju bóluefni lofuðu góðu en enn væri nokkuð langt í land, þar til hægt verður að bólusetja mikinn fjölda manna fyrir veirunni. WHO hefur viðurkennt 21 bólu- efni á heimsvísu, sem gæti veitt ónæmi fyrir kórónuveirunni og haf- ið er að prófa á mannfólki. 139 bólu- efni eru hins vegar á byrjunarstigi og einungis er heimilt að prófa þau á dýrum. Til þess að kortleggja gengi bólu- efnanna er prófanaferlinu skipt í þrjú þrep. Á fyrsta þrepi er öryggi og æskileg skammtastærð bóluefn- isins könnuð og hafa 14 bóluefni í heiminum náð því þrepi, samkvæmt WHO. Þegar af fyrsta þrepi er komið tekur við annað þrep, þar sem virkni bóluefnanna er könnuð og sitja 10 bóluefni á milli þrepanna, þá á fyrsta og hálfa þrepi, og tvö bóluefni á öðru þrepi. Tvö bóluefni eru komin upp á þriðja þrep: annars vegar efni sem er í þróun hjá Oxford-háskóla í sam- starfi við AstraZeneca, og efni frá lyfjafyrirtækinu Sinovac, í samstarfi við brasilísku rannsóknarstofuna Butantan. Bóluefni Sinovac er langt á veg komið og hefjast prófanir á sjálf- boðaliðum í Brasilíu, að því er fram kemur í umfjöllun fréttaveitunnar AFP. Þá sagði fréttastofa BBC frá því á mánudag að prófanir á bólu- efni Oxford og AstraZeneca, sem fóru fram á 1.077 einstaklingum hafi skilað góðum árangri. Í samantekt AFP er þó tekið fram að hafa skuli varann á, þegar fjallað er um áhrif bóluefna. Jean- François Delfraissy, stjórnarmaður í vísindaráði Frakklands, hefur fylgt frönskum stjórnvöldum gegnum faraldurinn til þessa og segir í um- fjöllun AFP að háfleygum yfirlýs- ingum um bóluefni sé beint að al- múganum en ekki síður hluta- bréfamarkaðnum. Bóluefnin 160 eru margs konar og falla þau tvö sem lengst eru kom- in ekki undir sama flokk. Bóluefni Oxford og AstraZeneca grundvall- ast á RNA-kjarnsýrum, þar sem meinvirkni frumna er notuð til þess að ónæmiskerfið myndi mótefni. Bóluefni Sinovac og Butantan er hins vegar gert úr óvirkri veiru, þar sem meinvirk gen eru fjarlægð úr veirunni, sem gerir að verkum að veiran hefur sömu eiginleika og sú upprunalega en veldur ekki sjúk- dómnum. Önnur bóluefni grundvallast ým- ist á DNA, fjölfalda sér ýmist eða fjölfalda sér ekki, innihalda mót- efnavaka og eru lifandi en ómein- virkar. Tvö bóluefni eru lengst komin í þróun 218 möguleg bóluefni hafa verið skráð af London School of Hygiene and Tropical Medicine Kapphlaup um bóluefni gegn kórónuveirunni CanSino Biological Inc. Líftæknistofnunin í Peking Anhui Zhifei Longcom Biopharma. Örverustofnun kínversku vísindaakademíunnar Oxford-háskóli AstraZeneca Sinovac Instituto Butantan Moderna NIAID Staða prófana frá 15. júlí Prófanir ekki hafnar Stig I Stig I/II Stig II Stig II/III Stig III Samþykkt Engin fjölföldun Með fjölföldun Óvirkar veirur Meinvirktar Mótefnavaki RNA Annað/Óþekkt DNA Heimild: Nature AFP Rannsóknir Tvö bóluefni eru komin upp á þriðja þrep: annars vegar efni sem er í þróun hjá Oxford-háskóla, og hins vegar efni frá Sinovac.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.